Tíminn - 07.11.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.11.1961, Blaðsíða 7
'm*rx x, þrigjudaginn 7. nóvembcr 1961. megi gera heyverkunina sem odýrasta og öruggasta Þeir Ágúst Þorvaldsson, Gísli Guðmundsson, Halldór Ásgrímsson, Björn Pálsson, Björn Fr. Björnsson, Jón Skaftason og Halldór E. Sig- urðsson flytja tillögu til þings- ályktunar um heyverkunar- mál. Tillagan hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni a'ð skipa sex manna nefnd til þess að gera tillögur um almennar rálðstafanir með lögum eða 'á annan hátt, er miði að því að gera heyverkun bænda sem öruggasta ag ódýrasta. Nefndarmenn skulu skipaðir eft ir tilnefningu Búnaðarfélags fs- lands, Stéttarsambands bænda, tilraunastöðvar háskólans í meinafræði á Keldum, tilrauna- ráðs búfjárræktar, verkfæra- nefndar ríkisins, einn tilnefnd ur frá hverjum aðila. Nefndin kýs sér sjálf formann. Nefndin athugi sérstaklega, hvernig auka megi súgþurrkun og votheysgerð sem allra mest, t.d. með því að hækka ríkisfram lag og veita lán til þess að koma upp súgþurrkunartækjimi, Ioft- hitun í sambandi við blástur, vötheysgeymslum, færiböndum og saxblásurum. Enn fremur láti hún uppi, að fengnum sérfræði- legum upplýsingum, álit sitt á möguleikum til þess að koma í veg fyrir tjón á sauðfé vegna votheysgjafar. Nefndin ljúki störfunx svo fljótt sem frekast er unnt og skili tillögmn urn lánveitingar til ríkisstjórnarinnar svo tírnan- lega, að unnt sé að taka tillit til þeirra á árinu 1962. Kostnaður við nefndarstörf, þar á meðal við fræðilega að- stoð, greiðist úr ríkissjóði. í greinargerð með tiillögunni segir: íslendingar hafa, svo sem kunn ugt er, stundað kvikfjárrækt, frá því ag land byggðist. Hefur þessi atvinnuvegur byggzt á því, að heyja hefur að sumrinu verið afl- að ti.1 vetrarfóðurs, og á hagnýt- ingu landsins til beitar fyrir bú- féð Afkoma bændanna og efna- hagur hefur frá fyrstu tíð farið eftir því, hvort vel heyjaðist eða illa. Ef grasspretta var góð og þannig viðraði, að hey nýttust vel, gat bóndinn horft ókvíðiam móti vetri og þarðmdum. Ef hins vegar voru annaðhvort grasleysis- ár eða óþufrkatið um sláttinn, mátti gera ráð fyrir búsveltu og bjargarskorti fyrir heimili bónd ans. Þingsályktunartill. 7 þingmanna Framsóknarflokksins Hrakföll Þær eru margar til hrakfalla- og sorgarsögurnar, sem gerzt hafa í þessu landi vegna þess, að hey- skapurinn brást Fyrsta sagan af latidnámi hér er um það meðal annars, að landnámsmenn urðu að yfirgefa þetta fagra land aftur, vegna þess, að þeir höfðu ekki aflað heyja handa búfé sínu, svo ag það féM af bjargarslkorti'. Saga landsins hefst á þessari sorglegu og dýrkeyptu reynslu hinína fyrstu landnámsmanna, og svo hefur hún endurtekið sig í fleiri eða færri skipti á æviskeiði flestra eða allra kynslóða, er landið hafa byggt síðan, og oft legig við, að þjóðin yrði af þeim sökum Iiungurmorða. Tilbúni áburÖurinn Nú er svo komið vegna hinnar hraðstígu tækni, að grasspretta þarf varla að bregðast. Hið milda nndraefni, tflbúni áburðurinn, sér fyrir því, ef harrn er borimn á jörð ina í réttum skömmtum fyrir nær ingarþörf jurtaima. Að vísu getur •kal í túnum rýrt mjög uppskeru einstþku ginö.uim,. Óni.slíkuimttiúifiá'i um er sá. moguléiM. fýrir hendi að brjóta land til sáningór ■fýfferfi' fljótsprottnar jurtir, svo sem hafra, fóðuricál eða aðrar jurtir, og bæta sér þannig upp að nokkru eða öllu það tap, sem kal í ein- stökum tilfeHum kann að valda. Þá er tæknin éinnig komin á það stig, ag oftast eða jafnvel allt af má með aðstoð véla, verka hey, þó að tíðarfar sé votviðrasamt. Er þar átt við súgþurrkun og vot- heysgerð. KostnatJarsöm trygging Almennt kosta bændur nú eftir getu kapps um að nota tflbxina áburðinm þannig á landið, að það gefi fulla uppskeru. En því miður eru þeir margir, sem hafa ekki enh getað tryggt hjá sér góða og árvissa heyverkun. Þetta er ekki af því, að bændur vanti áhuga í þessu efni, heldur er hér um að ræða svo gífurlega kostnaðarsam ar framkvæmdir, að margir hafa orðig að vera án þeirra, enda hvergi neina hjálp til slíks að fá, hvorki í formi styrkja né lána, nerna ef nefna skyldi þann lítil- fjöriega styrk og Mn, sem fæst út á súgþurrkunarkerfi og vot- heysgeymslur. Vélakaupin, súgþurrkunarblás- arar og mótorar til að iknýja þá og færibönd eða blásarar til þess að koma grasi í votheyageymslur, eru svo kostnaðarsöm, að allur fjöldi bænda getur ekki ráðizt í slíkar framkvæmdir, þegar hvergi er lán að fá eða stuðming með fjárfram- lagi til slíkra hluta. Með því verðlagi, sem nú er, mun kosta að koma súgþurrkun í 1000—1200 hesta hlöðu ekki minna en um 70 þúsund krónur, og þá er miðað við rafmagnsmót- or og að^óu^phitMðw.líííj.sé þlárið en þriðjungur bænda, sem hefur þúgþurrkun. Mun þetta misjafnt eftir landshlutum og byggðarlög- um. Vothey Þá mun ekki liggja fyrir örugg vitaeskja um það, hve margir bændxu: hafa votheysgeymslur, en vitað er ag á síðustu 10 árum hafa verið byggðir 191689 rúmm., og að frá 1925 til 1948 voru 778634 rúmm. byggðir, en fróðir menn áætla, ag % þeirra bygginga séu nú úr sögunni. Það er þannig í hæsta Iagi hægt að gera ráð fyrir 100 rúmm. votheysgeymslurúmi hjá hverjum bónda í Iandinu að meðaltali. Oft heyrist um það rætt, að heyskapinn sé hægt að tryggja með því áð hafa nægar geymslur fyrir vothey, Vissulega er fengin reynsla fyrir því, að þessi hey- verkunaraðferg getur bjargað mildú. En til þess að hún sé mögu- leg í stórum stíl, þarf aukinn véla- kost hjá flestum bændum. Blautt þungt í meðförum, og það ' - -n;v....j. \ 'Frf ijÍlfrúmSyæ'fnáinl:egt‘ fyrir.þá,. - sém erti liðfáir'við búskapinn, að moka upp miklu magni — ef til vill mörg hundruð hestum — af blautu grasi fyrst upp á vagma og síðan af þeim aftur í votheys geyms'lurnar, oftast við óhæga að- stöðu. Hér þurfa því til að koma vélar og tæki: blás'arar og færi- bönd. En það er eins um þessi tæki óg þau, sem þarf til súgþurrk unar, að þau éru dýr og flesta bændur skortir fé til að leggja í þann kostnað. Hin erfiða vinna við votheyið, >isn Mvui •Súj&iriíkliir Eins og nú háttar til orðig í sveitum landsins um vinnukraft, þá þurfa bændur að láta vélar vinna helzt öll þau störf, þar sem þexm verður við komið. Ekki munu liggja fyrir skýrslur um fjölda þeirra bænda, sem hafa súgþurrfcunartæki, en samkvæmt upplýsingum frá raforkumálaskrif stofunni, hafa 464 bændur súg- þurrkun frá héraðsrafmagnsveit- um ríkisins. Hvað þeir eru margir, sem nota aðra orku til súgþurrk- unar, er ekki vitað. Þó er nokk- bæði sumar og vetur, á vissulega urn veginn víst, að ekki er meira i mikinn þátt í því, hvað þessi hey- Veröfallið og aflaleysið er hreinn tilbúningur — Skýringin, sem stjórnarflokkarnir eru aí reyna a<S gefa á skipbroti „vitSreisn- arinnar“ er því úr lausu lofti gripin Tveir varamenn Tveir varamenn Alþýðubanda- lagsins tókú sæti á Alþi.ngi i gær, þeir Ingi R. Helgason og Páll Kristjánsson. Þeir taka sæti þeirra Hannibals Valdemarssonar og Eð- varðs Sigurðssonar, en þeir Hanni- bal og Eðvarð munu sœkja verka- lýðsþing í Færeyjum og verða íjarveraTidi um tveggja vikna skeið. í gær var fram haldið 1. umr. um bráðabirgðalög ríkis- stjórnarinnar um Seðlabank- ann. Aðeins einn ræðumaður, Lúðvík Jósepsson, talaði á fundinum í gær, en umræð- unni var enn frestað. Allmarg- ir munu vera á mælendaskrá. Lúðvík sagði, að sér hefði oft blöskrað reikningskúnstir og með- ferð á tölum kollega viðskipta- málaráðherra, hagfræðinganna, en aldrei hefði hann orðið jafnhögg- dofa og á rneðfer Gylfa á tölum í sambandi við réttlætingu hans á géngisfellkrgunni í ágúst. Ráðherr ann hefði borið fyrir sig aflaleysi og verðfalli á útflutningsafurðum á árinu 1960 sem annarri aðal orsökinni. Árið 1959 var metafla- ár, þá var heildaraflinn 564.400 tonn. Árið 1958 fiskaðist vel, en þá var heildaraflinn 505.000 tonn. Árið 1960 var afli einuig góður, því að þá nam heildaraflinn 513.700 tonnum. Aflinn 1960 var því ekkert aflaleysisár, því að þá var heildaraflinn meiri en nokkru sinni fyrr, ef uindan skilið er eitt ár 1959. — Varðandi bátaflotann lýtur þetta „aflaleysi“ þó enn skringilegar út, því ag þá sló afl- inn öll met. 1958 bar bátaaflinn 200 þús. tonn, 1959 225 þús. tonn, eh 1960 261.200 tonn, eða meiri afli en nokkru sinni fyrr i sögu landsins. Aflinn 1958, þegar ekki þótti ástæða til að kvarta, var hvorki meiri né minni en þrisvar sinnum minni en 1960, „aflaleysis- á.r“ stjórnarflokkan'na. Togaraafl- inn var að vísu nokkru minni en 1959 eða 43 þús. tonnum minni Eu það var ekki fyrst og fremst aflaleysi, sem olli, heldur fóru togararnir hátt á annað hundrað söluferðir, enda verð á ísuðum ■ fiski mjög hátt, en það fækkaði J auðvitag veiðidögunum mjög. Um i verfallið er það að segja, að það var þegar til staðar á árinu 1959 miðju, og i greinárgerðinni með viðreisnarfrumvarpinu var tekið skýrt fram að tillit hefði verið tek ið til verðfallsins í sambandi við gengisákvörðuniua. Sannieikurinn er sá, að síðan gengið var ákveðið 38.00 kr. dollarinn í febr. 1960, heíur verðlag á útflutningsafurð- um öllum verið stígandi á erlend- um mörkuðum. T.d. heíur salt- fiskur hækkað um 6—17% og frystur fiskur að meðaltali um j 10%. Verðlækkunin sem alltaf er1 verið ag gefa sem skýringu á skip j broti „viðreisnarinnar" er því hreinu tilbúningur. — Rökin sem beitt er til réttlætingar gengis- fellingumni, hvað áhrærir kaup hækkunum eru álíka haldgóð i verkunaraðferð er enn tfltölulega lítið notuð, en þar kemur það einnig til, að margir bændur ótt- ast vanhöld í sauð'fé, ef vothey er gefið. Til þess því að bændur géti auk'- ið þessa heyverkunaraðferð, þarf meiri véíatækni en nú er og bætt- ar aðferðir vig votheysverkunina, annaðhvort með efnaíblöndun í votheyið. eða á annan hátt, sem tilraunir eða reynsla kunna að uppgötva, svo að ekiki þurfi að óttast óhollustu af þess völdum fyrir búféð. Enn fremur kemur til greina lækning eða ónæmisað- gerðir. . Komfö ver’ði í veg fyrir að vandræ($aástand skapist Á þessari miMu vísinda- og tækniöld er þag bæði skaði og skömrn fyrir þjóðina, að bændur skuli ekki vegna fjárskorts geta notað þá véltækni, sem mundi gera atvinnuveg þeiiTa að mestu leyti áfallalausan af völdum hinna miklu og tíðu votviðra, sem út- hafsloftslag á eylandi þessu eðli- lega skapar. Meg þingsályktunartillögu þess- ari vilja flutningsmenn leggja á- -herzlu á, að það• verði ■ kannað til hlítar, hvort tfl séu færar leiðir fyrir ríMð á einhvern hátt að hjálpa bændum vig að tryggja heyverkunina. Þetta er svo stórt mál, í fyrsta Iagi fyrir bændastétt ina og í öðru lagi fyrir þjóðfélag- i'ð í heild, að óhjákvæmflegt er, að ríkið láti það til sín taka. Þag hefur komið fyrir hvað eft ir annað, að bæta hefur þurft úr yfirvofandi neyðarástandi vegna oþurrka með skyndihjálp hins op- inbera, sem — þótt góð sé — kem ur aidrei að fullum notum. Það væri ,því hyggilegt af hálfu þjóð- félagsins, að aðstoða bændastétt- ina\við að koma í veg fyrir, að vandræðaásland skapist vegna vot- viðra. Okkur flutningsmönnum finnst, að mál þetta þurfi. allvíðtækrar athugunar við, svo að raunhæfar tillögur sé hægt að gera um það, hvernig málefni þetta verði far- sællega leyst. Nauðsynlegt er. að sú athugun sé gerð af þ.eim að- ilum, sem gera má ráð fyrir að bezta og víðtækasta þekkingu hafi á þessu sviði. Stofnanir þær, sem gert er ráð fyrir að tilnefni nxenn . i, nefndina, eru all- ar tengdar . landbúnaðinum sér- staklega . nema traforkumálaskrif- stofan, en hún er sjálfsagður að- fli, þar .sem raforka frá orkuveit- um ríkisins er og verður í vaxandi mæli notuð til að knýja vélar við landbúnaðarstþrf og ekki sízt til þeirra stárfa, sem hér um ræðir. Dagskrá alþingis DAGSKRÁ neöri deildar Alþingis þriðfudaginn 7. nóvember 1961, kl. 1 30 miSdegis. 1. Hafnarbótasjóður, frv. 1. umr — 2. Seðlabanki íslands, frv; Frh. 'I umr — 3. RáSs'tafanir vegna ákvörð unar um nýtt gengi, frv. 1. umr. — 4. Efnahagsmál, frv., 1. umr.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.