Tíminn - 15.11.1961, Side 9

Tíminn - 15.11.1961, Side 9
T.íMIXN, miSvikudagínn 15. nóvember 1961 9 Kvæði frá Holti Fi'aman vi(5 titil bókarmnar er skrá yfir ritverk böfundarins, frumsamin og þýdd, en þau eru; 14 af bvoru og allbreytileg að efni: átthagafræ'ði, kristin trú,1 ævisögur, leikrit og ljóð. Af frum sömdu efni ber mest á ijóðunum, aHs 5 söfn. Séu ljöðin athuguð sérstaklega, eru þau einnig út gef in 1930, enda frá mismunandi tíma. Elzta safnið, Hamar og sigð, útgefið 1930. Hamar og sigð var áróðursrit frá upphafi til enda, en þó alls ekki sneitt iistrænu gildi, svo sem hið skáldlega kvæði Sordavala, Ijósast sannar. Af miklu meiri hagleik slær þó skáld ið hörpuna nú eftir 30 ár, svo sem vænta má. Þó að síra Sigurði séu raunar furðu mislagðar hendur, svo góðum ljóðasmið, þá eru allt af glóandi gull innan um, og í æ rikara mæli, eftir því sem árin líða, því að hann er enn á þroska braut. En líkt og list síra Sigurðar er einnig líf hans. Til að sikilja Ijóð- in er nauðsynlegt að vita nokk- ur deili á manninum. Fáa sam- ferðamenn hef ég undrazt meir en hann, varla nokkrum þótt for- vitoilegra að kynnast. Milli fjar- lægustu skauta andstæðnanna hafa skoðanir hans sveiflazt. Mér hef ur þótt það bera vott um sann- leiksleit. Fáir koma áheyrendum jafnoft á óvart og síra Sigurður: flestum snjalilari í ræðu- og kenn- arastól, hispurslaus, fyndinn, hug kvæmur, eigi alltaf jafnháttvís í framkomu, endra nær er umihyggj an og hugulsemin svo frábær, að töfrum líkist. Með því ag undir- rituðum er tamara að minnast hins góða frá ævinnar samferð en hins, sem miður kann að hafa far ið, get ég ekki stillt mig um að nefna eitt atvik frá því fyrir meira en fjórtán árum. Sumarið 1947 var ég, ásamt fLeiri skólamönmum, kallaður á fund í Reykjavík. Að loknum fundi bauð Helgi Elíasson fræðslu málastjóri hópnum, í skemmtiför austur að Heklu, sem þá var I óða önn ag gjósa. Síra Sigurður Einarsson, í þann tíð skrifstofu- stjóri hjá Helga, var með í för- innL Allir léku við hvern sinn fingur og voru -hver öðrum til ó- blandinnar ánægju, enda margir lærdómsgarpar og glæsimenni saman komin í bifreiðunum, þar sem voru flestir gagnfræða- og héraðsskólastjórar landsins. Fræðslumálastjóri var hrókur alls fagnaðar, eins og hans var von og vfsa. Mimnisstæðasti samfylgd- armaðurinn hefur mér þó orðið Sigurður Einarsson. Af honum sindraði fyndnin og fjörið. En ekki nóg meg það. Nærgætni hans og innhyggja voru á þá leið, að síðla gleymist. Sem fulltrúi yfirboðarans og annar aðalleiðtogi fararinoar, fylgdi hann öllum til náttstaðar, þegar í höfuðstaðinn bom einhvern tima um nóttina. Betri leiðtoga og ferðafélaga hef ég aldrei haft. Sjaldan kynnast menn eins vel og í samfylgd. Þessi samfylgdardagur með síra Sig- urði, og reyndar ekki síður kynni mín af honum sem kennara löngu áður, hafa skerpt skilning minn á skáldskap hans, svo nátengd eru maðurinn, skáldið og verk hans: ekki ætíð mjög fáguð að ytra bún ingi, en hlý hið innra, og þegar Sigurði tekst upp, eru kvæðin slípuð eins og gimsteinar, ímynd geislandi glampa listarinnar, svo sem höfundurinn sjálfur á beztu stundum lífsins. Kvæði frá Holti skiptist í þrjá aðalkafla: Litið um öxl, Suðurfarar vísur og Við farinn veg. Lengsta kvæðið í fyrsta kaflanum, Heilög vé, á hálfrar aldar afmæli Háskóla íslands 1961, þótti dómnefnd við- SIGURÐUR EINARSSON Spyrja má, hvers vegna þeim, sem getur dregið slíkan arnsúg á flugi, sem síra Sigurður gerir á beztu stundum, daprast oft flug ið og raun ber vitni. En slikt er þarflaust, og vig þeirri spurn fæst ekkert svar. Góðu stundirnar er skylt að þakka sem gjöf af drott- ins náð, og fagra ávexti þeirra. Þær og þeir gera lífið þess vert, að því sé lifað. Maðurinn er það, I sem honum auðnast á þeiim stund um, eins og fegurð jurtá nær há- marki við blómgun og aldinþroska, laufskrúð Skógar í haustlitum, eða söngur svansins, áður en hann deyr. Að lokum þakka ég síra Sig-; urði skemmtilega samfylgd, bæði þá raunverulegu á liðnum dögum lífsins og eins hina, sem á ljóðs- ins vængjum var farin. Báðar eru þær sama eðlis, þótt af tveimur heimum séu: pilagrímsferðir til helgistaða. Oft mætir ferðalang- inum andbyr á loftsins ströngu leið, eða hann fer yfir eyð’imörk, án annars gróðurs viða hvar en þyrnótta öræfaplantna. Endrum og eins geymir þó auðnin sínar und- urfögru vinjar, sern fé vegfarand ann til að gleyma stað og stund. Honum sé eilíft lof, sem þau gæði gaf. Þóroddur Guðmundsson. Huglæ ÓLAFUR TRYGGVASON Fyrsta bók Kvöldvökuútgáfunn- ar þetta árið er eigin frásögn Ólafs í Hamraborgum af dulræn- um lækningastörfum, sem hann er nú orðinn víðkunnur fyrir hér á urkenningar vert. Mér virðist það sundurleitt, þó að auðvitag sé ým- islegt í því snjalit. Annað lengsta kvæðið, Þorsteinsminni, tel ég betra. En það er fulllangt, Ávarp Fjallkonunnar 17. júní 1961 er of hnökrótt og hversdagslegt á köfl- um. Vér bændur virðist bezta kvœðið í þessum flokk, enda stytzt,! að undanskildu því siðasta, Þig man ég lengst, sem undirritaður kann ekki að meta. Næsti kaflinn, Suðurfararvísur, eru myndir úr för skáldsins til; Miðjarðarhafslanda. Þótt sumar þeirra séu skýrar, hafa þær ekki greypzt í vitund mína. Sérstöðú j meðal þeirra hefur þó Austur- • lenzkt Ijóð. Mig grunar, að það sé! gott kvæði. Á bak við formleysi þess leynist einhver óskilgreinan- leg, leyndardómsfull dýpt. í heild sinni ber síðasti aðal- iþáttur bókarinnar, Við farinn veg, langt af hinum, enda þótt kvæði þess kafla séu ærið misjöfn. Þar skiptist á hnútukast til samferða- manna (E.O., Friðardúfur o.fl.) við sannkallaðar góðgjafir og ljóð kransa á leiðúm. Er sumt það ynd- isfagurt og fær lesandanum ýmist mikils fagnaðar, eins og Jóns- messuljóð, Da/gar efri ára, Sól fer sunnan, Dagar vors yndis og Vina mót í Holti, eða þau eru þrungin trega og söknuði, svo sem eftir- mælin: Fallinn lilynur, Öll ævin í stundarmóti og hið ljúfsára ljóð, Segðu mér leyndarmál, svanur, er lýsir á gullfagran hátt þrá ma’nnsins eftir dularfullri dýrð ljóss, hljóms og lita, en jafnframt söknuði hans yfir hamingju þess liðna. Til þess að síra Sigurði tak ist að yrkja verulega góð kvæði, þarf hann annaðhvort' að gleðjast af hjarta með glöðum á góðri stund eða þá með syrgjendum við dánarbeð, gráta genginn vin. En þá syngur hann líka eins og eng- ill. Kvæði frá Holti er sannnefni, einkum um síðasta þátt bókarinn- ar. Flest beztu kvæðin eru án efa; bundin þeim stað, ýmist sprottin við einveru úr skauti tiginnar náttúru, vinafundum tengd eða þá starfi sálnahirðisins, sem ég hef ávallt haldið, ag væri öfunds verðasta hlutskipti á jörðu, þrátt fyrir sorgina, sem stöðugt er í fylgd með þeim manni, og jafn- vel vegna hennar. í Á ÖRÆFUM Þetta er vel útgefin bók, skreytt allmörgum myndum. í henni eru 17 ferðaþæitir, og auk þeirra nokk- ur kvæði og stökur-. Flestum mönnum þykja ferðalög skemmtileg. En þó eru margir þeir, sem hvorki hafa tíma né pen- inga til ferðalaga að nokkru ráði, og verða þeir því að láta sér nægja að lesa um ferðalög annarra manna. Eru ferðabækur jafnan eftirsótt iesefni. Hallgrímur Jónasson hefur víða farið og því margt séð og mörgu kynnzt. Hann hefur ferðazt um Rússland og flogið alla leið suður í Georgíu, „þar sem hin risavöxnu Kákasusfjöll gnæfa við himin“. En höf. er svo sterkum böndum bundinn ættjörðinni og heimahög- um, að af þessum stutta þætti er fjórði hlutinn bernskuminningar hans frá Fremrikotum í Skagafirði. Flestir eru þættimir um ferða- lög um afskekktar byggðir íslands, um öræfi þess og fjallvegu. Hall- gr. Jónasson er þaulvanur ferða- maður, sem kann vel að búa sig út í ferðir um ógreiða vegi og veg- leysur upp um fjöll og firnindi hins mikla öræfaheims íslands, þar sem allra veðra er von um flesta tíma ársins. Hefur hann og alloft verið fararstjóri með smærri og HALLGRÍMUR JÓNASSON stærii hópa, er ferðazt hafa á veg- um Ferðafélags íslands. Hinum víðáttumiklu óbyggðum íslands hefur jafnan fylgt dular- þrungið seiðmagn. Þær voru um aldir lítt kannaður heimur, þar sem útilegumenn fundu griðastað, og þjóðtrúin taldi að finna mætti búsældarlegar byggðir og dali, þar sem fé gekk sjálfala árið um kring, og lagaverðir og okrarar náðu ekki til íbúanna. En íbúarnir gátu bæði verið góðir menn og vondir. Þar mátti og fyrir hitta samkvæmt þjóðtrúnni, verstu manntegundir, jafnvel mannætur. En landkönnuöir hafa nú svipt dularblæjunni af jöklum, hraunum og öðrum óbyggðum íslands. En fegurð þeirra og stórfengleg fjöl- breytni orkar á menn sem fyrr, og seiðmagni sínu halda þau enn, en þó á nokkurn annan hátt en áður. f þessari bók sinni veitir Hall- grímur Jónasson lesendum sínum mikla fræðslu um öræfi íslands, um fegurð þeirra og fjölbreytni, dularmögn þeirra og seiðmagn, torfærur þeirra og viðsjárverð skapbrigði veðráttunnar þar. Skemmtilegasti þáttur bókarinn- ar þykir mér samt kafli sá, sem höfundur nefnir: Gengið fyrir ráð- lierra. Sá þáttur gerist í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Þá hafði höf- undur nýlega lokið kennaraprófi. En- samkvæmt frásögn hans mis- tókst honum mjög þá er hann gekk fyrir menntamálaráðherrann í Reykjavík, og mest fyrir þá sök, að hann hafði áður lesið bókina Mannasiði eftir Jón Jakobsson. En viðskipti hans við danska mennta- málaráðherrann fóru á annan veg, en þá fór hann heldur ekki eftir neinni mannasiðabók. Aftast í bókinni eru Stökur og kvæði frá byggð og öræfum. Hall- grímur er prýðilega skáldmæltur. Set ég hér eina stöku hans. Hún hefði vel getað verið motto fyrir bókinni: „Yfir sögn um hrund og hal, harmi og ástarbríma sefur gamalt sel í dal, svipur liðins tíma“ Þorsteinn M. Jónsson. kningar | landi. Þetta er meðalstór bók (200 | bls. í venjulegu broti) í þokkalegri en yfirlætislausri útgáfu. Myndir eru engar nema á kápu, en við lesturinn fyllist hugur manns af j myndum, því að frásagnir höfund- ar eru fjölbreyttar og margar bein línis töfrandi. Höfundur rekur aðdraganda og undirbúning hinnar dularfullu starfsemi, lýsir opinskátt allri framkvæmd sinni og þeirra, sem með honum vinna og stjórna hin- um ósýnilegu lækningum. Að þessu leyti er algert nýjabragð að bókinni, því að kunnugt er, að um slíkar lækningar hafa menn helzt ekki rætt nema í hálfum hljóðum, jafnvel þeir, sem notið hafa þess- arar hjálpar, aðrir viðhaft stór orð um kukl og hindurvitni, ólöglegar og jafnvel ókristilegar tilraunir til að æsa upp hjátrúarfullt fólk. Hafa lærðir og ólærðir afneitarar 'hinna svonefndu „andalækninga", eða „huldulækninga", sumir hverj ir, tekið sér stór og Ijót orð í munn til að fordæma þvílík vinnu- brögð. Er mjög sennilegt, að hefði Ólafur í Hamraborgum lifað á 17. öld, þá hefði hann á báli brennd- ur verið fyrir trúvillu og galdra. Þarf ekki að orðlengja það, að bók Ólafs er næsta forvitnileg, og sannfærður er ég um, að margur mun lesa hana oft og mörgum sinnum. Frásagnir af hinum furðu- legustu atburðum, endurminning- ar höfundar frá tildrögum og upp- hafi dulrænna starfa hans, heim- spekilegar útlistanir á sambandi hinna tveggja heima, — allt er þetta hið girnilegasta, og ritað á fögru, íslenzku máli. Höfundurinn er að vísu ekki langskólagenginn, en eigi að síður er stíll hans fág- aður og orðaval mikið, — augljós merki skarprar greindar og traustrar sjálfsmenntunar. Sterkasta einkenni allrar frá- sagnar Ólafs, og hið áhrifamesta, er þó „sá heiti blær, sem til hjart- ans nær“, eins og Hannes Haf- stein kemst að orði um skipstjór- ann, sem fórnaði lífinu, til að lífi skipverja hans væri borgið. Undir- straumur og aðalinntak þess boð- skapar, sem Ólafur hefur að flytja samtíð sinni, rauði þráðurinn í allri starfsemi hans, er mannkær- leikurinn og fórnfýsin. Þrotlaust erfiði, fjárhagslegir örðugleikar, harðir dómar and- stæðinga, og margs konar áhætta í venjulegum skilningi, — allt verður þetta sem hjóm eitt og hismi, samanborið við það að lið- sinna þeim, sem þjást og líður illa. Skyldu ekki slíkir „læknar“ stand- ast mannjöfnuð við hina sérmennt uðu og lögvernduðu lækna, þegar á allt er litið? Almenningur í landinu hefur að miklum meiri hluta svarað þessu játandi með þeirri afstöðu, sem hann á síðustu árum hefur tekið til starfsemi Ólafs Tryggvasonar og annarra huglækna, því að þeir njóta sívaxandi hylli, enda fjöldi manna lifandi vitni um árangur lækninganna. Og nokkrir læknar hafa nú snúizt á sveif með hinni dulrænu starfsemi. Mætti ætla, að þá fyrst væri vel, ef hvortveggi öflin legðu saman. í einum stuttum kafla bókar sinnar leiðir Ólafur fram nokkur vitni um árangur starfsemi sinnar, en þar er aðeins örfátt fram dreg- ið af því, sem til er. Kennir þar yfirlætisleysis höfundar og hóf- semi, sem eru sterkir þættir í öllu dagfari hans. Eru þessir vitnis- burðir mjög merkilegir. Til glöggvunar þeim, sem enn hafa ekki Huglækningar Ólafs fyr- ir framan sig, set ég hér nöfn Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.