Tíminn - 17.10.1961, Side 1

Tíminn - 17.10.1961, Side 1
Áskriftarsími Tímans er 1-23-23 266. tbl. — 45. árgangur. Krústjoff heldur flokksfund bls. 5. Þriöjuuagur 17. október 1961. Trlllur á Húsavíkurhöfn hætt komnar í brimgaröi Húsavíkurhöfn lokuð vegna brims - Klofdjúpt vatn á veginum f30rð þvl olMdandl var a Slglu sunnan Sveltinga - Siglufjarðarskarð lokaðist, opnaðist og lok- aðist aftur - Ólafsfjarðarbátar drógu lítið af línum sínum í gær var norðan og norS- vestan hvassviðri víSa á NorS- ur- og Norðausturlandi, víða hríðarveður eða slydduhragl- andi og sums staðar brim. Á Húsavík var meira brim en nokkurn tíma áður, síðan hafnargarðurinn var gerður. í Grímsey var foráttubrim, og við Sveltinga er vegurinn í kafi á kafla. Tíminn átti í gær tal við fréttaritara sína víða á þessu svæði, og eru frétt- irnar hér á eftir skráðar eftir þeim viðtölum: Á Húsavík var mjög slæ>mt veð- ur, norðaustan stormur og feiki- legt brim. Sjórinn gekk látlaust yfir hafnargarðinn, og voru trill- ur, sem bundnar voru við hann, mjög hætt komnar. Þó tókst að halda þeim á floti. Flestar tókst að losa frá garðinum og koma á legu inni í höfðinni eða upp á land, en fjórum bátum var hald- ig við hafnargarðinn með því að ausa þá í lögunum, en það var kaldsamt verk og óstöðugt, því þeir, sem jusu, þurftu 'sífellt að hlaupa undan ólögunum. Lágu undir Flatey Fjórir bátar frá Húsavík voru Útvarps- umræða í kvöld Útvarpsumræ'ða um fjárlögin, 1. \umr., fer fram í kvöld. Eysteinn Jónsson tal ar fyrir Framsóknar flokkinn og vertJur hann fjór'ði ræíu- maÖurinn viÖ um- ræ'Öuna. Fyrstur tal- ar fjármálará'Öherra og siÖan fulltrúar hinna flokkanna hálfa klukkustund hver, og loks fjármálará'Sh. í róðri þegar veðrið skall á. Þrír þeirra leituðu vars vig Flatey, en einn, Helga, reyndi að komast inn í höfnina á Húsavík um klukkan hálf þrjú í gær, en varð frá að hverfa. Lá hún síðan úti fyrir og beið þess að komast inn. Þetta er í fyrsta sinn, síðan hafnargarður- inn var gerður, að ekki hefur ver- ið sæmilegur sjór í höfninni, en svona brim hefur ekki komið síð- an 1934, — Veðrinu fylgdi hríðar hraglandi. Voru þetta snögg um- skifti, því fram ag helginni var 12—14 stiga hiti á Húsavík og ágætasta veður. | Klofdýpi á veginum Á Kópaskeri var versta veður, hvasst og éljagangur, mikið brim en olli þó ekki skaða. Þar gerðist það, að menn, sem höfðu komið með sláturfé til slátrunar, úrðu veðurtepptir, vegna þess að brim aði yfir veginn vig Brunná, sunn- an við Sveltinga. Var þar víðast hvar klofdjúpt vatn á veginum og mikill öldugangur vegna roksins. Þar að auki liggur vegurinn þarna yfir þröng ræsi, og var því ekki þorandi að reyna að brjótast gegn um elginn, þótt hægt hefði verið. Tefur þetta eitthvað fyrir að slátr un Ijúki á Kópaskeri, en henni átti áð Ijúka í vikunni. Skip átti að koma þangað í gær og taka kjöt, en það mun dragast eitthvað, því útlit er fyrir svipað veður þar á næstunni. Lítill snjór var kom inn þar, en talið að mikil snjó- koma væri á hafinu úti fyrir. Fór til Skagafjarð'ar Á Siglufirði var kominn snjór yfir allt, og þar var gríðarlegt brim um 10 leytig í gærmorgun. Tveir bátar, sem voru í róðri þeg- ar veðrið skall á, fóru inn á Skaga firði, Skarðið fylltist í fyrrinótt, en var rutt eitthvag í gærmorgun, pg upp úr hádegi fóru þar bílar yfir, bæði áætlunarbílar og gestir af hátíð Bjarna Þorsteinssonar, sem voru á einkabílum. En síðan dimmdi aftur yfir og nú er skarð- ið ugglaust lokað. Grátt í rót í Hrísey var óvenjulega mikið brim, svo sem annars staðar þar innfjarðar, en engan gerði það usla ,svo biaðinu sé kunnugt um. Þar slitraði með slyddu og var allt orðig grátt í rót. í Grímsey (Framhald á 2. síðu.) Síðustu fréttir: Um klukkan 17 í gær var búið að bjarga trillunum fjórum, sem lágu við hafnargarðinn hér á Húsa vík, og hálftíma síðar komst v.b. Helga inn á höfnina. Skemmdir urðu einhverjar á mannvirkjum en ekki miklar. Það tók uppslátt af hafnargarðinum, sem nýlega var búið að setja upp. Veðrið er heldur að lægja. Þormóður. Illa búnir og matar- litlir á Reykjaheiði Bíða eftir því að björg- unarleiðangur frá Húsa vík nái til þeirra í hríð og náttmyrkri. Húsavík, 16. okt. — Mikið hríðarveður og stormur geis- aði á Reykjaheiði í dag. Tveir menn, William Pálsson og Höskuldur Jónsson, sem voru á leið yfir heiðina til Húsa- víkur á Land Rover bifreið, festu bifreið sína uppi á heið- inni og eru þar veðurtepptir. Tveir lögreglumenn, sem fóru frá Húsavík til aðstoðar við þá í dag á Dodge lögreglúbO með drifi á öllum hjólum, festu bíl sinni i snjóskafli. Annar þeirra varð eftir : bílnum, en hinn lagði af stað i'ótgangandi til Húsavíkur. Var hann tvær og hálfa klukku- stund á leiðinni móti hríðarveðri og stormi. Farinn aftur Lögreglumaður þessi er nú ný- farinn (kl. 20,30) af stað aftur, og með honum Skarphéðinn Jón- asson bifreiðarstjóri. Eru þeir á 10 hjóla trukk.gr— Mennirnir tveir, sem á heiðinni bíða, munu fremur illa búnir og hafa lítinn eða eng- an mat. Þormóður. Skyttur villtust í myrkrj - eftir mikinn feng í Snjófjallahlíðum Borgarnesi og Fornahvammi, 16. okt. — Rjúpnaveiðitíminn hófst í gær, 15. okt., og fór þá margt manna á rjúpnaveið- ar upp af Borgarf jarðardölum. Veiðin var nokkuð misjöfn, en tveir menn, sem komust í mikinn fugl í Ijósaskiptunum, villtust, þegar myrkrið skall á, og fundust ekki fyrr en í nótt. Þeir voru vel útbúnir og amaði ekkert að þeim ann- að en villan. í gær voru um fjörutíu menn í Tröllakirkju á Holtavörðuheiði, en varð ekki mikið i til fanga. Tveir skrifstofumenn úr Reykja- vík tóku sig þá út úr og lögðu af stað niður af heiðinni, en þegar þeir komu í Snjófjallahlíðar, var þar krökt af rjúpu. Þetta var í rökkurbyrjun. Vissu ekki hvar þeir voru Iíófu þeir þegar drápið, og fengu 15—20 fugla hvor á ör- skömmum tíma, en urðu að hætta vegna myrkurs. Hvorugur þessara manna kannaðist við sig á þessari leið niður af heiðinni, og nú tók að rigna í viðbót við myrkrið. VissU þeir ekki, hvar þeir voru, né hvert þeir skyldu halda, og héldu því kyrru fyrir. En eftir svo sem klukkustund tóku þeir að óttast, (Framhald á 7. síðu) Nítján manns hafa slasazt í árekstrum frá mán.mdtum 113 árekstrar, e'ða 7 á hverjum sólarhring Frá síðustu mánaðamótum hafa 18 manns slasazt meira og minna af völdum umferðar. Þá hefur dauðaslys átt sér stað í þessum mánuði, en það er fjórða dauðaslysið af somu orsökum i ár. Bókaðir eru 113 árekstrar frá mánaðamótum eða 7 á dag. Árekstrar á þessu ári voru í gær orðnir 1546. Síðasta umferðarslysið átti sér stað á Kleppsvegi laust fyrir há- degi í gær. Þar var steypubíl ekið á 10 ára telpu, sem var á reiðhjóli, og 5 ára systur telp- unnar. Telpurnar voru á leið ausf- ur yzt á vegarkantinum vinstra megin. Högghlíf bílsins lenti aftan á reiðhjólinu og ýtti því marga metra áfram meðan þungskreiður bíllinn var að stöðvast. Fát Bílstjórinn dró í fáti eldri telp- una undan bílnum. Hann bar hana hljóðandi afturfyrir og lagði hana á vegarkantinn. Systurnar voru fluttar á læknavarðstofuna og voru athugaðar þar í gær. Sú eldrj, Sólborg Pétursdóttir, var meidd á höfði, en meiðsl hinnar, Soffíu, virtust mjög smávægileg. Telp- urnar eiga heima 'í Balbókamp 7. Þær höfðu farið í búð til að sækja mjólk og voru á ieið heim. Hvolfdist í skurð Snemma á öðrum tímanum í fyrrinótt fór bíll í vegarskurðinn sunnan við brúna í Fossvogi. Öku- maðurinn kvaðst hafa tekið fram úr við lækinn, en síðan hafði hann misst vald á bílnum, sem essaði veginn, unz hann skall á ljósastaur og braut hann og valt svo á hvolf í skurðinn. Tveir far- þegar voru í framsætinu. Annar (Framhald á 2. síðu.)

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.