Tíminn - 06.10.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.10.1961, Blaðsíða 1
Háskóii I í hálfa bls. 8—9. Áskriftarsími Tlmans 1-23-23 3®Zrvtbl. — 45. árgangur. Föstudagur; 6. október -19644* Gestirnir streyma hingað Handrita- frumvarpinu verííur ekki breytt, segir Jörgensen Um fimmleytið í gærdag Fulltrúar háskóians tóku á kom fjöldi erlendra gesta til móti gestunum á Reykjavíkur Reykjavíkur í boði Háskóla fs- ílugvelli. lands. Munu þeir verða við- Meðal gestanna ,var Jörgen staddir fimmtíu ára afmælishá- Jörgensen, fyrrverandi mennta- tíð háskólans, sem hefst í dag. málaráðherra Dana. í örstuttu i ' . WÍ5ÍAj;ysW::íí5í:KSWÍ:WÍÍ: '/ >' - : rabbi við fréttamenn sagði hann, að frumvarpið um af- hendingu íslenzku handritanna yrði lagt fyrir næsta þjóðþing óbreytt til staðfestingar, og væri enginn vafi á því, að það yrði samþykkt. Hann sagði einnig, að ef skotið hefði verið til hæstaréttar deilunni um af- hendingu handritanna, hefði ríkisstjórnin Unnið það mál. Annars myndi hann ræða frek- ar um handritamálið á frétta- fundi í dag. Aldrei fyrr hefur jafnmargt þekktra lærdómsmanua og vís- indamanna verið samankomið á íslandi og nú þessa dagana, þar sem eru boðsgestir háskól- ans, verðandi heiðursdoktorar hans og fulltrúar erlendra há- skóla í mörgum öðrum lönd- um. Hin myndin er af fulltrúum fjögurra háskóla á Norðurlönd- um, sem einnig komu í gær til þess að vera á afmælishátíð- inni. Þeir eru, talið frá vinstri: Nurmela, rektor við finnska há skólann í Ábo, Hjalmar Frisk, prófessor, sem kemur sem full- trúi háskólanna í Lundi, Stokk- hólmi og Gautaborg, Nikula, rektor við sænsk-finnska há- skólann í Ábo og S. P. Ander- sen .rektor við háskólann i Þrándheimi. Atök manns og sels á sundi — í Skiálfaneðafljóti á dogunum Þa8 er kunn saga, þegar Kjartan Ólafsson þreytti sund- ið við Ólaf konung Tryggva- son í ánni Nið. — Af hinu er spáný saga, er Sigurður á Björgum þreytti fangbrögð við sel í Skjálfandafljóti. Menn frá Björgum, yzta bæ í Köldukinn, fóru fyrir nokkru út í Náttfaravíkur til þess að skjóta kind, seni þar hafði lent í sjálf- heldu í hömrum, en vonlaust þótti, að næðist lifandi. Þegar til kom, hafði þó kindin komizt úr hömrunum og var á bak og burt. Þurfti því ekki að hafa áhyggjur af henni. Nú bar svo við þessu næst, að þeir Bjargamenn sáu sel í Skjálf andafljóti, sem fellur lygnt og breitt meðfram hlíðum Kinnar- fjalla. Skutu þeir á hann með rifflinum, sem ætlaður hafð'i verið til þess að stytta kindinni í sjáif heldunni, aldur. Selurinn flaut á vatninu, en enginn bátur var nærtækur, svo að einn mannanna, Sigurður Sigurbjörnsson, ungur maður og vaskur, lagðist til sunds í fljótið og synti ag selnum. Náði hann taki á honum og ætlaði að synda með hann til lands. Nú gerðust óvænt atvik. Selur- inn, sem Sigurður hafði haldið dauðan, tók hart viðbragð. Urðu þarna harðár sviptingar með þeim Sigurði og selnum, og reif selurinn sig lausan, en Sigurður synti tómhentur til lands. Framhald á 15. síðu. Atvinnuleysi í Höfnum Bilaðið átti í gær tal við Hinrik ívarsson í Merkinesi í Höfnum. Sagði hann, að nú horfði þunglega um atvinnu þar í plássinu. Frystihúsið hefur komizt í hrá- efnisskuldir við smábátaeigendur á staðnum, og hættu þeir að leggja þar upp í sumar. Síðan hefur engin teljandi vinna verið í frystihúsinu. Auk þess hefur varla fengizt bein úr sjó undan- farnar vikur. Hinrik taldi vand- séð, að Hafnamenn byrjuðu aftur að leggja upp hjá frystihúsinu, þótt úr r ættist um aflann. Yngra fólkið reynir nú að leita sér að vinnu annars staðar. Þá sa-gði Hinrik, að Hafnabú- um hefði gengið erfiðlega að fá (Framhald á 15. siðu). Arnór Sigurjónsson skýrðé frá því í útvarpserindi í fyrrakvöld. Mold úr haugi Ketils hængs í Hrafnistu á StórðlfsvölS Arnór Sigurjónsson skýrði frá því í útvarpserindi, sem hann flutti í fyrrakvöld um Noregsför sína í sumar, að hann hefði tekið mold úr haugi Ketils hængs Hallbjarn- arsonar í Hrafnistu og haft með sér heim til íslands. —- Þessa mold kvaðst hann hafa selt í hendur Erlendi Einars- syni, forstjóra Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, í því skyni, að hann léti dreifa henni á akrana á Stórólfsvelli lí Hvolhreppi. Erlendur Einarsson tjáði blað-| inu í gær, að hann myndi ag sjálf sögðu koma moldinni á hin nýju akurlönd í Hvolhreppi, en ekki væri enn ráðið til lykta, hvort jafnframt verður gróðursett tré á þeim stað, þar sem moldin verð ur látin. eða komið fyrir þar ( minningarplötu eða gert eitthvað1 annað, sem minnir á það á kom- andi árum, ag þangað hefur ver- ið flutt mold úr haugi Ketils I gamla hængs, forföður hinna rangæsku landnema. Að sögn Landnámu og Egils sögu, var Ketill hængur í Hrafn- . istu, tengdafaðir Þorkels Naum- dælajarls og móðurafi Ketils hængs, er nam land á Rangár- völlum og bjó á Hofi. Er svo að skilja, að hann hafi helgað sér og skylduliði sínu mestöll lönd milli Þjórsár og Markarfljóts. — Hafði hann ætlað til liðs við Þór- ólf Kveldúlfsson, er Haraldur konungur hárfagxi tók hann af lífi, en sneri sfðan hefnd sinni á hendur Hildiríðarsonum, sem hann brenndi inni. Eftir það sigldi hann til íslands og kom skipi sínu í Rangárós. Sonur KetUs hængs landnáms- manns, var Stórólfur — „hann átti hvolinn og Stórólfsvöll," segir í Egils sögu. 12 kg. og enn minna Hóli, Svarfaðardal, 5. okt. Sauðfjárslátrun stendur nú yfir á Dalvík. Þar verður slátr- að 10 þúsund fjár, en í fyrra var slátrað þar 8 þúsund fjár. Þessi mismunur stafar að nokkru leyti af því, að óvenju- mörg lömb voru sett á í fyrra, en þó fremur af hinu, að menn eru varbúnir meiri ásetningi eftir þetta sumar. Einstaka bændur hafa jafn- vel verið að slá fram til þessa og nokkrir eiga hey úti. Dilkar eru mjög rýrir og flokkast illa. Kroppþungi er um 12 kíló og þar fyrir neðan. Margir dilkar fara í þriðja flokk. Veður hefur verið ágætt nú um hríð, og eru það mikil um- skipti frá því sem verið hefur. —F.Z.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.