Tíminn - 07.11.1961, Blaðsíða 13

Tíminn - 07.11.1961, Blaðsíða 13
 *E Í MI N N, þriðjudaginn 7. nóvember 1961. '3 Síðustu tvo áratugina hafa orð ið stórfelldar breytingar á lífs- kjörum kvenna í Afríkuríkjum þeiim, sem fengið hafa s'jálfstæði sitt á því tímabili. Áhrifa hefur þar gætt mjög frá kvenréttinda- baráttu vestræn.na kvenna. Hin nýju ríki, sem hafa miðað upp- byggingu sfna vi® það, sem tíðkast með hinum eldri og sjálfstæðu ríkjum, hafa álitið jafnrétti karla og kvenna Tnikilvægt atriði í nú- tíma þjóðfélagi. Þæb konur, sem fremst hafa staðið í Afríku og öðr- um austlægum löndum, hafa haft styrk af þeim áföngum, sem þegar hefur verið náð á Vesturiöndum. Árangurinn hefur orðið sá, að Austurlandakonur hafa á miklu skemmri tíma brúað bilið milli al- gerrar einangrunar í heimilinu og ábyrgðarstarfa á opinberum vett- vangi en kynsystur þeirra á Vestur- löndum, þrátt fyrir andlitsblæjur, fjölkvæni og „purdah“ — bannið / gegn því að stíga út af heimilinu. Nýlega hefur komið út bók í Bandaríkjunum eftir Ruth F. Woodsmall, „Women of the new East“, sem lýsir afrekum kvenna í sex austlægum löndum: Afghanist- an, Indlandi, Indónesíu, Iran, Pak- istan og Tyrklandi. Einna mest hrífandi er frásögnin af konum í Afghanistan, sem voru í senn ein- angraðar vegna legu lands síns og hinna ströngu innilokunarsiða. Þangað til í fyrra voru konur þar skyldar samkvæmt lögum að bera síðar blæjur, er þær fóru út á götu. Konur af æðri stéttum máttu ganga á hælaháum skóm til aðskilnaðar frá lágstéttarkonunum á flötu ilskónum. Allra fátækustu konurnar máttu vera blæjulausar vegna kostnaðar, einnig bændakon- ur við útivinnu. í ágústmánuði 1959 tóku eigin- konur háttsettra embættismanna sig saman og komu blæjulausar til hátíðahalda, er sjálfstæðis lands- ins var minnzt. Nú er heimilt að ganga blæjulaus, en ekki lögboðið eins og 1928, er framfarasinnaður konungur að nafni Amanullah sat að völdum skamman, tíma. Hann hafði ferðazt til Tyrklands og tekið Ataturk sér til fyrirmyndar. Er ungfrú Woodsmall fram- kvæmdi rannsókn sína, voru 35 af hverju hundraði kvenna ólæsar, en fyrsti skóli fyrir stúlkur var stofn- aður i Kabúl, höfuðborg Afghan- istan, 1921 og lokað 1929, er Am- anullah konungur dó. Nú er búið að endurreisa skólann, og geta stúlkur numið þar til háskólastigs. Árið 1950 var konum leyfður að- gangur að listfræðideild við há- skólann í Kabúl og ári síðar að læknadeild. Árið 1956 innrituðust 25 stúlkur í læknadeild. Þær verða samt að bera blæjur og vera hvergi á ferli með karlmönnurn, en mega samt njóta kennslu hjá þeim. Fyrsta aíganska konan, sem lauk læknaprófi nam í Pakistan. 1957 fékk hún styrk til framhaldsnáms í Bandarikjunum og þótti einstakt að leyfa ógiftri konu að ferðast til útlanda. Mæðra- og barnaeftirliti var I komið á fót með aðstoð alþjóða I heilbrigðismálastofnunarinnar og! UNICEF. llla gekk að fá stúlkur til að nema Ijósmóðurfræði. Það embætti hafði elzta kona hverrar fjölskyldu jafnan haft á hendi og þótti ástæðulaust að krefjast til þess nokkurrar sérþekkingar. Er MINNING: Matthías Þórólfsson Fæddur 19. janúar 1900. Dáinn 27. október 1961. Þegar haustvindarnir léku sér að hinu fölnaða laufi, var Matthías Þórólfsson kvaddur héðan af þess- ari jörð. Hann hafði þá barizt við erfiðan sjúkdóm í rúmt ár. í þeim veikindum sýndi hann mikið andlegt þrek og æðruleysi. Þannig lifði hann og dó í trú á Guð og allt hið góða og fagra. Ég minnist Matthíasar, sem hins trausta, glaða og atorkusama manns,- er alltaf var viðbúinn, hvað sem að höndum bar. Það er því eðlOegast að hugsa sér hann áfram glaðan og góðan starfsmann, í þeim heimi, er hann hefur flutzt til. Matthías fæddist að Dalshöfða í Vestur-Skaftafellssýslu. Foreldr- ar hans voru Guðrún Ólafsdóttir og Þórólfur Jónsson, er þar bjuggu. Hann missti móður sína ungur og var tekinn í fóstur af Valgerði Einarsdóttur og Jóni Jónssyni, sem bjuggu á Núpsstað. Bernsku- og æskuheimilisins, minntist hann ávallt með hlýju og þakklæti. Matthías hafði hlotið í vöggu- gjöf marga góða eiginleika, sem hann bar gæfu til að þroska með sér. Hann fór ungur til Danmerk- ur og Noregs og vann þar við land- búnað. Eftir að hann kom heim, vann hann að jarðrækt á ýmsum stöðum. Matthías kvæntist eftirlifandi konu sinni, Steinunni Guðjónsdótt- ur, frá Saurum í Helgafellssveit, 21. október 1933. Byrjuðu þau bú-i skap í Lyngholti í Sogamýri. Þau áttu þar indæl ár', en þar var of l.ítið starfssvið fyrir hin atorku- sömu hjón. 1937 hefja þau land- nám í Kópavogi. Þetta land var erfitt til ræktunar, holt og mýr- ar. Þarna byggðu þau fyrst lágan bæ, því að efnin leyfðu ekki annað á þeim tíma. Býlið nefndu þau Ástún. Þau hafa þá þegar átt sín fögru „Hugartún" og þeim tókst að gjöra þau að veruleika. Nú er Ástún við Nýbýlaveg, fagurt og vel byggt býli, og þár er gott bú. Bóndinn hefur lokið miklu og góðu ævistarfi. Björkin, sem hann gróðursetti í holtið, hefur dafnað vel og veitir skjól og ilm. Þegar litazt er um innanhúss er þar sama prýðin. Húsfreyjan hef- ur verið bónda sínum mjög sam- hent við að fegra heimilið. Þau Matthías og'Steinunn eign- uðust tvö mannvænleg börn. Dótt- irin, Hrafnhildur, er gift Jóni Guðmundssyni úr Reykjavík. Eiga þau þrjú börn. Þau voru yndi og eftirlæti afa, og kunnu þau líka vel að meta hann. Honum var það mikil ánægja að hafa börn í kring- um sig, og líklegt er, að bömin í nágrenninu sakni nú vinar í stað. Sonurinn, Birgir, hefur unnið að búinu með föður sínum eins og bezt verður gjört. Er hann því nú hin styrka stoð heimilisins. Við, sem höfum átt því láni að fagna, að kynnast þessum glaða og góða manni og dvelja oft á heimili hans, kveðjum hann með þakklæti og viröingu. Ég votta aðstandendum Matthí- asar mína dýpstu samúð. og bið þeim og honum blessunar Guðs. D. G. ljósm^eðraþjónustu var komið á j fót í Kabúl 1955, var við marga | erfiðleika aö stríða. Hvergi voru til j götunöfn eða númer og erfitt reyndist að hafa upp á ungu kon- i unum í húsasamsteypum heillar I ættar. Án leyfis foreldi'a • sinna J mátti engm ung stúlka, er starfa i vildi að velferðarmálum, fara í hús i sér óskvlds fólks, ekki vera úti eft-1 ir sólsetur án lífvarðar, eðá búa I utan heimilis. Samt fann fólk j fljótt, hvers virði heilsugæzlan var , og ungum Ijósmæðrum var leyft að fara tveimur saman inn á heimilin. Enn verða giftar konur í Afghan-, istan að biðja eiginmann og fjöl-! skyldu leyfis, ef þær vilja taka sér j eitthvert verkefni fyrir hendur. Fjölkvæni tíðkast meðal allra j stétta og karlmennirnir geta sagt! skilið við konurnar umsvifalaust! og veikir það mjög aðstöðu kvenpa. Menntaðar konur sjá, hverju óréttlæti þær sæta og hafa stofnað til téngsla við kvennasam- tök erlendis sér til stuðnings. Kon- ur frá Afghanistan tóku í fyrsta sinn þátt í alþjóðlegum kvenna- fundi árið 1058, en það var á 18 þjóða fundi Austurlandakvenna á Ceylon. Mér komu í hug hliðstæðurnar í réttindabaráttu hollenzkra kvenna á nítjándu öld og afgönsku1 kvennanna nú. Ári.ð 1820 hófu hollenzkar kon-, ur baráttu fyrir því, að konur I fengju að skapa sér sjálfstæða at-, vinnu, e*n það var ekki auð'fengið. Um sumarið 1880 fékk fyrst kven-! læiknir þeirra, Aletta Jacobs, í | fyrsta sinn að fara í leikhús, án þess að leigja sér fylgdanmann, ei/is og venjan bauð. Nokkru síð ar þó£ A$bg Reynvaan, ein fyrsta læTðá hjúkrunarkonan, herferð gegn sóðaskap í sjúkrahúsum og hvers konar spillimgu þar. Það var ekki léfct verk að fá handa hjúkrunarkvennastétt HolJands þá menmtun og starfsaðstöðu, sem hún nú nýtur, en þó tók sú bar- átta aðeins' tuttugu ár. Ári.g 1898 gengust framfarasimn aðar komur í Haag fyrir sýningu,. setm þær kölluðu „Starfandi kona“. Haldnir vcru þar fyrirlestrar um þjóðfélagsvandamál og annar kven læiknir landsins,' sem þá var, ávít- aði ungu stúlkurnar fyrir fram- taksieysi þeiiTa. Þá þótti það held- ur minnka gengi stúlkna á gift- ingarmarkaðinum, ef þær kunnu eitthvert sérstarf. Sextíu árum síðar telur hver einasta hollenzk stúlka sjálfsagt að kunna svo til starfa, að hún geti unnið fyrir sér. Vandamái Austurlandakvenna eru rnörg og flókin, em bók Ruth Woodsmall skýrir þaú fyrir Vest- urlandabúum og sannar, að konur um heim allan eiga fjöimargt sam eiginlegra verkefna. Sníðið og saumið Ovenjulegt brúðkaup Nýlega átti sér stað dálitið óvenjulegt brúðkaup í Englandi. Myndin hér að neðan var tekin eftir brúðkaupið. Hinn 103-ja ára gamli Sid Thain kyssir 83-ja ára brúði sína, Maud Franklin, en Hughie Green svaramað- ur fylgisf með þessum einstæða atburði með sýnilegrl ánægju sjálfar eftir Guðlaugur Einarsson Málflutningsstofa Freyiugötu 37 pínr 19740

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.