Tíminn - 28.09.1961, Blaðsíða 3
TÍMINN, fimmtudaginn 28. september 1961.
3
Bretar munu leitast
við að ná samningum
— sagði Home lávarður í ræðu á allsherjar-
þinginu í gær
NTB—New York, 27. sept.
Utanríkisráðherra Breta,
Home lávarður, hélt aðalræð-
una á allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna í New York síð-
degis í dag. Hann ræddi m. a.
Berlínar- og Þýzkalandsmálið,
sem Andrei Gromyko, utanrík-
isráðherra Rússa, ræddi einnig
í ræðu sinni í gær. Home
sagði, að Bretar myndu gera
allt, sem þeir gætu, til að finna
grundvöll fyrir samningavið-
ræðum um Berlínarmálið.
Hann ásakaði Sovétríkin fyrir að
hafa á nýjan leik tekið upp kjarn-
orkuvopnatilraunir á sama tíma og
þau ræddu við Bretland og Banda
ríkin um bann við slíkum tilraun-
um. Því næst gerði hann hinar
nýju afvopnunartillögur Kennedys
og Bandaríkjastjórnar að umræðu-j
efni og kvaðst ekki sjá, að þær;
væru í neinum þýðingarmiklum at-
riðum frábrugðnar þeirri sam-,
þykkt, sem forsætisráðherrafund-.
ur brezku samveldislandanna gerði
í þessum efnum. Hann kvað Breta
ekkert hafa gert til að hindra síð
ustu aðgerðir í Kongó og vísaði til
lögu Sovétstjói'narinnar um þrí-
sfjórn á bug.
Hann sagði meðal annars:
„Brezka stjórnin mun ekki spara
neina fyrirhöfn til að finna grund
völl fyrir viðræðum um Berlínar-
málið og Þýzkaland. En viðræðu-
aðilar mega ekki hafa neitt ann-
að í huga en að ná heiðarlegu sam,
komulagi. Berlínarvandamálið hef
ur tvær hliðar. Þýzka þjóðin, bæði
í Vestur- og Austur-Þýzkalandi,
verður að fá óskoraðan rétt til'
sjálfsálcvörðunar, og öruggt sam-j
komulag verður að nást um óhindr
aðar samgöngur til Berlínar. Sömuj
leiðis verður að tryggja rétt þjóð-
arinnar til að lifa því lífi, sem
hún hefur kosið sér með frjálsu
vali“. Um áherzlu þá, sem Sovét-
ríkin leggja nú á friðarsamninga
við Þjóðverja, sagði Home, að
eðlilegt væri, að einhver einstak-
ur aðili vildi breyta samkomulagi,
sem orðið væri 15 ára gamalt, en
slík krafa mætti ekki koma frá
einum aðilanum, heldur með sam
þykki þeirra allra.
Mótmælti kjarnorkutilraunum
Sovétríkjanna
Brezki utanríkisráðherrann
lýsti sök á hendur Sovétríkjanna
fyrir að hafa aftur tekið upp til-
raunir með kjarnorkuvopn á sama
tíma og þau sætu að samningum
við Breta og Bandaríkjamenn um
bann við slíkum tilraunum. „Ef
slíkur tvískinnungur heldur áfram,
mun heimurinn farast", sagði
Home. Síðan ræddi hann hinar
nýju afvopnunartillögur Banda-
ríkjanna og sagði þær í öllum meg
inatriðum, sem máli skiptu, sam-
hljóða samþykkt, sem gerð var á
fundi forsætisr'áðherra brezku sam
veldislandanna.
Bretar einhuga í Kongó-
málinu
Utanríkisráðherrann vísaði ein-
dregið á bug ásökunum í garð
Breta um, að þeir hefðu torveld-
að síðustu aðgerðir S.Þ. í Kongó.
Þar hefðu þeir ekki sparað sér
neina fyrirhöfn, fullyrti hann.
Ráðstefna ungra leið
toga í verkalýðs-
málum
S.l. sunnudag, fóru héðan til
Kaupmannahafnar, á vegum Varð-
bergs, félags ungra áhugamanna
um vestræna samvinnu, þrír ungir
menn, til þátttöku í ráðstefnu
ungra leiðtoga í verkalýðsmálum,
sem haldin er að tilhlutan NATO á
vegum danska æskulýðsráðsins. |
Þeir sem fóru voru: Ásgeir Sig-
urðsson, rafvirki, Seltjarnarnesi,
Helgi Hallvarðsson, stýrimaður,
Reykjavík og Jónatan Sveinsson, j
sjómaður, Ólafsvík.
Áætlunarbíllinn
út af í aurhleytu
Skriða á veginn í Dagverðardal
Hann kvað brezku stjórnina hafa
tekið ákveðnum sjónarmiðum í
samþykkt öryggisráðsins um málið
frá 21. febrúar s.l. með fyrirvara.
„Við studdum þá ákvörðun með
því fororði, að ekki yrði beitt
valdi í pólitízkum átökum í Kongó,
því að ef S. Þ. taka einhliða af-
stöðu í alþjóðapólitík, gæti það
leitt til álitshnekkis stofnunarinn-
ar, sem samtökin mega ekki baka
sér, ef þau eiga að njóta virðing-
ar hinna ýmsu þjóða heims. Þá
gæti svo farið, að við tækjum að
óttast S. Þ. Þess vegna réðum við
hvað eftir annað til þolinmæði.
Var það rangt?“ spurði Home að
lokum.
Mótmælti þrístjórn *
Um vandræðin út af fram-
kvæmdastjórn S. Þ., sem sköpuð-
ust við fráfall Hammarskjölds,
sagði hann, að S. Þ. yrðu að sýna
heiminum, að þær vildu vera ó-
hlutdræg alþjóðastofnun. Þær
verða að samanstanda af stofnun-
trm, sem eru ábyrgar gagnvart ó-
hlutdrægum aðalframkvæmda-
stjóra. „Eg er viss um, að þjóðir
heimsins óska þess, og þess vegna
verðum við að veita þeim það“.
Síðan mótmælti hann tillögu Sov-
étstjórnarinnar um þrístjórn og
vísaði henni á bug.
Skoraði á Sovétríkin
Home hvatti Sovétríkin til að
taka heilshugar þátt í að kveða nið
ur allar deilur.
„Látum Sovétríkin fullvissa all-
ar þjóðir heims um, að kommú-
nisminn sé frábært þjóðfélags-
kerfi. Bretland óttast ekki slíkan
samanburð. En við biðjum Sov-
étstjórnina að hætta að æsa bróð-
ur gegn bróður, því að á vorum
dögum er það að leika sér með
kjarnorkueldinn", sagði ráðherr-
ann. Hann sagði enn fremur, að á-
reiðanlega hefði Sovétstjórnin lit-
ið öðruvísi á tilraunir með kjarn-
orkuvopn, ef það hefðu verið Bret
ar, sem nýlega hófu þær og
breiddu þannig geislavirkt ryk um
allar jarðir. Að. lokum minntist
hann á nýlendumál og sagði í
ræðulok, að Bretar mundu hjálp-
arlaust geta stuðlað að stjórnar-
farslegum og pólitískum framför-
um þeirra fáu ríkja, sem enn lúta
brezkum yfirráðum.
Sunnlendingur fló
216 kindur á dag
Hvert er íslandsmetið?
Ekki stóð íslandsmet það í
sauðf járfláningu, sem sagt var
frá hér í blaðinu í gær, lengi
óhaggað. Frá Selfossi berast
þær fréttir, að fláningsmaður
hjá Sláturfélagi Suðurlands
þar í kauptúninu hafi flegið
216 sauðskepnur á einum
vinnudegi.
Tshorabe
vill fund
Fréttamaður Trmans á Selfossi
Óskar Jónsson, hringdi til blaðs
ins í gær og sagði, að ekki vildu
menn þar um slóðir játa fslands-
met Þingeyingsins.
Hefðu starfsmenn sláturhúss
Sláturfélags Suðurlands á Selfossi
komið að máli við sig og skýrt
frá Jjví, að einn fláningsmanna
þar. Óskar Geirsson frá Hallanda
í Hraungerðishreppi, hefði flegið
mest í haust 216 kindur á vinnu-
degi, sem var aðeins 7 og hálfrar
stundar langur. Núna í sömu viku
fló hann samtals 843 kindur á
fjórum dögum og sótti sífellt í
sig veðrið. Fyrsta daginn 208, síð
an 209, 210 og 216.
Jafnframt létu starfsmenn húss
ins þess getið, að metið þar í hús
inu ætti Hjörtur Jónsson Brjáns
stöðum í Grímsnesi. Haustið 1959
hefði hann flegið 229 kindur á
einum degi.
NTB—Elizabethville, 27. sept.
Tshombe, forseti í Katanga,
hefur beðið forsætisráðherra
miðstjórnarinnar í Kongó,
Cyrylle Adoula, að koma til
fundar við sig til að ræða
vandamálin og reyna að ryðja
burt hindrunum, sem standa í
vegi fyrir samkomulagi ríkis-
stjórnanna.
í orðsendingunni heitir hann á
alla góðviljaða menn að veita sér
stuðning í þessu máli og biður
Adoula að koma til fundar við sig
á hlutleysisgrundvelli. Talið er, að
Tshombe muni nú jafnvel ætla að
slaka til og verður fróðlegt að sjá,
hverju fram vindur, ef Adoula
tekur þessu boði hans.
Stjórnarkjör til
Árnastofnunar
ísafirði, 27. sept.
Áætlunarbifreiðin frá Reykja
vík til ísafjarðar, Vestfjarða-
leið, lenti í gær út af veginum
í aurbleytu á Þorskafjarðar-
heiði, og urðu farþegar að
dúsa hálfa fjórðu klukkustund
í slagviðri á heiðinni, þar til
fenginn hafði verið annar bíll i
til þess að flytja þá áfram.
Bílstjórinn sneri til baka niður'
í Bjarkarlund og fékk þar jeppa
bíl, en í honum flutti hann síðan
farþegana, sem voru 7 ag tölu,,
yfir heið'ina til Melgraseyrar.
Komst ökumaðurinn niður í Bjark
arlund frá áætlunarbílnum með
bíl, sem bar að eftir veginum að
sunnan og sneri við með bílstjór j
ann niður að Bjarkarlundi.
Varla þarf að taka L-m, að
þetta slys er að einhverju leyti|
afleiðing sífelldra rigninga, sem'
hér hafa gengið að undanförnu.j
Hefur rigningunni ekki stytt upp,
síðan á fimmtudaginn í síðustuj
viku.
í morgun féll stór aurskriða á'
veginn í Dagverðardal, rétt fyrir
framan skátaskálann Dyngju. Er
þar nú verið að moka af veginum.
Dálítið hefur snjóað á Breiðdals-
heiði, og er hún erfið umferðar..
Vegir eru víða illfærir vegna
bleytu, og margvíslegir örðugleikj
ar verða við haustverkun af völd-1
um ótíðarinnar. — Ekki gefur á
sjó nema endrum og eins, en þá1
aflast sæmilega. Það snjóar í fjöllj
á nóttum, en á daginn leysir upp
undir miðjar hlíðar. Gamlir menn
eru farnir að tala um, að þeir
muni ekki annan eins illviðra-
kafla 1 september. GS. — ÞH.
Góð líðan - gott kjöt
Við rannsóknir, sem gerðar hafa
verið á sláturgrísum í Danmörku,
hefur komið í ljós, að kjötið verður
því aðeins eins gott og bezt verður
á kosið, að grísunum líði vel, þegar
þeir eru færðir til slátrunar. Hafi
þeir sætt hrakningum eða að ein-
hverju leyti illa að þeim búið fyrir
slátrun, kemur það fram á kjötinu.
Litur þesá verður annar en æski-
legt er og mun örðugra að gera úr
því fyrsta flokks vöru.
Kaupmannahöfn, 27. sept.
— Einkaskeyti.
Nýtt kjör til Stofnunar Árna
Magnússonar fer fram í dag.
f fyrsta lagi skal háskólaráð
kjósa tvo formenn, en í öðru
lagi tvo meðlimi.
Fram að þessu hafa formennirn
ir verið prófessorarnir N. E. Nor-
lund, sem orðinn er heiðursprófess
or, og Carsten Haug, sem nú er
látinn. Formennirnir, sem eru
tengiliður milli háskólaráðsins og
stofnunarinnar eru kjörnir í innsta
hring háskólaráðsins, en hinir 2
nýju stjórnarmeðlimir stofnunar-
innar ekki. Þeir eru fulltrúar há-1
skólans í stjórninni.
Sem stendur situr prófessor J.
Bröndum-Nielsen í stjórninni, en
hann var útnefndur formaður af
kennslumálaráðuneytinu 1953, en
auk þess prófessor Jón Helgason,
sem kjörinn er yfirbókavörður af
| háskólabókaverði, H. Topsö-Jen-
I sen og kgl. bókaverði Káre Olsen.
1 Enn fremur hefur komið fram
beiðni frá ráðuneytinu til Dansk-
íslenzka sjóðsins um að benda á
fulltrúa. Einnig hefur háskólaráð
verið hvatt til að leggja tillögur
fyrir ráðuneytið um kjör annarra
| stjórnarmeðlima stofnunarinnar.
1 Nánari upplýsingar um kjörið
I verða ekki gefnar upp, fyrr en
I viðurkenning ráðuneytisins liggur
! fyrir. — Aðils.
Mynda þeir
samstjórn?
Bílslys á Akranesi
Akranesi í gærkvöldi.
Klukkan rúmlega tíu í morg
un varð hér bílslys á mótum
Vesturgötu og Krókatúns.
Ellefu ára drengur varð þar
fyrlr bíl og féll i rot.
Bíllinn kom niður Vesturgötu
en drengurinn, Sigurður Jónsson
Mýrdal, Vesturgötu 67, kom á hjóli
upp Krókatún. Rakst hann á bif-
reiðina og skall í götuna. Missti
hann þegar meðvitund.
Drengurmn var fluttur í sjúkra-
hús, og þar kom hann til meðvit-
undar, þegar liðið var langt á dag.
Rannsókn hafði ekki verið gerð til
hlítar, þegar fréltaritarinn á Akra-
nesi hafði tal af blaðinu 1 gær-
kvöldi.
NTB—Bonn, 27. sept.
Talsmaður . frjálsra demó-
krata í Bonn sagði í dag, að
möguleikarnir á stjórnarsam-
vinnu sósíaldemókrata og
kristilegra demókrata væru nú
meiri en áður.
„Það lítur út fyrir, að sósíal-
^demókratar keppi að því að taka
þátt í samsteypustjórn, hvað sem
Jþað kostar,“ bætti hann við. Ann-
ars hafa ekki farið fram miklar
; viðræður milli kristilegra og
frjálsra demókrata síðan flokkur
Adenauers kanzlara missti meiri-
hluta sinn í kosningunum til þjóð-
• þingsins fyrir nokkru.