Tíminn - 07.11.1961, Blaðsíða 14
14
T í M I N N, þriðjudaginn 7. nóvember 1961.
Endurminningarnar svifu fyr
ir hugskotsaugum hans. At-
bui’ðir sem gleymdir voru fyr-
ir mörgum árum, gægðust nú
fram úr óminnisdjúpinu. En
þetta leið einnig hjá og ein-
hver óljós kvíði eða ótti greip
hann, en hvað hafði hann að
óttast þetta kvöld? Hliðinu
við virkisgrafiranr var harð-
lokað, og þar að auki menn
þar á verði. í hans eigin hlöðu
innan þessara múra, sátu yfir
tuttugu áreiðanlegir menn að
snæðingi og þeir sem hann
treysti bezt, sátu inni í höll-
inni og við hlið hans hinir
hraustu riddarar, Wulf og
Godvin. Nei, það var ekkert
að óttast og þó hafði hann
enga ró. Allt í einu heyrði
hann rödd, að honum fannst
i fjarlægð. Það var Rósa-
munda er sagði:
— Hvað á þessi þögn að
merkja, faðir? Fyrir skömmu
heyrði ég hávaðann í þjón-
unum í hlöðunni, e'n nú er þar
grafkyrrð. Ó, sjá! Eru hér all-
ir drukknir? — Godvin!
Meðan hún mælti þetta
hneig höfuð Godvins niður á
borðið, en Wulf reis á fætur,
dró sverð sitt til hálfs, lagði
síðan handlegginn um háls
prestinum og þeir hnigu báð-
ir niður á gólfið. Eins fór fyr-
ir öllum hinum. Þeir reikuðu
um eitt augnablik, og féllu svo
í fasta svefn aö undanskildum
Georgios er stóð upp og stakk
upp á að fá sér eina skál til.
— Ókunni maður, sagði Sir
Andrev dimmum rómi, „vín
þitt er mjög sterkt.
— Það virðist svo, herra
riddari, svaraði hann, „en ég
skal nú vekja þá af dvalan-
um.
Og léttfættur sem köttur
hljóp hann ofan af pallinum
og fram úr salnum og hróp-
aði: /
— Allt er tilbúiö, allt!
Þegar hann kom fram að
dyrunum, opnaði hann þær
upp á gátt og dró silfurpípu
upp úr fötum sínum og blés
í hana þátt og lengi. — Hvað
er þetta, sagði hann og skelli
hló. — Sofið þið enn? Svo vil
ég þá stinga upp á einni skál
enn þá sem máske getur vak-
ið ykkur, — og hann greip
drykkjarhornið, veifaði því og
hrópaði:
— Vaknið þið, drykkjurút-
ar og drekkið skál hinnar
kvenlegu rósar heimsins,
prinsessunnar af Baalbec og
systurdóttur míns konung-
lega húsbónda, Jussuf Salah-
he-dins, sem sendi mig til
þess að ná hénni og færa
honum hana.
— Ó! Faðir! æpti Rósa-
munda. — Vínið er blandað
svefnlyfjum og við erum glöt
uð.
í því hún mælti þessi orð
heyrðist fótatak hlaupandi
manna, og inn um hinar opnu
salsdyr þusti sveit vopnaðra
manna. Nú skildi Sir Andrev
hvernig í öllu lá. ,
Hann rak upp heiftar-orgy
sem sært ljón og greip í dótt
ur sína og dró hana með sér
fram ganginn sem var bak
i við, því þar var kynnt bál og
ljós kveikt áður en gengið
ur. Hún litaðist um. Fram
við dyrnar stóð ofurlítið skrif
borð, sem Godvin var vanur
að skrifa við, og meðan hurð
in var að gefa eftir skrifaði
hún á miða:
— Fylgið mér eftir til Sala-
díns. í þeirri von vil ég lifa.
— Rósamunda."
Svo þegar hurðin féll með
braki og brestum sneri hún
seðlinum við svo orðin sneru
niður, greip því næst bogann
og lagði ör á streng. Óvinirn-
ir ruddust nú inn göngin, en
í enda þeirra, þar sem borðið
H. RIDER HAGGARD
BRÆÐURNIR
SAGA FRÁ KROSSFERÐATÍMUNUM
yrði til rekkju að lokinni
drykkju. Hann skellti eftir
sér huröinni og skaut loku
fyrir.
— Skjótt! sagði hann í því
að hann kastaði klæðum. —
Það er engin leið að flýja, en
ég get þó að minnsta kosti
dáið með sverð í hönd við að
verjá þig, fáðu mér nú her-
klæðin.
Hún greip brynjuna hans á
veggnum, og meðan þeir létu
höggin dynja á hurðina,
færði hún hann í hana og
lét stálhúfu á höfuð hans og
fékk honum sverð hans og
skjöld.
— Hjálpaöu mér nú, sagði
hann.
Og þau ýttu þunga eikar-
borðinu fram, og veltu því
fyrir dyrnar, en köstuðu borð
um og stólum til beggja hliða
svo menn skyldu falla um
þau.
— Hér er bogi, sagði hann,
— og þú getur notað hann
eins og ég hef kennt þér.
Stattu dálítið til hliðar, svo
sverðshögg mín nái þér ekki,
og skjóttu fram hjá mér er
þeir koma, það mun stanza
einhvern þeirra. Hefðu þeir
Godvin og Wulf aðeins veriö
hér með, skyldum við enn þá
einu sinni hafa gefið þessum
heiðnu hundum ráðningu!
Rósamunda svaraði ekki,
en hún sá í anda ákafa þeirra
Godvins og Wulfs, eftir að
vita hvaö fyrir hana hefði
komiö, ef þeir vöknuðu þá aft
lá á rönd, stönzuðu þeir, því
þar beið gamli riddarinn
þeirra, með skjöld sinn með
hauskúpunni á, á handlegg
sér, og sverðið reitt til höggs,
en reiðin brann úr augum
hans. Þarna stóð hann eins
og Ijón í búri, en við hlið hans
stóð hin fagra Rósamunda,
með boga í hendi, klædd í
hátíðarbúning.
— Gefizt upp! sagði ein-
hver.
í stað svars þaut í boga-
strengnum og ör smó fast að
fjöðrum í háls þess er talaði.
Þegar hann féll til jarðat
æpti Sir Andrev með hárri
rödd:
— Við gefumst ekki upp
fyrir heiðnum hundum og
eiturbyrlurum. Fyrir d’Arcy!
Fyrir d’Arcy'. Fyrir d’Arcy!
Mœtið dauðanum!"
Þannig fékk Sir Andrev enn
þá einu sinni tækifæri til að
æpa heróp ættar sinnar, sem
hann hafði óttazt, að aldrei
mundi koma af vörum sér
framar. Bær hans var heyrð
og hann fékk að deyja eins og
hann hafði helzt kosið, með
sverð í hönd.
— Niður með hann! Grípið
prinsessuna! hrópaði einhver.
Það var Georgios sem tal-
aði ,ekki með hinni auð-
mjúku, smjaðurslegu kaup-
mannstuhgu, heldur með
kaldri, skipunarrödd, og það á
arabiska tungu.
Eitt augnablik veik hinn
skuggalegi hópur aftur á bak
er þeir sáu leiftra af sverð-
inu. En æpandi: „Salah-he-
din! Salah-he-din! ruddust
þeir nú áfram með blikandi
spjót og bogsverð. Borðið lá
á hliðinni fyrir framan þá,
og einn hljóp upp á brún
þess, en gamli riddarinn sem
gleymdi nú vanheilsu sinni,
hljóp til og sló hann þvílíkt
högg að fæturnir vissu upp,
síðan veik hann til baka á
sama stað til þess að fá rúm
til áð sveifla sverðinu meðan
tveir menn, villimannlegir út
lits, reyndu að komast við
enda borðsins. Rósamunda
skaut annan með boga sínum
og gekk örin gegnum lærið,
en um leiö og hann féll snerti
bogsverð hans bogstrenginn
og tók hann sundur, svo bog
inn varð henni ónýtur. Hinn
hrasaði um eikarstól, sem
hann hafði ekki veitt eftir-
tekt, og féll á grúfu, en Sir
Andrev hljóp áfram, án þess
að gefa honum gaum, á móti
þeim sem á efir fylgdu, og
hjó hann þá svo ákaft niður
að hinir hörfuðu undan fram
göhgin.
— Gættu að þér hægra
megin, pabbi, hrópaði Rósa-
munda.
Hann sneri sér við og sá
að Serki sá sem datt, var
kominn aftur á fætur. Hann
réöst á móti honum, en mað-
urinn beið ekki boðanna, held
ur sneri á flótta, en fann þó
höfn dauðans þar inni, því
hið langa sverð Sir Andrevs
n'áði hans milli herðablað-
anna.
Nú hrópaði einn í hópnum:
„Vér höfum ekkert unnið á,
á móti þessu gamla ljóni, en
misst menn vora. Höldum oss
nú fjarri hrömmum hans, en
vinnum á honum með spjót-
kasti.
En Rósamunda er skildi
tungu þeirra, staðnæmdist
fyrir framan hann og sagði
á arabisku: — Já, gegnum
brjóst mitt liggur leiðin —
farið og segið Sala-he-din
það!
Georgios skipaði fyrir kalt
og rólega: — Sá, sem skerð-
ir eitt hár á höfði prinsess-
unnar skal deyja. Takið þau
bæði lifandi, ef þér getið, en
leggið ekki hönd á hana.
Stanzið! Við skulum ráðgazt
um.
Þeir stöðvuðu áhlaupið og
fóru að tala saman.
Rósamunda greip 1 hand-
legg föður síns og benti á
manninn, sem lá á gólfinu
með örina gegnum lærið.
Hann reis á hné og reiddi
bogsverðið. Sir Andrev reiddi
sverð sitt en lét það aftur
falla og sagði:
— Eg berst ekki við særða
menn. Slíðraðu sverð þitt og
farðu til félaga þinna.
Maðurinn hlýddi, já meira
að segja snerti gólfið með
enni sínu, að austurlenzkum
sið, sem í kveðjuskyni, er
hann skreið burt, þvi hann
fann, að honum var gefið líf,
og að það var af göfuglyndi
gert gagnvart honum, sem
tekið hafði þátt í slíkri svika
aðför.
Nú gekk Georgios nokkur
skref áfram. Það var ekki
lengur kaupmaðurinn Georg
ios, er seldi svæfandi vín og
austurlenzkar silkivörur, held
ur tignarlegur Serki af háum
stigum, búinn herklæðum er
hann hafði borið undir kaup-
mannsklæðum sínum, og í
stað krossmarks bar hann á
brjósti stóran, stjörnumynd-
aðan dýrgrip, sem merki um
ættartign hans.
Þriðjudagur 7. nóvember:
8.00 Morgunútvarp.
8.30 Fréttir.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Við vinnuna”: Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp.
16.00 Veðurfregnir — Tónleikar.
17.00 Fréttir. — Endurtekið tónlist-
/ arefni.
18.00 Tónlistartími barnanna (Sig-
urður Markússon).
18.30 Þingfréttir. — Tónléikar.
19.30 Fréttir.
20.00 Tónleikar: Divertimento nr. 1
eftir Pál Kadosa (Sinfóníu-
hljómsveit ungverska útvarps-
ins leikur; Tamás Blum stj.)
20.15 Framhaldsleikritið „Hulin
augu” eftir Philip Levene, í
þýðingu Þórðar Harðarsonar;
3. þáttur: Fréttir frá Ameríku.
— Leikstjóri: Flosi Ólafsson.
Leikendur: Róbert Arnfinns-
son, Haraldur Björnsson,
Heiga Valtýsdóttir, Indriði
Waage, Nína Sveinsdóttir,
Gestur Pálsson, Jón Aðils,
Erlingur Gísíason, Rúrik Har-
aldsson og Baldvin Halldórs-
son.
20.50 Einsöngur: Marian Anderson
syngur negrasálma.
21.10 Erindi frá Almennum kirkju-
fundi: Kirkja og ríki (Árni
Árnason læknir).
21.40 Tónleikar: Tokkata og fúga í
d-moll eftir Bach ( Karl Richt-
er leikur á o-rgel),
21.50 Formáli að fimmtudagstón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar
íslands (Dr. Hallgrímur Helga
son).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lög unga fólksins (Guðrún
Ásmundsdóttir).
23.00 Dagskrárlok.
EIRÍKUR
VÍÐFÖRLI
Úlfurinn og
Fálkinn
91
Ekki leið á löngu áður en Ei-
ríkur heyrði deilur og síðan vopna
blak. Tveir varðanna börðust, og
annar þeirra féll- fljótlega, særður
til ólífis. — Jæja, hann vildi ekki
lausnargjaldið, en það vil ég, sagði
sigurvegarinn, sem kom hlaupandi
til Eiríks. Hann sagði föngunum
að rísa upp, batt þá saman og festi
band um úlnliði þeirra. — Nú för-
um við til Bersa, sagði vörðurinn.
— Ég er laus við félaga minn, og
lausnargjaldið er mitt. Hann tók
ekki eftir, að Eiríkur hvíslaði ein-
hverju að félaga sínum, og var því
alveg óviðbúinn, er Eiríkur hróp-
aði rétt á eftir: Núna!