Tíminn - 06.10.1961, Qupperneq 2
r
/
T í MIN N, föstudaginn 6. október 1961.
Svíar ræöa
sammarkað
NTB—Stokkhólmur, 5. október.
Sænska ríkisstjórnin vonar
að geta tekið í nóvember upp
viðræður um sambancl við
Sammarkaðinn. Hún býst einn
ig við að gera það í samvinnu
við hlutlausu ríkin Sviss og
Austurríki. Erlander forsætis-
ráðherra og Lange viðskipta-
málaráðherra sögðu þetta á
blaðamannafundi í dag. Þeir
lögðu áherzlu á, að viðræðurn
ar yrðu eingöngu hagfræði-
legar og ekki kæmi til mála,
að Svíþjóð léti af hlutleysis-
stefnu sinni. Erlander sagði,
að hlutleysið væri Svíum of
dýrmætt til að gefa það eftir
fyrir tollalækkanir.
Lange sagði, að Svíar geti ekki
samþykkt Rómarsamninginn í ó-
breyttri mynd, en mcð tilliti til
efnahagsmálanna verði Svíþjóð að
leita eftir sambandi við Sammark
aðinn. Atvinnulífið eigi kröfu til
Afli þegar
á sjó gefur
Neskaupstað, 5. okt.
Fjórir stórir þilfarsbátar hafa
nú byrjað róðra. Afla þeir prýði-
lega og sækja stutt, þegar á sjó
gefur, en gæftir hafa verið mjög
stirðar.
Þessir bátar hafa að jafnaði
fengið 12—16 skippund í róðri
hver.
Um 30 trillur og litlir þilfars-
bátar hafa róið héðan í sumar og
róa enn. Afla þeir mjög vel á
línu. Frystihúsið gerir ekki betur
en hafa undan, þegar bátarnir
komast út.
Heyskap er ekki lokið. Margir
eiga talsverð hey úti. Slátrun er
nýhafin. —V.S.
ag vita, hvað framtíðin beri í
skauti, og því verði viðræðurnar
að hefjast sem fyrst. Hann sagði
cinnig, að hagsmunir allra ríkja
fríverzlunarsvæðisins verði að
tryggja, áður en eitt rí'ki þess
gangi yfir í Sammarkaðinn.
Erlander sagði, að ríkisstjórnin
hefði náið samband vig fulltrúa úr
atvinnulifinu og alþýðusamtökun-
um um Sammarkaðsmálin. Stjórn-
in hefði einnig samband við leið-
toga allra stjórnmálaflokka, svo
að einnig mætti verða um ákveðn
anir þjóðarinnar í þessum efnum.
Erlander sagðist harma, að tolla
bandalag Norðurlandanna hefði
komið svo seint til sögurinar, að
efnahagsleg samvinna Norður-
landanna væri í hættu af völdum
Sammarkaðsins, en sagðist vona,
að sá ótti væri ástæðulaus.
Harður
eltiiigaleikur
í gærkvöldi var bifreiSinni
R-1368 stolið fyrir utan
Skeiðavog 51. í húsinu urðu
menn varir við, þegar bifreið-
inni var ekið brott. Veittu
tþeir henni eftirför á annarri
bifreið.
Þjófurinn mun hafa séð, að
honum var veitt eftirför, því að
hann gaf í og jók nú mjög hrað-
ann eftir Skeiðavoginum og þvert
yfir Langholtsveg, en stöðvaði
snögglega, þegar hann kom yfir
gatnamótin. Unglingsstúlka, sem
var þar á ferð, taldi sig hafa
sloppið naumlega við bifreiðina.
Sá hún þar til ferða mannsins, sem
ók, að hann stökk út úr bifreiðinni
og ^hvarf í húsagarða við Nökkva-
vog.
Lögreglunni er ekki kunnugt,
hver þessi stúlka er. Hún er því
vinsamlega beðin að gefa sig fram
við rannsóknarlögregluna. Bifreið-
in er óskemmd, nema hvað þjóf-
urinn hafði slitið leiðslurnar frá
kveikjulásnum og tengt beint.
tiátthrafnarnir á
fangeisisgarðinum
í fyrrakvöld brauzt Jóhann
Víglundsson út úr steininum,
en var handtekinn af rann-
sóknarlögreglunni skömmu
síðar.
Jóhanni yar sleppt af Li.la-
Hrauni í sumar. Síðan hefur hann
verið ódæll, brotið af sér og abb-
azt upp á fólk, og þótti ekki ger-
legt að láta hann ganga lausan
áfram.
Jóhann sagaði sundur rimlana
fyrir klefaglugganum og ' komst
upp úr fangelsisgarðinum af
eystri álmu hússins. Talið er, að
iámsaearhlaði hafi verið iaumað
til hans, en fangarnir hafa sam-
band við kunniugja þeirra, sem
koma í garðinn á nóttunni og
hjala við þá. Fangaverðirnir hafa
stundum ekki við að reka þann
lýð af garðinum.
Þeir, sem koma í þessar nætur-
heimsóknir, geta laumag smáhlut
um til fanganna með því að láta
þá detta niður í garðinn. Fang-
arnir hirða þá svo í grasinu, þeg
ar þeim er sleppt úr klefunum
að deginum.
Jóhann mun vera sá fyrsti, sem
kemst út úr garðinum í seinni tíð,
en að undanförnu hafa pasturs-
minni fangar verið geymdir í
steininum. Hinir hafa verið flutt-
ir á Ijtla-Hrann. I
r
Saga Háskóla Islands'
í gær kom í bókaverzlanir
Saga Háskóla íslands eftir dr.
Guðna Jónsson, prófessor, en
útgefandi er Háskóli íslands.
Er bókin, að því er höf. segir
í formála, samin samkvæmt
tilmælum háskólarektors og
háskólaráðs, og þá í tilefni af
hálfrar aldar afmæli háskól-
ans.
Bókin er rúmlega 300 bls. að
stærð. Er í upphafi hennar, í
kafla, er nefnist Stefnt að háskóla,
rakin forsaga háskólastofnunar
allt frá skólamálaritgerð Baldvins
Einarssonar. Síðan segir frá stofn-
un háskólans 1911 og því næst
rakin starfsemi háskólans fyrstu
þrjá áratugina. Nefnist sá kafli
Við kröpp kjör, en allan þann
tíma var háskólinn til húsa í Al-
þingishúsinu og heldur laklega að
honum búið.
Þá er gerð grein fyrir háskóla-
lögum, stjórn háskólans, deildum
og kennurum, embættisveitingum,
háskólaháttum og stúdentum,
íþróttamálum o. s. frv. Síðan er
sérstakur kafli helgaður hverri
deild háskólans, þá um aðrar
stofnanir háskólans, bókasafn,
orðabók, rannsóknarstofur, at-
vinnudeild o. s. frv. Loks er fjall-
að um sjóði háskólans, félagsmál
stúdenta, samstarf háskólans við
umheiminn og síðast ýtarleg og
næsta gagnleg nafnaskrá.
Bókina prýðir fjöldi mynda,
bæði af áhrifamönnum í málum
háskólans og stofnunum háskól-
ans.
Prentun hefur annast Prent-
smiðja Jóns Helgasonar og er frá-
gangur hinn vandaðasti.
Hergögn og mála-
liðar til Katanga
NTB— Leopoldville, 5. október. |
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna íj
Kongó óska cftir því, að senda
nefnd til Norðurlandamæra Ka-
tanga til að rannsaka, hvort þar
streymi inn hergögn og málaliðar
til Katanga.
Nefnd frá S. þ. fékk í dag leyfi
til að heimsækja Jadotville, en
þar hafa hermenn Katangastjórn- j
arinnar haldið 150 írskum her-'
mönnum, sem þar voru á vegum
S. þ., í fangelsun.
Þrátt fyrir atburði síðustu daga
í Katanga, hafa vopnahlésumræð- j
urnar ekki fallið niður. Fulltrúi
S. þ., Indverjinn Mahmoud Khi-|
ari sagði, að það væri jafnvel ekki
útilokað, að Tsjombe kæmi sjálfur
til Leopoldville til viðræðna, á-
samt einhverjum ráðherra sinna.
Stjórn Kongó hefur lýst sig
reiðubúna að tryggja Tsjombe og
félögum hans fullt öryggi, ef þeir
koma til Leopoldville. Tsjombe
hefur hins vegar snúið sér til
Bandaríkjanna, Bretlands og
Frakklands með beiðni um vcrnd,
ef hann fer til Leopoldville.
Bifreiðakennsla
Guðjón B Jónsson
Háagerði 47. Sími 35046
i Kjarnorkumálastofnun
Framhald .af 3. síðu.
kommúnistaríkjanna og margra
hlutlausra ríkja, þar á meðal Ind-
lands. Hann var hins vegar studd
ur eindregið af Vesturveldunum.
Hann fékk 46 atkvæði, en 16 voru
á móti og fimm sátu hjá,
Vildu þrjá framkvæmda*
stjóra
Sovétrikin höfðu áður lagt til,
að framkvæmdastjórar stofnunar
innar yrðu þrír í stað eins, en sú
tillaga fékk ekki byr. Þegar Ek-
lund hafði verið kjörinn, varð
hann fyrir hörðum árásum full-
trúa Sovétríkjanna. Eklund sagði
á blaðamannafundi í fyrradag, að
hann vonaði, að Sovétrikin
mundu láta af andstöðu sinni
gegn framkvæmdastjórn hans, svo
að hægt yrði að einbeita sér að
hinum raunverulega ' aðkallandi
verkefnum.
Andúð Indlands
Fulltrúi Indlands dró skyndi-
lega til baka loforð um að veita
25 þús. dollurum til stofnunarinn
ar. Er það talig standa í sam-
bandi við kjör Eklunds, en Ind-
land hafði áður látið í ljós megna
andúð á því, að hann yrði kjörinn
framkvæmdastjóri.
Fylltur
úr blekbyttu
á venjulcgan hátt
eða með blekfyllingu, sem sett er í á augabragði,
Hvílík þægindi, sparnaður og ánægja að skrifa með
góðum penna, sem fæst á hóflegu verði. EVERSHARP
SUPER E er nýjung í pennasmíði, sem sparar yður
tíma og óþægindi. Hann er ávallt reiðubúinn til
skrifta, mjúklega og örugglega. EVERSHARP
SUPER E sameinar alla kosti lindarpennans og kúlu-
pennans. Munið að kynna yður kosti EVERSHARP
SUPER E pennans, þegar þér ákveðið kaupin á
skólapennanum. EVERSHARP SUPER E fæst
í helztu ritfanga- og bókaverzlunum.
Góður penni, hóflegt verð................það er
<EV€RSHARP
SUPER €
EVERSHARP