Tíminn - 04.10.1961, Síða 8

Tíminn - 04.10.1961, Síða 8
8 TÍMINN, miSvikudaginn 4. október 1961. Ólafsvfk 26. sept 1961. Fremur hefur tíðin verið van- stillt undanfarnar vikur og lítið sem ekkert gefið á sjó, en nokkr- ir bátar hafa stundað dragnóta- veiðar í sumar og aflað allsæmi- lega, enn fremur hafa nokkrar trillur lagt upp færafisk og aflað allvel. Nœg atvinna hefur verið hér í sumar, bæði við nýtingu afl- ans og við fleira, er síðar verður talið. Heyskap er nú víðast hvar lokið hér um slóðir og er heyfengur bænda góður eftir vonum. Slátur- tíð er nú hafin og fyrirhugað er að slátr'a jafnmörgu fé í slátur- húsi kaupfélagsins Dagsbrúnar og var á síðasta ári eða um 5000 fjár, þó eru þær tölur ekki endanlegar enn sem komið er. Byggingarframkvæmdir Töluvert er um byggingarfram- kvæmdir hér í kauptúninu og eru ailmörg íbúðarhús í smíðurn, þrátt fyrir það eru sífelld húsnæðisvand ræði, er aðallega stafa af því, að fólk nefur nú miklu rýmra um sig en áður var, margt ungt fólk kýs að setjast að í heimahögum og svo að gömul hús hverfa og eru ekki byggð aftur. Fangahús er í smíðum, 120 fer- metrar’ að stærð og tvær hæðir, á neðri hæð er fyrirhuguð fanga- geymsla og aðstaða til tolleftirlits, á efri hæð íbúð lögregluþjóns og fleira. Ný slökkvistöð er og í smíð um, 80 fermetra hús á tveim hæð- um, og er það afar mikið nauðsynja mál fyrir byggðarlagið að vel ræt- ist úr í þeim efnum, því að að- staðan hefur verið fremur ófull- nægjandi. Búið er að grafa fyrir nýrri kirkju fyrir Ólafsvíkurbúa, en gamla kirkjan er orðin gjörsam- lega óhæf til notkunar, ekki svo að skilja að hið bráðum sjö- tíu ára gamla kirkja sé úr sér geng i in, heldur hitt, að nú er hún kom-1 in svo gott sem inn í mitt athafna- svæði sjávarútvegsins og er um- 'hverfi hennar orðið heldur ömur- legt, frá því sem var í upphafi. Hinni nýju kirkju er ætlað svæði á mjög fögrum stað í kauptúninu, ekki aillangt frá þeim stað, er gamli Ólafsvíkurbærinn stóð og er, búið að leggja breiðan og góðanj veg að grunninum. Mun hún eftir teikningu að dæma verða mjög ný tízkuleg, en þó þjóðleg um leið og á vafalaust eftir að laða til sín margan ferðalanginn, ef vel tekst til, enda er það hornsteinn menn- ingar hvers bæjar, að eiga veglegt guðshús, og er mikill hugur hjá öllum bæjarbúum, að bæði fljótt og vel verði unnið, eða eftir því, sem fjárhagur frekast leyfir. Á vegum kvenfélagsins hefur ver r *”v. ■ ...• rnasmM ! ið unnið að því að koma upp barna leikvelli, og er því nú senn lokið I og öll leiktæki fengin, og verður j hann opnaður til afnota strax er 'vorar á ný. Þar hafa konur unnið ' þarft verk og gott, og eiga allir j aðilar þakkir skilið fyrir. I í sumar hefur verið unnið við j byggingu nýs íbúðarhúss að Fróðá jog eru fyrirhugaðar miklar fram- kvæmdir af hinum nýju eigendum þar. Þar stendur enn gamait og virðulegt ibúðarhús og verður það I nú leyst af hólmi nýs tíma. Er tvirkilega ánægjulegt til þess að tvita, að þessum fornfræga stað t verður nú lyft upp í þann sess, er honum sómir, eftir margra alda niðurníðslu, og hefur þó vorið þar vel búið í allmarga undan- gengna áratugi, og stöðugt verið setið þar á sumrin af góðum ábú- endum. Vegaframkvæmdir Senn förum við að sjá fyrir endann á vegaframkvæmdum í Bú- Höfnin í Ólafsvík er allmikið og gotf mannvirki, en þarf þó sífelldra bóta við. Þar hafa nokkrar framkvæmdir landshöfðavegi, og hefur verið unn verið í haust og mælt fyrir öðrum. Fréttabréf ur Ólafsvík: Vegi fyrir Búlands- höfða senn að Ijúka Við J)aS tengjast kauptún og sveitirnar norðan á Snæfellsnesi betur saman, og einangrun Ólafs- \ víkur og Sands minnkar að mun ið við hann stöðugt í allt sumar, eins og fyrr getur í fréttum. Upp úr miðjum ágúst kom brúarvinnu- flokkur og vann að brúargerð yfir tvo verstu farartálmana, Maraheið- argil og Höfðagil, og er því verki nú lokið. Var síðast, er til fréttist verið að vinna við brúarsmíði á Víkurgili, Eyrarsveitarmegin. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að ofaníburði í veginn, þrátt fyrir mjög óhagstæða tíð. — Það er okkur hér að norðanverðu mjög mikið tilhlökkunarefni, að þessum farartálma er senn rutt úr vegi og opnast þarna greiðfær leið, er á eftir að verða mikið notuð af ferða mönnum, í einhverja allra sér- kennilegustu og fegurstu sveit mið-vesturlands, og fjarlægðin milli bæjanna á norðanverðu nes- inu er nú úr sögunni. Allan veg og vanda af þessari miklu vegagerð hafa þeir haft með höndum Stefán Kristjánsson og Þorgils Stefánsson og flokkur þeirra að vestanverðu. Að austan- verðu Ásgeir Kristmundsson í Grafarnesi og flokkur hans. Ber þeim öllum mikið lof og mikið þakklæti allra héraðsbúa fyrir verkið. Hafnarmál Ýmsar framkvæmdir hafa verið gerðar við Ólafsvíkurhöfn nú í haust. Mælt var fyrir nýju hafn- arstæði og verður unnið úr þeim mælingum í vetur, enn fremur er t búið að steypa 27 metra langan 1 skjólgarð í sambandi við lengingu á norðurgarði hafnarinnar. Fyrir- hugað er að sprengja upp með norðurgarði hafnarinnar 20—25 m langa rennu og 12 m breiða, eins og gert var í fyrrahaust og virðisf gefa góðan árangur, til að auka rými hins síaukna bátaflota og gefa hinum nýju bátum betra svig rúm til að athafna sig, en þeir stækka ár frá ári. Útsvarsmál Nýlokið er niðurjöfnun útsvaia í Ólafsvíkurhreppi. Var jafnað nið ur kr. 2.450,000,00 á 264 einstakl- inga og 11 fyrirtæki. Hæstu útsvör ber, af fyrirtækj- um Kaupfélagið Dagsbrún, sem ber kr. 150 þúsund. Hæsti einstaklingur: Víglúndur Jónsson, útgerðarmaður kr. 75 þús. Niðurstöðutölur fjárhagsáætlun- ar eru kr. 3.775,000,00. Helztu gjaldaliðir á fjárhagsáætl un eru: Til fangahúss m. m. kr. 800 þús. i Til menntamála kr. 400 þús. Til trygginga kr. 320 þús. Til Ólafsvíkurhafnar kr. 300 þús. Félagsmál Félagsstaxfsemi hefur verið heldur lítil á sumrinu, enda frem- ur fátt fólk heima við, þó var far- in skemmtiferð á vegum Kvenfé- lags Ólafsvíkur norður í land og tók hún fjóra daga, mjög vel heppnuð. Undanfarnar tvær vikur hefur staðið yfir sumarnámskeið á vegum kvenfélagsins. Því hefur stjórnað frú Guðrún Jónsdóttir úr Reykjavík. Þátttaka var mjög góð og komust færri að en vildu. Enn fremur hafa konur unnið við blómagarð og svo komið upp barna leikvelli, eins og áður getur. Er þetta allt vel gert og til menning- arauka fyrir kauptúnið. Formaður kvenfélagsins er frú Elínborg Ágústsdóttir. Senn fer Leikfélag Ólafsvíkur að hugsa sér til hreyfings og er það mikið til- hlökkunarefni. Nú í haust eru lið in 5 ár frá stofnun þess og hefur það starfað mjög vel á þéim tíma, sýnt mjög góð og stór leikrit og unnið ýmislegt gott í skemmtana- lífi Ólafsvíkur. Leikrit það, sem nú er tekið til meðferðar, er „Páskar“ eftir Agust Strindberg. Leikstjóri er Erlingur Halldórsson úr Reykjavík. Margt væri enn hægt að segja frá þessu athafnasama byggðar- lagi, en það verður að bíða betri tíma, svo sem um framkvæmdir við rafmagnsmál og fleira. M. A. Endurbyggð kirkja vígð í Selárdal - mm1\ ííf-í, : Kl. 2 sunnudaginn 23. sept. 1961, víg8i biskupinn yfir ís- landi, herra Sigurbjörn Einars- son, kirkju í Selárdal aS viS- stöddu miklu fjölmenni. Kirkjan á eitt hundrað ára afmæli á þessu ári. Hún er ríkiseign og hafði eigandinn sýnt henm lítinn sóma, enda var hún í afleitu á- standi, þegar biskup kom þangað í ágústmánuði i fyrra sumar á vísi tasíuferð sinni um Barðastrandar- prófastsdæmi. Var þá þegar eftir vísitasíuna hafin skipuleg sókn að því marki að láta gera við kirkj- e n- , *» - i * Snæfellsnesiökull — oröan hans eru byggðirnar, sem tengjast sveltum og kauptúnum innar á ströndinni. Veg- una eða endurbyggja hana SVO að urinn fyrir jökul er að vísu fær af og til og er það eina vegasamband Sandara að kalla, því að Ólafsvíkurenni því yrði lokið í sumar og hægt er illur þrándur í götu milil grannþorpanna. Þ6 má skrönglast fyrlr það á ieppa um fjöru I ládeyðu. Ólafsvík yrði að endurvígja bana á eitt hefur hins vegar haft vegarsamband suðuf yfir, um Fró ðárheiði, en hún er snjóþung á stundum. hundrað ára afmælinu Þetta tókst og nú er þarna hið veglegasta guðs- hús. Er að sjá, sem viðgerðin hafi tekizt frábærlega vel. Auk biskups voru fjónr prestar viðstaddir vígsluna, gengu þeir í skrúðgöngu til kirkju, ásamt sókn arnefndinni og safnaðarfulltrúa og báru helga muni kirkjunnar. Framkvæmdi síðan biskup vígsl una, en settur sóknarprestur, séra Tómas Guðmundsson á Patreks- firði, prédikaði og þjónaði ásamt biskupi fyrir altari. Sönginn annaðist kirkjukór Pat- reksfjarðarkirkju undir stjórn hins ágæta organleikara þeirra. Var athöfnin öll hin hátíðlegasta og kii'kjan yfirfull, svo að fjöldi manns varð að standa. Á eftir bauð sóknarnefnd öllum til kaffidrykkju.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.