Tíminn - 04.10.1961, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.10.1961, Blaðsíða 12
X7 T f MIN N, miðvikudaginn 4. október 1961. RITSTIOM HALLUR SIMONARSON NorSurlandsmótinu í knattspyrnu er nýlokið meS sigriSiglfirðinga. Þegar leikjum i mótinu var lokið, voru þrjú félög jöfn að s'tigum, SiglfirSlngar, Þór og KA og léku þau því aukaleiki. SiglfirSingar sigruSu þá bæði Akur- eyrarliðin, en Þór vann KA. Alls tóku sex félög þátt i mótinu, auk þeirra, sem hér eru nefnd, Skagfirðing- ar, Eyfirðingar og Þingeyringar. Mynd þessi er frá leik KA og Þór í mótinu. Frá vinstri eru Jón Friðriksson, markvörður Þórs, Gissur Jónasson, KA, Sveinn Eggertsson, Þór, Björn Olsen, KA, og Magnús Jónatansson, Þór. Þór sigraði í leiknum með 2—0, og í sfðari ieik félaganna sigraði Þór með 5—1. Landsliðsmenn KA, þeir Jakob Jakobsson, Jón Stefánsson, og Kári Árnason gátu ekki leikið í mótinu vegna Engiandsfararinnar. — Ljós mynd: GPK. Nýtt Norðurlanda- met í 200 m. hlaupi íslendingarnir eru of góðir til að leika í varaliði SíJirren segir skozkt blatS. Varali'Si'S tapa^i á laugar- daginn, en Þórólfur Beck skora’bi íslenzku knattspyrnumenn- irnir þrír, Kári Árnason, Orm- ar Skeggjason og Þórólfur Beck, sem að undanförnu hafa dvalið á Skotlandi, léku á laug- ardaginn með varaliði St. Mirr- en á leikvelli liðsinsíPaisleyog þó varaliðið tapaði hlutu þeir ágæta dóma fyrir leik sinn. Þeir Kári og Ormar komu heim á mánudagskvöldið, og blaðið náði í gær tali af Orm- ari og spurði hann frétta af dvölinni hjá St. Mirren. Ormar sagði, að mjög mikið hefði verig skrifað um þá í skozk blöð, einkum Þórólf, síðustu dag- ana fyrir leikinn, sem varð til þess að áhorfendur fjölmenntu mjög á völlinn. Paisley Daily Express skrifaði um leikinn á sunnudag. „Það var greinilega eitthvað ó- venjulegt á seiði á Paisley-leik- vanginum í gærdag, því helmingi fleira fólk streymdi þangað en venjulega á leik varaliðana. Ástæð an var sú, að íslendingurinn Beck lék með varaliðinu sem hægri inn herji í fyrsta sinn. Og áhorfendur komust fljótt að því hvers vegna St. Mirren hafði ekki gengið bétur í íslandsförinni Þórólfur og Orm- ar voru mun betri en venjulegt gerist með leikmenn í varaliðun'- um“. Þetta segir blaðið, en Ormar bætti því við, að þó minnst væri á hann og Þórólf í greininni hafi þó Kári átt einna beztan leik þeirra félaga. Ormar lék hægri framvörð, en Kári var hægri út- herji og Þórólfur hægri innherji og mynduðu þeir þarna þríhyrn- ing. Nokkrir af þeim leikmönnum, sem hingað komu með St. Mirren í sumar, léku í varaliðinu. Mót- herjarnir voru frá Raith Rovers. en aðallið St. Mirren lék * onnan sama dag gegn Raith á útivelli og tapaði illa eða fjögur gegn engu, og voru leikmennirnir mjög nið- urdregnir, þegar þeir komu heim aftur. Þórólfur skorar Um Ieik varaliðsins sagði Orm- ar. — Miklu meiri hraði var í þessum leik en við eigum að venjast hér heima. Taklingar voru fastar, en engan veginn grófar Raith Rovers skoraði fyrsta mark ið í leiknum en á 11. mín. tókst Þórólfi að jafna. Hann fékk knött inn fyrir markið og spyrnti þegar með vinstri fæti og knötturinn þaut í netið.Markinu var mjög fagn að, og áhorfendur tóku yfirleitt mjög vel á móti okkur þremur. Það slys varð í leiknum, að einn leikmaður Raith Rovers fótbrotn- aði síðast í fyrri hálfleik og urðu, þeir að leika 10 í síðari hálfleik i Þeir höfðu þá náð tveggja marka forustu og þó við „pressuðum“ nær allan siðari hálfleikinn tókst okkur ekki að skora Þórólfur var þá miðherji. og hefur honum oft tekizt betur upp, enda mætti hann bezta manni Raiths í leiknum. — I Hann var líka talsvert taugaóstyrk I ur fyrir leikinn, enda búið að gera ORMAR SKEGGJASON mikið veður út af honum í blöð- unum fyrir leikinn. Var í 17 daga Eins og kunnugt er, var þeim Ormari og Kára boðið til að taka þátt í námskeiði hjá St. Mirren. Ormar var 17 daga hjá félaginu og var búinn ag vera í viku, þeg- ar Þórólfur og Kári komu frá Eng landi. Aðbúnaður allur af hálfu félagsins var eins og bezt mátti vera. Þeir bjuggu á ágætu hóteli við bezta viðurgerning. Æfingar ic Ungverjar sigruðu Svía í lands | keppni í frjálsum íþróttum í Búdapest um helgina, hlutu 110 stig gegn 102 stigum Svía. Þrjú ný landsmet voru sett í keppn inni. Owe Jonsson hljóp 200 m. á 20.8 sek., sem er nýtt Norðurlandamet, og Svíþjóð setti einnig nýtt landsmet í 4x100 m. boðhlaupi, hljóp á| 40,5 sek., sem er 2/10 betra| en eldra metið. í 3000 m. hindrj unarhlaupi unnu Ungverjar tvö | faldan sigur. Josef Macsar setti nýtt ungverskt met, hljóp á 8:34,0 mín. Þetta er í 14. skipti, sem þessar þjóðir heyja lands- keppni í frjálsum íþróttum og fjórði sigur Ungverja. ★ Undanúrslit í norsku bikar- keppninni fóru fram á sunnu- daginn. í Bergen léku Brann og Fredrikstad og fóru leikar þannig, að Fredrikstad sigraði með 1—0. f Haugasundi léku Haugar gegn Steinkjer frá Þrándheimi og sigraði heima-| liðið með eina markinu, sem skorað var í leiknum. Árangur Haugar, sem leikur í 2. deild, hefur komið mjög á óvart, og 1 iðið er nú komið í úrslit keppn innar, og hefur sigrað í fyrri umferðum nokkur 1. deildarlið t.d. Víking með 3—1, Skeid með 2—1 og Frigg með 1—0. Þetta er ein mesta „sensation" sem um getur í sögu keppninn ar. Úrslitaleikurinn milli Haug ar og Fredrikstad verður í Osló 15. þessa mánaðar. ★ Finnar og Júgóslavar kepptu í voru þrisvar í viku, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Fyrir hádegi var æft frá 10—12 og síðan farið í mat, og aftur tekið við æf- ingar frá 2—4. Ormar sagði, að æfingarnar hefðu verið strangar og óvana- legt fyrir þá, að æfa fyrir há- degi. Mest voru þetta þrekæfing- ar, en knattmeðferð æfð tiltölu- lega lítið. Nær undantekningar- laust var skipt liði á hverri æf- ingu. Þórólfur æfði einnig auka- lega, og Ormar sagðist búast við því, að hann yrði ag æfa mjög vel í tvær til þrjár vikur til að kom- ast í aðalliðið og þjálfararnir voru að tala- um, að hann væri nokkuð þungur. Vilja fá þá aftur Paisley er 100 þús. manna bær — nær samvaxinn Glasgow — og er St. Mirren eina liðið i bænum Þegar Glasgow Rangers lék þar fyrri laugardag voru áhorfendur 35 þúsund, og gífurleg læti, þeg- ar St. Mirren náði jafntefli. — Jimmy Brown, markvörður og fyrirliði St. Mirren, reyndist ís- lendingunum mjög vel og sýndi hann þeim hi’ð markverðasta í Skotlandi. St. Mirren hafði mik- inn hug á því, að þeir Ormar og Kári yrðu lengur hjá félaginu, en vinnu sinnar vegna gátu þeir það ekki. Miklar líkur eru þó til þess, að Kári fari aftur utan einhvern tíma í vetur. Að lokum sagði Ormar, að förin hafi verið mjög lærdómsrík, og ánægjulegt að hafa fengið tæki- færi til að dveljast hjá og æfa með þetta góðu liði. landskeppni í frjálsum íþrótt- um um helgina í Belgrad. Finn ar unnu stórsigur, hlutu 129 stig gegn 81. Finnar sigruðu í 17 greinum af 20. Júgóslavar unnu tvöfaldan sigur í sleggju- kasti, sigruðu einnig í 110 m. grindahlaupi og langa boðhlaup Ársþing F.R.Í. Stjórn FRÍ hefur ákveðið að Ársþing FRÍ 1961 verði haldið dag- ana 18.—19. nóvember n. k. Málefni, er sambandsaðilar óska að tekin verði fyrirá þinginuskulu lilkynnt FRÍ minnst 2 vikum fyrir þingið. Frjálsíþróttasamband íslands Breyting Vegna veðurofsans á fyrri laug- ardag varð að fresta nokkrum leikjum í haustmótum yngri flokk- anna og fara þeir leikir fram sunnudaginn 8. október á sömu völlum og á sama tíma og átti að vera á laugardag. Þó er undanskil- inn leikur Fram og Víkings í 2. fl. A., sá leikur fer fram á Háskóla- vellinum sunnudagsmorgun 8. okt. og hefst kl. 10.30. Þá fórsí leikur Í.B.Í. og Fram B í Bikarkeppninni fyrir, en hann átti að fara fram á ísafirði s. 1. laugardag. Lið Fram komst ekki vestur og er Ieikurinn ákveðinn n. k. laugardag á ísafirði og hefst kl. 17.00. Meistaramót í handbolta Meistaramót íslands í Hand- knattleik 1961 hefst að Hálogalandi 21. októ'oer. Þátttökutilkynningar skulu hafa borizt HKRR í síðasta lagi miðvikudaginn 11. október ásamt 35 kr. þátttökugjaldi fyrir hvern flokk. Þátttaka annars ekki tekin til greina. Ársþing H.S.Í. Ársþing H.S.H. 1961 verður hald- ið í Reykjavík dagana 7. og 8. október n. k. í Félagsheimili K R við Kaplaskjólsveg, og hefst kl. 2 e. h. þann 7. I Stjórnin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.