Tíminn - 12.11.1961, Side 11
ír
Með sprofanri
í höndunum
Nöfn þeirra standa me8 stórum
stöfum í auglýsingunum, og það
eru þessi nöfn, sem draga að sér
allra athygli og fylla hljómleika-
salina kvöld eftir kvöld. Um þá
er talað með lotningu, eins og
mikla listamenn. Þeir vinna mikið.
og laun þeirra eru ótrúlega há.
Eru þeir tákn okkar hraðfleygu
tíma, þessara mildu áhrifatima?
Eru þeir tákn listræns sjálfbirg-
ingsháttar?
Hvers vegna dynja öll fagnaðar-
lætin og hrifningin yfir þann,
sem enga hljómlist hefur samið?
Hver hefur sett hljómsveitarstjór-
ann þannig yfir hljómsveitina
sjálfa? Hver hefur komið því til
leiðar, að honum eru svo greini-
lega helguð hin miklu verk, sem
hann stjórnar flutningi á?
í Þýzkalandi segja menn, að
þeir hafi farið á hljómleika „meö
Solti" eða „með Joehum". Þeir
muna varla eftir höfundi verks-
ins. nema þeir hugsi sig vel um.
Hvernig stendur á þessu? Eitt
sinn var þessu ekki þannig varið.
Það var á dögum rómantísku
stefnunnar, sem hinn sjálfstæði
hljómsveitarstjóri skaut upp koll-
inum i sögu hljómlistarinnar. Hann
varpaði skyndilega nýjum ljóma
á hið þekkta og viðurkennda verk.
Kraftur einstaklingsins hrósaði
sigri yfir hinu hlutlæga.
í þessum sökum hjálpar út-
varpið ekkert til. Möguleikinn til
samanburðar gerir áheyrandann
gagnrýninn. Hann vill, að verkið
sé flutt á fullkominn hátt. Hann
getur hlustað á útvarp og hljóm-
plötur. En það er alls ekki það
sama og að fara á raunverulega
hljómleika. Þar er það, sem hljóm
sveitarstjórinn gengst undir þá
miskunnarlausu prófraun, hvort
hann ráði yfir þeim töfrum, sem
geta gert hann hinn sanna drottn-
ara í hljómleikasalnum eða óper-
unni. Og enginn getur haldið
þeirri stöðu til lengdar, nema
hann gangi alhuga listinni á hönd
með fagnandi hjarta.
Furtwangler, Kleiber, Bruno
Walter. Clemens Krauss: allir fullir
af ótæmandi starfsorku, þeir halda
sinni stöðu með þrotlausri vinnu,
þeir gefa sig alla. Aðrir eru óvið-
jafnanlegir sérfræðingar: Leo
Blech, Hermann Scherchen, Hans
Knappertsbusch.
Einn hefur fremur öðrum haldið
óumdeilanlega velli sem galdra-
maður tónsprotans í meira en 25
ár: Herbert von Karajan. Tækni
hans, töfrar og framkoma og
brennandi áhugi á listinni er ó-
viðjafnanlegur. Jafnvel hinn strang
asti gagnrýnandi fjötrast gjörsam-
lega í aðdáun á hæfileikum hans,
persónuleika og frábærri stjórn.
Og svo er hinn viðkvæmi og
þó frumlegi Joseph Keilberth og
hinn mikli Hans Schmidt-Isser-
stedt. Þeir eru þekktir og dáðir
í Bayreuth og Edinborg. Rudolf
Kempe, Fritz Rieger og Ferdin-
and Leitner hafa fyrir löngu fært
sönnur á veldi sitt í hljómlistar-
heiminum.
Á Ítalíu, Englandi, Frakklandi
og á Norðurlöndunum eru tvö nöfn
þekktust: Wolfgang Sawallisch og
Georg Solti. Þó að Solti sé tiu ár-
um eldri, býr hann yfir þeim æsk-
unnar guðmóði, atorku og ákafa,
sem hann er svo frægur fyrir.
Hinn einstaki dugnaður hans og
hæfileiki til að fá hljómlistarmenn
til að beita sér til hins ýtrasta,
hefur gert hann svo eftirsóttan.
Óperur undir frábærri stjórn
hans hafa borið hróður hans víða.
„Der Rosenkavalier', „Arabella",
„Rheingold" og .Ein Maskeball"
bera glæsileg vitni um þrotlausa
vinnu og stjórnarhæfileika. Saw-
allisch á ekki síður rétt á að vera
skipað á bekk með hinum stóru.
Hver og einn þeirra allra hefur
eithvað sérstakt til að bera, en
eitt er þeim sameiginlegt: per-
sónuleiki þeirra, þekking og stjórn
krefur hljómlistarmennina um
aðeins það bezta. Og í hljómlistar-
heiminum hefur aðeins það bezta
giMi.
Á myndinni hér að ofan sjáiS
þið Eugen Jochum, sem einna fljót-
astur varS til þess að snúa sér
aS hijómsveitarstjórn í útvarpi.
Hann viil aSeins hafa allra beztu
hijómlistarmenn undir sinni stjórn.
Á myndinni til hliðar er Her-
bert von Karajan aS stjórna
tveimur stórum hljómsveitum. f
Berlín stjórnar hann Philharmon-
iuhljómsveitinnl í Víiiarborg
stjórnar hann hljómsveit Ríkisó-
perunnar. Og þar til á síðasta árí
annaSist hann allan undirbúning
og stjórn hljómlistarhátíSarinnar
í Salzburg.
Á litlu myndinni hér fyrir neSan
er svo Bruno Walter. Á tímabilinu
frá 1923 til 1933 hóf hann Ríkis-
óperuna í Berlín tll mikiis vegs og
virðingar. MeðferS hans á verk-
um eftir Mozart er viSf æg, og
Mahler hefur hann gert ógieyman-
legan.