Tíminn - 28.09.1961, Blaðsíða 1
250. tbl. — 45. árgangur.
Fimmtudagur 28. september 1961.
Kornrækt í
Þingeyjar-
SlitnaÖ upp úr samningum Læknafél. Reykjavíkur og Sjúkrasaml. Rvíkur
Læknar starfa áfram á nýjum
taxta, án samstarfs við samlagið
Sjúkrasamlagið telur nýja taxtann valda yfir
100% tekjuhækkun lækna
dregst ýmiá kostnaður við lækn-
ingastofuhald, bfl og fleira, sem
læknafélagið telur nema um
250.000 kr. á ári, en sjúkrasam-
lagið telur of hátt reiknað.
f júlílok sagði Læknafélag 600.000 króna brútfótekjur
Reykjavíkur upp samningum, Samkvæmt kröfum læknafélags
sínum við Sjúkrasamlag ins> mun heimilislæknir, sem hef | Samningsuppsögn
D , . , , * . ur enga sérgrein, en 1500 númer I júlílok sagði læknafélagið upp
Keyk|aviKur ,ra °9 me*.. ' sjúkrasamlagmu, en þag þyk samningi sínum við sjúkrasam- j
október. Lögðu báðir aðilar ir læknafélaginu hæfilegt, fá lagið frá og með 1. október. Kom
fram nýjar samningstillögur,1 600.000 króna árslaun. Þar frá (Framhald a 2. síðu.j j
en mikið bar á milli. Nú hefur-----------------------------------------------------------------------
alveg slitnað upp úr samning-
um, þar sem læknar hafa ekki
viljað láta málið ganga til
gerðardóms. Sjúkrasamlagið
hélt í gær fund með blaða-1
mönnum og afhenti þeim
greinargerð um málið. Grein-,
argerð er væntanleg frá
læknafélaginu innan tíðar. Á
fundinum með sjúkrasamlag-
inu kom meðal annars það
fram, sem hér fer á eftir,
sjónarmið sjúkrasamlagsins í
málinu, en Guðjón Hansen
tryggingafræðingur hafði orð
fyrir því.
Fullreynt er nú, að samnings-
slit verða milli læknafélagsins og
sjúkrasamlagsins á sunnudaginn.
kemur, 1. október. Falla þá nið-,
ur greiðslur samlagsins vegna j |§
læknishjálpar utan sjúkrahúsa,
svo og á þeim sjúkrahúsum, þarí
sem ekki eru fastráðnir læknar.
Áfram verður haldið greiðslum
á bótum til sjúkravistar á sjúkra ; Z r ; \ „
húsum með fastráðnum læknum, „' 0 $ * ''í
lyf verða greidd niður á sa-ma ¥<%}'■<
hátt og áður og loks verða greidd ‘y* | 1*~
ir dagpeningar. Heilsuverndar- ■ \
stöðin verður einnig rekin áfram. >
Læknar hafa krafizt hækkana * ' ‘ ‘
á greiðslum sjúkrasamlagsins til
þeirra, sem nema að meðaltali
allmiklu yfir 100% hækkun frá &. , ,
núverandi greiðslum. Jafnframt , *.
hafa þeir lagt fram nýjan samn-
! ingsgrundvöll.
Fóstrur meö
barnalest
Göturnar f Reykjavfk geta ver-
ið vlðsfálar litlum börnum. Þess
vegna hafa fóstrurnar f Tjarnar-
borg með sér streng, þegar þaer
fara f gönguferð með hópinn
sinn. Börnin halda um strenginn,
eða spotta, sem bundnlr eru á
hann, og svo teyma þær lestina.
Hér eru þær að fara yflr Suður-
gö'tuna með hóptnn. Ein fóstran
gengur fremst, önnur rekur lest
ina og hin þriðja er tll umsjón-
ar. ( Ljósm. TÍMINN — G.E.).
Um 20 menn í Reykjadals-
og Ljósavatnshreppi í Suður-
Þingeyjarsýslu eru nú í þann
veginn að binda formlega fé-
lag sitt í því skyni aS efna til
kornræktar í stórum stfl þar í
sveitum.
Sá, er fyrstur bar fram hug-
myndina um þetta, er Bjarni Pét-
ursson á Fosshóli í Bárðardal, og
átti blaðið við hann stutt tal um
þetta mál. Bjarni hefur áður starf-
að að kornrækt vestanhafs.
Sagði hann, að um 20 menn í
áðurnefndum hreppum hefðu áður
haldið með sér svo fundi til undir-
búnings og myndu stofna korn-
ræktarfélag formlega einhvern
næstu daga.
30—40 hektarar brotnir
í haust
Hann skýrðí svo frá, að í haust
væri hugmyndin að taka 3Q^40
hektara lands og brjóta, svö að
hægt yrði að sá í það í vor. Gerði
hann ráð fyrir, að það land yrði
tekið á tveimur stöðum, £ Reykja
Framhald á 15. síðu.
Feðgarnir fórust
með rækjubátnum
ísafirði, 27. sept.
Vélbáturinn Karmöy frá
ísafirði fórst á mánudags-
kvöldið fyrir utan Mjóaf jörð í
ísafjarðardjúpi og með hon-
um tveir menn, Símon Ólsen
skipstjóri, 63 ára að aldri, og
Kristján sonur hans, 23 ára,
svo sem skýrt var frá í blaðinu
í gær.
Karmöy var á rækjuveiðum í
Mjóafirði, en hætti þeim síðdegis,
og stundarfjórðung yfir fimm sást
síðast til bátsins, er hann var rétt
fyrir utan bæinn Skálayík á leið
út úr Mjóafirði heim til ísafjarðar.
Fleiri bátar voru þarna á rækju-
veiðum, og var það vélbáturinn
Borgþór, sem sá Karmöy síðast.
Um klukkan 11 um kvöldið fór
vélbáturinn Hrönn að leita. Leitaði
hún alla nóttina um ísafjarðar-
djúp, án árangurs, enda var veður
vont, ' norðaustan stormur með
hryðjum.
Þetta er uppdráttur af mynnl
Mjóafjarðar, þar sem ísfirzki
ræk jubáturinn Karmöy hefur
farizt meS þeim Olsens-feðgum.
Bæirnir Þernuvlk og Látur sjást
á kortinu.
Leitarflokkur fann brak
Á þriðjudagsmorguninn var sím-
að á bæi í Ögri, Þernuvík og Látr-
um og beðið að ganga á fjörur.
Einnig fór vélbáturinn Guð-
bjartur Kristján, sem Hörður Guð-
bjartsson er skipstjóri á, með leit-
arflokk frá ísafirði að Látrum í
Mjóafirði, og gengu þeir fjörur út
í Ögur. Fundust úr bátnum lestar-
hlerar, hurð úr stýrishúsi og rækju
kassar á Látrum og i Þernuvík. Á
bátnum voru tveir menn, þeir
Simon Olsen skipstjóri og sonur
hans, Kristján.
Símon var norskrar ættar, en
kvæntur íslenzkri konu, Margréti
Richter. Þau áttu fjögur börn, upp-
komin. Kristján, sonur Símonar,
var 23 óra, nýkvæntur og átti eitt
barn.
Upphafsmaður rækjuveiða
Símon nóf fyrstur manna rækju-
veiðar hér frá ísafirði fyrir 35 ár-
um, ásamt félaga sínum. G. O.
Syre. Má segja, að það sé byrjunin
á þeirri miklu atvinnugrein, sem
rækjuveiðarnar og rækjuvinnslan
hafa síðan orðið. Símon var búinn
að vera búsettur á ísafirði yfir 40
ár. Bátur hans, Karmöy, var 35 ára
gamall súðbyrðingur.
Þegar þetta hörmulega slys varð,
var mjög vont veður. Stóð austan
hvassviðri úr Kaldalóni, en þá
verður mjög báruvont út af Mjóa-
firði. G.S.