Tíminn - 28.09.1961, Blaðsíða 2

Tíminn - 28.09.1961, Blaðsíða 2
Bretum og Dönum boöið til viðræðna - Frá fundi markaðsbandalagsins í Brussel NTB—Brussel—Strasbourg —London 27. sept. Ráðherraráð sameiginlega markaðsbandalagsins situr nú á fundi í Brussel. Varaforsæt- isráðherra Vestur-Þýzkalands, prófessor Ludwig Erhard, er í forsæti á fundinum. í dag af- henti hann brezka fulltrúan- um hjá bandalaginu, Arthur Tandy, ákveðið svar við um- sókn Bretlands um viðræður um aðild Breta. f svarinu er Bretum boðið að ræða við full- trúa stjórna aðildarrikjanna sex. Dönum var einnig boðið til viðræðna um aðild. Fulltrúi Breta sagði, að hann hefði það á tilfinningunni, að þetta væri stór stund og söguleg, sem þokaði Bretum nær markaðs- bandalaginu. „Sú staðreynd, að við komum hér saman, mun einnig verða til styrktar hin- um frjálsa heimi," sagði Er- hard. Bretar og Danir hafa sérstöðu Bretar og Danir hafa sérstöðu meHal annarra þátttökuríkja í Sameiginlega markaðsbandalaginu, Bretar vegna samveldislanda sinna og verzlunar þeirra, en Dan ir að því, er snertir landbúnaðar- afurðir. Hafa bæíði ríkin tekið fram, að þau geti ekki tekið þátt í bandalaginu, nema samið verði um sérstöðu þeirra. Síðdegis í dag gekk ríkisritari efnahagsmála ráðuneytis Vestur-Þjóðverja, dr. Alfred Muller-Armack, á fund danska sendifulltrúans, Lars Til- litse, á vegum ráðherraráðs banda lagsins og tjáði honum að ráðhr.- ráðið hefði fagnað beiðni Dana um þátttökuviðræður í einu hljóði og boðið dönsku stjóminni að senda fulltrúa til Brussel til að ræða um sérstöðu Dana og vandamál í sambandi við þátttöku. Líklegt er, að þær viðræður fari fram í Bruss el í október, en 11. og 12. októ- ber verður haldin undirbúnings- ráðstefna bandalagsríkjanna og Bretlands í Brussel. Danski full- trúinn lét í ljós gleði sína yfir þessum málalokum. írland bíður írski fulltrúinn, Frank Biggar, fékk ekki skriflegt svar við þátt- tökuumsókn frlands, en var tjáð, að ráðherraráðið hefði ákveðið að senda umsóknina sérstakri nefnd til athugunar. Þa var Muller-Ar- mack, sem afhenti Biggar svarið. Frank Biggar lét í ljós álit sitt á þessari ákvörðun og kvaðst á- nægður með hana. Hann sagði, að frar hefðu sótt um aðild og væru fúsir til að taka á sig þær kvaðir, sem því fylgdu. Mikil spenna ríkir nú út af því, hversu vel takast muni að leysa sérvanda mál Breta, svo að^allir verði á- nægðir. Á fundi Evrópuráðsins í Strassburg sagði utanríkisráðherra Austurríkis, Dr. Bruna Kreisky, að ekki væri víst að Sameigin- lega markaðsbandalagið leysti efnahagsmál Evrópu, ef einstök EFTA-lönd stæðu utan við. Það gæti jafnvel leitt til nýrrar klofn ingar, sagði hann. Bretar varaSir viS Á þingmannaráðstefnu samveld islandanna í London í dag stóð hver fulltrúinn af öðrum upp og varaði alvarlega við þeim afieið- ingum, sem aðild Breta að Sam- eiginlega markaðsbandalaginu kynni að hafa. Vöruðu þeir eink um við afleiðingunum, sem það gæti haft fyrir verzlun samveld islandanna og aðstöðu þeirra inn an samveldisins. Svo gæti farið að við yrðum að snúa okkur að öðrum mörkuðum og öðrum sam- böndum, var viðkvæði hjá mörg- um ræðumönnum. Ræðu talsmanns Verkamannaflokksins, Emmanúel Shinwell, var tekið með dynjandi lófataki, þegar hann sagði að sam eiginlegt markaðsbandalag myndi von bráðar fara út um þúfur. „Ef I Bretland gengur í bandalagið, fá- um við okkur brátt fullsadda og munum sjá, að við höfum farið villir vegar“, sagði hann. Söfnuði gefið bókasafn Málshöfðun lát- in falla niður gegn bónda, sem tekinn var fastur í vetur og sak aður um illa meðferó á börnum sínum. — Hann hyggur á frekari málarekstur i Fyrir nokkru veitti sóknarnefnd og sóknarprestur Hofskirkju í Vopnafirði móttöku bókasafni, sem upphaflega hafði verið eign Magn- úsar Jónssonar, er var heimilis- maður hjá síra Jakobi Einarssyni, fyrrum prófasti að Hofi. Hafði Magnús arfleitt prófastshjónin að bókasafninu, en næstum allar aðr- ar eigur sínar hafði Magnús Jóns- son ánafnað Hofstað til fegrunar og byggingar á vegg í kringum kirkjugarðinn. Nú hafa prófastshjónin gefið Hofssókn bókasafn þetta, ásamt peningaupphæð þeirri, sem fylgdi því, með það fyrir augum, að það verði vísir að lestrarfélagi í söfn- uðinum og beri safnið nafn Magn- úsar Jónssonar, enda er það álit prófastshjónanna, að Magnús hefði helzt viljað vita af bókasafninu þarna. Bóndi austur í Árnessýsluj var í vetur tekinn höndum og fluttur á Litla-Hraun og síðar á Klepp, þar sem talið var, að hann færi illa með börn sin og beitti harðneskju við fjöl-( skyldu sína. Birtust fréttir af, þessu í blöðunum á þeim tíma.| Nú hefur saksóknaraembættið! ákveðið að láta málið niður' falla. I ar. Var hann þar í sex vikur, en geðlæknar úrskurðuðu, að hann væri ekki geðveikur. Gagnkæra Þegar maðurinn var fluttur á Klepp, kærði lögfræðingur hans skólanefnd Ljósafossskóla, barna- verndarráð, eiginkonu mannsins og enn einn aðila, fyrir að hafa beitt sér fyrir handtöku bóndans, en bóndinn mun telja, að þarna hafi verið beitt við sig flóknu sam særi í sambandi við jarðeignamál. Rosaveíur eystra XTMIN N, fimmtudaginn 28. september 1961. Læknadeilan (Framhald af 1. siðu). i ist til að ræða annað betra, hlýt þetta ekki á óvart með tilliti til ur að vekja furðu. þeirra breytinga, sem orðið hafa' í kaupgjaldsmálum undanfarið. Lækka iðgjöldin um í ágústmánuði lögðu fulltrúar helming? L R' Íj e|ld“r®^.oð“nar?iefndinni>! Þegar samningslaust verður, er sem aldrei hafði komig saman sy0 r-g f rir gert j almannatrygg vegna tregðu læknafelagsms a i lö að greiðslur sjú4aB að eiga yiðræður við fulltrua samlagsins vegna sjúkrahjálpar sjukrasamlagsinsínefndinni.fram utan sjúkrahúsa falli niður, uppkast að nyjum samnmgi an þess þó, að greiðsluupphæðir væru tilgreindar. Um svipað leyti tilkynnti læknafélagið að kröfur lækna myndu verða gerðar á grundvelli þessa uppkasts. Bón um frest hafnað Sjúkrasamlagið taldi nauðsyn- legt að fá nokkurra mánaða frest til athuguna og viðræðna um upp kast læknafélagsins svo og þau atriði, sem sjúkrasamlagið telur ástæðu til að fá rædd í sambandi við breytt skipulag. Samninga- nefnd læknafélagsins tók þessu af skilningi, en tók þó fram, að frestur myndi ekki verða veittur lengur en til 1. desember. Kom- ust samninganefndirnar að sam- en iðgjöld hinna tryggðu lækki að sama skapi. Þó skal samlagsstjórn m.a. heimilt, að fengnu samþykki tryggingaráðs, í stað þess að lækka iðgjöldin, að verja fé því, sem sparazt hefur til greiðslu til hinna tryggðu upp í kostnað við læknishjálp. Sjúkrasamlagið hefur ekki tekið ákvörðun um, hvora þessara leiða það muni velja. Ef ekki næst samkomulag við einka- sjúkrahús, þ.e. sjúkrahúS, þar sem læknisþjónusta er ekki inni- falin í daggjaldi, getur trygginga stofnunin ákveðið, að samlagið endurgreiði sjúklingum tiltekna upphæð fyrir hvern legudag upp í kostnaðinn. Um þessi atriði mun samlagig birta auglýsingu síðar Ef sjúkrasamlagið tekur þá á- komulagi um bráðabirgðasamning; kvörðun að lækka iðgjöldin, mun til tveggja mánaða, en almennur sú lækkun nema rúmlega helm- læknafundur felldi samkomulag jng iðgjaldanna, en þau eru núna þetta og fól samninganefnd að| 47 krónur á mánuði. útbúa kröfur læknafélagsins. Þær, Bóndinn hafði búið um fimm ára skeið í Árnessýslu með konu|Eng!n málshöf8un sinni. Þau áttu átta börn og höfðu verið gift í tvo áratugi. Tekinn fastur Það kvisaðizt út um sveitir, að| framferði bóndans væri ekki sem bezt, hann beitti geysilegri vinnu- hörku og fruntaskap við börnin og konuna. Gekkst barnaverndar- ráð fyrir þvi, að bóndinn var tek- inn höndum og fluttur á Litla- Hraun. Var hann hafður þar í haldi um mánaðartíma yfir áramót in síðustu. I Ekki geðveikur í miðjum janúar var maðurinn fluttur á Klepp til geðrannsókn- Bóndanum barst fyrir skömmu bréf frá saksóknara ríkisins, þar sem honum er tilkynnt, að ekki þætti ástæða til að höfða mál gegn honum. Bóndinn býr nú einn á jörðinni. Blaðið fékk þær upplýsingar hjá saksóknaraembættinu, að hætt hefði verið við málshöfðun, þótt bóndinn væri vanstilltur á skaps- munum, þar sem hjúskap þeirra hjóna væri slitið. Blaðið hefur frétt, að bóndinn muni ekki sætta sig við þessi málalok og megi því ætla, að ýt- arlegri rannsókn verði gerð í máli þessu. Egilsstöðum 22. sept. — í gær var hér rosaveður, mikill storm- I ur og smáskúrir. Flugvél Flug- félags íslands komst ekki hingað I fyrr en í gærkvöldi og var hér i 1 nótt, þar eð ekki var talið fært. ’ Hér uppfrá rigndi lítið í þessr I veðri, en niðri í fjörðunum var : úrfelli. i ! Lömbin í rýrara lagi | Slátrun sauðfjár miðar vel. — Fram að þessu hefur aðeins verið slátrað því, sem smalað var í heimahögum, enda er það rýrt. — Féð af fjöllunum er vænna, en þau afréttarlönd er nú verið að I smala. Hér á Egilsstöðum er slátr að flestu fé úr Fellahreppi, Eiða- hreppi, Vallahreppi og Egilsstaða- hreppi og slæðingi úr öðrum ; byggðum. Af Fljótsdal fer meiri- hlutinn til Reyðarfjarðar. Á Foss , völlum á Jökuldal slátra Jökuldæl ir, Hlíðarmenn og meirihluti bænda í Hróarstungu. Af Austur- Tungunni er féð þó flutt til Egils staða. Menn óttast, að lömbin reyn 1 ist í rýrara lagi í haust. kröfur bárust sjúkrasamlaginu ekki fyrr en 23. þ.m. og fólu, eins og áður er sagt, í sér yfir 100% hækkun á greiðslum samlagsins til lækna. Bráðabirgðasamningi hafnað Tveimur dögum síðar gerði sjúkrasamlagið grein fyrir nokkr um atriðum, sem það óskaði við- ræðna um í sambandi við skipu- iagsbreytingar ' og ítrekaði jafn- framt ósk sína um bráðabirgða- samning. Bauð sjúkrasamlagið 13% álag á allar greiðslur sam- kvæmt núgildandi samningi. Skyldi álag þetta greitt frá 1. júlí sl. að telja, enda störfuðu læknar til áramóta á núverandi grundv?lli. Þessu tilboði hefur læknafélagið hafnað. Af framansögðu má vera Ijóst, að samningar hafa strandað á kaupkröfum læknanna eða því, að þeir vilja enga samninga. Um ágreining um skipulag er alls ekki að ræða, a.m.k. ekki enn sem kom ið er, þar eð viðræður hafa ekki átt sér stað um það efni. Sjúkra- samlagið hefur fullan áhuga á breyttu skipulagi, en sú afstaða læknafélagsins, að skipulag, sem læknar hafa búið við í 25 ár, geti með engu móti haldizt óbreytt í 2—3 mánuði enn, svo að tími vinn Hvað gerist næstu viku? w I NTB—New York, 27. sept. Forseti öryggisráðsins, Nat- han Barnes frá Líberíu, sagði í dag, að í næstu viku yrði ef til vill stigið stórt skref til lausn- ar vandamálinu um nýjan framkvæmdastjóra S.Þ. Jafnframt var á það bent í ná- komnum heimildum, að ekki hefði verið farið rétt með aðalatriðin í málflutningi Sovétríkjanna á fundi með fulltrúum stórveldanna fjög- urra. Samkvæmt þessum heimild- um hafði Zorin, fulltrúi Sovétríkj- anna, ekki lagt fram kröfuna um þrístjórn, heldur sagt, að þetta væri aðeins hugmynd, sem Afríku og Asíuriki hefðu kastað fram: „Verum þess rninnug", sagði Zorin( að lokum. Önnur lausn er því eins1 líkleg. 1 „Taxtann háa tvöfalda" Það, sem tekur við 1. október, er þetta: Sérfræðingar setja fram nýjan taxta, sem nemur um 125% hækkun frá núverandi taxta. Al- mennir heimilislæknar munu einn ig hækka gjöld sín um meira en 100%, þannig að þeir taka 40 kr. fyrir að skrifa lyfseðil, 30 kr. fyrir læknisráð gegnum síma, 60 krón- ur fyrir viðtal á lækningastofu sinni með skoðun, og 110 krónur taka þeir fyrir húsvitjun að degi til en 220 krónur ag næturlagi. Athyglisverðar tillögur læknafélagsins Sjúkrasamlagið vill taka það fram, að því finnst tillögur lækna félagsins um endurskipulagningu á læknaþjónustu mjög athyglis- verðar, svo framarlega, sem þær komi ekki fram í hækkuðum ið- gjöldum. Kistan komin tii Genf NTB—Genf, 27. sept. Líkkista Dag Hammar- skjölds kom í dag með flugvél til Genfar á leiðinni frá Salis- bury heim til Stokkhólms. Einkennisklæddir Svisslend- ingar stóðu heiðursvörð á flugvellinum, þegar vélin lenti. Hundruð starfsmanna iSameinuðu þjóðanna og er- lendir diplómatar voru þar staddir til að votta hinum látna virðingu sína í síðasta sinn. •V ••V Bíla- & búvélasaian selur Ferguson bensín drátt arvélar árg. ’53, ’55, ’56, með sláttuvélum og ámokst urstækjum. Farmall B 250 dísil dráttar vél með sláttuvél. BlLA & BÚVÉLASALAN Ingólfsstræti 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.