Tíminn - 15.11.1961, Síða 7
T í MIN N, miðvikudagitui 15. nóvember 1961
7
GuSmundur í. Guðmundsson, uianríkðsráðhsrra gagnrýndur á þingfundi;
Hermðnnum
að bjóða stúlkum á dans-
leiki, sem snúast í drykkjusvall og átðk
Á fundi efri deildar alþingis
í gær kvaddi Sigurvin Einars-
son sér hljóðs utan dagskrár.
Óskaði hann þess að forseti
deildarinnar hlutaðist til um,
að utanríkisráðherra mætti á
þessum fundi stutta stund,
þar sem Sigurvin kvaðst þurfa
að leita nokkurra upplýsinga
hjá honum. Var þingmaður
þá sendur til ráðherrans, en
hann neitaði að mæta á fundi
efri deildar, því að hann væri
við umræður í neðri deild.
Ekki tók ráðherrann þó neinn
þátt í umræðunum í neðri
deild og sat þar aðgerðalaus,
þótt hann neitaði að mæta í
efri deild. Mun það vera eins-
dæmi að ráðherra neiti að
mæta á deildarfundi þegar
þingmaður óskar þess, hafi
hann ekki gildar ástæður fyrir
þeirri neitun.
Þegar svo var komið fLutti
Sigurvin mál sitt og fer ræða hans
hér á eftir:
Eins og rnönnum er kunnugt,
skýrðu fl'est dagblöðin í Reykja-
vík frá því s.I. sunnudag, að gerzt
hefð’i allóhugnanlegur atburður
suður á Kef 1 avíkurflugvelli s.l.
föstudagskvöld. Og mér þótti á-
stæða til þess að spyrja hæstv.
utanríkisráðherra spurninga og fá
hjá honum svar um nokkur at-
riði þessu. viðvíkjandi, en þar sem
þess er ekki kostur, hef ég ekki
önnur ráð en flytja þetta mál í
trausti þess, að hæstv. ráðherra
geri, þótt síðar verði, einhverja
grein fyrir málinu.
í Alþýðublaðinu s.l. sunnudag
12. nóv., er forsiðugrein með risa
fyrirsögn um atburð, sem gerðist
á Keflavíkurflugvelli. Þessi for-
síðugrein Alþýðublaðsins hljóðar
þannig með leyfi forseta:
„Dansleikur á Vellinum. Ein
fór í Steininn".
Þetta er fyrirsögnin. Landgöngu
liðar úr sjóher Bandaríkjamanna
á Keflavíkurvelli héldu eins kon
ar afmælishátíð í fyrrakvöld, hafi
liermönnunum í deildinni verið
veitt undaniþága og leyft að bjóða
íslenzkum stúlkum á dansleikinn,
sem haldinn var í tilefni hátíðar-
innar. Nokkrir tugir stúlkna úr
Keykjavík mættu á dansleiknum.
sem endaði þannig, að a.m.k. ein
stúlka var sett i fangageymslu
lögreglunnar á Vellinum. fslend-
ingur sem starfar á Keflavíkur-
flugvelli, hringdi til blaðsins í gær
og sagði hann, að íslenzkir starfs-
menn á Vellinum, er fylgdust meff
skemmtuninni og endalokum henn
ar, hefðu fýllzt viðbjóði á aðför-
unum. Lét hann blaðinu í té eftir-
farandi upplýsingar:
„í fyrrakvöld komu um 50 stúlk
ur úr Reykjavík á hátíðina, sem
einnig var sótt af stúlkum, sem
starfa á flugvellinum. Aldur
þeirra var allt niður í 13 ár. Dans-
leikurinn var haldinn í Vikings
scrvice club og átti vegabréf
stúlknanna að gilda til kl. 1 um
nóttina. Þá var stór áætlunarbif-
reig höfð til taks fyrir framan
klúbbinn og átti hann að flytja
RátJherrann neitaði a'S koma á fund í efri deild,
jiótt hann sæti aftgerftarlaus á fundi í neftri deild.
stúlburnar í bæinn. Tveir lögreglu
þjónar voru á.staðnum til að fylgj
ast með því, að allt færi fram eins
og skyldi. Þegar skemmtuninni
lauk var erfitt að fylgjast með
stúlkunum og hurfu nokkrar
þeirra út í myrkrið ásamt her-
mönnunuim. Fáeinar stúlkur, secn
voru of drulkknar til ag1 hlaupa
í burtu, fóru upp í bflinn, en æs-
ingurinn í þeim var svo mikill, að
þær brutu 3—4 rúður í bifreiðinni.
í fyrrinótt var svo verið að færa
eina og eina stúlku út af vellinum
og voru nokkrar þeirra illa til hafg
ar, eins og þær hefðu leut í ein-
hverjum átökum. Deildin, sem há-
tíðina hélt, er landgönguiliðadeild.
Alþýðublaðið ræddi í gær við full |
trúa lögreglustjórans á Keflavíkur
flugvelli og spurðist fyrir um
þetta cnál. Sagði hann, að um 20
—30 stúlkur hefðu fengið sér-
staka undanþágu til að sækja hóf
þetta. Þó hefði verið vandlega
fylgzt með því, að þær væru orðn
ar 18 ára, en ef yngri stúlkur
hefðú verið þarna, væri það ékki
sök lögreglunnar. Ekki taldi hann,
að nein ólæti hefðu átt sér stað
þar að skemmtuninni lok-
inni og hefði lögreglunni að-
eins borizt ein skýrsla um stúlku,
sem setja varð inn vegna ölvunar.
Var hún eitthvað blá og marin
í framan og gleraugu hennar brot-
in. Af hvaða sökum það var vissi
hann ekki, en taldi, að það hefði
orðið vegna ölæðis hennar. Ekki
vissi hann um, að neinar stúlkur
hefðu verig fluttar út af vellin-
um seinna um nóttina og ekki
heldur, hve margar fóru með áætl
unarbílnum í bæinn.“
Þetta eru orð Alþýðublaðsins,
sem það hefur eftir fréttamanni
sínum á Keflavíkurflugvelli. Þarna
segir fréttamaðurinn, að íslenzkir
starfsmenn á flugvellinum hafi
fylgzt meg skemmtuninni og enda
lokum hennar, og segir, að þeir
hafi fyllzt viðbjóði. Hann segir,
að 50 stúlkur úr Reykjavik hafi
sótt þessa samkomu, en auk þess
þær stúlkur, sem starfa á Kefla-
víkurflugvelli, svo að það lítur
út fyrir, að landgönguliðunum hafi
tekizt sæmilega vel ag verða sér
úti um dömur. Þá segir þessi frétta
maður í Alþýðublaðinu, að stúlk-
urnar hafi haft vegabréf til að
dvelja til kl. eitt á þessari hátíð,
en þegar þær áttu að fara í bæ-
inn með bifreið, sem þar var til
staðar, þá varð minna úr ferð
þeirra í bæinn. Hurfu nokkrar
þeirra út í myrkrið með hermönn
unum, fáeinar stúlkur, sem voru
of drukknar til að hlaupa í burtu,
fóru upp í bílinn og brutu þar
rúðu.r. Loks segir þessi fréttamað
ur í Alþýðublaðinu, að ein og ei.n
af þeirn stúlkum, sem hlupu út
í myrkrið með hermönnunum hafi
verið færð út af vellinum síðar um j
nóttina ,og hafi verið illa til hafð i
ar .eins og þær hafi lent i átök
um.
f i
SIGURVIN EINARSSON
ekki' fram, að hann hafi verið
þarna viðstaddur, þótt að hann
skýri ag sjálfsögðu frá því, sem
hann veit. Hann telur, að stúlk-
urnar hafi ekki verið svona marg
ar, en 20—30. Hann veit það aug
sjáanlega ekki nákvæmar en það.
Hann segir, að vandlega hafi ver-
ið fylgzt með því, að ekki væru
yngri stúlkur þarna en 18 ára, en
bætir við: „En hafi þær verið
yngri, þá er það ekki sök lögregl-
unnar.“ Hann segir, að það hafi
ekki verið ólæti þarna að skemmt
uninni lokinni, en þó hafi lögregl-
an orðið að setja eina stúlkuna
í tukthús, og var hún marin og
blá í frainan og meg brotin gler-
augu. Ekki vissi þessi fulltrúi lög
reglustjóra um það, að stúlkur
hefðu verið færðar út af veilinum
ein og ein síðar um nóttina, en
hann vissi heldur ekki, hve marg-
ar fóru með bifreiðinni f bæinm.
Og allar áttu þær ag sjálfsögðu
að fara út af vellinum með þess-
ari bifreið, eins og vegabréf þeirra
sögðu til uim.
Það sem er sameiginlegt í frá-
Sögn þessara tveggja manna,
fréttamanns Alþýðublaðsins og
fulltrúa lögreglustjórans, er eftir-
farandi atriði ag því er mér virð-
ist. f fyrsta lagi nokkrir tugir af
fslenzkum stúlkum úr Reykjavík
fá leyfi stjómarvaldanna, sem
mun vera utanríkisráðun., til að
sækja einhvers konar afmælis-
hátíð landgönguliðs Bandaríkja-
sjóhers á KeflavíkurflugveUi. f
öðru lagi, að ötvun hefur orðið
í svo ríkum maeli, að íslenzk
stúlka er sett í fangelsi, og í
þriðja lagi, að komið hefur a.m.k.
til þeirra átaka, að ein stúlka er
blá og marin eftir.
Eg vil auk þess benda á, að
fréttamaðurinn segir, að sumar
stúlkurnar hafi verið allt niður í
13 ára að aldri. Það eru telpur á
bamaskólaaldri, en fulltrúi lög-
reglustjórans segir hins vegar, að
hafi þær verið yngri en 18 ára,
þá sé þag ekki sök lögreglunnar.
Hann segir því ekkert um það, að
einhverjar stúlknanna hafi eklci
getað verið 13 ára gamlar. Eg býst
við, að flestum hrjósi hugur við
að lesa þessa lýsingu Alþýðublaðs
ins á því skemmtanalífi íslenzkra
æskukvenna, sem utanríkisráðun.
veitir leyfi til að sækja skemmtan
ir á Keflavíkurflugvelli. Það má
minna á það í þessu sambandi, að
fjöldi æskukvenna hér í Reykja-
vík er víðs fjarri heimilum sín-
um og foreldrum og því aðhaldi
og þeirri handleiðslu, sem foreldr
ar geta veitt þeim, þar sem þær
dvelja hér um stundarsakir við
nám eða við atvinnu. Og það má
nærri geta, hvort slíkar unglings-
stúlkur, ef þær eru nú allt niður
í 13 ára gamlar, eru ekki í hættu
fyrir ginniboðum landgönguliðs
Bandarikjasjóhers á Keflavíkur-
flugvelli, eins og hér hefur verið
skýrt frá.
Hér virðlst enginn vera til and-
svara um þetta mál, og hér þýðir
ekki að spyrja um neitt. En ég vil
þó Ijúka máli mínu með því, að
það er vægast sagt krafa fjölda
manna í þessu landi, að slíkt geti
ekki endurtekið sig, eins og nú
hefur átt sér stað þarna syðra,
jafnvel þótt eitthvað beri á milli
í frásögnum, þá er svo margt sam
eiginlegt af þeim frásögnum, sem
fram eru komnar, að hér er alvara
á ferðum. Eg tel það skýlausa
kröfu allra heiðviðra manna, að
þetta mál verðl rannsakað og nið-
urstöður þeirra rannsókna verði
birtar opinberlega. En umfram
allt, að stjómarvöldin hætti að
veita leyfi íslenzkum æskustúlk-
um tifl þess að sækja skemmtana-
líf að þessu tagi. Og ekki virðast
borfurnar batna, þegar það hef-
ur nú borizt, ag utanríkisráðuneyt-
ið hefur leyft x'immfalda stækkun
á sjónvarpsstöð þessa herliðs, sem
er ekki í þágu hermannanna, það
sjá allir, heldur til þess að geta
náð til fslendinga og ef slík sjón-
varpsstöð verður kannske notuð
í svipaða þágu og það boð, sem
hinum ungu, ísflenzku stúlkum var
sent með tilstyrk utanríkisráðun.,
þá er uggvænlegt framundan í
þessum atriðúm uppeldismálanna
í Tandinu.
Frv. um komrækt endurflutt
Öll er þessi lýsing svo greini-
leg, að ætla mætti, að áhorfendur
segðu hér frá. En Alþýðúblaðið
talaði við fulltrúa lögreglustjór-
ans um þetta mál, og það lcemur
Þeir Ásgeir Bjarnason og
Páll Þorsteinsson endurflytja
frumvarp sitt um kornrækt.
Frumvarp þetta var samþykkt
í efri deíld en varð ekki út-
rætt í neðri deild í fyrra.
Frumvarpið er svohljóðandi:
1. gr.
Búnaðarfélag Islands fer með
stjórn þeirra mála, er lög þessi
varða, undir yfirstjórn landbún-
aðarráðherra.
2. gr.
Aðilum, sem mynda með sér fé-
lagssamtök um að gera kornrækt
að framleiðslugrein, þar sem bygg,
hafrar eða aðrar korntegundir eru
ræktaðar svo, að þær nái þroska,
skal gefinn kostur á sérstökum
stuðningi samkvæmt lögum þess-
um.
3. gr.
Skilyrði fyrir því, að framlag
sé veitt til kornræktar. eru:
1. Að akurlendið sé þar í sveit
sett, að vænta megi í öllu venju-
legu árferði, að korn nái fullum
þroska.
2. Að aðilar myr.di með sér fé-
lagssamtök, kornræktarfélag, er
skuldbindi sig til að rækta um
10 ára tímabil á minnst 10 ha
lands. Búnaðarsamböind, ræktun-
arsambönd eða búnaðarfélög geta
gerzt aðilar að vélakaupum og
leigt vélarnar kornræktarfélögum.
Nú tekst einstaklingur á hend-
ur skuldbindingar samkvæmt 1.
málsgr., og skal þá veita honum
sama stuðning og félagi, enda
jhlíti hann sömu skilyrðum og
I kornræktarfélag.
| 3. Að hlutaðeigandi félag eða
1 einstaklingur ráði yfir landi, sem
sé að minnsta kosti helmingi
stærra en það land, sem samið er
um að rækta korn á, og að allt
landið sé nægilega þurrt og hæft
Itil kornræktar.
4. Að aðilar skuldbindi sig til
!að hlíta reglum þeim, sem settar
|verða um vinnslu landsins, áburð-
’ arnotkun, tegundaval sáðkorns,
I uppskeru, meðferð alla og annað
itil tryggingar því, að framleiðslan
jverði sem bezt vara.
1 5. Að aðili geri skýrslur, sem
íyrirskipaðar verða, um allt, er
varðar reksturinn. Einnig geri
hann úppskeruskýislur og ná-
kvæmt yfirlit um kornræktina og
einstaka þætti hennar, svo að séð
verði, á hvaða tíma hvert verk er
unnið.
6. Að samningsaðili skili aftur
ti) þess, er annast framkvæmd
laga þessara, þeim vélum og tækj-
um, sem stofnstyrkur hefur verið
greiddur á, ef kornrækt fellur
niður, og skulu þá dómkvaddir
menn meta endurgreiðslu.
4. gr.
Þeim, sem tekið hafa að sér
samningsbundna kornyrkju, skulu
árlega og í tæka tíð tryggð kaup
á sáðkorni af þeim stofnum, er
bezt hafa reynzt í hérlendum til-
raunum, enda fylgi skiMd frá
seljanda um uppruna sáðkornsins,
og ber hann ábyrgð á gaeðum þess,
hreinleika og spírunarhæfm.
Samningsbundnir kornræktarað-
ilar skulu hafa forgangsrétt til að
rækta útsæði af völdum stofnum,
enda hlíti þeir reglum, er um þá
ræktun gilda á hverjum tíma.
5. gr.
Framlög til eflingar kornræktar
skulu vera sem hér segir:
1. Styrkur til kaupa á kornyrkju
vélum, allt að 50% af kaupverði
þeirra, þar með talinn kostnaður
við samsetningu félanna og flutn-
ingskostnaður til kaupanda, enda
standi eitt félag eða fleiri að kaup-
unum. Sama gildir um einstak
linga, eftrr því sem við á. Rækt-
únarsambönd, búnaðarfélög eða
einstaldingar geta notið sömu
(Framhald á z. sié” *