Tíminn - 06.10.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.10.1961, Blaðsíða 6
( T í M I N N , föstudaginn 6. október 1961. Karlmanna- Obreytt verð •'IlOJíl Otí’l v .Bíaebúiv. V " Frá landsbyggðinni Mikil úrkoma Fáskrúðsfirði, 26. sept. — Rignt hefur óhemjumikið í sumar og haust, og hafa akvegir farið illa út úr vatnsflaumnum, þar sem þeir eru ekki öflugir, svo sem hreppavegir og heimreiðir með litlum ofaníhurði. Er sums staðar illfært eftir slíkum leiðum nema á dráttarvélum. Hér hefur annars verið ákaflega mikil og góð atvinna í sumar. Til dæmis um það má segja, að grafa átti fyrir símajarðstreng hér eftir annarri aðalgötunni, en ekki feng ust menn til að vinna það verk fyrr en nú nýlega, er dofna tók yfir athafnalífinu að loknum sum arönnum. — Furðuiitlar skemmd- ir hafa annars orðið af völdum vatnavaxtanna, aðeins fallið úr brekkum hér og þar, og allir aðal akvegir hafa haldist færir, enda eru þeir alltaf að batna og verða traustari með hverju ári. S.Ó. Lítil næturfrost Ströndum, 2. okt. — Veður er sæmilegt í dag, en rignt hefur látlaust hér í hálfa aðra viku. — Hafa göngur og réttir gengið erfið lega af þeim sökum. Slátrun er hafin ».já Kaupfélagi Stranda- manna og verður slátrað um 4 þús. fjár. VCænleiki fjárins er minni en í fyrra. Ekki tókst að ljúka frystihúsi því, sem verið er að byggja á Norðurfirði, fyrir slátur tíð. Garðavinnu er víðast að mestu lokið. Kartöfluuppskera var í góðu meðallagi. Næturfrost hafa engu spillt. G.P.V. Dilkar fremur rýrir Vopnafirði, 3. okt. — Byrjað var að slátra hér 18. sept. Búið er að slátra um 6500 fjár, og er þá eftir að slátra 13—14 þúsundum. — Verður slátrun sennilega lokið um næstu mánaðamót. Dilkar eru heldur rýrir. Meðalvigt er um 14,5 kg. 60—70 manns vinna hér að slátrun. — Veðrátta hefur ver- ið stirð undanfarið. Lítið hefur verið farið á sjó. Heybirgir eftir sumarið munu þykja nægilegar í meðalári. K.V. Ógæftir Raufarhöfn, 2. okt. — Fiskafli er í meðallagi hér, þó að ógæftasamt hafi verið í september. Áttin hef- ur lengst af verið á austan og norðaustan. Atvinna hefur verið næg við ag ganga frá síld til út- flutnings, en fer nú að minnka. Lítið hefur verið flutt út, en von er á mörgum skipum á næstunni. Tungufoss er hér í dag að taka 400 lestir af mjöli. — Göngum og réttum er lokið, og verður slátrun hafin á morgun í nýja sláturhús- inu. Slátrað verður rúmlega þrjú þúsund fjár. H.H. Votvi'Sri Djúpavogi 2. okt. — Hér eru stöð ugar rigningar og vatnavextir af þeirra völdum. Hefur það valdið miklum erfiðleikum við smala- mennsku og réttir. Slátrun er í fullum gangi og verður slátrað um 10 þús. fjár. Sláturfé er ekki eins vænt og í fyrra. Ekki hefur gefið á sjó í langan tíma. Þ.S. Uppl. í síma 34073. til leigu í lengri eða skemmri tíma. Skurðgrafa — ámokstursvél — ALLT Á SAMA STAÐ SENDUM GEGN KRÖFU í WILLYS JEPPANN: Jeppakörfur Jeppastálhús Bretti Húdd EGILL VILHJÁI-M^SDN H,F. Laugavegi 118 — Simi 22240 Bifreið til sölu Til sölu er Chevrolet bifreið árgerð 1955, 10 far- þega. Bifreiðin verður til sýnis laugard. 7. þ. m. kl. 2—5, við gamla flugturninn. Tilboð sendist skrifstofu mihni fyrir 14. þ. m. Flugmálastjóri. -v • -v.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.