Tíminn - 15.11.1961, Side 6

Tíminn - 15.11.1961, Side 6
6 T í MIN N, miðvikudaginn 15. nóvember 1961 MINNING: Rannveig Lund Hún andaðist á heimili sínu í Reykjavík 9. þ. m. á 72. aldurs- ári og verður í dag kvödd í dóm- kirkjunni. Jarðarförin fer fram síðar á Raufarhöfn, þar sem heim- ili hennar stóð lengst af og ævi- starf hennar var unnið. Frú Rannveig var fædd á Húsa- vík 7. júlí 1890. Foreldrar henn- ar voru Sveinbjörg Torfadóttir ættuð af Austurlandi og Grímur Laxdal, verzlunarmaður á Húsa- vík, síðar verzlunarstjóri á Vopna- firði og kaupmaður á Akureyri. Var hún elzt af átta börnum þeirra hjóna. Hún ólst upp á heimili foreldra sinna og fluttist með þeim til Vopnafjarðar og síð- ar til Akureyrar. Á barnsaldri dvaldi hún þó um hríð á heimili föðurbróður síns, Jóns Laxdals tónskálds, er þá átti heima á ísa- firði og síðar hjá föðursystur sinni á Raufarhöfn. Stundaði nám í Gagnfræðaskólanum á Akureyri. Á árunum 1907—9 fluttust for- eldrar hennar og systkin til Vest- urheims, og eru systkin hennar þar öll enn á lífi: María, gift Sveini lækni Björnssyni, Þórður kaupmaður kvæntur Jóhönnu Guð- mundsdóttur, Maja gift Árna Egg- ertssyni yngra, lögfr. í Winnipeg, Jóna gift Jóni Thorlacius kaup- manni, Ólafur kvæntur konu af íslenzkum ættum, Jón yfirkenn- ari í Winnipeg kvæntur konu af íslenzkum ættum og Kristín gift Edward B. Tait, endurskoðanda. Rannveig giftist haustið 1909, þá 18 ára gömul, Maríusi Lund á Raufarhöfn (f. 1880), er þá stóð fyrir búi þar með móður sinni, en Maríus var sonur þeirra hjóna, Þorbjargar Árnadóttur frá Ás- mundarstöðum og Péturs (Peter Christian Gottfred) Lund, sem var um skeið verzlunarstjóri á Rauf- arhöfn, en síðar bóndi á jörðinni. Var Pétur Lund fæddur í Dan- mörku, af dönskum og íslenzkum ættum. Hann lézt, að ég ætla, árið 1894, en Þorbjörg 1914. Eftir frá- fall hennar tóku ungu hjónin við búi á Raufarhöfn. í þann tíð var þar á staðnum miklu færra fólk en verið hefur í seinni tíð. Auk bóndabæjarins og Búðarinnar, sem svo var nefnd (timburhús byggt 1835. brann 1956) voru þar aðeins tvö eða þrjú íbúðarhús önnur. Árið 1910 byggði Maríus íbúðarhús úr timbri á jörðinni, stórt og vandað að þeirra tíðar hætti, sem enn stendur og hefur til þessa verið nefnt Lundshús. Gamli Raufarhafnarbærinn, sem einnig var við þá feðga kenndur, langhús úr torfi og timbri, stóð þó fram til 1930 eða þar um bil. Hinnar nýju húsfreyju á Rauf- arhöfn biðu mikii verkefni. Jörðin er ein af meiriháttar bújörðum sýslunnar, búið stórt og heimilið fjölmennt. Systkin Maríusar dvöldu þar á heimilinu, og tvö þeirra alla ævi eða því sem næst, svo og fleiri vandamenn og vanda- lausir m.a. vinnufólk. Þeir bræð- ur Maríus og Níels áttu vélbát og ráku útgerð á sumrin. Sinna þurfti æðarvarpi og fleiri jarðarhlunn- indum. Á búinu munu hafa verið um 500 fjár, er flest var. Maríus Lund var fjármaður góður og bú- skapur hans með snyrtibrag. Það heyrði ég haft á orði, hve áreið- anlegur hann væri og orðheldinn í hvívetna. Hann lézt árið 1935 eftir langa vanheilsu sem síðar verður að vikið. Börn þeírra hjóna eru: Svein- björg Lúðvíka gift Leifi Eiríks- syni fyrrv. oddvita á Raufarhöfn nú kennara í Silfurtúni, Grímur vélstjóri á varðskipinu Albert, kvæntur Þórhöllu Einarsdóttur frá Fjallseli, Þorbjörg, er lézt árið 1960, Árni Pétur bóndi í Miðtúni á Sléttu, kvæntur Helgu Kristins- dóttur frá Nýhöfn, og Maríanna, gift Hákoni Magnússyni kennara í Reykjavík, Halldóra Óladóttir frá Raufarhöfn, gift Gunnari Stein- grímssyni verzlunarmanni í Reykjavík, ólst upp hjá frú Rann- veigu og hefur verið henni sem dóttir. Það er mér tjáð, að oft hafi verið 15—20 manns til heimilis í Lundshúsi, og eitt sinn 26. er flest var. Margt fólk var þar langdvöl- um, þótt ekki væri vandabundið. M. a. ætla ég að tveir vinnumenn hafi verið þar í 20 ár. Segir það sína sögu um heimilið. Mjög var þar gestkvæmt, enda gestrisni mikil og greiðasemi. Sjálfur minn- ist ég þess, er ég kom þar fyrir 42 árum, lítilsigldur unglingur á minni fyrstu ferð „út í heiminn" og var þar tekið bráðókunnugum næstum sem heimamaður væri, þótti mér sá bær mikilsháttar og þeir, er þar réðu húsum. Þá sá ég Maríus bónda eins og hann var meðan hann var heill heilsu, maður hár vexti og gervilegur. Það mun hafa verið ekki löngu síðar, eða skömmu eftir 1920, að Maríus Lund fór að kenna van- heilsu. Leitað var lækna og nokk- ur bót á ráðin. En árið 1927, rétt áður en yngsta barn þeirra hjóna fæddist. veiktist hann snögglega ÚHör mannslns míns Helga Ó. Einarssonar, Sogaveg 130, fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 16 þ. m. kl. 10,30 Athöfninni i kirkjunni verður útvarpað. Rósa Sveinbjörnsdóttir. Innilegar þakkir til allra, nær og fjær, sem heiðrað hafa minningu Matthíasar Þórólfssonar og auðsýnt okkur samúð við andlát og jarðarför hans. Steinunn Guðjónsdóttir Birgir Matthíasson Hrafnhildur Matthíasdóttir Jón H. Guðmundsson af slagi og var eftir það sjúkur og farlama. Þau 8 ár, er hann þá átti ólifað, naut hann ástríkrar um- önnunar á heimili sínu. Um þetta leyti hlaut Rannveig Lund að reyna hið fornkveðna, að sjaldan er ein báran stök. Annar sonur þeirra hjóna veiktist af berklum, og var þar raunar síðar bót á ráðin. En árið 1934 varð Þorbjörg dóttir þeirra, 17 ára gömul, að fara á heilsuhæli, og átti þá fyrir henni að liggja að dvelja þar að mestu til æviloka — í 26 ár. Hana muna margir, sem verið hafa á Vífilsstöðum. Um hana ritaði Guð- mundur Eiríksson skólastjóri á Raufarhöfn athyglisverð eftirmæli (Tíminn 23. febr. s.l.) — Árið eftir dó Maríus Lund eins og fyrr var sagt. Eftir hina löngu vanheilsu Mar- iusar Lund var svo komið, að efni þeirra hjóna voru til þurrðar gengin, jörðina áttu þau ekki. Hún er ríkiseign. Útgerð þeirra Lunds- bræðra var lögð niður og búskap- ur lítill hjá því, sem áður var. Skuldir höfðu safnazt. En Rann- veig Lund lét ekki bugast af raun- um sínum. Um það leyti sem Mar- íus missti heilsuna, tók hún að stunda matsölu og leigja herbergi í húsi sínu. enda var, þegar hér var komið, mikil þörf slikrar starfsemi vegna vaxandi atvinnu- rekstrar og fjölmennis á Raufar- höfn í sambandi við síldveiðar — en sérstöku gistihúsi hefur enn ekki verið komið upp þar. Hún hafði á hendi veðurathuganir í nál. 25 ár og póstafgreiðslu i nál. 15 ár. Henni tókst að koma fót- um undir efnahag sinn á ný og börnum sínum vel til manns Er þar og um að ræða starfsamt fólk og dugandi. En áhugi hennar, kiarkur og fyrirhyggja kom víðar fram og þá m. a. í ýmiss konar félagsstarfsemi. Hún var á sínum tíma meðal stofnenda kvenfélags- ins Freyja á Austur-Sléttu, lengi formaður þess eða í félagsstjórn og fulltrúi á sambandsfundum. Einnig tók hún mikinn þátt í starfsemi Slysavarnadeildar kvenna á Raufarhöfn og var full- trúi deildarinnar á slysavarna- fundum. Sömuleiðis var hún á- hugasamur þátttakandi í starf- semi leikfélags og söngfélags á Raufarhöín. og fleira mætti telja er hún lét til sín taka, t. d. kirkju- og safnaðarmál sóknarinnar. Eftir að heilsa hennar tók að bila dvaldi hún stundum í Reykjavík á vetr- um, og fiuttist að lokum suður árið 1957. Um það leyti afsalaði hún sér ábúðarrétti sínum á jörð- inni Raufarhöfn. Þar er nú ekki lengur um bóndabýli að ræða. Rannveig Lund var kona fríð sýsiuim og slköruleg, að jafnaði glöð í bragði og stóð af henni hress- andi blær, hvar sem hún fór. Hún var einörð og hreinskilin. skap- föst, trygglynd og hjálpfús. Hugul- semi hennar hygg ég, að ýmsir muni minnast á Raufarhöfn frá fyrri tímum, er þorpið var að byria að byggjast og sums staðar lítið við að vera og þröngt í búi. Starf hennar allt og heimilishald var með miklum myndarbrag. Hún varð ein eftir. er foreldrar og systkin fluttust til fjarlægra landa og átti siðan annasama ævi í blíðu og stríðu. Hún átti margs að minnast og hafði tileinkað sér vizku reynslunnar á þann hátt, að gott var að kynnast. Margir munu i dag minnast hennar. ekki vandamenn aðeins og vinir heima í héraði. heldur og fjöldi fólks víðs vegar um land, er kynni höfðu af henni og heimili hennar fyrr og síðar. Og geymast mun á norður slóðum naín þeirrar konu, er síð- ust bjó á jörðinni Raufarhöfn — af þeim ástæðum og öðrum. G.G. Tilbúinn áburöur Frjáls verzlun Óðum breikkar og stækkar bilið á milli hinnar dugmiklu bændastéttar laudsins og eins merkasta forustumanns hennar, Sigurðar búnaðarmálastjóra Sig urðssouar frá Draflastöðum. En þeir, sem sáu og heyrðu Sigurð. á meðan hann hélt fjöri sínu og starfsþreki. gleyma honum aldrei. Hann var heitttrúaður hug- sjónamaður. Það sindraði af houum, er hann ræddi áhuga- mál sín og bændanna. Spor hans lágu um allt land og í slóðinni greri. Hvar sem hann fór, vakti hann áhuga og fjör og trú á landið og íslenzka jarð rækt. Sigurður búnaðarmálastjóri kenndi bændum að nota tilbú- inn áburð og sannaði ágæti hans i íslenzkri mold og nauð- syn á notkun hans. Það hafa verið færð rök að því, svo að ekki verður á móti mælt, í nýútkominni ævisögu Sigurðar. að þegar kom að inn flutningi áburðarins og dreif- ingu hans til bændanna, taldi búnaðarmálastjóri eðlilegt og sjálfsagt, að frjáls félagssam- tök bændanna sjálfra hefðu með höndum þann þátt máls- ins. Kom þar tvennt til greina. Búnaðarfélagið og kaupfélögin. Hin síðarnefndu höfðu þá fyrir nokkru stofnað Sambandið og innflutningur þess á nauðsynja vörum félagsmanna fór ört vaxandi. Meginhluti allra bænda var í kaupfélögunum. Bændurnir þurftu áburðarins með. Sigurður taldi langeðli- legast, að félagsskapur þeirra um hagkvæma útvegun lífsnauð sy>nja, sæi einnig um útvegun þessa nauðsynlega töframeðals. Af þessari ráðagerð Sigurðar varg ekki. Sá kostur var upp tekinn, að ríkið flytti inn á- burðinn og sett voru lög um Áburðarsölu ríkisins og henni veitt einkaleyfi Mátti það teílj ast góð úrlausn eins og mál- um þá var komið. Hefur fyrir- tækið notig trausts og vinsælda á meðal bænda Nú hefur ráðandi mönnum sýnzt rétt að leggja þessa einka sölu niður og allt öðru fyrir- tæki hefur verið falin áburð- arsalan. Virðist því liggja beint við að taka málið upp á nýjum grundvelli og gefa inn- flutninginn frjálsan á þessari vöru eins og flestum nauðsynj um. Bændur undu vel Áburð- arsölu ríkisins. en -fyrst hún er afnumin, er ástæðulaust fyr ir þá að una þvi, að þeirra eig- in fyrirtæki fái ekki ag útvega þeim tilbúna áburðinn. Þeir bændur, sem ekki eru í kaup- félögunum, eiga einnig heimt- íngu á því að fela þeim, sem þeir treysta betur, útvegun þessa nauðsynjavöru. Trjáls innflutningur áburðar- ins er þvi sjálfsögð krafa allra bænda Að þeir fái sjálfir að ráða innflutningi hans er í anda spámanns þeirra og leið- toga, Sigurðar búnaðarmálastj. Ráðandi menn í þjóðfélaginu hafa mikinn áhuga fyrir „frjálsri verzlun". Þetta rétt- lætismál bændanna æt,ti þvi að vera auðsótt. P.H.J. Taska tapaðist Blá flugfélagstaska tapaðist í Kerlingarskarði, s.l. föstudagskvöld. Finnandi hafi samband við sím- stöðina Grafarnesi, eða síma 18300, Reykjavík. Símanúmerið breytist Frá og með deginum í dag er símanúmer bifreiðadeildar 11700 SjQvátrqqqifiilÉÍaq íslandsi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.