Tíminn - 28.09.1961, Blaðsíða 9
rf MIN N, fimmtudaginn 28. september 1961,
,Það er kannske síldargáfa"
Við vissum, að Hörður
Björnsson, síldarkóngur sum-
arsins, var einhvers staðar á
sveimi í Reykjavíkursjó. Við
sáum hann hvergi vaða, en
með aðstoð leitartækja tókst
okkur að kasta á hann og
góma hann í nótina.
Rætt við Hörð Björnsson, skipstjóra
á Olafi Magnússyni frá Akureyri.
— Þú ert stórríkur eftir sum-
arið.
sumir eru alltaf
fái ekki neitt?
í síld, þótt aðrir
Ég veit nú ekki enn þá
_____________________ , , . — Það er kannske síldargáfa,
Fyrir framan okkur stendur h,versu. £ae*aa Þfað var ^1 segir Hörður og hlær’ eða heppni'
-á+fir. alveg bul® als Sanga fra uppgjor- jjver veit það? — Mér finnst vera
risavaxinn maður og rettir, inU, þegar við fórum að norðan. heppni } og meði þegar vel geng.
fram hramminri. vio ^ripum i byst við, að hasetahluturinn m*. j)n það er um að ^era að hafa
hann og horfum upp eftir I hafl losað hundrað og þrjátíu þús- allt í lagj og kunna að nota tækin.
manninum, þar til loks við “"„•M„aðu^-«efur alltaf-bruk fyrir Það ríður líka mikið á því, að
irAmnm oK omHtitinn com i,'r+ PeninSa- Við vorum nu að kaupa n5tln sé ghgÉ pag yerður allt að
’ ý okkur íbúð héra í Reykjavík í vera t toppstandi, ef einhver árang
ur niður að smæð okkar. — fyrradag. ur 5 ag n5stÉ
Við rennum augunum enn — Hafðirðu góða skipshöfn? _ ýg s;lclin ehki mjög lítið í
einu sinni upp eftir mannin- — Ég hef ekki reynt hana að sumar?
um: Það er eins gott, að það, öð.ru- Þetta voru unSir °& yfir- — Jú, hún óð mjög lítið. Við
sé hátt tii lofts í stýrishúsinu i hraustir hefur tókum hana mest eftir lóðningu.
• ráiofi Moffmitouni o« natturlega nukið að segja, að bæði Geislinn fer lárétt út frá skip-
a 01afl Magnussyni, svo að menn og tæki seu ; toppstandi. inu yið höfum fjarlægðina og
Það varð stórbylting með kraft- hol(jum henni, þegar við köstum.
blökkinni. Manni eru allir vegir _ Þag segja sumir) að síldar.
færir, þegar maður hefur hana. leitartækin styggi síldina.
hann reki höfuðið ekki upp úr.
— Það er ekki að furða, þó að
þú getir krækt í nokkrar síldir
fyrst þú ert svona langur.
Risinn hlær góðlátlega:
— Hún sækir til þeirra stóru.
— Hvað ertu búinn að vera skip
stjóri lengi?
— Þetta er sjötta árið mitt og
ég hef alltaf verið á síld.
— Hefurðu alltaf .verið jafn
fiskinn?
— Ég hef veitt sæmilega, og í
snmar veiddum við náttúrlega vel.
Það urðu 22364 mál og tunnur um
það er lauk.
Það kom oft fyrir, að við gátum
unnið með blökkinni, þegar aðrir
gátu það ekki með bátunum vegna
veðurs. Það er mikill munur að
vera laus við bátana. Nú er nótin
komin um borð í fiskiskipið.
— Finnurðu á þér, þegar síldin
er nálægt?
— Nei, ég verð ekki var við
hana, fyrr en ég sé hana á tæk-
inu. Það er tækið, sem finnur
þetta. Maður lætur það alveg um
það. Ég finn ekkert annað á mér
en það, sem sést á tækinu.
— Hvernig stendur á því, að
— Eg hef nú ekki þá reynslu,
að hún styggist þess vegna.
— Það var oft sagt í fréttum,
að hún væri stygg.
— Hún er stygg, ef hún hefur
enga átu. Þá æðir hún um eins og
vitlaus og ræðst ekkert við hana.
Hún var mjög erfið, sú síðasta,
sem við fengum.
— Á hvaða tíma var veiðin
bezt?
— Hún var skást hallandi
miðju sumri, en það er ákaflega
erfitt að losna við hana þarna fyr-
ir austan og þurfti oft að bíða í
2—3 sólarhringa eftir að geta
landað eða fara með hana í 2—3
daga siglingu.
— Þurfið þið skipstjórarnir
ekki að vera vel vakandi yfir öll-
um hreyfingum síldarinnar?
— Það er jafngott, að við
sofum ekki allan sólarhringinn.
— Hvað sóttuð þið síldina langt
út? /
— Tæpar hundrað mílur út af
Dalatanga. Það er helzt til langt
— Er ekki mikill metingur á
milli skipa.
— Ekki hef ég mikið orðið var
við það. Maður hugsar bara um
að veiða sem mest, burtséð frá
því, hvað aðrir veiða.
— Ætlarðu á reknet í haust’’
— Reknet! — Nei, við föruiji
I á snurpu í Faxaflóanum. Reknet
in eru að leggjast niður. Þeir
sem veiddu mest hér í flóanum í
fyrra, voru allir með snurpu. —
En nú fer flugvélin að fara. —
Ég má ekki vera að þessu lengur
— Flugvélin?
— Já, ég flýg norður eftir
tuttugu mínútum.
— Það er þá ekki seinna vænna
að mynda þig.
— Ég verð þá að taka mig sam-
an í andlitinu. Maður verður að
halda sér til fyrir fleiru en kven-
fólki.
— Þú heldur þér ekkert til fyrir
síldihni?
— Nei, þess þarf ekki.
— Brostu nú eins og þú sért
nýbúinn að fylla nótina.
HÖRÐUR BJÖRNSSON
— Þá verður maður alvarlegur.
— Þá brosir maður ekki — Þá
verður maður alvarlegur.
Birgir.
Aflasklpið Ólafur Magnússon.
Þegar Wigry fórsí
Föstudaginn 8. september
1961 fór fram athöfn í Foss-
vogskirkjugarði í Reykjavík,
til minningar um sjómenn þá,
sem fórust með pólska flutn-
ingaskipinu Wigry fyrir Mýr-
um í janúar 1942. Við það
tækifæri var afhjúpaður minn-
isvarði á grafreit pólsku sjó-
mannanna. — Frá þessari at-
höfn er sagt í Reykjavíkur-
blöðunum, og í Tímanum 7.
sept. og Morgunblaðinu 9. sept.
eru frásagnir af sjóslysi þessu
og tildrögum þess. Vegna
rangra frásagna af strandstað
skipsins, vil ég greina frá því,
sem réttara er varðandi þetta
sjóslys. — Árið 1942 hef ég
skráð hjá mér eftirfarandi atr
iði varðandi þetta skipsstrand:
16. janúar 1942 gekk yfir
eitt mesta afspyrnu-sunnanveð
ur. Hér í Hjörsey var innan
við 100 metra skyggni vegna
sædrifs, þegar hvassast var.
Hélzt veörið fram í myrkur,
klukkan 9 um kvöldið lægði
veðrlð niður f ca. 8 vindstig.
Sáum við þá siiglingaljós á
skipi suðvestur frá eynni í
stefnu á Selboða. Siglingaljós
in hurfu eftir fjórðung stund-
ar. Sáurn við þá lítið hvítt Ijós
berast undan vindi, — reikn
uðum með, að menn hefðu
komizt f skipsbát. Símasam-
bandslaust var til Reykjavík-
ur. Yfirmönnum varnarliðsins
í Borgarnesi var tilkynnt sjó
slys, og að líkur bentu til að
áhöfnin hefði komizt í bát, sem
ræki í stefnu á innanvert Snæ-
fellsnes. — Morguninn eftir
voru menn komnir frá varnar
liðinu að Hjörseyjarsundi. Dag
inn eftir rak úr skipinu i
Hjörsey: Timbur, fatnaður,
merkjaflögg, pólski fáninn.
Næstu daga rak sfldarmjöls-
poka í hundraðatali. 4. febrúar
fórum við út að Selboða á litl
um árabát. Sáum fyrir skips-
síðu. sem braut á. Tvær bóm-
ur, fastar í vírum, flutu við
flakið, ca. 20—26 feta Iangar.
Flakið er ca. 150—200 metra
norður frá Selboða, á svonefnd
um boðatöglum. Selboði er
app úr um fjöru allt að 2 metra.
7 faðma dýpi er um fjöru við
flakið. — Skip hefur ekki áður
strandað á þessum stað.
Frásögn þessa sendi ég
Slysavarnafélagi fslands fyrir
árslok 1942. Hvort hún hefur
glatazt, get ég ekki sagt um,
því að árbók SVFÍ frá því ári
hef ég ekki við höndina.
En Wigry fórst á Selboða við
Hjörsey milli kl. 9 og 10 að
kvöldi hins 16. janúar 1942,
en ekki við Skógarnes á Snæ-
fellsnesi.
20. sept. 1961,
Hjörtur Þórðarson
frá Hjörsey.
Spriklandi dansar síldin sinn dauðadans í háfinum.
Ifó^kíymftÍOT^/.í<áSfewáSSátv^A+^ÍW"lA^^wAv.V.J<W.'^.Wff-.-.V,-.-.V.V.W.V.V.V.-.-.V^.-.V.V.W.-.-.WA-A,.V/.W,V^.-AV.VAV.V.V.V.-.-MV.V.V.A'.-|-.V.-.V.W.*.V.V.\W:-.--VÍ