Tíminn - 06.10.1961, Síða 8
8
T f MI N N , föstudaginn 6. október 1961.
Sú var tíðin, að Islendingar
sóttu háskólamenntun sína öði'u
jafnt til borgarinnar við sundið. j
Og lengi var draumur góðra ís-|
lendinga um innlendan háskóla
ekki annað en hvikul hilling. Stofn
un embættismannaskólanna gömlu,
sem 1911 urðu vísir að Háskóla
íslands, eins og við þekkjum hann
í dag, kostaði á sínum tíma langa
baráttu, margar bænaskrár, mörg
þing. En það hafa alltaf verið til
hugsjónamenn, sem unnu Fróni
það, sem þeir máttu. Frumvarpið
um stofnun Háskóla íslaiids var
samþykkt af Alþingi 1909, afgreitt
þaðan sem lög og staðfest af kon-
ungi 30. júlí sama ár. En fjárveit-
ingin beið í tvö ár. 17. júní 1911
var háskólinn settur í neðrideild-
arsal Alþingishússins í fyrsta sinn
af próf. dr. Birni M. Ólsen, fyrsta
rektor s'kólans. Þá var skólinn í
fjórum deildum. Þrjár þeirra
voru arftakar Prestaskólans, Laga
skólans og Læknaskólans. Heim-
spekideildin ein var ný af nálinni.
Árum saman bjó háskólinn við
kröpp kjör, ófullkomið húsnæði,
litla fjárveitingu, takmarkaðan
skilning. En mjór er mikils vís-
ir. Nú er hann virðuleg, vaxandi
stofnun, og starfsemi hans gerist
með hverju ári fjölþættari og viða
HÁSKÓLI ÍSLANDS
Dr. Björn M. Ólsen
1. rektor H. f.
Dr. Alexander Jóhannesson
meiri, sem sjá má glöggt af stór-
byggingum þeim, er óðum rísa af
grunni á Melunum.
Háskóli ísiands er fimmtugur í
ár. Afmælið bar að vísu formlega
upp á þjóðhátíðardaginn, en þess
er sérstaklega minnzt um þessar
mundir. Afmælishátíðin verður
sett í Háskólabíóinu nýja í dag.
í ræðunni, sem Björn M. Ólsen
flutti, þegar háskólinn var settur
í fyrsta sinn, sagði hann m. a.
þetta um markmið hans: „Mark-
mið háskóla er fýrst og fremst
þetta tvennt: að leita sannleikans
í hverri fræðigrein fyrir sig, —
og í öðru lagi, að leiðbeina þeim,
sem eru í sannleiks'leit, hvernig
þeir eigi að leita sannleikans í
hverri gi-ein fyrir sig. Með öðrum
orðum: háskólinn er visindaleg
rannsóknarstofnun og vísindaleg
fræð'slustofnun. . . . Enn hafa flest
ir háskólar hið þriðja markmið,
og það er að veita mönnum þá
undirbúningsmenntun, sem þeim
er' nauðsynleg, til þess að þeir geti
tekizt á hendur ýmis embætti eða
sýslanir í þjóðfélaginu. Þetta
starf háskólanna er mjög nytsam-
legt fyrir þjóðfélagið. Það er ekki,
eða þarf að minnsta kosti ekki að
vera, strangvísindalegt, heldur lag
ar það sig eftir þörfum nemend-
anna“. _ 1
Með þetta fyrir augum tók Há-
skóli íslands til starfa, og forvígis-
rnenn hans hafa jafnan stefnt að
því, að stofnunin gæti eflzt svo, að
hún yrði sem bezt fær um að
rækja þetta hlutverk. Fæstir efa
góðan vilja þeirra, þó að margt
hafi borið til þess, að brautin hef-
ur ekki alltaf getað talizt greið.
En varðandi hlutverk skólans
mætti bæta því hér við, sem dr.
Ólafur Lárusson, fyrrverandi rekt-;
or, sagði í setningarræðu haustið
1945: „Háskólinn á að vera full-
trúi íslenzks menntalífs gagnvart
öðrum þjóðum".
STJÓRN SKÓLANS
Stjórnarfyrirkomulag háskólans
hefur frá fyrstu tíð tekið litlum
breytingum. Sem stofnun heyrir
hann undir menntamálaráðherra,
en með stjórn hans fara háskóla-
rektor og háskólaráð, en í því eiga
■ æti háskólarektor og forsetar
hverrar deildar fyrir sig. Rektor
er sjálfkjörinn formaður. Háskóla-
rektor er kosinn skriflegri kosn-
ngu á sameiginlegum fundi há-
rkólaprófessora, og skal hann vera
einn úr þeirra hópi. Hann hefur
lögum samkvæmt eftirlit með dag-
legri starfsemi skólans og er æðsti
fulltrúi hans gagnvart mönnum og I fyrir ári síðan, en hann og Har-
stofnunum utan skólans. Jafnframt aldur Níelsson létust báðir í starfi.
leysir hann úr þeim málum, sem I Alexander Jóhannesson hefur
þurfa ekki að koma fyrir háskóla-! gegnt embætti háskólarektors
ráð, háskóladeildir eða stjórnar-1 lengst allra þeirra manna, sem hér
völd af laganauðsyn eða sam- hafa verið taldir, en hann var
kvæmt venju. Með sama fyiirvara rektor í 12 ár alls og kosinn sex
hefur rektor' umboð til að skuld- sinnum.
binda háskólann og háskólastofn-
anir fjárhagslega. Honum er skylt ÞÁTTUR ALEXANDERS
að hlutast til um framkvæmd á JÓHANNESSONAR
isamþykktum háskólaráðs og há- Ekki mun ofmælt, að enginn
skóladeilda og þeim ákvörðunum einn maður hafi unnið jafn fjöl-
stjórnarvalda, er háökóYáiitt'Wrðh! þætt og heilladrjúgt starf í þágu
Háskólaráð hefur úfgRUrðaWáld r 'háskólans og dr. próf. Alexander
málefnum háskólans og háskóla- Jóhannesson, sem gegndi störfum
stofnana innan takmarka laga og rektors í 12 ár, eins og fyrr segir.
reglugeiða. í fyrstu var rektor Ósérplægni hans, stórhugur og
kjörinn til eins árs í senn, og fór festa hafa í ákveðnum skilningi
kjör hans jafnan fram á afmælis- orðið hornsteinar margra háskóla-
degi skólans 17. júní, en við emb- stofnana og kjölfesta í störfum og
ætti tók hann 1. október. Fljótt rekstri skólans. Tvimælalaust var
kom í Ijós, að þetta var ekki hann forustumaður í flestum mál-
heppilegt, og þótti skorta þá festu, efnum skólans á þriðja áratug og
sem skapast, ef maður gegnir emb einmitt á þeim tíma, er skólanum
ætti lengur en skemur, og
skólalögunum frá 1936
i há- reið mest á, meðan stofnunin var
var að mótast. Á þessu tímabili var
þriggja ára kjörtimi rektors ákveð vöxtur og viðgangur háskólans
inn, og hafa engar breytingar orð mestur, og átti Alexander sjálfur
ið þar á síðan. Er hann kjörinn 14. höfuðþáttinn í þeirri þróun. Ekki
maí eða næsta virkan dag við og er til sú bygging á háskólalóðinni,
tekur við starfi 15. september. j sem hann hefur ekki að einhverju
ileyti haft forgöngu um. Hann hef-
REKTORATAL i ur átt ríkan þátt í stofnun nýrra
Sú skipan, sem framan af var á háskóladeilda og upptöku nýrra
kjöri háskólarektor's, hafði í för kennslugreina eða eins og dr.
með sér, að rektorar skólans þessi Guðni Jónsson segir um hann í
fimmtíu ár hafa verið hvorki fleiri afmælisriti háskólans, sem kemur
né færri en 21. Margir hafa þeir út um þessar mundir: „En þáttur
verið þjóðkunnir fræðimenn og hans í stjórn háskólans inn á við
lagt af mörkum sinn skerf til efl- er ekki síður athyglisverður, þótt
ingar stofnuninni. Eftirtaldir eigi liggi eins í augum uppi. Hann
menn hafa verið rektorar Háskóla t lét sig málefni stúdenta miklu
fslands: Björn M. Ólsen 1911—12,! skipta og velfarnað þeirra við nám
Guðmundur Magnússon 1912—13,1 ið, kom á eftirliti með námsferli
Lárus H. Bjarnason 1913—14, Jónj þeirra og lét sér annt um heilsu
Helgason 1914—15, Guðmundur j þeirra og velfarnað. Próf Alexand-
Hannesson 1915—16 og 1924—25,! er var því eigi aðeins mesti fram-
Haraldur Níelsson 1916—17 og kvæmdamaður í rektorsembætti,
1927—28, Ágúst H. Bjarnason 1917; heldur einnig mesti skólamaður í
—18 og 1928—29, Einar Arnórsson eiginlegri merkingu þess orðs.
1918—19 og 1929—30, Sigurður P. Traust samkennara hans á honum
Sívertsen 1919—20 og hluta úr sannast bezt á því, hve oft þeir
ári 1928, Guðmundur Finnbogason fólu honum forustu mála sinna
1920—21, Ólafur Lárusson 1921— með því að endurkjósa hann til
22. 1931—32 og 1945—48. Sigurð- hins ábyrgðarmikla embættis".
ur Nordai ’22—23, Páll Eggert Óla
son 1923—24, Magnús Jónsson
(jur.) 1925—26, Guðmundur Thor-
ELZTA DEILDIN
Ef haft er hugfast, að
þrjár
oddsen 1926—27 og 1935—36, þeirra fjögurra deilda, sem í upp-
Magnús Jónsson (theol.) 1930—31, hafi þessarar sögu mynduðu Há-
Alexander Jóhannesson 1932—35, skóla Tslands, voru steyptar úr
1939—42 og 1948—54, Níels Dung- málmi embættismannaskólanna
al 1936—39, Jón Hj. Sigurðsson gömlu, má með réttu segja, að
1942—45, Þorkell Jóhannesson guðfræðideildin sé elzta og virðu-
1954—60 og núverandi háskóla- legasta deildin innan veggja skól-
rektor, Áimann Snævarr, sem tók ans, þar sem Prestaskólinn var
við, er Þorkell Jóhannesson lézt stofnaður 1847, en Læknaskólinn
] ekki fyrr en 1876 og Lagaskólinn
1908. Vegna þessara virðulegu sér-
stöðu hefur skapazt sú hefð, að
forseti guðfræðideildar undirritar
gerðir háskólaráðs næstur á eftir
rektor. Fyrst kenndu við deildina
tveir prófessorar og einn dósent,
en nú fjórir prófessorar og Krist-
inn Ármannsson, rektor Mennta-
skólans í Reykjavík, sem hefur
dósentsnafnbót. Fyrstu kénnararn-
ir í Guðfræðideild Háskóla íslands
voru Jón Helgason, síðar-biskup,
hinn þjóðkunni og vinsæli kenni-
maður, prófessor Haraldur Níels-
son, og Eiríkur Briem dósent, en
við stai’fi hans tók fljótlega Sig-
urður Sívertsen. Margir fleiri þjóð
kunnir fræði- og kennimenn hafa
starfað við deildina, þó að þeirra
verði ekki getið hér. Áður fyrr
var talið, að fjögur ár væru hæfi-
legur tími til að búa sig undir
kandídatspróf í guðfræði, en nú
eru þau orðin fimm, en sú þróun
gerir nú yfirleitt vart við sig í öll
um deildum, að námstími lengist.
Fyrsti kandídatinn, sem braut-
skráðist úr deildinni og þar með
háskólanum var Ásmundur Guð-
mundsson, fyrrverandi biskup, en
prófdómarinn var í það sinn, eins
og löngum síðar dr. Bjarni Jóns-
son vígslubiskup.
LÆKNADEILD
Ein af deildunum þrem, sem
1911 höfðu áður starfað hérlendis
í öðru formi, var læknadeildin, en
hún var beinn arftaki Læknaskól-
ans, sem stofnaður var fyrir for-
göngu Jóns Hjaltalín landlæknis
1876, en kennsla í læknisfræði
hafði þó farið fram hér á landi
áður, m. a. kenndi Bjarni Pálsson,
fyrsti landlæknirinn, læknaefnum,
og var það áskilið í erindisbréfi
hans, en ekki gerðu þó allir land-
læknar slíkt hið sama, og vildi þá
verða misbrestur á kennslunni. Ef
heimspekideildin er undanskilin,
en þar eru kenndar margar grein-
ar, er læknadeildin fjölmennasta
deild háskólans. Innan læknadeild
arinnar er um þrenns konar nám
að ræða. sem allt er þó skylt inn-
byrðis. Þessar þrjár greinar eru
almenn læknisfræði, tannlæknis-
fræði og lyfjafræði lyfsala. Lækna
deildin hefur um dagana færtmjög
út kvíarnar, kennaratalan hefur
margfaldazt, fjölbreytni námsefn-
is aukizt að miklum mun og marg-
ar rannsóknarstofur starfa nú á
hennar snærum. Námið er i senn
bóklegt og verklegt, og má segja,
að auknir kennslukraftar og bætt
aðstaða til verklegrar kennslu sé