Tíminn - 02.11.1961, Side 14

Tíminn - 02.11.1961, Side 14
14 T f MI N N , fimmtudaginn 2. nóvember 1961 að vefa þræði ykkar í lífsvef inn, ásamt konu þeirri er þið báðir elskið, á sama hátt og ég og dóttir Ayoubs höfum gert. En, Vulf, er maðurinn þegar sofnaður? — Eins og hundur; hann virðist vera þreyttur eftir ferðalagið. — Máske eins Qg' hundur með annað augað opið? Eg óska ekki eftir því að hann sleppi fxá oss í nótt, því að ég þarf að tala við hann á morgun um önnur efni, sem ég var að tala um við Godvin. — Óttastu ekki, frændi. Eg læsti hesthúsinu og hinn heil agi pílagrimur mun varla fara að gefa okkur svona fallegan asna. — Varla hann, ef ég á rétt að þekkja, svaraði Sir Andrev. Við skulum nú eta og taka saman ráð okkar, því að ekki mun af veita. Godvin og Vulf voru á fót- um löngu fyrir dögun næsta morgun ásamt nokkrum áreið anlegum mönnum, er gert hafði verið viðvart, að þeirra væri þörf. Vulf kom inn með ljósker í hendinni og gekk að Godvin, sem stóð við eldinn. — Hvar hefur þú verið? spurði Godvin. — Ertu búinn að vekja gestinn, pílagrím- lnn? — Nei. En ég hef sett vörð við veginn til Steaple-hill, og eins við veginn að víkinni. Svo er ég búinn að gefa asn- anum hans, sem er allt of fal legur handa pílagrím. Hann vaknar víst bráðum, því að hann sagðist verða að leggja snemma af stað. Godvin kinkaði kolli, svo settust þeir báðir á bekkinn fyrir framan eldinn, því að loftið var kalt, og þar móktu þeir fram í dögun. Þá reis Vulf á fætur og sagði: — Héðan af mun hann varla telja það ókurteisi þótt við vekjum hann. Hann gekk síðan inn í hinn enda hallar- innar, dró dyratjöldin til hlið ar og hrópaði: — Vaknaðu, heilagi Nikulás, vaknaðu! Það er kominn tími fyrir þig að biðja bænir þínar því að morg unverðurinn er bráðum tilbú- inn. En enginn svaraði. — Vissulega sefur þessi píla grímur eins og Saladín væri þegar búinn að taka af hon- um höfuðið, tautaði Vulf þeg ar hann fór að sækja ljós- ker sitt. Þegar hann var bú- inn að kveikja á Ijóskerinu, gekk hann.aftur til gestaher, bergisins. , — Godvin. hrópaði bann strax á eftir, — komdi’ •'-'ng- | að. Maðurinn er fa’únn. — Farinn? sagði Godvin og flýtti sér að dyratjaldinu. — Hvert er hann farinn? — Aftur til Sáladíns vinar síns, býst ég við, svaraði Vulf. Þennan veg hefur hann að minnsta kosti farið, og hann benti á þrönga gluggann á múrveggnum í svefnherberg- inu, er ein rúðan í var brot- — Eg veit það eitt. að bað stendur i sa,”bR.’’r,i »iv það s"’m á rndon e.r g'—"ið og að mér lízt ekki á það. svaraði gamli riddarinn aivarlega. — Það liggur í augum uppi, að asninn eða verðmæti hans, hefur ekkert haft að segja. Það, sem hann hefur lagt á- herzlu á, er að komast af stað, án þess að nokkur yrði var við eða gæti veitt h.onum eft irför og komizt að því hvert hann færi. Netið smáþreng- ist umhverfis okkur og ég i H. RIOER HAGGARO BRÆÐURNIR SAGA FRÁ KROSSFERÐATÍMUNUM in. Út við gluggann s‘tóð eik- arstóll og af honum hafði hinn heilagi Nikulás smogið út um gluggann. — Hann hlýtur að vera hér í nánd, að leita að asnanum sínum, sem hann mun varla yfirgefa, sagði Godvin. — Heiðvirðir gestir yfirgefa ekki á þennan hátt hús þess, er veitt hefur þeim góðan beina, svaraði Vulf. — En við skulum nú ganga út og litast um. Þeir gengu út að hesthús- inu og var það læst, og asn- inn þar inni óhreyfður, en þrátt fyrir nákvæma leit, sást ekkert eftir af pílagrímn um, ekki svo mikið sem fót- spor, því jörð var frosin. Þeg ar þeir- athuguðu hesthúsdyrn ar, kom það í ljós, að reynt hafði verið að opna dyrnar með einhverju oddmjóu verk færi. — Það lítur út fyrir að hann hafi verið ákveðinn í því að fara, með eða án asnans síns, sagði Vulf. — Látum svo vera; máske við náum honum enn þá. Síðan bauð hann mönn-' um sinum að stíga á bak, reið svo af stað með þeim til að rannsaka nágrennið. Þeir riðu fram og aftur í þrjá tíma, en ekki fannst Nik ulás. — Þorparinn er sloppinn, svo að ekkert sést eftir af hon- um, sagði Vulf, þegar þeir komu til baka. — Hvað ætli þetta þýði, föðurbróðir? býst við að Saladín togi í vað ina. Eigi mundi þó Sir Andrev hafa orðið rórra innanbrj ósts hefði hann séð er Nikulás pílagrímur læddist meðfram borgarmúrunum meðan allir sváfu; áður en hann batt upp kyrtilinn og hljóp eins og væri hann hundeltur, áleiðis til Lundúna. Við bjarmann af stjörnunum hafði hann veitt nákvæma eftirtekt, og sett á sig, hvernig herbergjum og gluggum var háttað, sérstak- lega á lofthæ.ðinni, hvernig útihúsin lægju, einkum þau, er sneru að Steaple-virkinn er lá svo sem í 500 metra fjar lægð. Frá þeirri stund var óttinn ríkjandi á Steaple, óttinn við árás, sem enginn gat séð fyr ir, og engar varúðarráðstaf- anir var hægt að setja við. Sir. Andrev talaði jafnvel um að flytja frá Steaple og setj ast að í Lundúnum, því að þar hélt hann sig óhultari, en veðrið varð þá svo ákaflega vont, að ómögulegt var að ferðast, sizt af öllu sjóveg. Það var því ákveðið, ef þau færu að flytja, sem margt mælti á móti, sérstaklega heilsubilun Sir Andrev, þá yrði það þó ekki fyrr en eftir nýár. Þannig leið tíminn, án þess nokkuð ískyggilegt bæri við. Vinir gamla riddarans, er hann ráðfærði sig við, hlógu aðeins að forspám hans, og sögðu að svo lengi sem þau geng.iu pkk’ um varnarlaus, •nundí ekki ”erða á báu ráð- iet. og ef slíkt ætti sér stað samt sem áður, mundu þeir með mönn”m sínum auðveld- lega geta varið höllina þang að til náð yrði í hjáln. Þar að auki bjóst enginn við að Sala dín eða sendimenn hans myndu gera frekar í þessu efni fyrr en ár væri liðið. Þeir höfðu þó ætíð vörð á nóttum, og auk þeirra sjálfra voru nú tuttugu vopnfærir menn í höllinni. Þar að au^i var gerð sú ráðstöfun. að byrfti aðstoðar nágrannanna, skyldi tendra bál í turni Ste aple-kirkju til merkis. Þannig leið tíminn fram undir jól, aö veður breyttist, var þá kyrrt veður með bitru frosti. Á stytzta1 degi ársins reið John ábóti til hallarinnar, og sagði Sir Andrev frá því, að hann ætlaði til Southminst- er. Ábótinn sagði honum að hann hefði heyrt að skip, sem meðal annars væri hlaðið á- gætis Kýpurvíni, væri komið inn í Crouchefljótið með brot ið stýri. Hann bætti því við, að þar sem engir skipasmiðir væru fáanlegir frá Lundúnum fyrir jólin, þá væri kaupmaður sá er ætti vínið, fús til að selja svo mikið af þvi sem unnt væri í Southminster og ná- grenni, fyrir lágt verð, og flytja það til kaupenda í vagni sem hann hafði fengið leigð- an. Sir Andrev svaraði að hon- um fyndist þetta vera tæki- færi til að fá sér gott vín. sem erfitt var á þeim tíma að fá í Essex. Úrslitin urðu þau, að hann bað Vulf, sem vel þekkti vín, að ríða með ábótanum til Southminster, og átti hann svo, ef honum félli vínið, að kaupa nokkra kúta til þess að skemmta sér við um jólin. Þö að Sir Andrev sjálfur drykki aldrei vin vegna heilsu sinn ar, heldur aðeins vatn Svo fór Vulf, sem ekkert hafði á móti því að fara, því að um þennan tíma árs þótti honum tíðin löng, þegar ekki var hægt að fiska, hann las nefnilega ekki eins mikið og Godvin, heldur sat tímunum saman við eldinn, þegar kvölda tók og horfði á Rósa- mundu, þegar hún gekk um ýið innanhússtörf sín. En hann talaði ekki mikið við hana, því að þrátt fyrir til- raun til að gleyma, var nú eitthvað það milli Rósamundu og bræðranna, sem var þess valdandi, að samband þeirra var ekki eins innilegt og áður. Hún gat ekki varizt að minn- ast þess, að þeir voru ekki lengur aðeins frændur henn- ar, en jafnframt biðlar, og hún varð að gæta þess vel, að sýna ekki öðrum meiri góð vild en hinum. Bræðurnir aft ur á móti urðu ætíð að hafa hugfast, það, sem þeir höfðu skuldbundið sig til, að minn ast ekki á ást sína til hennar, og að Rósamunda frænka þeirra var ekki lengur al- menn ensk aðalsmær, heldur austurlenzk prinsessa, sem for lögin máske þá og þegar svipti samvist þeirra. Þar að auki sat ógnunin á húsmæninum eins og illviðris kráka, og þau gátu ekki flúið undan vængjum hennar. Langt í austri hafði voldugur höfðingi snúið huga sínum að þessu enska heimili og konu þeirri, er bjó þar, er var af sama bergi brotin og hann sjálfur, og jafnframt fléttuð inn í framtíðardrauma hans og trúarhugsj ónir. Það, sem Fimmtudagur 2. nóvember. 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisutvarp. 13.00 Á frívaktinni: Sjómannaþátt- ur (Sigríður Hagalín). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla 1 dönsku og þýzku. 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guðrún Steing'rímsdóttir). 18.20 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Um erfðafræði; I. þáttur: Til brigði og þróun. (Dr. Sturla Friðriksson). 20.15 Einsöngur: Herman Schey syngur „Vier ernste Gesange” eftir Brahms. 20.35 Erindi: Ólögleg mannanöfn; fyrra erindi (Dr. Halldór Hall dórsson prófessor). 21.00 Tónleikar: Capitol sinfóniu- hljómsveitin leikur hljómsveit arútsetningar á vinsælum ó- perulögum; Carmen Dragon stjórnar. 21.30 Úr ýmsum áttum (Ævar R. Kvaran leikari). 21.50 fslenzk tónlist: Andante fyr- ir selló og píanó eftir Karl O. Runólfsson (Einar Vigfússon og Jórunn Viðar leika). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Draumleir", . saga eftir William Lindsay Gresham; síðari hluti (Þórar- inn Guðnason iæknir). 22.35 Djassþáttur (Jón Múli Árnas). 23.05 Dagskrárlök. PJRÍKUR VÍÐFÖRLI Úlfurinn og Fálkinn 87 Eiríkur vissi, að þeir voru í bráðri lífshættu og breytti eftir því. — Nemið staðar! hrópaði hann, — ef þið takið okkur lif andi, getið þið grætt mikið á því. Foringi bófanna lyfti hendinni og gekk móti Eiríki. — Hvernig? spurði hann — Eg er foringi fyr- ir mönnum Bersa jarls, og hann mun greiða hátt lausnargjald fyr ir mig. Eftir að hafa ráðgazt um við menn sína, kinkaði foringinn kolli, og Eiríkur og Bústaðaléns- maðurinn báru særða manninn á milli sín gegnum skóginn. Hann dó eftir skamma stund, og félagi hans bað um, að hann yrði graf- inn. En foringinn skipaði þeim að halda áfram. Um kvöldið komu þeir að felustað bófanna, og Ei- ríkur varð vondaufur, er hann sá, hvað erfitt myndi verða að flýja þaðan.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.