Tíminn - 28.09.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.09.1961, Blaðsíða 6
T Í.M.tN N, .finuntudaginn 28. septcmber 1961. 100 ára minning: Margrét Steinunn Guðmundsdóttir húsfreyja á Þorbergsstöðum 25. september s. 1. voru 100 ár liðin frá því Margrét Steinunn Guðmundsdóttir fæddist að Bugðu- stöðum 1 Hörðudal. Foreldrar hennar voru Guðmundur bóndi Guðmundsson og kona hans, Hólm fríður Hallgrímsdóttir. Foreldrar Guðmundar voru Guð- mundur Hákonarson og Margrét Magnúsdóttir frá Syðri-Hraundal, en Magnús var sonur Guðbrands Hannessonar prests á Staðarbakka. Faðir Hannesar var Þorlákur Vídalín sýslumaður, sonur Guð- brands sýslumanns Arngrímsson- ar lærða. Faðir Hólmfríðar, móður Mar- grétar Steinunnar, var Hallgrímur sonur Magnúsar Guðmundssonar og Sigríðar Jónsdóttur í Tjalda- nesi. Kona Jóns í Tjaldanesi var Elín dóttir Einars sýslumanns Magnússonar á Felli í Kollafirði, en faðir hans var Magnús sýslu- maður á Arnarstapa sonur séra Björns Jónssonar á Hvanneyri. Margrét fluttist barn að aldri með foreldrum að Snóksdal og ólst þar upp fram yfir tvítugt. Var hún | á þeim árum álitin mikill kven-l kostur þar í sveit og ein af beztu söngkonum safnaðarins í Snóks- dalskirkju. Á 23. aldursári giftist hún fyrra | manni sínum, Agli Benediktssyni frá Þorbergsstöðum í Laxárdal, syni Ásu Egilsdóttur og Benedikts Benediktssonar. Þau bjuggu fyrsta' árið í Snóksdal, en hófu síðan bú-! skap í Köldukinn í Haukadals-j hreppi. Samvistir þfeirra Margrétar og Egils urðu þó skammar, þar sem Egill varð úti veturinn 1886—87 á heimleið frá Þorbergsstöðum. j Má nærri geta hversu þungt áfallj það hefur verið fyrir hina ungu | húsmóður með tvö ung börn. Hún fluttist eftir lát Egils aftur til for- eldr^ sinna í Snóksdal. Þar dvaldist hún unz hún giftist j seinni manni sínum, Benedikt Bjarna, syni Kristjáns hreppstjóra og dannebrogsmanns á Þorbergs-j stöðum. Benedikt var hálfbróðir Egils fyrra manns Margrétar. Fyrstu ellefu árin bjuggu þau hjón að Ketilsstöðum í Hörðudal. Þar reistu þau íveru- og penings- hús, sléttuðu og stækkuðu túnið að mun og bjuggu þar af hinni mestu rausn. Á Ketilsstöðum fæddust þeim sex börn. Árið 1902 skiptu þeir á bújörðum Benedikt og Helgi bóndi á Hóli í Hörðudal. Á Hóli bjuggu þau hjón síðan í fimm ár eða til ársins 1907. Þar eignuðust þau tvær dætur, en sú yngri dó á fyrsta ári. Þegar Kristján óðalsbóndi and- aðist árið 1907, tóku þau Bene- dikt og Margrét við stórbúinu að Þorbergsstöðum. Þorbergsstaðir liggja í þjóðbraut í Dölunum. Þá var enginn síminn og menn gátu ekki gert bo ' á undan sér og komu því fyrirvaralaust bæði seint og snemma dags, og ósjaldan eftir háttatíma. Varð þvi húsfreyjan tíðum cftir langan og strangan vinnudag að fara á fætur og sjá langþieyttum ferðalöngum fyrir næturhvílu, þurrka plögg þeirra og gefa þeim mat og drykk, sem jafnan var fyrirliggjandi í búri frú Margrétar, en hestar settir í hús og gefið a jötu. Þetta gerðu hús- freyjan og húsbóndinn með þeirri hjartahlýju og góðvild, að sá, sem eitt sinn hafði þegið beina hjá þeim hjónum, fór þaðan glaður og kom gjarnan aftur. Var því jafnan mjög gestkvæmt á heimili þeirra hjóna, enda gestrisni þeirra við- brugðiö. Margt var jafnan í heimili, því að auk barnanna níu og þriggja uppeldisbarna var ávallt fjöldi vinnufólks og ýmissa ættingja þar til húsa, og má fullyrða, að sjald- an hafi verið mikið undir tuttugu manns í heimili. Reyndi þá mjög á hæfileika og stjórnsemi Mar- grétar húsfreyju og ber öllum sam- an um, að hún hafi leyst það hlut- verk af hendi með sérstakri rögg- semi, lipurð og glaðri lund. Hún var ávallt hrókur alls fagnaðar á heimili sínu, enda bar það þess merki. Vinnudagur þeirra hjóna var jafnan langur og strangur, búið stórt og stöðugt unnið að jarðabótum. Benedikt lézt árið 1930, en Mar- grét stjórnaði búinu áfram ásamt .VAVA^V.V.VV.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.’ sonum sínum tveim til dauðadags, 29. maí 1939. Böin Margrétar og Egils, fyrri manns hennar, voru: Hjörtur bóndi í Knarrarhöfn í Hvammssveit, kvæntur Ingunni Ólafsdóttur frá Vatni og Ása, er giftist Hirti Jónssyni frá Barmi á Skarðsströnd. Börn Margrétar og Benedikts voru: Hólmfríður þeirra elzt, giftist Birni Magnússyni frá Sandi og bjriggu þau á Víghólsstöðum, í Skógsmúla og Þorbergsstöðum Egill veitingamaður um langt árabil í Tjarnarkaffi, kvæntur Margréti Árnadóttur prests Þor- steinssonar frá Kálfatjörn. Kristján bifreiðastjóri í Hafnar- firði, býr með Þóru Jónsdóttur. Ása, sem giftist Sigurði Björns- syni brúasmið frá Marðamúpi í Vatnsdal, en hún andaðist árið 1933. Jakob vegaverkstjóri og bóndi á Þorbergsstöðum, kvæntur Ágústu Kristjánsdóttur frá Patreksfirði. Ágúst, er dó 1936, þá 37 ára, bjó með foreldrum sínum á Þor- bergsstöðum. Lilja kaupkona í Reykjavík, síð- ari kona Sigurðar Björnssonar. Ingibjörg, er lézt á 1. aldursári. Auk þess 61 Margrét upp þrjú börn: Kristján Bjarnason vélstjóra í Rvík, kvæntan Árnýju Árnadóttur. Margréti Björnsdóttur, gifta Magnúsi Ármann stórkaupmanni í Rvík. Svölu Kristjánsdóttur, ógifta í Rvík. Afkomendur frú Margrétar eru þegar orðnir hálft annað hundrað. Við fráfall Margrétar húsfreyju á Þorbergsstöðum misstu Dalir eina af þessum merku og mætu konum, er þeir hafa alið og sett hafa svip sinn á byggðina. Á þessum tímamótum veit ég, að margur gamall Dalamaðurinn minnist húsfreyjunnar á Þorbergs- stöðum með hlýjum huga og þakk- læti. Megi enn um árabil stafa ljómi af nafni hennar og minningu. Gamall Dalamaður. Tapazt hefur karlmannsarmbandsúr með brúnni leðuról miðvikudag- inn 20. þ. m. 1 Svignaskarðs- rétt. Finnandi er vinsam- lega beðinn að hafa sam- band við eiganda úrsins Heiðar Jóhannsson, Val- bjarnarvöllum, sími um Svignaskarð. Qrðið er frjálst Þjóðin og kirkjan Innllegar þakklr fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför eiginkonu mlnnar Valgerðar Júlíu Jónsdóttur. Aðalsteinn Stefánsson, Fáskrúðsf irði. Öllum þelm mörgu, sem sýndu okkur samúð og kærleik við andlát og jarðarför dóttur okkar, ValgerSar þökkum við af hjarta og blðjum Guð að blessa ykkur öll. Lilja Túbals, Jón Guðjónsson. .V.V/AW.V.,.V.V.VAV.V.VV.V.V.V.,AVA,.VVJWíWV ■ V .-V .-X • V • Frímerki Óska eftir að kaupa Evrópu- sett 1960 og 1961. Kaupum einnig ný og notuð íslenzk frímerki. FRÍMERKJASTOFAN Vesturgötu 14 sími 24644 Það er ósjaldan, sem menn ræð-j ast við um kirkjubyggingar á landi hér, þá sérstaklega í höfuð-l borginni, en um þau mál virðasti vera mjög skiptar skoðanir, sem mikið hefur gæt hin síðari ár. Svo virðist vera, að hin andlegu mál hafi vikið til hliðar, þegar breytt- ir lifnaðarhættir gáfu fyrirheit um batnandi tíma. Um tvo ára- tugi hefur þjóðin lifað í velmeg- un og tæplega farið nógu svo emð fjármuni sína sem skyldi, eytt milljónum ki'óna í alls konar óhófslíf, snautt af andlegum mætti. Þá hefur borið á því, að nokkur hluti manna telja nær eðli sínu að leita frekar á barkrárnar, sem nú hafa tekið sér bólfestu í bæjarlífinu, en ganga fram hjá opnum dyrum kirkjunnar á helg-, um dögum, þótt kirkjuklukkurnar j i hafi hiingt til tíða og tónar þeirra j hljómað um gjörvalla bæi og byggðir, og gefið til kynna, að guðsþjónusta sé að hefjast. Sú skoðun mun vera mjög al-j menn, sem heyra má á umræðum manna í daglegu lífi, að byggjaj fleiri sjúkrahús, því að nóg sé komið af kirkjum. Álykta þeir, að samfara fjölgun þjóðarinnar sé vaxandi veikleiki og slys á meðal fjöldans. Það er ekki ósennilegt, að hinn mikli hraði og tímaleysi, sem er , fylgjandi tækniþróun nútímans og er að kæfa kristindóminn, eigi einnig sinn þátt í því og skapi þá öru slysahættu, sem fer nú vax-, andi með ári hverju, er orsakar þessa miklu sjúkrahúsþörf. Alltaf j er verið að byg.gja sjúkrahús og til þeirra framkvæmda lagðarí milljónir króna árlega. Að s'jálfsögðu þarf að sinna þeim málum vel og dyggilega og’ leitast við að hafa nóg sjúkrahús fyrir hendi, sem talið er, að fylli- lega sé gert af þeím aðiljum, sem; þau mál annast, jafnhliða eðli- legri þróun þeirra mála. Það þarf líka að vinna að sálar-, i heill þjóðarinnar, með því að lyfta huga vorum til hæstu hæða og j teyga þann andlega mátt, sem það, an streymir og byggja guðshús, ■ samkvæmt fjölgun þjóðarinnar.j drottni til dýrðar og vegsemdarj og mönnunum til andlegrar og' líkamlegrar blesunar. Það er ekki ofsagt, að þjóðina hefur frekar hrakið af leið en haldið framj eftir vegi í hinum andlegu mál- um. Svo virðist vera, að góðæri þjóðarinnar, sem skapaðist vegna tilkomu hernámsins 10. maí 1940, og gjörbreytti afkomu lands- manna, úr vesældar dróma kreppu I áranna í hina alkunnu velmegun, ! sem öllum er ljós, hafi að sama j hætti afvegaleitt fólk frá kristin- 1 dómi og kirkju. Ljós heimsins verður alltaf það sama og sanna, hvort sem menn eru fátækir og smáir eða ríkir og stórir, hvort sem þjóðin lifir í fátækt og á krepputíma, eða speglast i fjár-. málaflóði hernámsáranna og telurj sig ekki lengur hafa þörf fyrir kristindóm og kirkju nema að litlu leyti, vegna hins efnalega góðæiis, sem þjóðin öðlaðist á sínum tíma og færði miklar fórnir fyrir, sem aldrei verða að fullu greidar. En sú var tíðin, að landsmenn litu svo á, að stoðir trúarinnar væru veigamesta atriðið í lífi vor mannanna, sem aldrei bifast, þótt úthafsöldur ófriðarþjóðanna leggi að landi og þjóð. Kirkjan verður alltaf það sanna tákn andlegrar menningar, sem er undirstaða hins íslenzka þjóðlífs í blíðu og stríðu og alls mannkyns, þess vegna ber að hafa samstöðu um málefni kirkjunnar og iðka þæri dyggðir, sem forfeður vorir gerðu og létu oss eftir sem arf til fram- tíðarinnar. Núverandi kynslóð á að rækta þann akur áfram sem laufgaðan lund í mannlegri sál, á grunavelli kristindóms og kirkju. . Allir þeir menn, sem fá litið dagsins ljós, komast ekki hjá þeirri snertingu, þegar geislar vorsólarinnar verma og vekja til nýs lífs þær lífverur, sem legið hafa í dvala hinna mörgu skamm- degisdaga. Að sama hætti vekur trúarlífið og kirkjuleg þjónusta menn úr dvala tómleikans og hinar hrelldu sálir til nýs lífs, þegar Ijósið að ofan nær að skína inn í myrkvaða sál. Þá verður glatt í döprum hjörtum, þótt dapurleiki tilver- unnar hafi fest rætur um stund í lífi manna, en síðar verið grædd- ur upp með siðgæðishugsjón og gerður að trúarlegum aldingarði í hjarta þeirra, sem ganga guðs- vegu. Á þessum umbrotatímum hefur kirkjan og þjónar hennar, prest- arnir, orðið fyrir margs konar að- kasti, bæði af vantrú og vanþekk- ingu fjöldans, sem skapað hefur álitshnekki á marga lund. Fjárhagsgrundvöllur kirkjunnar hefur riðað, þar sem hún sjálf er ekki lengur bjargálna og er nú ríkiskirkja, og henni eru sniðinn of þröngur stakkur af hálfu hins opinbera, svo að það hefur stór- lega tafið starfsemi og byggingar framkvæmdir kirkjunnar sjálfrar og prestsetra, sem margsinnis hefur verið minnzt á. Nú þegar verðbólguhjólið fór að snúast hrað ar og hraðar, og þensla fjármála er orðin svo geigvænleg, að for- ráðamenn þjóðarinnar, hinir kjörnu fulltrúar Alþingis, gerðu sér það Ijóst,, að ekki væri seinna vænna að taka upp sparnaðarleið- ina til að bjarga fjármálahlið ríkissjóðs. Sú leið þótti vænleg- ust að draga allverulega úr út- gjöldum þjóðarinnar til verklegra framkvæmda og minnka manna- hald í ýmsum greinum. Þá kom þeim fyrst í hug að fækka prest- um, og draga úr framlagi til kirkjubygginga. Með þeirri tilskip- an var ráðizt á garðinn, þar sem hann er hæstur, ég endurtek hæst- ur, því að þar sem er tendruð heilög glóð í þjónustu við Guð, þar er að finna hæstu og æðstu vegsemd mannlegs lífs. Því ber að hlúa að hinni grænu grein, höfuð stól kristinsdóms og kirkju. Til stuðnings orðum mínum vil ég leyfa mér að vitna í ávarp og yfir- lit biskups við setningu presta- stefnunnar í júní sl„ sem útvarp- að var og þar með allri þjóðinni gefinn kostur á að hlýða á og fylgjast með lífi og starfi kirkj- unnar hverju sinni. Biskup sagði meðal annars: „Um kirkjumál á Alþingi er ekki frekar að segja. Þó verður að geta eins, áður en við er skilizt, af því að það vakti athygli og er athyglis vert. Fjárveitinganefnd Alþingis benti í sambandi við afgreiðslu sína á fjárlögum ársins á nokkrar leiðir, sem hún taldi athugandi til þess að draga nokkuð úr útgjöld- um rikissjóðs. Meðal úrræðanna var hugsanleg fækkun presta. Verð ég að segja það, að mér kom þetta talsvert á óvart og mun fleirum hafa. Verð ég að segja það, að svo athugulir og ágætir trúnaðarmenn þjóðar- innar og þeir, sem þarna eiga hlut að máli, hafi í einhverjum öðrum tillögum um viðréttingu á fjárhag ríkissjóðs verið nær veruleikan- um. En mörgum mun hafa fundizt, (Framhald á 12. síðu).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.