Tíminn - 15.11.1961, Blaðsíða 11
T í MIN N , migvikudaginn 15. nóvember 1961
11
Leyndardómurinn
um enska könnuðinn
Hann hvarf í hiS græna
helvíti á ömurlegustu könn-
unarferð allra tíma. Fyrir 10
árum staShæfði Indíáni nokk
ur á banabeði sínum, að hann
hefði myrt Fawcett, en til
þessa hefur enginn getað
svipt hulunni af leyndardóm-
inum.
— Þú skalt ekki óttast, að ekki
gangi allt að óskum ...
Þetta voru síðustu orðin, sem
Percy Harrison Fawcett skrifaði.
áður en hann hvarf í frumskóg-
um Suður-Ameríku, þar sem
hann leitsði þorpa frá ævaforn-
um tíma og menningu, sem þar
áttu að vera falin. Með þessum
orðum lauk hann síðasta bréfi
sínu til konu sinnar, sem hann
skrifaði dag nokkurn í maí árið
1929, sem sagt fyrir rúmum 32
árum, á stað, sem hinn mikli
könnuður kallaði aðsetursstað
dauða hestsins.
Týndir heimar
Síðan hefur enginn heyrt frá
Fawcett og fylgisveinum hans
tveimur, Pack syni hans og kunn-
ingja hans, Raleigh Rimmel. Ótal
leiðangrar hafa hætt sér inn á
Matto-Grosso umráðasvæðið —
hið græna helvíti Suður-Ameríku
til þess að reyna að finna könn
uðina þrjá, en leitin hefur aldrei
borið neinn árangur.
Við og við bárust fregnir um,
að nú hefði Fawcett fundizt á
einum eða öðrum stað, og hvítir
menn eða Indíánar sögðu frá, að
þeir hefðu hitt hvita menn hjá
fjarlægum þjóðflokkum, þar sem
þeir hefðu setzt að eða væru
fangar. En í hvert sinn hefur að-
eins verið um orðróm að ræða.
Árið 1946 kom út safn af lýs-
ingum Fawcetts á hinum fjöl-
mörgu ferðum hans um Suður-
Ameríku. Bókin nefndist „Týnd-
ir heimar“, og hafði sonur Faw-
cetts, Brian Fawcett safnaði þess
um lýsingum saman. Brian hefur
helgað allt líf sitt því að reyna
að upplýsa hvarf föður síns.
Þessi borp eru til
Brian Fawcett skrifar m. a.:
— Faðir minn þekkti betur en
nokkur annar þá áhættu, sem
hann og fylgdarsveinar hans tóku
á sig, og hann viðurkenndi, að
það væru miklir möguleikar á
því, að þeir kæmu ekki til baka
— Ef við komum ek.ki til baka.
sagði Fawcett, óska ég ekki eftir
því, að okkar verði leitað. Það er
alltof áhættusamt. Ef ég með alla
mína reynslu kemst ekki klakk-
laust ferðina á enda, er ekki mik-
il von fyrir aðra. Það er ein af
ástæðunum fyrir því, að ég vil
ekki, að of margir viti, að við
ætlum að fara þessa för. Hvort
sem við getum framkvæmt æti-
unarverk okkar og komum aftur
til baka eða við rotnum þarna
inni i frumskóginum, er einn
hlutur vís: Lausnin á gátu hinn-
ar ævafornu Suður-Ameríku —
og ef tii vill skýring á hinum
forsögulega heimi — finnst á-
reiðanlega, þegar þessi gömlu
þorp eru fundin og staðfest og
vísindalega rannsökuð. Ég veit.
að þessi þorp eru til.
Staðurinn „Z"
Þessi þorp vildi Fawcett finna.
Hinn mikli enski könnuður, sem
hafði eytt heilu ári í að kanna
frumskóga Suður-Ameríku, trúði
statt og stöðugt, að þessi þorp
væru til. Hann trúði' því, að ef
þau fyndust, yrði kleift að bæta
miklu við sagnfræðilega þekk-
:ngu mannkynsins.
Trú hans á þessi óþekktu þoip
frá fornri menningartíð Suður-
Ameríku byggði hann á munn-
mælum, sögum og rannsóknum á
frásögnum af fyrstu sjóleiðangr-
um spænskra og portúgalskra
könnuða.
Þegar Fawcett hvarf, var hann
á leið til eins slíks gamals þorps.
Hann þóttist nokkurn veginn viss
um legu þess og vænti mikils af
leiðangrinum. Staðinn, þar sem
þorpið átti að liggja, nefndi hann
„Z“, en hann gaf ekkert nánara
upp heima í Englandi, hvar sá
staður væri.
Gull og gimsteinar
Einn af ríkustu mönnum, sem
nokkru sinni hafa uppi verið, er
vafalaust maður nokkur, sem var
sonur portúgalsks sjómanns og
Indíánakonu. Sjómaðurinn var
einn þeirra fáu eftirlifandi af
portúgölsku skipi, sem brotnaði
við núverandi Brasiliuströnd.
Hann giftist Indíánakonu, sem
bjargaði lífi hans. Þau eignuðust
son, Melchior Dias Moreyra, sem
eyddi mestum hluta ævi sinnar
meðai Indíánanna, sem kölluðu
hans Muribeca. Hann uppgötvaði
nokkrar af stærstu námum Suð-
ur-Ameriku og safnaði miklu
magni af gulli og gimsteinum.
Sonur hans, Robert Dias,
reyndi svo að kaupa sér aðals-
tign af portúgalska kónginum
Pedro árið 1610 gegn því, að
hann vísaði á auðlindirnar.
Útnefningarskjalið s'kyldi fyrst
afhendast þegar Robert Dias
hefði sýnt. hvar námurnar lágu.
En hann fékk grun um, að ekki
væri allt með felldu og fékk einn
mannanna til að opna skjalið.
Kom þá í ljós, að hann átti ein-
ungis að útnefnast sem kapteinn.
og þótti honum lítið til koma.
Hann neitaði að segja til um
legu námanna og var varpað í
fangelsi. Hann keypti sig lausan
fyrir 9000 dúkata og tók vitn-
eskjuna með sér í gröfina.
LeituSu í rúm 10 ár
Fawcett las um þetta í gömlum
skjölum, sem enn þann dag í dag
eru til í Rio de Janeiro, og hann
fann þar einnig önnur skjöl, sem
voru samhljóða því, sem hann
hafði heyrt um aðra staði, svo
að þetta virtist vera sannleikur.
Staðurinn „Z“. sem Fawcett fór
til að leíta að, virtist vera mjög
líkur yfirgefnu þorpi, sem lýst er
í einu þessara skjala.
Sagan hefst árið 1743, þegar
Portúgalinn Francisco Raposo
ákvað að leita að hinum týndu
námum Muribecas og lagði af
stað með nokkra leiðsögumenn.
Það varð langur leiðangur, því
að þeir reikuðu tii og frá inni í
frumskóginum. Francisco Raposo
og menn hans leituðu að nám-
unum í meira en 10 ár og voru
að því komnir að gefast upp á
leitinni Enginn þeirra hafði
nokkra þekkingu á Iandmæling-
um eða glöggvun átta af neinu
tagi, svo að augljóst er, hversu
stefnulaus þessi leiðangur þeirra
var.
En dag nokkurn komu tveir af
njósnurum Raposo þjótandi til
baka og sögðu, að þeir hefðu
fundið ieiðina til fjársjóðanna.
Þrem tímum síðar stóðu leiðang-
ursmenn á hárri hæð og horfðu
fullir undrunar á þorpið, sem
breiddi úr sér fyrir fótum þeirra.
Þeir voru varir um .sig, en kom-
ust brátt að því, að bærinn var
mannlaus.
Bergmálaði draugalega
Þessi litli hópur læddist inn í
þorpið, eftirvæntingarfullir og
smeykir í aðra röndina, en hvergi
sást lifsmerki. Það, sem Raposo
veitti eftirtekt þennan dag, er
mjög samhljóða því, sem menn
nú hafa fundið annars s-taðar.
Fawcett tók réttilega fram í skýr
ingum sínum, að fáfróður ævin-
týramaður hefði varla getað
skáldað lýsingu, sem er svo
merkilega lík því, sem síðar hef-
ur fundizt annars staðar.
Allt var í niðurníðslu. Nokkiir
mannanna hættu sér inn í húsin.
en þegar þeir töluðu, bergmálaði
draugalega í þessum yfirgefnu
húsum, og þeir þutu út aftur
Maður getur séð fyrir sér þennan
litla hóp skelfdra manna, hversu
þjakandi þögnin og auðnin hefur
verið í þessum ævagamla, líf
lausa bæ.
Portúgalarnir fundu, hver or-
sökin var til þess, að bærinn
hafði lagzt í eyði. Það stafaði af
miklum jarðskjálfta, því að djúp
ar gjár höfðu velt húsunum, og
þegar þeir köstuðu steinum nið-
ur í gjárnar, gátu þeir ekki heyrt
þegar þeir náðu til botns. Á
miðju torgi bæjarins var voldug
steinsúla, og á toppi hennar var
mannsiíkneski, sem benti til
norðurs. Öðrum megin þorpsins
rann lítil á. Raposo fór yfir ána
og inn i byggingu, sem stóð þar
ein sér. Að baki ferkantaðs
steins, sem var áletraður ýmsum
einkennilegum táknum, lágu
göng mn í sal, þar sem vegg-
skreytingar og margs konar út-
skurður hafði varðveitzt fullkom-
lega.
Fundu silfurnámur
Að þessum stóra sal lágu 15
herbergi, og í hverju þessara
herbergja var slönguhöfuð, þar
sem enn rann vatn niður í ginið
á annarri slöngu. Möguleiki er
á, að þarna hafi verið prestaskóli.
gömlu skjölin benda á, að þarna
hafi fjársjóður fundizt, en engar
sönnur voru færðar þar á. Rap-
oso og félagar hans sneru fljót-
lega aftur og settu á sig leiðina
Á heimleiðinni, u. þ. b. 100 km
frá bænum, fundu þeir miklar
silfurnámur.
Vitneskju sína lét Raposo í té
portúgölskum undirkonungi, Don
Luiz Peregrino de Cavalho Men
ezes de Athyade, í skjali því, sem
frásögn þessi er tekin úr. Skjalið
gleymdist og kom fyrst fram aft-
ur fyrir u. þ. b. 100 árum.
Ekki auðveld ferS
— Ég veit að bærinn hans Rap
oso er ekki sá eini, skrifar Faw
cett i skýrslum þeim. sem hann
lét eftir sig. Maður nokkur, sem
var Indiáni að hálfu, fylgdi ensk-
um konsúl í Rio árið 1913 til
mjög svipaðs staðar. Sá bær var
á sléttu, grafinn á bak við frum-
skóginn Einnig hann var með
steinsúlu á miðju torgi, og efst
á henni var mannslíkneski.
— Ég er sannfærður um, að ég
hef með höndum réttar upplýs-
ingar, skrifaði Fawcett árið 1923,
þá 36 ára að aldri, árið áður en
hann lagði af stað í hinztu för
sína. Með nokkurri heppni tel
ég, að við munum ná takmarki
okkar. Þetta verður ekki auðveld
ferð með hers'kara af burðar-
mönnum, leiðsögumönnum og
burðardýrum. Slíkir leiðangrar
komast ekkert. Maður verður að
taka éins lítið með sér og mögu-
legt er, bera allt sjálfur og vona,
að hinir ýmsu Indíánaflokkar
reynist okkur vinveittir.
Fangi Indíána
Um miðjan apríl 1925 lögðu
Fawcett og fylgdarsveinar hans
tveir ásamt nokkrum Indíánum
af stað inn í frumskóginn til að
leita að staðnum „Z“. Fawcett
varð smám saman sannfærðari
um, að þetta hlyti að vera bær
Raposos.
Fram tii 29. maí 1929 komu
reglulega bréf frá Fawcett og
félögum, sem send voru með hin-
um innfæddu, það síðasta dag-
sett 29. maí 1929.
Dag nokkurn árið 1931 kom
veiðimaður innan úr frumskóg-
inum og sagði frá því, að hann
hefði hitt mann, sem gæti ekki
verið annar en Fawcett. Hann
hafði verið fangi hjá Indíána-
flokki.
— Farðu til major Paget, sem
á kaffiekru í Sao Paolo, og segðu,
að mér sé haldið hér sem fanga.
átti maðurinn að hafa sagt.
Brian Fawcett efaðist um, að
maðurinn. sem veiðimaðurinn
talaði við, gæti með nokkru móti
hafa verið faðir hans. Síðar bár-
ust fregnir um, að hvítir menn
lifðu meðal manna af Aruvudu-
þjóðflokknum, einum af villtusfu
þjóðflokkum Suður-Ameriku.
Sagnirnar sögðu, að Fawcett
væri höfðingi flokksins, og að
sonur hans hefði gengið að eiga
dóttur innfædds höfðingja, og
ætfu þau einn son.
Vingaðist við villimenn
Síðustu fregnir af Fawcett-
leyndardóminum komu árið 1951,
þegar Kalapalos-höfðinginn Izar-
ari lýsti því yfir af miklum fjálg-
leik á banasænginni, að hann
hefði drepið Fawcett og fylgdar-
sveina hans.
Gröf hinna myrtu fannst einn-
ig, en mannfræðistofnun i Lond-
on sagði, að beinin gætu alls
ekki verið af Fawcett og félögum
hans.
Líklegast virðist, að þeir félag-
ar hafi verið drepnir, þegar þeir
reyndu að brjótast gegnum um-
ráðasvæði hinna blóðþyrstu Mor-
cego-Indíána. Þó hafði Fawcett
alltaf komizt vel út úr viðskipt-
um sínum við þessa villimenn,
hann virtist hafa hæfileika til
þess að gera jafnvel hina blóð-
þyrstustu villimenn að vinum
sínum.
Annar möguleiki er einnig. Ef
til vill hefur þeim tekizt að
sleppa fram hjá öllum villimönn-
unum og ná takmarkinu. En
munnmælin segja, að sfðustu leif
ar þessara fornu þióðflokka varð-
veiti aðsetursstað' >ína með öll-
um hugsanlegum ráðum, og
hvaða möguleika höfðu þeir þá
til þess að snúa aftur?
Líkindin til þess, að Fawcett
og félagar hans hafi verið teknir
til fanga af Indíánum. eru mjog
mikil. Indíánaflokkarnir í Suður-
Ameríku sækjast mjög eftir að
hafa að minnsta kosti einn hvít-
an fanga. og helzl flein. Það bæt
ir aðstöðu þeirra gagnvart ná-
grönnunum.
Leyndardómurinn um Fawcett
heldur áfram að vera leyndar-
dómur. Það virðist ætla að vevða
jafnörðugt að upplvsa hann eins
og hað er örðugt að knmn't
cegm.im trumskógana «em hvija
forna bæi Suður-Ameríku.