Tíminn - 04.10.1961, Page 13
Tjjtt.IJjJN,, migyikndagian 4. október 1961.
Orðið er frjálst:
Sending til Péturs Sigurgeirssonar
skrifstofustjóra á Raufarhöfn
Um þessar mundir gefa Þingey-
ingar út ársrit, sem nefnist „Ár-
bók Þingeyinga". Eru þegar komn-
ir út þrír' árgangar. Vonandi er, að
rit þetta verði langlíft, þvi að
þetta er að mínum dómi eitt bezta
ritið, sem nú kemur út á landinu,
og verður sennilega tekið til fyrir
myndar, þegar önnur héruð fara
að feta í fótspor Þingeyinga og
gefa út rit um sína heimabyggð.
Ár'bókin flytur stuttar en fróðleg-
ar og skemmtilegar ritgerðir, svo
og smásögur og kvæði eftir beztu
skáld og rithöfunda Þingeyinga.
Hins vegar forðast það svo sem
vera ber, að flytja langlokur, sem
enginn hefur tíma til að lesa. En
því miður vill það enn þá brenna
við hjá stöku tímaritum enn í dag,
þótt það sé gjörsamlega þýðingar-
laust og úrelt. Árbók Þingeyinga
er því að mínum dómi bæði gott
og virðulegt rit, sem ekki má falla
blettur á. Þegar vakað er yfir vel-
ferð góðra rita, kemur það afar
sjaldan fyrir, að þau geri nokkr-
ar skyssur eða flytji bull og þvætt
ing. Eg minnist þess, að þau rúm-
lega 30 ár, sem Sveinn Sigurðsson,
cand. theol. var ritstjóri Eimreið-
arinnar (sem löngum hefur verið
okkar allra vii'ðulegasta tímarit),
kom það aðeins einu sinni fyrir,
að ritinu skrikaði fótur. Þegar rit
Nýjung!
Gangsetningar-
vökvinn
sem þegar hefur sannað
ágæti sitt hér á landi
sem annars stðaar.
START PILOT
GASOHATIC
■
eaMf
Mahtmg
o* e*
Fyrirliggjandi:
nýr gangsetningarvökvi fyrir
allar vélar. Efnasamsetning
vökva þessa gerir notkun hans
hættulausa en endingu vélanna
meiri.—Enn fremur tilheyrandi
dælur af ýmsum stærðum og
gerðum, sem hægt er'að dæla
gangsetningarvökvanum úr
beint inn í innsogsgreinar við-
komandi véla. Þessum dælum
fylgja tilheyrandi leiðslur og
ventlar (spíssar), sem skrúfaðir
eru í innsogsgrein vélanna.
Eigum einnig til, sérstakan út-
búnað íyrir allar minni bifreið-
ar viðvíkjandi vökva þessum. —
Útsölustaðir í Reykjavík:
Columbus h.f.
Varahlutaverzlunin Brautar-
holti 20.
Benzínstöðvar
B.P. — Shell — Esso
Munið nafnið
START PILOT
Umboðsmenn óskast.
Columbus hf.
Brautarholti 20.
stjórinn komst að hinu sanna í
málinu, bað hann lesendur rits-
ins auðmjúklega afsökunar á mis-
tökunum. Þannig hélt ritið fullri
virðingu sinni.
Nú í sumar kom út III árg. af
Árbók Þingeyinga. Þar birtist m.
a. frásögn eftir Pétur Siggeirsson,
skrifstofustjóra á Raufarhöfn, þar
sem hann segir nokkuð frá ömmu
sinni, Margréti Hálfdánardóttur,
sem var yfir 40 ár húsfreyja að
Oddsstöðum á Melrakkasléttu.
Jafnframt minnist hann á afa
sinn, Pétur Jakobsson, sem var
maður Margrétar. Yfirleitt er
grein þessi frekar ómerkileg, þar
sem höf. virðist ekki hafa reynt
að afla sér heimilda, til að bæta
það, sem hann hefur að segja fr'á
eigin brjósti. Eftir stuttan inngang
byrjar höf. greinina með því að
segja, að ég hafi skrifað „níð“ um
afa sinn, Pétur Jakobsson, og bend
ir á, að þetta „níð“ standi í „Sönn
um sögum“ eftir mig. Rétt er það,
að til er sagnaflokkur eftir mig,
er nefnist „Sannar sögur", sam-
tals rúmlega 500 bls. En þar er
ekki, að því er ég bezt man,
minnzt einu orði á Pétur Jakobs-
son, afa Péturs skrifstofustjóra.
Hins vegar er til annar sagnafl.
eftir mig, og nefnist hann „Sagna-
þættir“, og kom út í þremur bind-
um, tæpar 1000 bls. samtals. Og
þar er lítillega minnzt á P. J. Þótt
það skipti ekki miklu máli, í hvor-
um sagnaflokknum frásögn mín
i birtist, þá sýnir þessi' ónákvæmni
höf., að honum er ekkert áfram
um, að segja satt og rétt frá. Og
sá, sem ekki hirðir um, að skýra
rétt frá smá-atriðum, getur hæg-
lega sniðgengið sannleikann þegar
um veigameiri atriði er að ræða.
Og það hefur greinarhöf. hent í
þetta sinn. — í áðurnefndri frá-
sögn minni um Pétur gamla á
Oddsstöðum, segi ég frá því, að
hann hafi verið sonur stórbónd-
ans Jakobs Péturssonar á Breiði-
mýri í Reykjadal, sem var stór-
merkur maður, stór-auðugur, vel
skáldmæltur og gáfaður. Hann var
fyrsti alþingismaður Norður-Þing-
eyinga. Þá segi ég lítils háttar frá
syni hans, séra Sigurgeir á Grund,
sem var mikill drykkjumaður, og
missti síðast hempuna fyrir þær
sakir. Þá minnist ég á Pétur bróð-
ur hans og segi: „Hann þótti ó-
heimskur, en hæglátur mjög og
j óframgjarn". Þetta er ekkert „níð“
| eins og hver maður getur séð. Og
| þess ber að gæta, að þetta er lýs-
ingin á honum, þegar hann var
| enn þá ungur og heima í föður-
garði. Vitanlega gat honum vaxið
I ásmegin með aldri og þroska. Þá
I get ég þess, að Pétur hafi orðið
nokkuð ölhneigður með aldrinum,
eins og algengt var um „heldri“
bændur á þeim árum. Ef þetta er
„níð“, þá hefur sonarsonur hans,
Pétur skrifstofustjóri, skrifað um
hann enn þá meira „níð“, því að
hann segir í áðurnefndri ritgerð
hina hressilegustu drykkjusögu
um afa sinn. Þarf ekki mörg orð
um þetta að hafa, því að hér hef-
ur skrifstofustjórinn skotið óþægi-
lega fram hjá marki. Þá stendur
' í þætti mínum eftirfarandi frá-
sögn: „Svo sem til var ætlazt,
komst Pétur fljótlega til nokkurra
mannvirðinga, því að eftir nokk-
1 urra ára búskap varð hann hrepp-
1 stjóri Presthólahrepps. Enginn
I skörungur þótti hann í því emb-
J ætti, en sanngjarn og réttlátur".
| Nú vildi ég spyrja: Hver finnur
' „níð“ í þessum ummælum? Það
er vitanlega ekki níð um nokkurn
' mann, þótt sagt sé um hann, að
! hann hafi ekki verið skörungur.
Þetta gæti miklu fremur bent til
' þess, að hér sé um góðmenni að
ræða. Og þegar því er bætt við,
að maðurinn sé sanngjarn og rétt-
látur í embætti sínu, þá er það
auðsjáanlega eitthvert hið mesta
lof, sem hægt er að hlaða á nokk-
urn mann. — Hvað finnst ykkur,
sýslungar mínir, um þetta?
Bezt gæti ég trúað því, að bless-
aður skrifstofustjórinn hafi aldrei
lesið umræddan þátt minn, heldur
hafi einhver illviljaður maður log
ið því að honum, að ég hafi skiif-
að „níð“ um afa hans, og hann
tekið það sem heilagan sannleika.
I Þegar svo er í pottinn búið, er
j ekki von á góðu.
Að endingu ætla ég að leyfa
mér að skora á skrifstofustjórann,
að sýna það drengskaparbragð, að
biðja hið virðulega rit — Árbók
J Þingeyinga — afsökunar á því, að
, hafa sent því til birtingar marg-
1 nefnda ritgerð.
Mig þarf hann ekki að biðja af-
sökunar, því að ég þekki mann-
inn ofurlítið.
Benjamín Sigvaldason
fornbókasali.
/
Ferðafélag Islands
heldur kvöldvöku 1 Sjálf-
stæðishúsinu fimmtudaginn
5. október 1961. Húsið otm-
að kl. 8.
FUNDAREFNI:
1. Kvikmynd af slóðum
Fjalla-Eyvindar, tekin af
Ósvaldi Knudsen, mál-
arameistara, texti eftir
dr. Sigurð Þórarinsson,
jarðfræðing.
2. Myndagetraun, verðlaun
veitt.
3. Dans til kl. 24.
Aðgöngumiðar seldir í Bóka
verzlunum Sigfúsar Ey-
mundssonar og ísafoldar.
Verðkr 35.00/
Hvers vegna heims-
styr jöld ?
i : Framhaid al 7 síðu)
í lofti, á láði og í legi, sem líkleg-
ast er. Hver vill svo verða til að
ikasta fyrstu sprengjunni?
j Nei, nú verður að spyrna við
jfótum áður en í óefni er komið.
! Trúarbrögð, þjóðskipulag, hag-
jkerfi o. fl. geta verið með ýmsu
móti, þar á hverjum að vera frjálst
að aðhyllast það, sem hann telur
bezt. Það á ekki að beita vopna-
valdi til þess að ryðja þessum og
öðrum stefnum og kenningum
braut, enda tíðum skammfenginn
sigur. Stefnurnar eiga sjálfar að
fela í sér lífsmáttinn. Það, sem
gildi hefur lifir, hitt deyr fyrr
eða síðar. Vopnuð átök hafa þar
enga úrslitaþýðingu. Sumt er þann
ig, að það á við á takmörkuðum
tímum mannkynssögunnar. en úr-
eltist svo og deyr Annað er sígilt
Eins og ólík trúarbrögð, og margs
konar lífsviðhorf geta þrifizt í einu
bjóðfélagi, svo hlýtur það sama að
gilda um heiminn í heild, án þess
13
Kastakjör
Ódýra bóksalan Dýður yður hér úrvaJ skemmti-
bóka á gamla lága verðinu Bækui þessar fást
yfirleitt ekki í bókaverzlunum og sumar þeirra
á þrotum hjá foriaginu Sendið pöntun sem fvrst.
Dularblómið. Heillandi ástarsagá eftir Pearl S.
Buck. 210 bls. Ób. kr. 25.00. Ib. kr. 35.00.
Eftir miðnætti. Skáldsaga eftir Irmgard Keun. 198
bls. Ib. kr. 25.00.
Borg örlaganna. Stórbrotin ástarsaga e. L. Brom-
f'ield, 202 bls ób. kr 23 00.
Nótt I Bombay, e sama höf Frábærlega spenn-
andi saga frá Indlandi 390 bls ób kr 36 00
Njósnari Cicerós. Heimsfræg og sannsöguleg
njósnarasaga úr síðustu hermsstyrjöJd, 144 bls.,
ib kr. 33.00
Á valdi Rómverja. Afar spennandi saga uir bar-
daga og hetjudáðir 138 bls ib kr 25 00
Leyndarmál Grantleys, e A Rovland Hrifandi,
rómantísk ástarsaga 25? bls ób ki. 25 00
Ástin sigrar allt, e. H Greville. Ástarsagy sem
öllum verður ógieymanleg 226 bls ób kr 20 00.
KafbátastöS N Q. Njósnarasaga, viðburðarík og
spennandi. 140 bis. ób. kr 13.00.
Hringur drottningarinnar af Saba, e. R. Haggard,
höf Náma Salómons og Allans Quatermains.
Dularfull og sérkennileg saga. 330. bls. ób kr.
25.00..
Farós egypzki. Óvenjuleg saga um múmíu og dul-
arfull fyrirbrigði 382 bls. ób kr 20 00
Jesús Barrabas Skáldsaga e Hjalmai Söderberg.
110 bls. ób kr 10.00
Dularfulla vítisvólin. Æsandi leynilögregiusaga.
56 bls. ób kr 10.00.
Hann misskildi mágkonuna. Ásta- og sakamálasaga.
44 bl. ób. kr. 10 00
Leyndardómur skógarins. Spennandi ástarsaga 48
bls kr. 10.00
TekiS í hönd dauðans, Viðburðarík sakamálasaga.
48 bls. ób kr 10 00
MorS í kvennahóp' Spennandi saga með óvæntum
endi 42 bls ób kr 10 00
MorS Óskars Brodkins. Sakamálasaga. 64 bls kr
1000.
MaSurinn í ganginum. Levnilögreglusaga. 60 bls.
kr 10.00
Loginn helgi e Selmu Lagerlöf 64 bls. ób kr.
1000
Njósnari Lincolns. Spennand) saga úi þrælastríð-
tnu 144 bls. íb kr. 35 00
Kviksettur. Spennandi sakamálasaga « stóru broti.
124 bls. kr 15 00
Smásögur 1—3 96 bls. kr 10 00
Klippið auglýsinguna úr blaðinu og merldð x við þær bæk-
ur, sem þér óskið að fá sendar gegn póstkröfu. Merkið og
skrifið greinilega nafn og heimilisfang.
Undirrit óskar að fá þær bækur. sem merkt er við
í auglýsingu þessari sendar gegn póstkröfu.
að vopnin þurfi þar að skera úr.
Vafalauít eru mörg vandamál í
sambandi við afvopnun, en sé góð-
ur vilji fyrir hendi, ætti að mega
sigrast á þeim.
Eitt af því, sem talað er um, að
verða mundi mikið vandamál
hverrar þjóðar, ef hætt væri
vopnaframleiðslu, er atvinnuleysi
þeirra, sem að vopnaframleiðsl-
unni vinna, o.g atvinnuhrun sjálf-
stæðra vopnaframleiðenda. En
hvernig er það, borga ekki ríkin
allt að lokum? Sýnist þá ekki vand
inn annar, en að ríkið greiði. bæði
verkafólki og vopnaframleiðend-
um svo sem þarf, meðan verið er
að koma breytingunni á, sem
mundi koma smátt og smátt. Vafa-
laust mundi þessi ráðstöfun, af-
vopnun, hljóta fullan skilning, og
verða fagnað af hverri þjóð. Ætti
því að verða auðvelt að ná sam-
komulagi um nauðsynlegar ráðstaf
anir í sambandi við breytinguna.
Ætti það að verða fögnuður hverj-
um manni, að hverfa frá þjónustu
við framleiðslu morðtóla og vítis-
véla, yfir til jákvæðrar menningar
legrar og siðferðilegrar uppbygg-
ingar.
Stefán Kr. Vigfússon.
i