Tíminn - 17.10.1961, Síða 8

Tíminn - 17.10.1961, Síða 8
T í MI N N , þriSjudaginn 17. október 1961 Bókauppboð föstudaginn 13. október klukkan fimm eftir hádegi stundvíslega. Það er fyrsta uppboðið í haust. Sigurður Benedikts- son stendur í anddyri Sjálf- stæðishússins og andar að sér góða loftinu meðan hann, bíður eftir viðskipta- vinunum. — Það verður ekki mikið um að vera hjá mér í dag, segir Sigurður, lögfræðingastéttin er öll í kokkteilpartíi hjá dóms- málaráðherra svo þeir láta ekki sjá sig. Prófessorar og þjóðskáld Þó iögfræðingastéttina vanti á uppboðið, virðist enginn hörg- ull á fólki, litli salurinn í Sjálf- stæðishúsinu er orðinn troð- fullur klukkan fimm og menn velta fyrir sér skránni yfir þær bækur sem boðnar verða upp. Þarna eru staddir nafnkunn- ir bókasafnarar, þeir taka líf- inu með heimsmannslegri ió og spekt eins og rollukóngar í rétt- um, einnig fræðimenn og grús-k- arar af ýmsu tagi, virðulegir prófessorar og þjóðskáld, stúd- entar og stjórnarráðsfulltrúar, bankastjórar og bakarameistar- ar. Þarna eru líka örfáar konur með i hópnum. Kveikjari fyrir hamar Tómas Guðmundsson fær sér duglega í nefið og víkur síðan pontunm að prófessor Sigurði . Nordal, sessnnaut sínum. Jakob Thorarensen togar í sitt síða skegg og Þorsteinn M. Jónsson hefur tryggt sér sæti á fremsta bekk. Helgi Tryggvason setur sig aldrei úr færi um að auka við sitt mikla bókasafn og er þama mættur til leiks ákamt Stefáni Rafn og fleiri góðum bókamönnum. W Bókunum er raðað á langt borð fyrir enda salarins og tveir skrifarar bíða reiðubúnir með vopnin á lofti. Og áður en varir er Sigurður farinn að bjóða upp, hann reiðir ekki hamar til höggs, en þess í stað slær hann rammbyggilegum sígarettukveikjara í borðplöt- una. Sama eintakið Það leynir sér ekki að Sig- urði finnst ókarlmannlega boð- ið, undirtektir dræmar og dauft yfir mannskapnum. Vorljóð Gunnars Gunnarssonar, gefin út á Akureyri árið 1906 fara á 150 krónur og Þorsteinn M. Jónsson hreppir Vikusálma Guðmundar Gíslasonar frá 1862 á aðeins 50 krónur. Stjórnar- óður Gísla Konráðssonar (1858) lúxuseintak í fallegu skinn- bandi fer á 150 krónur. Og Stefán Rafn kaupir Kvæði H. S. Blöndals, prentuð í Winnipeg 1901, það kemur í ljós að hann hafði keypt þetta sama eintak á uppboði í fyrra fyrir mun meira verð. Nú kemur að bók sem búast má við að bitizt verði um, Að- vörunar- og sannleiksraust Þórð ar Diðrikssonar, prentuð í Khöfn 1879. Sú bók er orðin fá- gæt mjög og í háu verði. Enda fyrsta, annað og - þriðja hefur Sigurður bókina hátt á loft og setur sig á hátíðlegar stellingar. — Jæja, hva'r skal byrja? Þúsund krónui? — Tvö hundruð og fimmtíu, segir einhver í hópnum. — Nei. Það hefur mörgum orðið dýrt þetta kver, svarar Sigurður, við skulum gera sam- komulag, fimm hundruð. Menn sættast á þáð og bókin hækkai' um hundrað kail í senn þangað til komið er í 900. Þá verður þögn. — Þið farið þó í þúsund með þetta, segir Sigurður hálf- hneykslaður, á ég að trúa þessu eftir svona gott síldarár? En Sigurður fær ekkert svar og hann reiðir „hamarinn“ til höggs, fyrsta, annað og þriðja boð. Páll Jónsson hreppir Sann- leiksraust Mormónaprestsins á 900 krónur sem er „alltof lítið“. Grímur Thomsen á fimmtíu kall Nú hampar Sigurður ljómæl- um Steingríms Thorsteinssonar, útgefnum í Reykjavík 1881. — Fimmtíu krónur, segir ein- hver. N — Nei, nú lízt mér ekkert á þetta, segir Sigurður/ hún\ er vön að fara á 500 krónur. — Tvö hundruð, er kallað framan úr sal og Tómas Guð- mundsson bætir við fimmtíu kall og er þar með slegin bókin. Þá eru næst ljóðmæli Gríms Thomsen, fáséð bók, prentuð 1880 í Rvík. Það líður drykk- löng stund án þess að berist nokkuð boð í bókina, þar til Þorsteinn M. býður 50 krónur. Enginn hefur neitt við það að athuga og ljóð Gríms hafna hjá Þorsteini. — Annars átti ég hana fyrir, hvíslar Þorsteinn að sessunaut sínum. Svo er það Kvæðakver Kilj- ans. — Þið byrjið nú ekki á fimm- tíukalli í þetta sinn, segir Sig- urður og er svo ákveðinn á svip- inn að fyrsta boð hljóðar upp á 300 krónur, nú færist dálítið líf í hópinn og margir bjóða hver í kapp við annan, unz Ól- afur Haulrur Ólafsson læknir P 'amna11' a. i,-. -i’" Dularfuílir fyrirburðir hversdagslegir atburðir á bókauppboði hjá Sigurði Ben. Svipmyndir af bókauppboðinu hjá Sigurðt. Sigurður Benediktsson: Fyrsta, annað og — /

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.