Tíminn - 07.11.1961, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.11.1961, Blaðsíða 6
6 T f MI N N, þriðjudaginn 7. nóvember 1961. J6n ívarsson: Mikil fjárfesting - aukin útgjöld Þegar hlutafélagið Áburðarverk- smiðjan hefur tekið við áburðar- verzluninni eins og landbúnaðar- ráðherra hefur ákveðið samkv. bréfi til verksmiðjunnar 30. okt. síðast liðinn, verður væntanlega sú mikla breyting á, að allur erlendur áburður, 12 þúsund smálestir eða meira, kemur til eins staðar á land- inu, sem er Gufunes, í stað þess að hann hefur áður verið fluttur frá útlöndum beint til hinna einstöku hafna landsins, sem eru um 50 talsins. Meiri hluti verksmiðjustjórnar- innar lítur svo á, að mikill ávinn- ingur sré að breytingu þessari fyrir þá er áburð kaupa, og mun því framfylgja þeim háttum að flytja allan áburð fyrst til Gufunes's, strax í vetur. Eins og kunnugt mun vera, er tilætlunin að flytja áburðinn allan lausan — þ. e. ósekkjaðan — í stór um skipsförmum, 3000 smál. eða meira í senn, skipa honum upp með mikium hraða í Gufunesi, flytja hann í geymsluhús og sekkja hann í stórvirkum vélum og að því búnu senda hann með skipum til einstakra hafna, eða afgreiða hann með bifreiðum eins og t. d. í ná- grenni Reykjavíkur og líklega einn ig í Árnes-, Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu. Að undanförnu, eða síðan millilandaskip gátu feng- ið afgreiðslu í Þorlákshöfn, hefur meginhluti áburðar þess, er þær sýslur hafa keypt, verið afgreiddur til þeirra þar. Fái hin einstöku byggðarlög landsins, sömu þjónustu í áburðar- verzluninni og undanfarið, verður að senda um eða 80 hundraðs- hluta áburðarmagnsins aftur með skipum frá Gufunesi. Eins og gefur að skilja þarf góða og sérstaka aðstöðu og viðbúnað á þeim stað, sem ætlunin er að fram- kvæma allt þetta á með nægilegum hraða o<g fullu öryggi. Fyrst og fremst verður að telja nægilega stóra og öfluga bryggju, er allstór skip geti lagzt og legið við, þvl ráðgert er að hver áburð- arfarmur sé ekki minni en 3000 smálestir, sem afgreiða þarf eða losa á tveimur til þremur sólar- hringum. Skipaleiga er hlutfalls- lega lægri á smálest í stórum förm- um en smáum og skiptir um leið miklu að losun taki sem skemmst- an tíma. Bryggja sú, sem nú er í Gufu-1 nesi er of litil og naumast nægi- lega traust fyrir þau skip er hér um ræðir, auk þess sem ekki er fært að liggja við hana og losa farma á henni nema veður og sjór sé hagstætt. Menn með sérþekkingu telja, að j stækka þurfi bryggjuna um 20 ’ metra og auk þess styrkja þá sem i er verulega. Kostnaður við það var | á árinu 1960 talinn að vera ekki minni en 2.5 millj. króna. Síðan hafa orðið hækkanir miklar bæði gengisskráningarbreytingar á erl. gjaldeyri og vinnulaunum, þannig að kostnaðurinn yrði aldrei minni en 3 millj. króna en yrði sennilega töluvert meiri. Þessu næst verður að hafa öflug og fljótvirk tæki tll losunar áburð- inum úr skipunum, 1000—1500 smál. á sólarhring og koma honum án tafar í geymsluhús. Fyrir einu ári var verð slíkra tækja áætlað 600 þús. krónur, en yrði nú aldrei undir 700 þús. krónum. Þá er það stórt hús, sem þarf til að geyma í áburðinn og sekkja hann ásamt rými fyrir allan útbún- að og menn sem að því vinna. Áætlað hefur vcrið að slíkt hús kosti 3.750 þús. krónur, en kostar víst aldrei minna en 4 millj. króna. Næst koma sekkjunarvélar tvær, óforsvaranlegt væri að hafa eina vegna bilunarhættu, en ef öll sekkjunin á að fara fram í febr., marz og apríl má engan tíma missa vegna bilana eða annars, því áburð urinn þarf að vera tilbúinn og kominn út um land nægilega snemma. í sambandi við sekkjun þarf færiband með tilheyrandi út- búnaði og mokstursvélar. Á árinu 1960 var kostnaðarverð alls þessa áætlað tæpar 3 milljónir króna en mundi nú varla kosta minna en 3.6 millj. króna. Enn er ótalið, að óhjákvæmilegt er að hafa timburpalla eða grindur til að stafla áburðarpokunum á um leið og sekkjun fer fram og láta þá standa á þangað til áburðurinn er fluttur I skip eða á bifreið. Pall- ar þessir eru taldir að kosta sam- tals ekki minna en 1.5 millj. króna. Séu þessir kostnaðarliðir taldir saman, verða þeir þannig: 1. Stækíkun bryggju og styrking .................... 3.0 millj. kr. 2. Uppskipmnartæki á bryiggju ...................... 0.7 — — 3. Sekkjunarvélar, færib. með tilheyr. ag mokstursvélar 3.6 — — 4. TimburpaMar ...................................... 1.5 — — 5. Geymslu- og seffckjunarhús........................4.0 — — Samtals 12.8 millj. kr. Auk þess ófyrirsjáanlegur kostnaður 0.7 — ‘ — Alls 13.5 millj. kr. AMt það sem hér er talið virðist brýnn og óhjákvæmileigur kostn- aður, eigi þetta sem um er rætt að gerast. Það er etigu meiri lík- ur til þess að kostnaðUrinn verði minni en hér er talið heldur en að hann verði enn meiri. Hvort sem heldur væri, er hér um stór- fellda fjárfestingu að tefla, sem veldur mjög tilfinnanlegum árleg um kostnaði, sem kemur fram I verði áburðarins, annaðhvort þess áburðar, sem innfluttur verður eða hins, sem unninn er í Iandinu, nema hvort tveggja sé. Hin árlegu útgjöld, sem ekki verður komizt hjá að taka til greina eru vextir, viðhald og vá- trygging hinna nýju eigna auk lög boðins framlags til fyrningasjóðs verksmiðjunnar. Vexti verður að reikna hvort sem Iánsfé eða sjálfs 1. Vextir 9% af 13.5 miilj. kr.................... kr. 1.215.000,— 2. Viðhald 3% af sömu fjárhæð.................... — 405.000.— 3. Vátrygging eignanna .......................... — 4. Fymingargjald .............................. • • — 67.500.— 2J/2% af 4.5 mrllj. kr, og 7V4% af 9.0 millj kr...— 787.500,— Samtals kr. 2.475.000,— aflafé er notað til framkvæmd- anna og kaupanna. Bankamir greiða af innstæðufé 9% vexti ef lég er óhreyft í eitt ár. Af lánun- um — víxlunum eru reiknuð 10%. Hér verður að miða vextina við 9 af hundraði að minnsta kosti. Viðhaldskostnaður á eignum verksmiðjunnar virðist hafa á ár- inu 1960 verið 3% af kostnaðar- verði að meðaltali og getur naum- ast orðið minni en þar reynist. Vátrygging er reiknuð eins og hún virðist hafa reynzt i Áburð- arverksmiðjunni á seinasta ári og fymlng hin sama og lög um áburð arverksmiðju kveða á lægsta. Samkvæmt þessu sem ag fram- an er sagt, verða árleg útgjöld vegna hinnar breyttu skipunar eins og hér fer á eftir: Ekki er enn sfjáanlegt að þessi úfcgjödd verði umflúin en þau nema upp undir tvö hundruð krón um á hverja smálest áburðar, sem inn er flutt að meðaltali. Að ó- breyttri skipun áburðarverzlunar- innar þurfti ekki að koma til neinna þessara útgjalda, sem er afleiðing hinnar stórkostlegu fjár MINNINGARATHÖFN um konu mína, móSur okkar og tangdamóSu r Jónínu Viiborgu Jónsdóttur, Hofl f Álftaflrðl far fram frá Fossvogskapellu mlSvlkudaglnn 8. nóv. kl. 10,30 f. h. JarSsett verSur aS Hofl. Eftlr ósk hlnnar látnu eru blóm vinsamlega afþökkuS, en þeim, sem vllja mlnnast hennar er bent á Hofsklrkju. Björn Jónsson börn og tengdabörn. Maðurlnn mlnn og faSlr okkar Danival Danivalsson, kaupmaður, Hafnargötu 52, Keflavlk lázt I sjúkrahúslnu í Keflavfk 6. nóv. Ólfna Guðmundsdóttlr og börn. festingar sem ráðin er og þegar er gerð greiu fyrir. Að óbreyttu fyrirkomulagi vant aði engar nýjar bryggjur, engin ný hús, ekki vélar né tæki vegna áburðarins, þvi að aðstaða var fyrir hendi á hverri höfn til að veita honum viðtöku án nýrrar f jár festingar eða aukins kostnaðar. Hin ráðgerða fjárfesting í Gufu- nesi er bein afleiðing nýrrar skip unar áburðarverzlunarinnar og verður ekki bændum til hagsbóta. TRÚLOFUNAR H R I N G A R WtWCHá«.STÍO 2 „Góð brú er Bifröst" Svo segir í Gylfaginningu, að þegar Gangleri spurði frétta í Ásgarði, mælti hann með'al ann ars: „Hver er leið til himins af jörðu?“ Þá svarar Hár og hló við: „Eigi er nú fróðlega spurt. Er þér eigi sagt það, að goðin gerðu brú til himins af jörðu, og heitir Bifröst? Hana muntu séð hafa, kann vera, að það kall ir þú regnboga. Hún er með þrem litum og mjög sterk og ger með list og kunnáttu meiri en aðrar smíðir. . . . Góð brú er Bifröst“. Regnbogalitina, tákn friðar og bræðralags, hafa samvinnu- menn um heim allan sett í fána sinn. Nafn hinnar góðu brúar hafa íslenzkir samvinnu- menn valið gististað sínum og menntasetri. Bifröst í Borgarfirði er fyr- ir löngu þjóðkunnur staður. Þar hefur tekizt að samræma á mjög fullkominn hátt gisti- hús-rekstur á sumrin og skóla á vetuma. Aðbúnaður gesta og nemenda er mjög góður. Gisti- hús og skóli njóta almennrar viðurkenningar. Fyrir fáum dögum lögðu skólastjóri og kennarar í Bif- röst leið sina til Reykjavíkur með allan nemendahópinn í námsferð. Skólaferðalög eru mjög í tízku, og er venjulega í þau far- ið, þegar skóla lýkur að vori. Eru skoðanir skiptar um gildi þeirra ferða. Þykja þær oft bera meiri svip skemmtiferða en náms- ferða, og nemendur feta þar í fótspor „túrista", oft meir en aldur og þroski gefa efni til. Þessi námsför skólans að Bif röst er með allt öðrum hætti. Dvalið er í Reykjavík í þrjá daga, hópurinn heldur saman og vinnur eftir fyrirframgerðri stundaskrá. Farið er í heim- sókn til Sambands isl. sam- vinnufélaga og þegnar veitingar og hlýtt á fróðleg erindi í hin- um fyrri húsakynnum Sam- vinnuskólans f Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu. Síðan er hús- ið skoðað og nemendum kynnt sú starfsemi, er þar fer fram. Hlutlausar frásagnir leiðsögu- manna og hið lifandi starf, sem fyrir augun ber, opna sýn inn í þá þjónustu, sem þarna er af höndum innt fyrir meir en 30 þúsund félagsmenn kaupfélag- anna og fjölskyldur þeirra og raunar þjóðina alla. Nemend- um skilst, að Samvinnuskólinn að Bifröst, sem þeir meta svo mikils og verið hefur þeirra óskadraumur, hefur að bak- hjalli Sambandið, Sambandið er kaupfélögin, kaupfélögin fólkið í landinu. Fyrrverandi skólastjóri og faðir Samvinnuskólans, Jónas Jónsson, stígur í kennarastól og ávarpar nemendur samkvæmt ósk núverandi skólastjóra. Það er lokaþáttur heimsóknarinnar í Sambandshúsið og undirstrik ar á virðulegan og viðeigandi hátt þau órofatengsl, sem eru á milli þess, sem var og er, á milli þess skóla, sem bjó við þröngan húsakost og sambýli við skrifstofur í Sambandshús- inu og býr nú við glæsileg húsa kynni Bifrastar. Síðar er komið um borð í stærsta skip íslenzka siglinga- flotans, Hamrafell, sem er eign kaupfélagsfólksins i landinu. Þá eru skoðuð listasöfn, farið í Þjóðleikhúsið og Alþingi heim sótt. Komið er að Reykjalundi og í áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Hópurinn fylgist fast að. Við sameiginlegar máltíðir gilda borð'siðir frá Bifröst. Heimsókn Samvinnuskólans til höfuðstaðarins er til fyrir- myndar eins og skólinn allur. í honum er engu síður lögð á- herzla á hina uppeldislegu hlið skólans, en nauðsynlega bók- Iega þekkingu. Skólaferðin er fyrst og fremst uppeldi og þátt ur í því, að kynna, nemendum þjóðlífið og gefa þeim tæki- færi til að komast í snertingu við æðri listir. Það má vera samvinnumönn- um gleðiefni að hugsa til skól- ans í Bifröst. Þaðan fá kaupfé- lögin gott starfslið og þjóðfélag ið vel menntaða borgara. Hag- nýt fræðsla, uppeldisáhrif fag- urra lista og tengsl við þjóðlíf- ið er mjög í anda brautryðj- enda samvinnustefnunnar á fs- landi. P.H.J. AFMÆLISHÓF Vinir og velunnarar frú Elínborgar Lárusdóttur hafa ákveðið að halda skáldkonunni kaffisamsæti á sjötugs- afmæli hennar þann 12. nóvember næstkomandi. Hóf þetta verður i Þjóðleikhúskjallaranum og hefst kl. 20.00. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir mun setja hófið, Helgi Sæ- mundsson halda fyrirlestur um ritstörf skáldkonunnar og Sveinn Víkingur mun lesa upp úr nýju bókinni hennar. — Dag skal að kveldi lofa — sem kemur út á afmælisdegi höfundar. Auk þess verður lesið upp úr fleiri bókum hennar. Þeir, sem heiðra vilja skáldkonuna með nærveru sinni, eru vinsamlegast beðnir um að rita nöfn sin á þátttöku- iista, sem liggja frammi í Bókhlöðunni. Laugavegi, Bóka- búð Lárusar Blöndal, Skólavörðustig. Bókaverzlun Sig- fúsar Eymundssonar og Bókabúð Norðra. Hafnarstræti 4. Nýtizku húsgögn Fjölbreytt úrval. Póstsendum. AXEL EYJÓLFSSON Skipni.lti ? Simi 10117 Sfúlka óskast til heimilisstarfa. — Upplýsingar ) síma 3 79 10 *%»V*V*V*V‘V»V‘V‘VV‘V‘V*V‘V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.