Tíminn - 07.11.1961, Blaðsíða 3
TjfclíINN, þriðjudaginn 7. nóvembcr 1961.
Hermennirnir eru
óþægir í Kongó
NTB—Leopoldville, 6. nóv.
Flugvél frá Sameinuðu þjóð
unum hefur nú flutt 130 her-
menn úr liði miðstjórnarinnar
í Kongó frá Luluaborg til Leo-
poldville, en þeir höfðu gert
uppreisn gegn liðsforingjum
sínum.
Talsmaður S. Þ. sagði í dag, að
þeir hefðu verið fluttir, þar eð ótt-
azt hefði verið, að þeir ykju á
spennuna í Luluaborg, ef þeir
dveldust þar.
200 féllu
Að því er talsmaður S. Þ. sagði,
höfðu hermenn þessir látið í Ijós
óánægju sína í bænum Luputu á
landamærum Katanga og Kasai-
héraðs, þar sem vopnaviðskipti
hafa átt sér stað síðustu daga.
milli miðstjórnarhermanna og her
sveita Tshombe. Þessi bær hefur
orðið fyrir innrásum Katangaflug-
véla. Áhorfandi í Leopoldville skýr
ir svo frá, að þegar uppr'eisnarher-
mennirnir komu þangað, hafi þeim
þegar í stað verið ekið á brott af
Kongóhersveitum.
Áreiðanlegar heimildir fullyrða,
að herdeild úr miðstjórnarhernum
sem gerði innrás í bæinn Katanga
55 km innan við landamæri Kat-
anga, hafi orðið að snúa við, er
hún kom að eyðilagðri brú. Jafn-
framt var skýrt frá því, að 200 her
menn úr Kongóhersveitunum hafi
fallið, þegar þær gerðu árás á Kan
iama. Eins og áður var skýrt frá
hefur miðstjórnin kallað her sinn
heim eftir að Katangaherinn hindr
aði sókn hans.
Vopnaðar flugvélar
verja Kasai
Aðalbækistöð Sameinuðu þjóð-
anna í Leopoldville upplýsti í dag,
að sænskar þrýstiloftsflugvélar, út
búnar tuttugu millimetra vélbyss-
um og flugskeytum, væru nú reglu
lega á sveimi yfir KasaiJhéraði til
að hindra sprengjuárásir flugvéla
frá Katanga.
f Leopoldville hefur stjórnin
ekki veitt neinar upflýsingar um
ástandið í Luluaborg, en áreiðan-
legar heimildir telja, að enn ríki
þar mikil spenna eftir að hersveit-
ir miðstjórnarinnar í Kongó réð-
ust þar á Evrópumenn og hand-
tóku menn skilyrðislaust. Fjöl-
skyldur Evrópumanna í borginni
leituðu verndar hjá hersveitum S.
Þ. Mobutu hershöfðingi sendi ný-
lega út 400 manna lið til að halda
uppi ró og friði í bænum.
Tshombe forseti í Katanga kom
í dag heim til Elizabethville frá
Genf, en þar var hann nýverið und
ir læknishendi. Hann stóð stutt
við í Brazzaville í Kongó-Iýðveld-
inu (Áður Franska-Kongó) og
ræddi við forsetann Fulbert You-
lou.
TROTSKY
Táragasstríð geys-
ar við landamærin
NTB—Berlín, 6. nóv.
í dag var háð táragasstríð á
borgarmörkum Austur- og
Vestur-Berlínar. Samkvœmt
upplýsingum lögreglunnar I
Vestur-Berlín köstuðu austur-
þýzka alþýðulögreglan og lög-
reglan í V.-Berlín 144 táragas-
sprengjum hvor gegn annarri.
Alþýðulögreglan byxjaði, en
fyrstu sprcngjunum var beint gegn
verkamönnum frá Vestur-Berlin,
sem ætluðu að fjarlægja 200 metra
langa gaddavírsgirðingu, sem náði
inn á yfirráðasvæði Frakka í borg-
inni.
Lögreglan í Vestur-Berlín svar-
aði árásinni í sömu mynt — með
táragassprengjum, og þannig héldu
báðir aðilar áfram, unz þeir höfðu
kastað 72 sprengjum hvor. Lög-
reglan í Vestur-Berlín segir, að
enginn hafi særzt. — Lucius Clay
hershöfðingi, persónulegur fulltrúi
Kennedys forseta í Berlín, opnaði
í dag sýningu um múrinn, sem op-
in verður jafnlengi og hann skiptir
borginni. Clay sagði í ræðu, að
múrinn væri hlutur, sem aldrei
mætti gleyma eða fyrirgefa. Sýn-
ingin, sem blátt áfram er kölluð
„Múrinn“, er skýrsla í myndum af
múrvegg þeim, sem alþýðulögregl-
an byggði 13. ágúst s.l. og næstu
daga á eftir. Á sýningunni gefur
að líta kort af Berlín, þar sem
borginni er skipt í tvennt með
gaddavírsþræði og múrvegg með
svörtum trékrossum á þeim stöð-
um, þar sem austur-þýzka lögregl-
an skaut austur-þýzka flóttamenn,
sem reyndu að komast undan til
Vestur-Berlínar. Upplýsingaþjón-
ustan Bandaríkjanna stendur fyrir
þessari sýningu.
Landsliöiö
sigraði
Síðasti leikur danska handknatt-
leiksliðsins fór fram í gærkvöldi
að Hálogalandi, og lék það þá gegn
íslenzka landsliðinu. Leikar fóru
þannig, að landsliðið sigraði með
18 mörkum gegn 10. — Nánar á
íþróttasiðu á morgun.
Atvinnulífiö í
Höfðakaupstaö
Höfðakaupstað 31. okt.
Sæmileg hausttíð hefur verið
hér, enosumarið var frekar erfitt
og óþurrkasamt.<íHeyforði bænda
er þó sæmilegur.
Slátrað var 7700 fjár hjá Kaup-
félagi Skagstrendinga og um 70—
80 stórgripum. Meðalkroppþungi
dilka varð 13.5 kg, eða 1 kg minni
en árið 1960.
10 bátar stunda nú sjóróðra héð
an, þar af tveir 70 tonna.
Afli er sæmilegur en ógæftir
hamla. Næg atvinna hefur verið
hér í sumar og haust. Nokkuð af
fólki hefur flutzt inn.
Mikil húsnæðisvandræði eru
hér, en húsbyggingar ganga mjög
hægt. p. J.
Verður mál Trotskys
tekið upp að nýju?
NTB—París, 6. nóv.
Á laugardaginn var birt í
París bréf frá ekkju Trotskys,
frú Nathalie Sedova-Trotsky,
til Æðsta ráðs Sovétríkjanna
og miðstjórnarinnar í Moskvu,
þar sem frúin krefst uppreisn-
ar æru fyrir mann sinn, sem
hún kveðst ekki efast um, að
hafi verið myrtur að undirlagi
Stalínista, en Trotsky var sem
kunnugt er ráðinn bani í Mex-
ico 1940. Eftir þær afhjúpanir
á Stalín og félögum hans, sem
síðasta flokksþing í Moskvu
gerði heiminum kunnar ákvað
frúin að skrifa yfirvöldum
Sovétríkjanna og óska þess, að
málið yrði tekið upp að nýju.
Bréf ekkjunnar var formlega
birt á laugardaginn af „Fjórða al-
þjóðasrambandinu“, sem Trotsky
stofnaði 1938.
Mikilvægt hlutverk
Trotsky gegndi mikilvægu hlut-
verki fyrir og eftir byltinguna
1917. Hann var fyrsti utanríkisráð-
herra Sovétstjórnarinnar og skipu-
lagði siðan Rauða herinn, þegar
hann varð varnarmálaráðheiTa.
Eftir lát Lenins 1924 lenti hann í
deilum við flokksforystuna og eink
um Stalín. 1925 var hann sviptur
ráðherraembætti og rekinn úr
flokknum ári síðar. 1929 varð hann
STALÍN
að flýja land. í útlegðinni skrifaði
hann margar bækur um sögu bylt-
ingarinnar og réðst mjög harka-
lega á pólitík Stalins og gerðir.
Ekkja Trotskxs krefst þess nú, að
maður hennar fái uppreisn æru
og málið verði tekið upp frá rót-
um að nýju, en auk þess biður hún
um upplýsingar um son þeirj-a
Trotskys, Leon Sedoff Trotsky,
(Framhald a 2 siðu. >
Afmælisfundir í
Moskvu og Peking
NTB—Moskva og Peking,
6. nóv.
Krústjoff forsætisráðherra
Árangursríkur fundur
Varðbergs á SeBfossi
Varðberg, félag ungra áhuga-
manna um vestræna samvinnu,
hélt almennan fund á Sclfossi sl.
sunnudagskvöld. Fundur þessi var
fjölsóttur og árangursríkur. Var
það ekki sízt af " " herför „her
námsandstæði) RCykjavík ái
fundinn. í liði . voru hálf-i
sturlaðir Moskvu-koinmúnistar og
ræður þeirra undirstrikuðu og
gerðu mönnum Ijósara cftir en áð-
ur, hve nauðsynlegt það er lýðræð-
isþjóðunum að standa fast saman
og eiga sem nánasta samvinnu um
öryggismál. Eins og þeir túlkuðu
kommúnismann í ræðum sínum,
fer ekki á milli mála, að hann
bruggar banaráð „vestrænu frelsi
og lýðræði“, sem þessir kommú-
nistar í hernámsandstæðingafylk-
ingunni hrakyrtu mjög og töldu
einskis virði, jafnframt, sem þeir
fullyrtu, að hvergi væri lýðræðið
eins fullkomið og í Rússlandi!!
Frummælendur á fundi þessum
voru Guðmundur H. Garðarsson,
viðskiptafræðingur, Tómas Árna-
son, lögfræðingur og Pétur Pét-
ursson, forstjóri. Mæltist þeim vel
og stillilega og fengu ágætar und-
irtektir við mál sitt.
Skömmu áður en framsögumenn
luku máli sínu gengu „hernáms-
andstæðingar" í salinn. Fyrir þeim
fór Jónas Árnason og gekk hann
K/arlaust til fundarstjóra og lagði
fram lista um þrjá ræðumenn.
Hugðust „hernámsandstæðingar“
greinilega ,,stela“ fundinum. Fund
arstjóri, Óskar Jónsson, fyrrum al
þingismaður, taldi eftir ást'æðum
rétt að gefa heimamönnum orðið
fyrst og töluðu nokkrir þeirra áð-
ur en hinir síðbúnu gestir fengu
orðið. Fyrstur heimamanna talaði
„hernámsandstæðingurinn" Gunn-
ar Benediktsson úr Hveragerði og
lýsti lýðræðinu í Rússlandi, sem
hann taldi fullkomið. Fyrstur að-
skotamanna talaði Jónas Árna- i
Fékk hann fádæma slæmar und i
tektir og átti fundarstjóri fullt i
fangi með að fá hljóð í salnum.
Moskvukommúnistar fengu betra
hljóð, enda voru ræður þeirra lær-
dómsríkar fyrir marga þá, sem í
vafa hafa verið um hið sanna eðli
kommúnismans og þeirrar hugs-
unar, sem að baki hans stendur.
— Samtals tóku 14 menn til máls
og talaði aðeins einn Selfyssingur
gegn aðild íslands að Nato. — Það
var mál manna, að beztu ræðuna á
þessum fundi hafi haldið Óli Berg
sveinsson, kennari á Selfossi, en
fjölmörgum mæltist afburða vel.
Var ekki laust við að nokkur hiti
væri í mönnum eftir ræður
Moskvumannanna.
Stjórn Varðbergs mun hyggja
á fleiri slíka fundi víðar á landinu.
Jafnframt hefur verið ákveðið, að
þessir fundir séu ein.göngu kynn-
ingarfundir, en ekki ályktunar-
fundir. Engin ályktun var gerð á
Selfossfundinum. Gunnar Bene-
diktsson hafði borið fram tillögu
til ályktunar á fundinum, en fund
urinn samþykkti að bera hana ekki
undir atkvæði, þar sem markmið
þessara fundarhalda er ekki að
gera ályktanir.
og öðrum Sovétleiðtogum var
fagnað með þriggja mínútna
lófaklappi á fundi, sem hald-
inn var í tilefni af byltingar-
afmælinu á morgun.
Um 5000 konur voru m.a. á
fundinum, sem haldinn var í hin-
um nýtízkulega fundarsal i Kreml.
Krústjoff var þreytulegur og klapp
aði ekki, þegar ræðumaður eftir
ræðumann reis úr sæti og lofaði
brautryðjandastarf hans í barátt-
unni gegn afleiðingum persónu-
dýrkunarinnarí albanska kommún-
ilstaflokknum og hinni flokksfjand
samlegu klíku
Nikolaj Dygaj stjórnaði fundin-
utn, en cnginn af hinum æðstu
ráðamönnum hélt ræðu. eins og
búizt haf'ði verið við. Lesin var
upp kveðja frá íbúum Moskvu,
sem fullvissuðu miðstjórnina um
stuðning sinn við samþykktir 22.
flokksþingsins. Um alla borgina
hafa veri sett upp xauglýsinga-
spjöld og fánar dregnir að hún til
að minnast afmælisins á morgun
í dag var einnig haldinn fundur
1 Peking vegna afmælisins. Am-
bassador Aíbaníu í Peking gekk
af fundi í broddi sendinefndar
sinnar, þegar hinn sovézki starfs-
bróðir hans. V. Tsjervonénko,
réðst á kommúnistaleiðtoga Alban
íu í ræðu sinni. Blög og frétta-
stofur í Kína hafa aftur á móti
stutt Albani og stefnu þeirra
Ijóst og leynt með ýmsum hætti
upp á síðkastið.