Tíminn - 06.10.1961, Síða 9
í HÁLFA ÖLD
það, sem nú skortir mest á til
þess að læknadeildin geti veitt
eins fullkomna fræðslu og tímarn-
ir krefjast. Þegar deildin var stofn
uð 1911, var gert ráð fyrir 5 ára
námi. Nú er gert ráð fyrir 6—7 ár-
um. Ein er sú breyting, sem gjör-
breytti aðstöðunni til læknanáms
19 árum eftir stofnun háskólans,
en það var tilkoma Landsspítalans
1930.
Fyrstu kennarnir í læknadeild
komu þangað beint frá Læknaskól
anum gamla, allir nema tveir af
níu. Sýnir þetta glöggt tengslin
milli þessara stofnan. Þegar há-
skólinn var stofnaður, voru aðeins
tvö föst kennaraembætti við lækna
deildina, en aukakennarar 7 og
gegndu allir öðru aðalstarfi. Það
var því lán háskólans, að prófess
orarnir tveir vonr vel starfi sínu
vaxnir, en þeir voru Guðmundur
Magnússon og Guðmundur Hann-
esson. Fjöldi þjóðkunnra lækna
hefur kennt við læknadeild þessi
fimmtíu ár, sem nú eru liðin frá
stofnun hennar. Má þar m. a.
nefna Guðmund Thoroddsen, Níels
P. Dungal, Jón Hj. Sigurðsson,
Gunnlaug Claessen, Jóhann Sæ-
mundsson, Snorra Hallgrímsson o.
fl. Tannlæknadeildin tók tO starfa
1945, en nokkrar breytingar voru
gerðar á skipan hennar tveim ár-
um síðar. Lyfjafræðingaskóli ís-
lands, sem stofnaður var með lög-
um 1940, var lagður undir lækna-
deildina 1957, og hefur svo staðið
síðan. Kennarar í læknisfræði eru
nú 27 talsins, nákvæmlega þrefalt
fleiri en 1911, er háskólinn tók til
starfa. Eins og í öðrum greinum
hefur sérhæfing aukizt i læknis-
fræði upp á síðkastið, greinunum
fjölgað og inn komið fög, sem ekki
þekktust áður. Þetta kallar á
aukna kennslu og aukið húsrými,
ef vel á að vera, og í náinni fram-
tíð standa vonir til, að byggt verði
yfir þær greinar, sem enn eru
kenndar í háskólabyggingunni.
Ætti þá um leið að skapast bætt
aðstaða til verklegrar kennslu.
LAGA- OG VIÐSKIPTADEILD
Fimm -deildir starfa nú innan
vébanda Háskóla íslands. Ein
þeirra er Laga- og viðskiptadeild,
en stofn hennar er Lagaskólinn,
sem tók til starfa skömmu á undan
háskólanum eða 1908. Viðskipta-
deildin er hins vegar yngri að ár-
um. Núverandi forseti deildarinn-
ar er Ólafur Björnsson, prófessor
í viðskiptafræðum, en um þau mál
er sérstakl. varða laganámið. fjall
ar próf. Ólafur Jóhannesson vara-
deildarforseti. Sambúð laga og við
skipta hefur gengið vel, enda mál
in töluvert skyld. Við lagadeildina
störfuðu fyrst þrír kennarar, pró-
fessorarnir Lárus H. Bjarnason,
sem verið hafði forstöðumaður
Lagaskólans, Einar Arnórsson og
Jón Kristjánsson. Lagaskólinn
hafði ekki starfað nema 3 ár, þeg-
ar háskólinn var stofnaður, svo að
þaðan brautskráðust engir lög-
fræðingar, en lagadeild háskólans
útskrifaði þá fyrstu 1912. Fyrstu
áirin var lögfræðideildin fremur
fámenn. Fram til 1918 voru flest
17 stúdentar í deildinni. Á árun-
um 1920—30 var stúdentatalan
milli 31 og 45 á ári. Síðan 1944
hafa stúdentar í lagadeild verið
frá 106 til 142 á ári að undanskild-
um árunum 1954—55, er þeir voru
litlu færri en 100. Nú eru þeir um
130 að tölu. Á tímabili óx aðsókn
að deildinni til muna, en hefur
staðið nokkuð í stað á seinni ár-
um. Kennarafjöldi stóð lengur í
stað í lagadeild en öllum öðrum
deildum. Fastir kennarar urðu
ekki 4 fyrr en 1954, er Theódór
B. Líndal varð prófessor. Nú eru
innritaðir í deildina um 120—130,
auk þess um 80 í viðskiptadeild.
Haustið 1938 var fyrir forgöngu
Jónasar Jónssonar frá Hriflu stofn-
aður nýr skóli, sem nefndur var
Viðskiptaháskóli íslands. Steinþór
Sigurðsson var ráðinn til að veita
honum forstöðu. Hlutverk þessa
skóla var að veita menntun í hag-
fræði og almennum viðskiptafræð-
um. Voru þá hagfræðingarnir Gylfi
Þ. Gíslason og Ólafur Björnsson
ráðnir kennarar við skólann. Þegar
háskólabyggingin reis af grunni og
rýmkaðist um háskólann, óskaði há
skólaráð eftir því að fá að taka
upp svipaða kennslu og tíðkaðist
í viðskiptaháskólanum, og sömu-
j leiðis gengu óskir stúdenta þar ein
; dregið í þá átt. 27. júní 1941 voru
svo samþykkt lög um að innlima
viðskiptaháskólann í lagadeild há-
skólans, sem eftir það nefndist
laga- og hagfræðideild. en nú laga-
og viðskiptadeild í september
1941 luku 9 stúdentar, sem allir
höfðu stundað nám í viðskiptahá-
j skólanum. prófi í laga- og hag-
fræðideild háskólans, en aðrir stú
dentar viðskiptaháskólans gengu
sjálfkrafa inn i deíldina. Þegar
deildin tók til starfa fyrir 20 ár-
um. voru ráðnir við hana tveir
fastir kennarar o.g nokkrir auka-
kennarar. Var þetta starfslið að
mestu óbreytt til 1958. en síðustu
þrjú árin hefur heldur rætzt úr,
enda nemendum fjölgað, og á síð-
asta Alþingi var heimilað að stofna
þriðja prófessorsembættið. Nám í
lagadeild tekur nú yfirleitt 5—6
ár, en í viðskiptafræðum 4—4%
ár. Forráðamenn deildanna munu
hafa hug á að reyna að miða nám-
ið þar sem mest við innlendar að-
stæður í framtíðinni.
HEIMSPEKIDEILDIN VAR
NÝMÆLI
Heimspekideild Háskóla íslands
er nú,-ifjölbr«yttasta og fjölmenn-
asta deildin;--sem þar starfar, og
má flokka þær greinar, sem þar
eru kenndar í þrjá höfuðflokka.
Kjarni deildarinnar er og hefur
frá fyrstu tíð verið íslenzk fræði-
(norræna), sem skiptast innbyrðis
í þrjá flokka: íslenzka málfræði,
íslenzka bókmenntasögu og ís-
landssögu. Auk þess eru kennd al-
menn heimspekileg forspjallsvís-
indi, sem allir verða að ljúka, sem
lengra ætla að halda, aðrir en
verkfræðingar. Kennarar í þeim
greinum eru nú tveir, doktorarn-
ir Símon Jóh. Ágústsson og Matt-
hías Jónasson. Auk þess eru þar
kenndar milli tíu og tuttugu mis-
munandi greinar til B.A.-prófs, en
það nám veitir réttindi til kennslu
í þessum greinum við framhalds-
skóla landsins.
Þegar háskólinn var stofnaður
1911, var heimspekideildin eina
raunverulega nýjungin. Meira að
segja höfðu forspjallsvísindin áð-
ur verið kennd í Prestaskólanum,
svo að íslenzk fræði voru það
eina, sem þá bættist nýtt við. Hins
vegar hafa þau síðan verið og
verða það, sem fyrst og fremst
halda uppi deildinni. Nemendur
voru fáir fyrstu árin, enda þjóðin
ekki búin að átta sig á þessari
nýju grein, þó að engin námsgrein
standi henni nær Að vísu höfðu
nokkrir íslendingar stundað' nám
í íslenzkum fræðum í Kaupmanna
höfn, en fyrir þá var lítið að gera
að loknu námi, svo að eðlilegt var,
að fáir yrðu til að leggja stund á
norrænu fyrst í stað. Framan af
var skilningur stjórnarvaldanna á
þessu menningarfyrirtæki líka
vægast sagt takmarkaður. sem sjá
má af því. að tveir menn voru
ráðnir til að kenna nokkurn veg-
inn hið sama og sex fást við í dag.
Þar af var ekki nema annar þeirra
fastráðinn prófessor og var það dr
Björn M Ólsen, fyrsti rektor há-
skólans. Hinn var Jón J Aðils,
sem aðeins var dósent og kenndi
íslandssögu. Og þessir tveir menn
lifðu það ekki að brautskrá neina
nemendur. Það gerðist ekki fyrr
en 12 árum eftir að skólinn var
stofnaður. Þeir fyrs-tu, sem út-
skrifuðust árið 1923 voru Pétur
Sigurðsson, núverandi háskólarit-
ari og Vilhjálmur Þ. Gíslason út-
varpsstjóri. Upp frá því hafa all-
margir numið þessi fræði og út-
breitt þekkingu á þeim með
kennslustörfum við íslenzka skóla
og í ræðu og riti. Er það orðið
mikið lesmál, sem eftir íslenzku-
fræðingana liggur. Nú er miðstöð
íslenzkra fræða flutt heim til ís-
lands frá Kaupmannahöfn. Og vit-
anlega á hún hér heima og ann-
ars staðar ekki. Sex fastráðnir pró
fessorar kenna nú íslenzk fræði
við Háskóla íslands. Þeir eru:
Halldór Halldórsson, Hreinn Bene-
diktsson, Einar Ólafur Sveinsson,
Steingrímur J. Þorsteinsson, Guðni
Jónsson og Þór'hallur Vilmundar-
son, allir virtir fræðimenn í sín-
um greinum. Enginn vafi leikur á
því, að það yrði til að stórauka
veg og virðingu deildarinnar, ef
íslenzku handritin kæmu heim frá
Kaupmannahöfn, og um leið batn-
aði aðstaða til náms í íslenzku,
auk þess sem það mundi ýta undir
menn að sinna náminu af meiri
kostgæfni, en um leið er vandi á
höndum.
DR. SIGURÐUR NORDAL
Ekki verður svo skilizt við ís-
lenzk fræði á fyrri hluta þessarar
aldar, að dr. Sigurðar Nordal sé
getið að engu. Hann var eftirmað-
ur Björns M. Ólsen á kennarastóli
með nokkrum frávikum fram um
1950, er hann varð sendiherra ís-
lands í Kaupmannahöfn, og eftir
að hann kom heim, hefur hann
verið á föstum launum sem pró-
fessor við háskólann. án kennslu-
skyldu. Um þetta voru á sínum
tíma samþykkt sérstök lög, en hon
um á þann veg vottuð virðing þjóð
arinnar fyrir margvísleg bók-
mennta- og menningarstörf í þágu
hennar á starfsferli hans. Það þarf
ekki að vera last um neinn annan,’
þótt sagt sé, að hann hafi borið
hróður sinn og íslands um víða
veröld með ritum sínum og rann-
sóknum öðrum fremur og sé einn
víðkunnasti vísindamaður íslend-
inga á þessari öld. Hann hefur ára-
tugum saman verið páfinn meðal
annarra fræðimanna í sinni grein.
og í rannsókn íslenzkra bók
mennta er óhjákvæmilegt að taka
tillit til kenninga hans, gamalla oe
nýrra.
AÐHLYNNING NAUÐSYNLEG
Það á vel við að enda þetta
spjall um heimspekideildina á orð-
um dr. Guðna Tónssonar, núver-
andi forseta hennar á afmælinu 17.
júní s. 1.: „Eg álít, að það sé nauð-
synlegt að hlynna vel að þessari
deild og þó íslenzkum fræðum al-
veg sérstaklega. Þama eru iðkuð
þau fræði, sem eru íslendingum
hjartfólgnust og ættu að gefa okk-
ur færi á að leggja eitthvað sjálf-
stætt fram til vísindanna. Og sú
kennaramenntun, sem menn fá
þarna, er svo nauðsynleg, sem
mest má vera; öllum ætti að vera
Ijóst, hvers virði það er, að kenn-
arar við framhaldsskóla landsins
séu vel menntir“.
YNGSTA DEILDIN —
VERKFRÆÐIDEILD
Verkfræðideildin er yngst af há-
skóladeildunum fimm. Kennsla í
verkfræði hófst hér 1940, en það
var ekki fyrr en um styrjaldar-
lok, sem deildinni var formlega
gefið nafn í lögum háskólans og
skipaðir 3 prófessorar til að kenna
þar. Fyrst var Finnbogi Rútur Þor-
valdsson forstöðumaður deildarinn
ar.Kennsla var í upphafi sniðin eft
ir danskri fyrirmynd, enda höfðu
flestir, ef ekki allir þeir íslend-
ingar, sem fóru utan til verkfræði
(Framhald á 7. síðu)
Dr. Sigurður Nordal
Próf. Ármann Snævarr
núverandi rektor