Tíminn - 02.11.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.11.1961, Blaðsíða 1
280. tbl..— 45. árgangur ékyggnz^alTvTTanSr lit þjóðminjasafnsins bfs. 8. ^i;immtudagur'2.~^ÓKeinb6r,;ia61 Vörubifreiðin í ánni (Ljósm.: Tíminn, G.E.) Slys við Elliðaár Laust eftir hádegi í gær valt bifreið <út af veginum milli Ell- iðaárbrúnna og hvolfdist í vest ari ána. Ökumaðurinn kastað- ist út og skorðaðist undir bif- reið'nni í vatninu. Hann liggur nú á Landakotsspítala og hefur ekki getað skýrt frá tildrögum slyssins. Ökumaðurinn er Guðjón Vig- fússon, sérleyfishafi á Hólma- víkurlerð, til heimilis að Eski- hlíð 10 í Reykjavík. Bifreiðin, sem hann ók, er vörubifreið, en hann var að flytja malar- hlass til Reykjavíkur. Annar vörubifreiðarstjóri, sem fór skammt á eftir Guð- jóni, var vitni að atburðinum. Hann segir, að Guðjón hafi ekið fram hjá sér neðarlega í Ártúnsbrekkunni. Sjálfur hafi hann ekið mjög hægt og Guð- jón á meðalferð. Ekkert sást at hugavert við akstur Guðjóns, þar til hann kom að eystri brúnni. Þá beygði hann skyndi lega til vinstri með stefnu á Ijósastaur, sem er milli brúnna sunnan megin við veginn. Bifreiðin snerti ekki staur- inn, heldur rann út fyrir hann og 'hélt þannig áfram vestur kantinn. Þvínæst sér bifreiðar- stjórinn, að Guðjón reynir að beygja til hægri aftur upp á veginn, en þá fer vinstra aftur- hjólið út af og bifreiðin þver- sriýst á vegarbrúninni, og velt- ur í loftköstum niður brekk- una a?S vestari árkvíslinni, þar sem hún hvolfist í vatnið. Mal- arhlassið hvolfdist af pallinum í fyrstu veltunni, en velturnar voru tvær og hálf. Bifreiðarstjórinn var kom- inn þar að skömmu síðar. Hann hljóp til og sá þá Guðjón, sem var að reyna að losa sig undan bílnum. Hann lá undir pallinum fremst, með annan handlegginn fastan undir stýris húsinu. Fólk dreif að og tókst að (Framhald á 2. síðu.) I Landmannahelli Tíminn hafði spurnir af því á mánudaginn, að fimm menn, sem fóru tlí eftirleita á Land- Getur háfur orðið útflutningsvara? í fréttabréfi Sjávarafurða- deildar SÍS, sem út kom í síð- ast liðnum mánuði, er rætt um útflutning á heilfrystum og flökuðum skötusel. Einn frétta ritara Tímans á Suðurlandi rak augun í frétt þessa, og datt þá í hug, hvort ekki myndi tilvalið að gera fleiri fiska, sem lítill sómi hefur verið sýndur, að útflutningsvöru. iðnaðar- og I fréttabréfinu segir á leið: Skötuselurinn hefur þessa lengi verið talinn með allra ljótustu fiskum, sem hér við land finnast. Það ætlar að verða eins með þann fisk og marga aðra, sem áður voru taldir til ónytja, að hann færist ofar í virðingarstigum fiska, þá erlendir fara að leggja sér hann til munns, og gróði fer að verða af veiði hans og verkun. Á Horna- firði er nú byrjað að verka skötu- sel, bæði heilfrysta og flaka, og hefur fyrsta salan farið fram. Síð- ,an er sagt, að fiskur þessi fari á i Frakklandsmarkað. 1 Hvernig með háfinn? Fréttaritari Tímans á Eyrar- bakka, Óskai Magnússon. minntist þess, er hann las þessa frétt, að togaramenn hafa iðulega selt iFramnain n i siðu Eftirleitarmenn af Landmannaafrétti komu heim í gær eftir 10 daga útivist mannaafrétt fyrra mánudag, hefðu hreppt mjög slæmt veS- ur á sunnudaginn og orðið að láta fyrirberast í Landmanna- helli. Tíminn hafði í gær tal af Haraldi bónda Runólfssyni á Hólum í Rangárvallahreppi, en hann var leitarstjóri í þess- ari verð. Sagði Haraldur, að leitarmönn- um hefði vegnað allvel. Þeir hefðu komið heim með um 140 kindur, þar af 40, sem ekki hefðu komið | af fjalli áður i haust. Þeir komust i.ntn á Torfajökul og eystri og vest ari Reykjadal, og einnig í Jökulgil. '<omin ófærð En enn þá vantar 7 kindur til þess að ná þeirri tölu sem fór á fjall í vor. Erin fremur vantar þegar til baka kom, og fundust ekki, þrátt fyrir leit næstu daga. Nú hefur færð komið í veg fyrir frekari leitir á Landmannaafrétt að sinni. Létu fyrirberast Á sunnudag og framan af mánu- deg} hrepptu leitarmenn versta veður, sem Haraldur hefur lent í í óbyggðum, þótt hann sé kominn fast að sjötugs aldri. Létu þeir þá fyrirberast með 10 hesta í Land- mannahelli. Væsti ekki um menn- ina, því þeir voru vel búnir til mat- ar og klæða, en hestarnir 10 voru í svelti þann dag. Brutust þeir síðan af stað á mánudagsmorgun, þótt veður væri lítið skárra, en bráðlega skánaði veðrið og allt fór vel. Með 7 cm. skegg Þegar Haraldur var spurður, nokkiar kindur frá efstu bæjum á hvort þeir væru ekki orðnir lúnir Rangárvöllum. Þá töpuðust 4' eftir 10 daga ferð, en þeir komu ki,ndur, sem leitarmenn geymdu í heim um fjögurleytið í gær, svar- aði hann þvi neitandi. Með honum (Frámhaló a 2 síðu.i Lbðmundi, meðan þeir leituðu annars staðar. Þær voru horfnar, Vilhjálmur Einarsson setti -í gærkveldi * heimsmet í hástökki án atrennu. Stökk • hann 1,75 metra, sem er einum sentimetra * betra en núgildandi heimsmet Norðmanns- • ins Évandt. Það var á innanfélagsmóti f.R. • í f.R.-húsinu, sem metið var sett. Vilhjálm- • ur fór hæðina i fyrstu tilraun. Viðstaddir '. voru þrír fullgildir dómarar og aðstæður '. virtust fullkomlega löglegar. ‘. || Vilhjálmur setti heimsmet iWliWlililililiHHililililililililililiWWilgítWiWWWWIiWWWWIK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.