Tíminn - 28.09.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.09.1961, Blaðsíða 5
T í MIN N, fimmtudaginn 28. september 1961. 5 Otgetandl: PRAMS0KNARFLOK KURINN B'ramJcvæmdast.ióri Tómas Arnason Rit stjórar Þórarinn ÞórarmssoD iðb ,. Andrés Kristiánsson lón Heigason f^alltrúj rit stjórnar Tómas Karlsson Auglýsinga stióri EgiT Biarnason - Skriistofui i Edduhúsmu - Simar 1830U 18305 Auglýsmgasimi 19523 Atgreiðslusimi. 12323 — Prentsmiðjan Edda h.t Leiðin til framfara og uppbyggingar á ný Á aSalfundi Félags ungra Framsóknarmanna i Reykja- vík s. 1. mánudagskvöld flutti Eysteinn Jónsson mjög glöggt erindi um stjórnmálaviðhorfið, þar sem hann dró fram á skýran og áhrifaríkan hátt helztu línur þeirr- ar stjórnarstefnu, sem.. markar lífskjaraskerðingu og sam- drátt í íslenzku þjóðlífi um þessar mundir. Hann benti á glöggar sannanir þess, að gengisbreytingin síðasta hefði aðeins verið óafsakanlegt frumhlaup og hefndar- ráðstöfun, viðurkennt væri í stjórnarherbúðum að iðn- aðurinn bæri og gæti borið kauphækkanirnar, sem urðu, en verðlagsútreikningar sýndu, að verðhækkanir á vör- nm iðnaðarins stöfuðu af gengislækkuninni. Skýrsla stjórnarblaðanna um þetta hefur vakið feikilega athygli og er merkilegt sönnunargagn. Eysteinn sýndi með glöggum dæmum, að gengislækk- unin og verðhækkunaraldan er örvæntingartilraun stjórn- arvalda til þess að halda til streitu samdráttarstefnunni og knýja fram efnahagsjafnvægi fátæktarinnar, en þarna væri farið inn á leið sem frjálslynd öfl í íslenzku þjóðfé- lagi hefðu fyrir löngu útskúfað, því að húri er í senn hættuleg og í fullri andstæðu við allt það, sem bezt hefur gefizt í framfarasókn íslenzku þjóðarinnar síðustu ára- tugi. En hvernig stendur þá á því, að þessi fordæmda ó- heillastefna hefur náð tökum á ný og er nú framkvæmd? spurði Eysteinn. Svarið liggur raunar í augum uppi. Með síðustu kjördæmabreytingu breyttust hlutföll svo, að afturhaldsöflin í þjóðfélaginu komust fram hjá Fram- sóknarflokknum í það íhaldsóskaland, sem þau hafði dreymt um allt síðan 1927, en frá þeim tíma hefur Fram- sóknarflokkurinn verið það stjórnmálaafl, sem tryggði oftast framfarastefnuna og fékk ólíka flokka til að vinna saman 1 anda hennar. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei gengizt og gengst aldrei inn á samdráttarpólitík, og með hverjum sem hann hefur starfað, hefur hann sett það skilyrði á odd og tryggt það, að mörkuð hefur verið heilbrigð framfara- og framleiðslustefna í stjórnaraðgerðum en öflum samdrátt- ar og kyrrstöðu þokað til hliðar. Framfara- og uppbyggingarsaga íslenzka þjóðfélagsins í nærfellt 35 ár sannar það ljóslega, að það er þetta, sem sköpum hefur skipt. Leiðin úr þeim ógöngum, sem nú er komið í, sagði Eysteinn Jónsson, er sú, að íslenzk framfarastefna verði aftur leidd til öndvegis, og eina örugga ráðið til þess er það að efla Framsóknarflokkinn enn, veita honum þann herzlumun, sem hann þarf nú til þess að fram hjá hon- um verði ekki komizt í íslenzkum stjórnmálum fremur en fyrir 1959. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei hvikað í fram- ERLENT YFIRLIT Ábóti með skuggalega fortíð Einræíiisherrann í Brazzaville vekur á sér vaxandi athygli TVÖ ríki, sem eru aðilar að S. Þ., bera nafnið Kongó, og er því oft ruglað saman. Til aðgreiningar eru þau venju- lega kennd við höfuðborgir sín- an eða kölluð Kongó, Leopold- ville og Kongó, Brazzaville. Hið fyrra var áður belgísk ný- lenda, en hið síðara frönsk ný- lenda. Nokkur athygli hefur beinzt að Kongó, Brazzaville undan- farnar vikui1 vegna þess, að einræðisherrann þar, Fulbert Youlou, hefur Iátið talsvert á sér bera. í átökunum milli S. Þ. og Tshombe, hefur hann veitt Tshombe eindreginn stuðning og hlotið fyrir það hörð and- mæli sambandsstjórnarinnar í Leopoldville. Þegar Hammar- skjöld ætlaði að fljúga frá Leo- poldville til New York um Brazzaville 15. þ. m. lét You- lou neita flugvél hans um lend- ingarleyfi þar. Afleiðing þess varð sú, að Hammarskjöld frestaði heimförinni og ákvaðj að nota tímann til að hitta Tshombe. í þeirri för fórst hann. Hefði hann fengið um- beðið lendingarleyfi í Brazza- ville, væri hann nú í fullu fjöri í New York og S. Þ. ekki meira og minna óstarfhæfar vegna fráfalls hans. Þannig geta atvik, sem í fyrstu sýnast minniháttar, oft breytt gangi sögunnar. Þess skal getið, að Yoplóu byggði neitun sína á því, að hann óttaðist óeirðir í Brazza- ville, ef Hammarskjöld kæmi þangað, því að íbúar Brazza- ville styddu málsstað Tshombe. Hin raunverulega ástæða var þó talin sú, að Youlou vildi með þessu sýna S. Þ. andúð KONGÓ, Brazzaville er miklu minna land en Kongó, Leopoldville. Það er um 130 þús. fermílur að flatarmáli og hefur um 800 þús. íbúa, sem skiptast í allmarga ættflokka. Landbúnaður er helzti at- vinnuvegurinn og eru flestir atvinnuhættir enn á frumstigi. íbúarnir hafa litla menntun hlotið aðra en þá, sem trúboðs- starfsemi katólsku kirkjunnar hefur veitt þeim. Það var trúboðsstarfsemi katólsku kirkjunnar, sem lagði grundvöllinn að valdi Youlou einræðisherra. Youlou, sem er 43 ára gamall, er kominn af höfðingjaættum í suðurhluta landsins og vildu foreldrar hans afla honum nokkurrar menntunar. Um annað var ekki að ræða en að láta hann fara á trúboðsskóla. Youlou ákvað að gerast prestur og lauk til- skildu námi til þess. Hann gegndi hins vegar prestsstörf- um skamma stund. Hann gerð- ist brotlegur gngvart kirkj- unni„ en til hlítar hefur aldrei verið upplýst, hvert brot hans var. Samkvæmt ráðum páfa- YOULOU ÁBÓTI stólsins var horfið frá því að svipta hann kjóli og kalli, eins og lagt hafði verið til, en þó var hann sviptur leyfi til prests starfa ævilangt. Hann fékk hins vegar leyfi til að halda hempunni, og notfaerir hann sér það: óspart. Hann gengur yfirleitt hempuklæddur og læt- úr við mörg tækifæri kalla sig Youlou ábóta. ÞVÍ fór fjarri, að Youlou drægi sig í hlé, þótt hann væri sviptur réttinum til prestskap- ar. Hann ákvað að snúa sér að stjórnmálum og stofnaði kristi legan flokk, sem náði fylgi ætt- flokkanna í suðurhluta lands- ins. Árið 1956 bauð hann sig fram til franska þingsins, en Kongó var þá enn frönsk ný- lenda. Hann beið lægri hluta fyrir frambjóðanda jafnaðar- mannaflokksins, sem var fyrsti flokkurinn, er hafði verið stofn aður í nýlendunni og átti mest fylgi meðal ættflokkanna í norðurhéruðunum. YOULOU var samt ekki af baki dottinn. Honum tókst að ná kosningu sem borgarstjóri í Brazzaville. Þegar nýlendan fékk ráðgefandi þing 1956, vann flokkur hans 22 þingsæti af 45. Jafnaðarmenn höfðu eins atkvæðis meirihluta á þinginu. Youlou tókst að fá einn af þingmönnum þeirra til liðs við sig. Þegar de Gaulle veitti ný- lendunni sjálfstæði 1958, varð Youlou því kjörinn forsætisráð herra. Jafnaðarmenn töldu, að hann hefði náð völdum með svikum, og heimtuðu kosning- ar. Youlou neitaði að fallast á það, og kom þá til mikilla ó- eirða í landinu. Hundruð manna féllu í þessum átökum. Frakkar' fengu því þá fram- gengt bak við tjöldin, að You- lou efndi til nýrra kosninga. Youlou beitti því þá óspart, að hann hafði völdin í sínum hönd um, enda fékk flokkur hans nú 51 þingsæti af 61 alls. Eftir þetta lét hann kjósa sig for- seta landsins, en það hefur honum ekki þótt fullnægjandi, því að síðar hefur hann bætt við sig embætti forsætisráð- herrans, utanríkisráðherrans og hermálaráðherrans. Hann hefur því raunverulega öll völd in í hendi sinni. YOULOU er ekki mikill fyr- ir mann að sjá, lítill vexti og smáleitur. Hempan klæðir hann því bezt. Hann er all- góður ræðumaður. Hann er sagður allgóður starfsmaður og skipleggjari. Hann er eindreg- inn andstæðingur kommúnista og hefur lagt mikla áherzlu á að reyna að fylkja þeim Afríku ríkjum, sem áður voru fransk- ar nýlendur, saman í bandalag, sem héldi við tengslum við Frakkland. Honum hefur orðið talsvert ágengt í þeim efnum, en í seinni tíð spillir það þó fyrir honum í vaxandi mæli, að hann kemur meira og minna fram sem hreinn einvaldsherra í landi sínu og sem andstæð- ingur Sameinuðu Þjóðanna, sem eiga mikið fýlgi í öðrum löndum Afríku.. Til þess að styrkja aðstöðu sína, hefur hann nú fengið nokkra af hin- um eldri leiðtogum jafnaðar- manna til samstarfs við sig. Yngri leiðtogar jafnaðarmanna hafa hins vegar hafnað sam- starfi við hann og þykja lík- legir til að geta veitt honum öfluga andspyrnu, er tímar líða. Þ.Þ. farastefnunni, og þjóðin veit það, að hafi hann tök á stjórnartaumunum kemur ekki annað til mála, en að upp verði tekin aftur sú stefna um framfarir, uppbygg- ingu frafnleiðslunnar og dreifingu fjármagnsins, sem var grundvöllur sóknarinnar síðustu áratugi og hafði skapað jafnari og betri lífskjör hér á landi en í flestum öðrum löndum og gert fleiri einstaklinga efnalega sjálfstæða en títt er í öðrum löndum. þar sem búið var við minni vfir- drottnun einkaauðs og fjármagns en víða annars staðar, öflugan samvinnufélagsskap og frjálsa verklýðsstarf- semi. •V •'V - V ■ Fyrir nokkrum mánuðum hóf starfsemi sína á Laugaveg 28 fyrirtækið Módel og snið. Forstjóri fyrirtækisins, Björg- vin Friðriksson, bauð blaða- mönnum þangað í gær til að kvnnast starfsemi bess. Þetta er eina fyrirtækið sinnar tegundar hér á landi. Þar getur fólk fengiö sniðið hvað sem er, jafnt karlar sem konur. Reynslan Nýtt fyrirtæki á Laugaveginum hefur sýnt, að brýn nauðsyn var slíkrar starfsemi hér. Björgvin iærði fyrst hjá Bernharði Laxdal, en síðar í Gautaborg, þar sem hann kynnti sér hraðsaum og snið Einnig hefur hann verið á námskeiðum í Danmörk, Englandi og Ameríku. Fyrirtækið hóf einnig fyrir nokkru framleiðslu á koddum með nælonsvampi í stað fiðurs. Þegar hafa verið framleiddir um 6—700 koddar, sem selzt hafa mjög vel. Þessir koddar hafa þann kost. að þá má þvo mjög auðvek'lega, auk þess sem þeir eru um 100 krónum ódýrari er, fiðurkoddar Fram- leiðsla þessi mun vera föi í íicstum verzlunum á landinu, en umboð hefur Haraldur Árm;<sn. heldv.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.