Tíminn - 07.11.1961, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.11.1961, Blaðsíða 16
284. blað. Þriðjudaginn 7. nóvember 1961. KLAKHUS FISKELDISSTOÐVARINNAR í KOLLAFIRÐI VAR TEKIÐ í NOTKUJV í GÆR. ÞÁ VAR KOMIÐ, ÞANGAðJ MEÐ FYRSTU HROGNIN ÚR ELLIÐAÁNUM. Við höfðum spurnir af iþví í gærmorgun, að Erik Mogensen, fiskiræktarfræðingur rafveitunn- ar, ætlaði að kreista fyrstu lax- ana úr Elliðaánum í gær. Við ók- um því inn að rafstöð til að leita að Mogensen og fengum þær upp- lýsingar, að hann væri staddur við klakhúsið skammt fyrir1 neðan stöðvarbyggingarnar. Þar hittum við starfsmenn frá rafveitunni, en Mogensen var hvergi nærstaddur. Rafveitumenn sögðu hann farinn upp með ánum að kreista lax. — Hann er á gulum ópel, sögðu þeir. Leítað við ána Við ókum upp að stíflu, en höfð um hvorki veður né reyk af Mog- ensen. Þaðan h’éldum við yfir á Suðurlandisvegihn, fórum fram'hjá tveim eða þrem afleggjurum til hægfi og vöícjum þann, sem ligg- ur0að efri, gtííiunni. BÍlstjórinn varð fyrstúr til að koma auga á ópelinn, þar sem hann stóð'a veginum skammt neð- an við brúna, en kippakorn frá ánni. Hann var mer'ktur Reykja- víkurbæ, svo nú var ekki leng- ur um að villast, en bíllinn var mannlaus. Við rjátluðum kringum hann og köHuðum Mogensen! Það kom fyr ir ekki. Loks afréðum við að fara niður að ánni og leita meðfram henni upp úr og niður úr. Við vorum stáðráðnir' í að finna Mogen sen, þó svo við yrðum að. leita frá vatninu niður að rafstöð. Ein kista eftir Mogensen og sveinar hans voru að koma frá ánni. Við gengum til Kistan var erfið viðfangs. móts við þá. Mogensen var með háfinn á öxlinni og hélt á fötu með ljósrauðum hrognum. — Það er búið hérna, sagði hann. Við eigum eina kistu eftir. Hann opnaði bílinn og hellti innihaldi fötunnar í brúsa, sem hann geymdi í skottinu. Við snerum bílnum og eltum Mogensen niður með ánni, sner- um inn á afleggjara og fórum eins langt á bílnum og hægt var að komast. i Grænagróf — Hér heitir Grænagróf, sagði Mogensen, þegar við komum, þar sem laxakistan maraði í kafi við bakkann, — og hér var einn frakk asti veiðiþjófur landsins tekinn íyrir nokkrum árum. Hann kom ríðandi sunnan yfir hálsinn og var að draga á hér um nótt. Þeir Mogensen fóru að draga kistuna upp með bakkanum. Hún maraði í djúpu vatni, og það var mikil leðja við bakkann. Þeir ætl- uðu að draga hana upp á grynn- ingu, en kistan var þung í vöfum. — Það er steinn fyrir henni, sagði Mogensen. Ljósrauð bunan Aðstoðarmennirnir óðu með taugina að grynningunni, en Mog ensen reyndi að jaga kistuna frá steininum. Hún losnaði og þeir drógu hana á grunnt. Mogensen tók upp lykla og opnaði hengilás- inn á kistulokinu. Aðstoðarmaður- inn gréip háfinn og sté niður á kistubotninn. Hann kom upp með stærðar hrygnu í háfinum, og Mogensen greip hana, strauk með fingurgómunum eftir kviðnum á henni til að gá að, hvort hrognin væru mjúk og fullþroska, brá henni yfir fat og strauk hana með kröftugum handtökum nokkrum sinnum aftur um kviðinn. Ljós- rauð bunan stóð úr gotraufinni niður í fatið. Það kom tómlegt lofthljóð úr hrygnunni við síðustu strokurnar. — Hún má fara, sagði Mogen- sen og sleppti hrygnunni í vatnið. Hún slæmdi sporðinum og stakk sér djúpt á kaf í lygnan árstraúm- inn. Flmm kistur Mogensen aðgætti hrygnurnar og lét þær, sem ekki voru kvið mjúkar, niður í háf. Þær áttu að fara í kistuna aftur. — Þær eru búnar að vera hér í Grænugróf frá því í byrjun októ- ber, sagði Mogensen. Við erum með fimm kistur í ánni, og allt að 100 laxa i hverri. í tjörninni nið- ur við rafstöð eru á þriðja hundrað laxar. Og í hverri hrygnu eru 4000 —5000 hrogn. Þetta er íyrsti dag- urinn sem við kreistum þær. Því verður lokið eftir hálfan mánuð, ef tíð leyfir. Við getum ekki kreist þær nema í frostlausu veðri, eins til tveggja stiga hita minnst. Milljónir hrogna — Þetta er fyrir Kollafjarðar- stöðina? — Já, hún á að fá eina milljón hrogna héðan og af vatnasvæði Árnessýslu. Klakhús rafveitunnar við Elliðaár rúmar eina milljón hrogna svo við notum meiri hlut- ann sjálfir af þeim hrognum sem fást úr Elliðaánum. En Kollafjarð- arstöðin fær það sem á vantar úr Stóru- og Litlu-Laxá og Höskulds- læk. Að ofan: Mogensen tekur rið- lax og kreistir úr honum hvíta bunu yfir hrognin. — Þetta má ekki vanta. Að neðan: — Þessi má fara. Mogensen sleppir hrygnunni í vafnið eftir að hafa kreist úr henni Ijósrautt innihaldið. (Ljós- myndir: Tíminn, G.E.).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.