Tíminn - 02.11.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.11.1961, Blaðsíða 6
6 T f MIN N, fímmtudaginn 2. nóvember 1961 VETTVANGUR ÆSKUMAR Ritstjóri: Hörður Gunnarsson ÚTGEFANDl: SAMBAND UNGRA FRAMSOKN ARMAN NA I Danmörku eru meðallaun hærri og kanpgetan meiri en á Islandi Dagana 24.—30. september síðastliðinn var haldin ráð- stefna um verkalýðsmál í Dan mörku. Nokkrir íslendingar sóttu ráðstefnuna, þar á með- al Ásgeir Sigurðsson, rafvirki. Vettvangurinn fór þess á leit við Ásgeir, að hann skrifaði eitthvað um för sína, og birtist grein hans hér á eftir. Ráðstefna um verkalýðsmál var haldin dagana 24,—30. september síðast liðinr,, í Mægleæas Höjskole, Birkeroed Danmörku. Danska æskulýðsráðið sá úm undirbúning og framkvæmd ráðstefnunnar af níiiklum myndarbrag, og þátttak- endur voru ungt fólk úr verkalýðs- félögum vestrænna ríkja. Ráð- stefnuna sóttu um 30 fulltrúar frá 12 NATO löndum. Frá íslandi mættu 4 fulltrúar, þar af 3 frá Varðbergi, félagi ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, þeir Helgi Hallvarðs- son, Jónatan Sveinsson og undir- ritaður. Frá Æsikulýðssambandi ís | lands, Stefán Hirst. Störfum ráðstefnunnar var þannig háttað, að á hverjum degi var haldinn einn fyrirlestur um málefni sem snerta vinnandi fólk j og einnig þau mál sem efst eru áj baugi í heiminum. Til fyrirlestra- j haldsins voru valdir hinir hæfustu menn hver á sínu sviði. Að þeim loknum skiptust þátttakendur í smá hópa, þar sem þeir gátu rætt saman vandamál síns lands, og önnur mál, sem bar á góma. Voru fundir þessir mjög skemmtilegir og áranigursríkir. Var sannarlega fróplegt að kynna sér kjör laun- þega í öðrum löndum og bera þau saman við okkar. Af fyrirlestrunum minnist ég einna helzt fyrirlesturs danska Ásgeir SigurSsson, rafvirki, skrifar um verkalýðsráðstefnu í Danmörku eins 10% og eftirstöðvarnar með jöfnum afborgunum, 350 krónur á mánuði, það gerir 28% af meðal- launum. Hér var byggingarkostnaður á- ætlaður í júní síðastliðnum 1418.40 á m3, hefði því íbúð af þessari stærð kostað þá 382.968 krónur. Síðan hefur byggingarkostnaður hækkað talsvert, vegna kaup- hækkana og gengislækkunar, og ætti ekki að vera of hátt áætlað að hann hafi hækkað um 10%. Mundi íbúð af þessari stærð því kosta nú 421.200 krónur, sem er þó senni- lega eitthvað of l'ágt áætlað. Ef miðað er við að meðal árs- laun hér séu 63.000 krónur, miðað við dagvinnu, kostar þessi 90 m2 íbúð 6,7 árslaun. í Danmörku kostar hún aftur á móti ekki nema 3.3 árslaun. Brezki fulltrúinn, Brian Cox- head, skýrði frá því, að kaup fag- manna í Bretlandi væri um 16 sterlingspund á viku eða 832 á ári, en verkamsnna um 12 sterlings- pund á viku eða 624 á ári. Hann gaf þær upplýsingar í húsnæðismálum, að meðal íbúð kostaði 2500 sterlingspund. Hægt ÁSGEíR SIGURDSSON 'Y: væri að fá slíka íbúð keypta með j því að greiöa út 200 sterlingspund ' eða 8% af andvirðinu og síðan 3 pund á viku í afborganir af láninu. Það gerir um 18% af launum iðn- 1 aðarmanna, en 25% af launum hinna lægstlaunuðu. Af því, sem að framan greinir, , sést hve óralangt við eium á eftir nágrönnum okkar í byggingar- og lánamálum. Þar er allt gert til þess að örfa íbúðarhúsabyggingar, reynt að lækka byggingarkostnað með sleitulausum rannsóknum, og fólki gefinn kostur á því að kaupa íbúð- ir með hagkvæmum lánum. Hér er aftur á móti mjög takmarkað láns- fé til íbúðarhúsabygginga og bygg- ingarkostnaður hækkar ár frá ári, án þess, að nokkrar rannsóknir séu gerðar í þá att að lækka hann, eða halda honum í skefjum. Er nú svo komið að fáir leggja út í húsbygg- ingar sökum dýrtíðar og óvissu í sambandi við lánsfé. Þyrfti vissu- lega að verða hér breyting á. Á ráðstefnunni hitti ég stéttar- bróður minn frá Louisiana í Banda ríkjunum, Harry Wilthew að nafni. Hann skýrði mér frá því að raf- virkjar og rörlagningarmenn væru hæstlaunaðir allra iðnaðarmanna í Bandaríkjunum og vinnutíminn væri 40 stundir á viku, í öllum starfsgreinum. Hann sagði einnig, að kaup- gjald og verðlag væri dálítið mis- munandi eftir fylkjum, og þar sem hann væri starfandi, væri kaup rafvirkja 3.45 dalir um tím- an-n, Það gerir á mánuði 598 dali. Af þes-sum tekjum greiðast 20% í skatt, miðað við það, að viðkorn- andi hafi fyrir konir og tveimur börnum að sjá. Algeng húsalei.ga á 3. herbergja íbúð, er 100 dalir á mámuði Per Fordæng-er frá Noregi skýrði- frá því, ag vinnuvikan í Noregi væri 45 stundir og laun iðnaðar- manna um kr. 1700 á mánuði. Þar eru fjölskyldubætur í srvipuðu formi og hér. Þar eru haldin sér- stök verkalýðsnámskeið undir stjórn Alþýðusambandsins norska. Alsírmaðuri-nn David Bombart, flutti erindi sem hann neftidi „Young Workers and trade uni- ons“ (ungt, vinnandi fólk og verkalýðsfélögin). Hann sagði m. a.^ að nauðsynlegt væri að ungt fólk léti sig meira skipta, en raun bæri vitni félagsmál í verkalýðs- féiögum. Eimnig má geta fyrirlestrar Dan strup. Hann ræddi um stjórnmála viðhorfið í heimimum yfirleitt. Yavus Karaözbek, æskulýðsleið- togi og starfsmaður NATO, flutti erindi, sem hann nefndi Ungt fólk otg NATO Hann ræddi um nauð- syn þess að ungt fólk í verkalýðs félögum vestrænna ríkja, hefði nónara- sam-s-tarf sín á mi-lli, kynnt ist viðhorfum hvors til annars og myndaði með sér sameigMegar skoðanir á ýmsum málefnum, sem varða vinnandi fólk. Sagði hann að hann mundi fara ag vinna að því, að undirbúa ráðstefnu svip- aða þessari. Miðvikudaginn 27. september voru þátttakendur ráðstefnunnar boðnir í hádegisverg til forsætis- ráðherra Da-na, herra Viggo Kamp manin. Flutti hann ræðu um vænt anlega þátttöku Dana í Markaðs- bandalagi Evrópu. Það væri fróðlegt að gera nán ari samanburð á kjörum okkar og kjörum launþega annarra landa, einnig á skipulagi verkalýðshreyf (Framh. á 13. síðu.) r bænda hafa aldrei verið verri en í tíð núverandi ríkisstjórnar þingmannsrns J. Jakobsen um af- komu launafólks í Danmörku. Hann skýrði meðal ann^rs frá því að meðallaun í Danmörku væru kr. 15.000 og er það miðað við dag- vinnu, eftirvinna þekkist tæpast. Umreiknað i íslenzka peninga eru þetta 95.000 krónur og þó sumar matvörur séu þar heldur dýrari, er aftur annað ódýrara en hér, til dæmis fatnaður, og meðallaun eru þar mikið hærri og kaupgeta því meiri. Af þessum tekjum greiðir meðal fjölskylda kr. 2.000' í skatt, eða 13%. Upplýsingar hans um íbúðar- húsabyggingar Dana voru einnig mjög íhyglisverðar. Hann skýrði frá því að meðalíbúð 90 m2 að flat- armáli kostaði 50.000 krónur. Til þess að geta keypt slíka íbúð yrði að greiða út 5000 krónur, eða að- ' Ekki ails fyrir löngu átti ifréttamaður Vettvangsins tal við Halldór Björnsson bónda í Engihlíð í Vopnafirði, en Halldór er formaður F.U.F. í Vopnafirði og á sæti í stjórn S.U.F. fyrir kjördæmi sitt. Halldór er fæddur 5. apríl 1930 að Svínabakka, kvæntur AAargréti Þorgeirsdóttur frá jYtra-Nýpi og. eiga þau hjón 3 börn. — Byrjaðir þú búskap í Engi- ! hlíð? — Nei, ég hóf búskap að Svína- bakka, en byggði síðan nýbýlið ; Engihlíð fyrir tveimur árum síðan. ! — Er það góð jörð? Rætt við Halldór Björnsson, fornL F.U.F. í VopnafirSi F. U. F. í Skagafirði F.U.F. í Skagafirði heldur aðalfund 1961, laug* ardaginn 4. nóv. n.k. á Sauðárkróki. — Já, það held ég verði að segja. Það eru nægileg beitilönd m. a. sem er stærsti kosturinn, þar sem ég hef eingöngu fjárbú. — Hvað verður þú með margt á fóðrum í vetur? — í fyrra hafði'ég 210 kindui á I fóðrum, en ég veit ekki enn hvað það verður margt í vetur. j — Heyjar þú útengjar þar í Ængihlíð? | — Nei. sem betur fer. Eg heyja nú eingöngu á ræktuðu landi og j snerti ekki orf. — Og ekki hrífu heldur? — Ojú, svona til þess að raka dreifar Annars hef ég sæmilegan vélakost eítir því sem gerist: drátt- arvél með sláttuvél og múgavél. •— Tíðarfarið? — Það hefur verið óvenju erfitt í sumar. Það má segja að rignt hafi á hverjum sólarhring síðan í júnílok og hey eru mjög hrakin víðast hvar. — Verðið þið eingöngu með fjár bú hér i framtíðinni? — Nei. Nú mun vera á döfinni að stofna hér mjólkursamlag og mér hefur skilizt að reisa ætti mjólkurbú á vegum kaupfélagsins næsta sumai. Það væri til mikilla bóta fyrir okkur, þar sem búskap- ur, sem byggist eingöngu á fénaði, hefur gengið mjög erfiðlega und- anfarið. — Er áhugi fyrir kornrækt hér eins og hjá þeim á Héraði? — Já, það verður að segja, að ,áhuginn sé mikill og nægur, en það mun með það eins og fleira, sem menn langar til þess að ráðast í, að féleysið kemur í veg fyrir það. Kornsláttuvélar eru mjög dýr- ar, ca. 300 þús., en engan styrk er að fá til kaupanna frá því opin- bera, / þrátt fyrir ítrekuð tilmæli Búnaðarþings. — Og hvað er svo frétta af fé- lagsstarfinu? — Félagsstarfið hefur verið með daufara móti í sumar. Ekki fyrir það, að áhugi manna sé ekki næg- ur, heldur eru menn yfirleitt svo önnum kafnir hér — bæði við síld- ina og heyskapinn — ag ekkert HALLDOR BJORNSSON hefur orðið úr samkomum t. d. — Hvað eru margir félagar í F U.F.. Vopnafirði? — Það munu vera um 60 félags- menn. — Er mikil döngun í íhaldinu hér? (Framh. á 13. síðu.J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.