Tíminn - 02.11.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.11.1961, Blaðsíða 8
8 TÍMINN, fimmtudaginn 2. nóvember 1961 ar menningar. Það er heimur út af fyrir sig. Þess vegna kem ur safnið að miklum notum fyrir fræðimenn innlenda og þá ekki síður útlenda. Útlond- ingar dvelja oft á safninu lang tímum saman og rannsaka til- tekna hluti, sem á einhvern hátt snerta viðfangsefni þeirra. Þeir eru þó miklu fleiri, sem skrifa safninu og leita eftir upp lýsin.gum um margs konar at- riði í sambandi við rannsóknir, sem þeir eru að gera. — Og Þjóðminjasafnið svar- ar bréfum? — Eg hef margsinnis rekið mig á það erlendis, að einstakl- ingar og stofnanir á íslandi eru þekkt að því að svara ekki bréfum og fyrirspurnum. Eg vona, að þér sé óhætt að taka fram, að hverju bréfi er svar- að, sem berst Þjóðminjasafn- inu. / Kristján bendir á stóran hlaða af bréfum á skrifborði sínu. Ofan á hlaðanum liggur dökkleitur steinn, einkennilega lagaður. — Undir þessum legsteini liggja bréfin, sem búið er að svara, segir Kristján, — þessi steinn kom í hendur mér aust ur í Skriðdal, þegar ég var þar á ferð með Eysteini Jónssyni. Og svo eru hér bréf, sem ný- lega hafa borizt. Og lýristján bendir á annan bréfahlaða miklu minni. — Það kemur jafnvel fyrir, að við svörum bréfum of fljótt, segir Kristján og hlær við, — í sumar skrifaði okkur sænsk kona, fræðimaður, sem var að skrifa ritgerð og þurfti að fá uplýsingar um það, hvort sér- stök tegund af spjótsoddum hefði verið til hér á fslandi. Eg svaraði henni um hæl og sagði, að slíkir spjótsoddar væru ekki til hér á safninu, hefðu aldrei fundizt hér á landi. Örfáum dögum seinna var unglingspilt- ur að róta í árbakka austur í Kotmúla í Fljótshlíð og hvað kemur þá upp í hendurnar á honum nema spjótsoddur af þeirri gerð, er sænska konan hafði spurt um. Eg fiýtti mér að skrifa konunni aftur um fundinn, og bað hana blessaða að gera sem flestar fyrirspurn ir. ef það mætti verðá til þess, að merkismunir fýndust í jörðu. Margir virðast halda að að- alstarf safnvarðanna sé í því fólgið að leggja sýningarmun- ina í hillur og svo búið En að- alvinnan fer fram að tialda- baki. Hún er í því fólgin að gera þessar fornminjar arðbær ar fræðimönnum og almenn- ingi. Þjóðminjasafnið leitast við að vera fræði- og vísinda- stofnun í þeim greinum. sem varða safngripina. Það liggur í augum uppi að gildi hlutanna fer að verulegu leyti eftir því, að þeir séu rétt staðsettir í tíma og rúmi og fenenar allar upplýsingar um þá. Hér gefst bó hvergi nærri eins Kott tæki færi til fræðistarfa og þyrfti, öll fræðistörf eru unnin í hjá- verkum. Niðurstöður af helztu rannsóknum eru birtar í Árbók fornleifafélagsins. en það félag starfar í nánum tenslum við Þjóðminjasafnið Enda eru starfsmenn lífið og sálin i fé- laginu Árbókin fer víða um heim og í staðinn fáum við sams konar rit frá útlendum vísindafélögum En fræðistörf- in stundum við sem sagt af veikum burðum. dagleg önn safnsins situr i fyrirrúmi, skráning hlutanna og varð- veizla. Safnið vex nokkuð, eign Þjóðminjasafnið á sterk ítök í huga almennings. Þó hygg ég, að ekki sé öllum Ijóst það mikla starf og flóknu verk, er liggja að safninu. Ýmsir virðast halda, að verkefni fornleifa- fræðinganna sé það eitt að raða skemmtilegum forn- munum unp í hillur og líma á þá fróðleiksmiða. Á sumr- in velji þeir sér einhvern fagran og heilnæman stað upp í sveit og njóti bar góða loftsins í spennandi fornleifagreft.i. Fréttamaður Tímans lagði leið sína á Þjóðminjasafnið um daginn og hitti þar -safnverðina að máli. Við komumst fljótt að raun um, að starfið er annað og meira en dedúa við sýning- arskápa og stunda skemmtilega útivinnu í góðu veðri á sumrin. Dr. Kristján Eldjárn rakti lítillega sögu safnsins, en það er stofnsett tiltölulega snemma miðað við íslenzkar stofna-nir. — Við teljum stofndaginn 24. febrúar 1863, sagði Krist- ján, — það voru áhugasamir einstaklingar, sem börðust fyr- ir því. Séra Helgi Sigurðsson á Jörfa átti nokkurt safn forn- muna, hann gaf landinu 15 þessara gripa í því skyni, að þeir yrðu vísir að forngripa- safni. Stiftsyfirvöldin tóku formlega við gjöfinni með bréfi dagsettu 24. febrúar 1863 og gengust þannig undir skil- yrðin, sem voru sett. — Svo var ráðinn þjóðminja vörður í hvelli? — Nei. Sigurði Guðmunds- syni málara var falið að vera umsjónarmaður, hann fékk ekk ert kaup. En þessi barátta þeirra félaga og Jóns Árnason- ar þjóðsagnaþuls varð til þess, að stofnunin komst á fót tiltölu lega snemma. Til samanburðar má geta þess, að National mus- éet í Kaupmannahöfn er um það bil 150 ára og Háskólaforn- minjasafnið í Osló er álíka gam alt. — Hvar var safnið til húsa í öndverðu? — Fyrst um sinn var það á dómkirkjuloftinu með stifts- biblíótekinu. Síðan var það í fleiri húsakynnum, unz það að lokum komst í Safnhúsið við Hverfisgötu árið 1908. Sigurður málari dó árið 1874 og var þá Jón Árnason einn um siónarmaður safnsins til ársins 1878, unz Sigurður .Vigfússon gullsmiður, oftast kallaður forn fræðingur, tók við vörzlu þess með honum. Síðar voru umsjón armenn Pálmi Pálsson og Jón Jakobsson. En árið 1908 er stofnað emb ætti þjóðminjavarðar og árið áður höfðu verið sett lög um vemdun og viðhald forngripa Þjóðminjavörður átti jafnframt að verða forstöðumaður safn^ ins. Annað finnst ekki í íslenz’ um lögum um safnið. Starfsem in fer því að mestu fram eftf regluin, sem hafa mótazt. Star semin greinist í ýmsa megin þætti. Safnstarfið er allt ann að en fornminjavarzlan, svo að dæmi sé nefnt. í rauninni er bað svo. að safnstarfið er aðal- starfið, en safninu er auðvitað skylt að gæta fornleifa og hafa eftirlit með friðuðum forn- menjum. Fyrst og fremst er þar um að ræða gömlu byggingarnar. Vernd þeirra er mikið starf og örðugt. Við eigum þó nokkuð af gömlum byggingum, sem eru undir eftirliti safnsins. Hóla- dómkirkja og einar fimm torf- kirkjur, enn fremur ýmsa gamla bæi, Burstarfell, Glaum- bæ, Grenjaðarstað o. fl. Það er tiltölulega auðvelt að eiga við kirkjurnar, en bæirnir eru örð ugri viðifangs og kemur þar tvennt til: frumstætt bygging- arefni og óblíð veðrátta. Það er því enginn hægðarleikur að halda þessum gömlu húsum við. En með nútímatækni og stöðugri gát hefur það þó tek- izt að mestu. Við höfum sett járn innan í torfþökin til að styrkja þau og komið fyrir loft ræstingu. En þessir gömlu bæ- ir þurfa nákvæma umhirðu, og við þurfum á hverju sumri að glíma við þessar byggingar. Þá þurfum við jafnan að vera á varðbergi, ef fólk finn- ur1 fornminjar. Síðari áratugi hefur margt komið í Ijós, sem jörðin hefur geymt, er stórvirk ar jarðabótavélar bylta um jarð Mest eru það húsarústir frá miðöldum og talsvert hefur einnig fundizt af gröfum úr heiðnum sið. Að öllu saman- lögðu má segja, að við séum mjög á faraldsfæti allt sumar- ið, erum ekki heldur fleiri en þrír auk aðstoðarmanns. Umfangsmestu fornleifarann- sóknir, sem hér hafa farið fram, er uppgröfturinn í Þjórs árdal undir forustu Matthíasar Þórðarsonar. Fornleifarann- sóknir hafa einnig verið fram- kvæmdar í Skálholti, Bergþórs- hvoli og víðar. Svo er það safnstarfið sjálft, sem er meginþáttur starfsem- innar. Þar er fyrst að nefna þá hlið starfseminnar, sem að almenningi snýr, sýningarstarf ið, andlit Þjóðminjasafnsins. Við útbúum sýningarsalina, kveðum á, hvað ástæða sé til að sýna. Safnið er opið daglega sumarmánuðina, en annars 4 daga vikunnar. Þessa hlið starfsins kannast flestir við. hún blasir við almenningi. Síð ast liðið ár voru gestir safns- ins um 30 þúsund og fer sífiölg andi. Útlendingar eru þar fjöl- mennir. Til sýnis eru flestir beztu og merkustu hlutir safns ins. Hverjum hlut fylgja stutt- orðar upplýsingar um uppruna hlutarins og eðli, þar er leit azt við að svara i nokkrum orð- um helztu spurningum, sem safngestur kynni að spyrja. Auk þess stefnum við að því að halda sérsýningar, þegar til efni gefst. Þar á meðal má nefna Skálholtssýninguna, sýn- ingu Jóns Sigurðsspnar og minningarsýningu Sigurðar málara. Nú er í ráði að halda sérsýningu á vatnslitamyndum Oollingwoods. Hann ferðaðist hér víða um land skömmu fyrir aldamót og málaði urmul af smámyndum. Þó að Þjóðminjasafnið sé ekki stórt, er það fulltrúi heill- Krlstján Eldjárn þjóðminjavörður I skrlfstofu sinni veginum. Enn fremur reynum við að framkvæma fornleifa- rannsóknir, eftir því sem við höfum bolmagn til. Þess má geta, að fornleifarannsóknir eru ekki laggleg skylda okkar, en við teljum samt, að sæmd okkar liggi við, að við sýnum einþvern lit á að sinna rann- sóknum af þessu tagi, sem svo mjög eru nú stundaðar með öðrum þjóðum. Þetta verkefni okkar er þó einhæft, því að hér hefur byggð staðið stutt og menning- ar’lífið verið einhæft alla tíð. Uppgröftur aö eröf í Oræfum, par sem grafnar voru upp rústir öýlis frá miðöldum. Rannsóknirnar I Gröf, sem gerðar voru af Gísla Gestssyni voru merkur þáttur í könnun húsaskipunar og bygging. arlags á íslandi fyrr á öldum. — (Ljósmynd: Gisli Gestsson). Skyggnzt bak við and- . i lit þjóðminjasafnsins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.