Tíminn - 12.11.1961, Page 9
sunnudaginn 12.
9
. ;ber 1961.
Bðrn að starfi
— Það er mikils virði, að
þeim verði samvinnan eðli-
leg. Það er líka þjóðfélags-
legt atriði að kenna börnum
að vinna saman.
Á sumum borðunum liggja
svartar arkir, og börnin hafa
skipt hvítum blöðum í reglu
lega hluta með því að brjóta
þau og klippa þau siðan eft
ir brotunum og raða þeim
á svörtu arkirnar og mynda
alls konar form.
— Þið reikningsfólk. Allir
miðarnir eiga að raðast á
svarta blaðið og verða voða
lega mikið veraldarmunztur,
því að í veröldinni eru marg
ir menn og konur, sem vinna
allan daginn við að gera
alls konar munztur í fatnað
og teppi og ýmislegt annað.
sem við notum.
— Þið heyrðuð, að ég kall
aði þessi reikningsfólk.
Þetta er í raun og veru reikn
ingur, sem er fólginn í því
að klippa og skipta í jafna
hluta. Maður getur hæglega
undirbúið reikningsskilning
barnanna með myndrænum
aðferðum, og það má í raun
inni tengja teikningu öllu
námi í fyrstu bekkjunum.
Þrjár litlar telpur sitja við
borðið sitt, handfjatla ótal
furðulegar fígúrur, sem eru
útklinntar en ómálaðar enn
bá, og raða þeim l hring á
blaðgrunn og láta fæturna
snúa inn að blaðmiðjunni.
Það er varla hægt að verj-
ast brosi, þegar maður horf
ir á þessar skringilegu bréf-
verur, sem eru svo gagnólík
ar hver annarri, hver með
sínum sérstaka persónuleika
og lífi. Ein hefur voða langt
nef, önnur augu eins og tú-
kalla, sú þriðja er i meira
lagi hjólbeinótt og þannig
fram eftir götunum í óend-
anlegum fiölbreytileik. Við
annað borð skammt frá
Á efstu myndlnnl í siðuhorn-
inu er Valgerður að lelðbeina
telpunum með nlðurröðun á
munstrl. Kennaranemarnir fylgi-
ast með. Á mlðmyndinni: Strák-
irnlr vlð vegginn, — fyrir ofan
bá hanga myndir eftir börn. Á
neðstu myndinni eru litiu stúlk- t
jrnar að raða bréfverunum sín-
um.
sitja aðrar telpur, sem eru
að skapa þjóðfélag með öllu
tilheyrandi, skipa því niður
og líma á blaðgrunn.
— Sumt af þessu var unn
ið í síðasta tíma og nú halda
þær áfram við það. Þetta er
eins og framhaldssaga, seg-
ir Valgerður. Þetta er þeirra
eigið verk. Þeirra eigin hug
myndir um hlutina. Það er
jafn óeðlilegt barni að
teikna mynd eftir mynd full
orðins manns og að haga sér
eins og fullorðinn maður.
Það verður gervimennska.
— Sjáið þið hérna. Þetta er
einkennandi fyrir börn, að
raða fólki svona í hring, svo
að fæturnir vísi inn í hring-
inn. — Eru þetta krakkar í
hringleik, spyr Valgerður
og beygir sig niður að telp-
unum, og ein þeirra teygir
upp höfi’ðið, verður svolítið
feimin og hvíslar einhverju
í eyra Vaigerðar, sem eng-
inn heyrir nema hún.
Strákarnir við vegginn
hafa gleymt öllu nema því,
sem þeir eru að skapa. Tveir
beirra halla sér upp að hvor
öðrum meðan hendur beirra
færast fram og aftur um
blaðið Einn krýpur á gólf-
inu og hefur tunguna í öðru
munnvikinu.
— Það er gaman að sjá
betta, segir Valgerður. Það
er eins og guð faðir sé að
skana heiminn.
Og þessir átta skaparar
veraldarinnar setja sólir á
himininn, sem eru eins og
skordýr í laginu. svört ský,
sem elta hvert annað og
skyndilega skýzt blá flugvél
upp í himininn og tuttug-
asta öldin er fædd. Niðri á
iörðinni verða til hiíis og tré
og skringilegir kallar, sem
vappa um í góða veðrinu og
bjóða góðan daginn, og
hafið kemur með fiskinn og
ótal skip.
Yfir höfðum skaparanna
hanga nokkrar myndir eftir
börn, sem eru furðulega lif-
andi og sterkar.
— Siáið þið þessar mynd-
ir. Það er hægt að sálgreina
börnin eftir myndunum, sem
þau gera.
Horfið þið á þessa hérna
lengst til vinstri. Svona
myndir gera hugsuðirnir
(Framh. á 13. síðu.)
Við iæðumsi inn í stofuna
á milli iítiila borða og stóla
og reynum að láta lítið á okk-
ur bera. Börnin verða svo-
lítið forvitin og spurul í aug-
unum, þegar þau sjá okkur,
en segja ekki neitt. Von bráð
ar eru þau búin að gleyma
okkur og horfin inn í sína
eigin veröld, sem þau eru
önnum kafin við að skapa.
Það er teiknitími hjá Val-
gerði Briem í einni af æfing-
ardeildum Kennaraskólans,
og fjórir kennaranemar
ganga um í stofunni og fylgj-
ast með vinnu barnanna jafn
framt því sem þeir hlusta á
leiðbeiningar Valgerðar.
Átta strakar standa við
einn vegginn í kennslustof-
unni og snúa andlitunum að
þrem, stórum, hvítum blöð-
um, sem eru límd á vegginn
fyrir framan þá.
— Þið vitið, að í veröld-
inni þurfa mennimir að
vinna saman, og eins eigið
þiö að gera á blöðunum ykk
ar. Þið eigið að vera þrír við
hvert blað, nema tveir við
eitt. Og svo verðið þið að
tala saman um það, sem þið
ætlið að gera, annars verður
það ekki gott hjá ykkur, seg
ir Valgerður Briem og lýtur
niður að þeim, þar sem þeir
standa hver við annars hlið,
alvarlegir á svip.
— Hvað ætlið þið að
teikna? Ætlið þið að teikna
skipaflota eða skóg eða
kannske bara stráka, sem
eru í slag?
Þeir hlæja, verða undir-
leitir og fitla við litina í
höndum sínum.
— Þegar um svona sam-
vinnu er að ræða, verður
maður helzt að þekkja
teiknarana svolítið og velja
þá saman, sem vinna í svip
uðum stíl. Og þegar börnin
eru að vinna út frá því, sem
búið er að kenna þeim, verða
þau að fá að gera það sjálf-
stætt, annars fá þau ekki
eðlilega útrás. Myndir barna
hafa ekkert gildi nema þau
skapi þær út frá sínum eig-
in innra manni.
Við boi’ðin í stofunni sitja
telpur og drengir, sem öll
eru önnum kafin í sínum eig
in heimi, þrjú og fjögur
við hvert borð með liti eða
skæri eftir því, sem við á.