Tíminn - 17.10.1961, Síða 2

Tíminn - 17.10.1961, Síða 2
> Karmöy heii og óbrotin Báturinn reyndist óbrot- inn melí öllu, og hefur því hvolft. ísafirði, 16. okt. S.l. laugardag fór v.b. Vinur frá ísafirði ásamt Guðmundi Marsel- íussyni kafara inn í Djúp til þess að ná upp v.b. Karmöy, sem fórst þar fyrir nokkru. Gekk það vel og komu þeir með hann hingað á laugardagskvöldið, og var hann dreginn upp í fjöru í gær. Þár var hann ausinn og reyndist vera óbrotinn. Hefur honum því hvolft, þegar hann fórst. — Eins og áður hefur verið sagt frá, fannst lík annars feðganna, sem á honum voru, Símonar Ólsen, flækt í net- um, en lík Kristjáns hefur enn ekki fundizt. G.S. EEdur í heyi í um fiað bil sóEarhring í byrjun október kom hol- lenzka skipið „Walcheren" til Ak ureyrar og tók marga bílfarma af brotajárni tii útflutnings. Kenndi þar margra grasa. Ljós- mynd: G.P.K. Nokkrir björgunarmanna fengu snert af gaseitrun í fyrradag kom upp eldur í hlöðu á Þórustöðum í Ölfusi. Tíminn hafði tal af bóndan- um þar, Pétri Guðmundssyni, seint í gærkvöldi, og fórust honum orð eitthvað á þessa leið: Já, það er nú loksins slokknað í þessu. Þag urðu engar aðrar skemmdir en heyskemmdir, og skaðinn ekki tilfinnanlegur, það er að segja, hann hefur enga úr- slitaþýðingu fyrir afkomuna. Þarna fóru eitthvag 400 hestar, eða þriðjungurinn af þurrkuðu heyi. Súrheyfnu var náttúrlega ekki hætt. Við urðum í gær varir við að eldur var í heyinu, þag fór að rjúka úr því, en að líkindum hefur hitinn verið búinn að búa um sig áður. Þegar vig fórum að rífa það upp, kom dálítill eldur og mikil aska. Duttu í máttleysi Veðráttan var mjög góð, svo bú- ast má við, að góð nýting verði á því, sem náðist út. Slökkviliðið úr Hveragerði kom á vettvang og fólk úr nágrenninu. Allir unnu mjög vel og þetta var vökunótt, en sumir fengu gaseitrun, vegna þess ag við hlífðumst við því að rjúfa þakið, til þess að örva ekki eldinn. Lögreglan á Selfossi kom tmeð súrefnistæki og þeir sem urðu fyrir gaseitruninni hresstust fljótt og varð ekki meint af. Það var verst, að þeir komu kannske út án þess, ag kenna sér meins, en duttu svo í máttleysi einhvers staðar úti í myrkrinu. En allt fór þetta vel, og nú er eldurinn dauð- ur, eftir um það bil sólarhring. — Við erum öll glöð yfir endalok- unum, því illa horfði í fyrstu. U. Thant (Framhald af 3. slðu) finna hæfan eftirmann að Hamm- arskjöld látnum. U. Thant er hæg- látur og prúðmannlegur, en eins og að líkum lætur hafa sumir látið orð falla um, að hann muni tæp- lega reynast eins éinbeittur og ákveðinn og fyrirrennari hans. sem bæði var raunsær og ósveigj- anlegur, ef því var að skipta. U Thant hefur fylgzt með umræð- unum um framkvæmdastjórnar- vandamálið, sig, Mongi Slim og írann Frederick Boland af stóiskri ró og hefur látið svo um mælt, að ef hann yrði kosinn, mundi hlutverk hans einkum verða að „varðveita friðinn innan vébanda sáttmála Sameinuðu þjóðanna.“ Varað við geislun NTB—New York 16. okt. Kanadamenn lögðu í dag fram ályktunartillögu I stjórnmála- nefnd Allsherjarþings S.Þ., þar sem áhyggjur mannkyns- ins vegna hættunnar á geislun koma skýrt fram. Það eru 22 lönd, sem að tillög- unni standa. þ.á.m. Npregur. í til- lögunni er þess farið á leit, að veðurstofur um allan heim veiti upplýsingar um geislun jafnframt veðurfregnum. Fulltrúi Kanda, Paul Tremblay fylgdi tillögunni úr hlaði og kvað hana byggða á alvarlegum athugunum og um- hugsun. Það yrði að gera öllum ljóst, hvílík hætta næstu kynslóð- um stafaði af geislavirku ryki og tilraunum með kjarnorkuvopn Ekkert ríki hefði rétt til að baka öðru stórhættu með tilraunum1, sem hefðu í för með sér geislun og geislavirkt ryk. KekkoiTen heimsækir Washington NTB—Washington 16. okt. Kennedy Bandaríkjaforseti og frú tóku I dag á móti Kekk- onen Finnlandsforseta og frú hans á Andrews-flugvelli við Washington, en þangaS er Kekkonen komjnn í tveggja daga heimsókn. Kekkonan og frú komu með flugvél frá Kanada, en þar hafa þau verið í opinberri heimsókn að undanf.rnu. Dean Rusk, utanrikis ráðherra Bandaríkjanna, tók einn ig á móti þeim á flugvellinum ásamt herforingjum og_ *fleiri embættismönnum ríkisins. í ræðu, sem Kekkonen hélt við komuna til Washington, sagðist hann vona, að heimsókn sín til Banda- ríkjanna yrði til þess að styrkja vináttusambandið milli ríkjanna tveggja, Finnlands og Bandaríkj- anna og minntist enn fremur þeirra hundraða þúsunda Finna, sem flutzt hefðu til Bandaríkj- anna og setzt þar að og öðlazt þegnrétt í bandarísku þjóðfélagi. f ræðu, sem Kennedy hélt, þar sem hann bauð Finnlandsforseta velkominn, sagði hann, að það væri sér sönn gleði að bjóða hann velkominn til Washington, og lagði áherzlu á, hve gott sam- band væri milli landanna, sem væri að þakka finnsku innflytj- endunum. „Árum saman hefur saga Finnlands sannfært okkur um, að Finnland er ákveðið í því, að halda á loft merki friðar og sjálfstæðis“, sagði Kennedy. „Margt hefur gerzt siðan Kekk- onen forseti var síðast í Banda ríkjunum, en ég er eigi að síður jafnsannfærður um, að hið góða samband milli landa vorra mun haldast áfram“ bætti hann við. Bókaþáttur til \ kynningar Donald Bnander, sendikennari við Háskóla íslands, O'g Snæbjörn Jónsson og Co. h'.f., The English Bookshop, hafa í hyggju ag stofna í Reykjavík bókaklúbb til þess að kynna enskar bókmenntir. Með- limir klúbbsins kaupa eina á- kveðna bók í byrjun hvers mánað ar, lesa hana og hittast svo í lok mánaðarins og ræða innihald henn ar. í vetur yrðu lesnar 3 vasabrots- bækur og 3 nýjar bækur og um- ræðu-kaffifundir haldnir sex sinn um, en bækurnar munu meðlimir klúbbsins fá með 10% afslætti hjá Bókaverzlun Snæbjarnar. Nóvem- ber-bók klúbbsins verður „Eating People is Wrong“ eftir Malcolm Bradbury. Gert er ráð fyrir, að 20 manns verði í flokki og mun Brander verða formaður klúbbs- ins og stjórna umræðu-kaffifund- unum og fara umræður fracn á ensku. Þeir, sem áhuga hefðu á að gerast meðlimir, eru beðnir að skrifa sig ,á lista, sem liggur frammi í Bókaverzlun Snæbjarnar, Hafnarstræti 9, og er síðasti inn- ritunárdagur laugardágurinn 21. október. TfMINN, þriðjudaginn 17. október 1961 Nítján slasazt (Framhaid af 1 síðu). þeirra kastaðist út, áður en bíll- inn valt en hinn, stúlka, sem sat nær bílstjóranum, lenti undir bílnum, þegar hann fór í skurð- inn og lá þar og gat ekki hreyft sig. Mannsöfnuð dreif á staðinn og var lögreglunni hjálpað að lyfta bílnum ofan af stúlkunni. í honum voru alls sjö manns, 4 karlar og 3 konur. Erfitt var að athafna sig, því götuljósin höfðu slokknað vegna staurbrotsins. Hver þvældist fyrir öðrum og bíla lestin var óslitin frá Fossvogslæk suður undir Kársnesbraut. Lög- reglan tók fasta tvo menn, sem þráuðust við að fara, þegar verið var að greiða úr umferðarflækj- unni. Allir, sem voru í bifreiðinni, hlutu einhver meiðsl en ekki al- varleg. Á föstudagskvöldið handleggs- brotnaði stúlka, sem varð fyrir bifreið á Reykjahlíð. Sama kvöld mjaðmargrindarbrotnaði 13 ára drengur, sem varð fyrir bjfreið á Sundlaugarvegi. Hann liggur nú á Landakotsspítala, þungt hald- inn. Þessi árekstur var svo harð- ur, að bíllinn var ekki ökufær á eftir. Stjórnandinn sá ekki dreng inn, fyrr en hann var kominn upp á vélarhlífina og barst hann þann ig langar leiðir. Á laugardaginn stórskemmdist bifreið, sem var ekið út af vegin- um skammt fyrir neðan Skíðaskál ann í Hveradölum. Lögreglan í Reykjavík fór á staðinn en hitti þar engan mann. Ökumaðurinn hafði tekig sér far austur yfjr fjall. Segir lögreglan, að hann hafi verið drukkinn. Trillur á Húsavíkurhöfn (Framhald af 1. síðu). var einnig foráttubrim, en ekki tókst að fá fréttir þaðan frá eynni áður en símstöðinni var lokað klukkan fimm í gær. Fóru frá línunum Nórðanhríð skall yfir Ólafs- fjörð seint í fyrrinótt og kom Ól- afsfirðingum á óvart, því að kvöld ið áður var rigning og alautt upp á efstu tinda. Jafnframt versnaði í sjóinn, og bátarnir, sem réru í fyrradag, drógu ekki nema lítið eitt af línum sínum og komu snemma inn. — Sennilegt er, að Lágheiði teppist fljótlega, ef hann heldur áfram að hríða svona. Slydda í Skagafirði Vestasti staður, sem blaðið hafði samband við, var Sauðár- krókur. Þar var norðanátt og slydda, og kom Sauðkræklingum á óvart, því að daginn áður var glampandi sól og gott veður. Aust- asti staður var Raufarhöfn, þar var ofsastormur en ekki mikil snjókoma, þó orðið gráttt yfir að líta. Aðalfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur verður haldinn í Fram- sóknarhúsinu miðvikudaginn 18. þ. m. og hefst kl. 20,30. Á dagskrá eru veniuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Flokksstarfiö úti á landi Rangæingar Héraðsmót Framsóknarmanna verður að Hvolsvelli n.k. laugardagskvöld. Meðal dagskráratriða: Ræða, gaman- vísnasöngur, einsöngur og dans. Nánar auglýst síðar. Frámsóknarvist - Keflavík. F.U.F. i Keflavík heldur skemmtun í Ungmennafélagshúslnu f Kefla- vík föstudaginn 20. október — enn fremur 27. okt., 3. nóv. og 10 nóv. n.k — Allar samkomurnar hefjast kl. 8.30 s.d. Til skemtunar — Framsóknarvist og dans. — GóS verðlaun. — Heild- arverðlaun í lok spilakeppninnar. Fjölmennið á skemmtikvöld F.U.F.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.