Tíminn - 06.10.1961, Síða 16
Föstudaginn 6. október 1961.
257. biaff.
óskoðuðum vörum
ur vöruskemmum
Tveir skrifstofumenn hjá Eimskip veittu
þeim liSsinni vi«S verknat$inn
Það hefur nú sannazt, aS
skrifstofumenn hjá Eimskipa-
félagi íslands hafa þrívegis
haft hönd í bagga um það, að
vörur, sem ekki var búið að
tollafgreiða, væru iátnar af
hendi' í vöruskemmum félags-
ins. Voru vörur þessar eign
tveggja verzlana, og virðist þó
samband á milli þeirra, því að
með þær vörur, sem eignaðar
voru annarri, var í einu tilfell-
inu farið með til hinnar.
Fyrsta brotið var framið í febrú-
ar í vetur, er skrifstofumaður
gekkst fyrir því, að átta ballar af
ótollskoðaðri metravöru væru látn-
ir af hendi við íslenzk-erlenda
verzlunarfélagið.
í ágústmánuði í sumar gerðist
það, að annar skrifstofumaður
gekkst fyrir því, að verzlun úti á
landi fékk að taka í vöruskemmu
Eimskipafélagsins tólf ótollskoð-
aða kassa, sem í voru nælonsokk-
ar. Ekki hefur blaðinu tekizt að
fá vitneskju um, hvaða verzlun
þetta er, en hún mun vera í þorpi
á Miðvesturlandi. Með nælonsokk-
ana var farið til hins fyrrnefnda
fyrirtækis í Reykjavík.
Síðustu dagana í september
gekkst sami skrifstofumaður fyrir
því, að verzlunarfyrirtæki úti á
iandi næði ótollskoðuðum níu böll-
um af gluggatjaldaefni. Ekki var
þessi varningur fluttur úr bænum,
fyrr en rannsókn á málinu var haf-
in að frumkvæði tollgæzlunnar. Þá
var lagt af stað með hann í skyndi,
en menn úr rannsóknarlögreglunnf
eltu bílinn og náðu honum, áður
en hann var kominn á áfangastað.
Dr. Richard Beck og Margrét kona hans.
Rætt vié dr. Richard Beck prófessor:
Fimmta íslandsförin
á fjörutíu árum
Dr. Richard Beck prófessor
og frú hans, Margrét Beck,
eru meðal gesta, sem Háskóli
íslands býður á afmælishátið
sína. Prófessorinn verður á
hátíðinni gerður að heiðurs-
doktor við Háskóla íslands.
Dr. Richard Beck sagða á fundi
með fréttamönnum í' gær, að ann
arra væri að dæma, hvort hann
verðskuldaði að verða gerður að
heiðursdoktor. En hann væri há-1
skólanum innilega þakklátur fyrir
að bjóða þeim hjónum á hátíðina 1
og fyrir að fá tækifæri til að heim
sækja ísland einu sinni enn. Hjón
in munu dveljast hér í viku. Sagði
prófessorinn, að þetta væri
fimmta ferð sín til íslands, síðan
hann fluttist vestur fyrir nær 40
árum. Ferðalög hans milli Vestur
heims og fslands væru alltaf
heiman og heim.
Kona hans, Margrét, heimsækir
nú ísland í annað sinn. Hún er
af íslenzkum ættum, en fædd í
Kanada. Hún var áður kennari í
San Fransisco.
Richard Beck er, sem kunnugt
er, prófessor við ríkisháskólann
í Norður-Dakóta. í haust eru rétt
70 ár síðan kennsla í norrænum
fræðum hófst þar, en Beck hefur
kennt þar í 32 ár. Hann sagði, að
aðaláherzla væri lögð á að kenna
norsku, en einnig væri þar kennd
íslenzka og bókmenntir allra
Norðurlandanna. Um 100 stúdent
ar eru nú innritaðir í þessa deild.
Fjölmargir íslenzkir stúdentar
liafa stundað nám við ríkisháskól-
ann í Dakota. Kunnastir munu
vera Vilhjálmur Stefánsson og
Guðmundur Grímsson, fyrrverandi
hæstaréttardómari.
Framhald á 15. síðu.
„Það er ekki langt milli mín og hans”
Offjölgun mannkynsins mesta hættan i heiminum
Bein Javamannsins fundust 1892, og leifar af hauskúpu hans eru
varðveittar i Leyden í Hollandi. Eftir þessum beinaleifum var teikn-
ingin gerð.
Mig langaði til þess að
rannsaka heila í bláhval —
stærsta heila, sem til er. Ég
hef meiri löngun til þess
heldur en kynnast þeirri
hlið tunglsins, sem snýr
frá jörðu. Ég býst við, að
hún sé svo svipuð hinni
hliðinni, sem við höfum
alltaf horft á. Mig fýsir að
vita meira um hnött okkar
sjálfra og það líf, sem dafn-
ar á henni.
Þannig komst náttúrufræð-
ingurinn og úthafskönnuðurinn
Anton F. Brun að orði í út-
varpsþætti í danska útvarpinu
fyrir nokkrum dögum.
— Við viljum, að fólk læri
að skilja lífið, og ég gerðist
náttúrufræðingur af því, að í
rauninni erum við öll dýr.
Þorskurinn hefur að vísu hald-
ið áfram að vera þorskur, en
hitt mætti rökræða, hvað orðið
hefur úr mér og mínum. Það
er eigi að síður staðreynd, að
þorsk, sem fengið hefur sykur-
sýki, má lækna með insúlíni,
sem annars er ætlað mér og
mínum líkum.
Stjórnandi útvarpsþáttarins
spurði náttúrufræðinginn,
hvort maðurinn væri vitrasta
dýr jarðarinnar.
— Já, hann er það, svaraði
Bruun. En það eru fyrst og
fremst heilar, sem ég vil rann-
saka betur. Einkum heilar úr
bláhvölum. Seinustu árin hefur
sannazt, að höfrungar og mar-
svín eru gædd mikilli gr'eind.
Sennile-ga eru þessi sjávardýr
jafnokar greindustu mannapa
að vitsmunum.
Þegar hér var komið, vék
Brunn talinu að öðru:
— Ég sá Javamanninn í
Leyden. Hann dó fyrir einum
fjórðungi ármilljóna. Hann
hefði ekki gétað komið gervi-
tunglum á loft, en hann gat
samt notað verkfæri. Eftir ann-
an fjórðung ármilljóna verður
s-agt um okkur: Hamingjan
góða! Þeir voru ekki komnir
lengra en það, að þeir gátu
bara fundið upp kjarnorku-
sprengjuna, þó að þeir reyndu
að gera betur.
Það er talsvert bil á milli
okkar og Javamannsins. En
ekki langt. Heilinn í Javamann-
inum var um eitt þúsund ten-
ingssentimetrar. Heilinn í okk-
ur hérna í Vestur-Evrópu er
núna um 1400—1500 tenings-
sentimetrar.
(Framhald a 'í si'u )
Dr. Anton F. Bruun náttúrufræð-
ingur: Javamaðurinn dó fyrlr
fjórSungi ármilljóna. Hvernig
skyidum við verða ásýndum að
jafnlöngum tínia liðnum? — Það
er von, að maðurinn spyrjl.
flBSjgBræ::