Tíminn - 15.11.1961, Blaðsíða 14
T f IVII N NT, mlcTvikudaginn 15. nóvember 1961
r 14
var ung enn þá, máiske tutt-
ugu og fimm ára, alls ekki
meir, og ljós á hörundslit eft-
ir Austurlandabúa að dæma.
— Mitt fátæklega hús er
fyrir kaupmenn og pílagríma,
en ekki fyrir hrausta riddara;
samt sem áður býð ég yður
velkomna herrar mínir, sagði
hún hvatlega, um leið og hún
athugaði þá vandlega í
laumi.
— í ættlandi voru erum við
aðeins skjaldsveinar, sem- för
um pílagrímsför, svaraði Giod
vin. — hve mikils krefjizt þér
um daginn fyrir að fæða oss,
og gott herbergi til þess að
sofa 1?
— Þessir ókunnu menn
segja ekki satt, sagði hún við
burðar mann inn.
— Hvað gerir það yður til,
svaraði hann, er hann var að
leysa farangurinn. — Þéir
munu borga fyrir dvöl sína, og
til þessa lands koma alls kon
ar vitfirringar, sem þykjast
vera allt annað en þeir eru.
Þér leituðuð þeirra sjéflf,
hvers vegna, veit ég ekki.
— Vitfirringar eða ekki, það
eru þó efnismenn, sagði hún
eins og við sjálfa sig, siðan
bætti hún við á frönsku: —
Herrar mínir, ég endurtek
það: Þetta er aðeins óbreytt
gistihús, iila samboðið slíkum
riddurum sem yður, en ef þér
viljið gjöra mér þann heið-
ur, þá er borgunin svo og svo
mikið.
— Við erum ánægðir, sagði
Godvin, sérstaklega þar sem
vér erum vissir um, að þér
munið annast oss vel, þar sem
þér föruð með oss hingað án
þess að spyrja um leyfi,
— Svo vel sem þér óskið eft
lr, ég meina eftir því sem þér
getið borgað, sagði konan.
Nei, látið mig nú semja við
essrekann, þvi að hann gæti
prettað yður.
Síðan þráttuðu þau í fimm
mínútur, hin einkennilega,
fagra kona með óbifanlega
andlitið og essrekinn, sem eft
ir austurlenzkri venju varð
öskuvondur yfir borgun þeirri
er honum var boðin, og kall-
aði hana loks ýmsum ónöfn-
um. Hún stóð róleg og horfði
á hann, en Godvin, sem skildi
allt saman, en lét sem hann
skildi ekkert, undraðist þol-
inmæði hennar. Loks sagði
essrekinn í ofsareiði, og þeytti
út úr sér skömmunum:
— Það er ekki furða, Mas-
onda spæjari, að þú, sem hef
ur leigt mig til illverka þinna,
fylgir þessum kristnu hund-
um að máli gegn rétttrúuðum
manni, þú Al-je-bals barn!
— Hver er það? spurði hún
kuldalega. — Meinar þú höfð
ingjann sem drepur? og hún
leit á hann ógnandi augum.
Fvrir þessu nístandi augna
ráði virtist öll reiði manns-
ins hverfa.
— Fyrirgefjð mér, Masonda
ekkja, sagði hann. — Eg
gleymdi, að þér eruð kristin
og eruð því þeim fylgjandi.
Þessi upphæð er ekki nóg til
þess að borga slitið á hófum
asnans mins en látið mig þó
fá peningana og lofið mér að
fara til pílagrímanna, sem
munu borga mér betur.
Hún fékk honum upphæð-
ina og sagði mjög rólega: —
Farðu og hafðu betra taum-
hald á tungu þinni, hafir þú
mætur á lífi þínu.
Hann fór og var nú svo auð
mjúkur, að Vulf fannst hann
líkari tuskuhrúgu en manni,
þar sem hann sat á baki asn-
ans með óhreinan vefjarhött
á höfði, og í gauðrifinni kápu.
Honum virtist líka, að veit-
ingakonan hefði meira vald
en almennir gestgjafar heima
á Englandi. Þegar hún sá
hann ríða út úr hliðinu, sneri
Masonda sér að þeim og
mælti á frönsku: — Fyrirgef-
ið mér, en hér í Beirut eru
þessir serknesku essrekar oft
ósvifnir, sérstaklega við oss,
sem erum kristin. Útlit ykkar
villti hann, hann hélt að þið
væruð riddarar, en ekki píla-
grimar, eins og þið þykist
vera, þó að þið séuð vopnað-
ir og búnir sem riddarar und
ir pílagrímskuflum yðar. —
Henni varð nú litið á hvitu
rákina á höfði Godvins, þar
sem sverðið hafði hitt hann
í bardaganum á steinbrúnni
við Víkina dauðu, og hún
bætti nú við: — Þér berið
líka riddaramerki, þótt auð-
vitað geti hver sem er hlotið
slíkt merki í áflogum á gilda
skála. Þér munuð borga mér
vel, og skuluð því fá mitt
bezta herbergi, þar sem yður
þóknast að heiðra mig meö
návist yöar. Ó! farangur yð-
ar! Þér óskið vjst ekki að
hann liggi svona. Þræll. kom
þú hingað!
í sömu svipan kom hinn
núbiski þræll í ljós, er teymt
hafði múldýrið burt, og tók
upp nokkuð af -farangrinum.
Síðan fór hún með þá gegn-
um löng göng inn í stórt her-
bergi, með háum gluggum, en
fremur voru þar fá húsgögn
inni. Tvö rúm stóðu þar upp-
búin á steingólfinu. Hún
spurði þá, hvort þeim líkaði
herbergið, og sögðu þeir, að
þeir væru ánægðir með það.
Hún virtist geta lesið hugs
anir þeirra, því að hún bætti
við: — Óttizt ekki farangur
yðar. Þó að þér væruð ríkir
og þér segist vera fátækir, og
svo mikillátir sem þér segist
vera auðmjúkir. væri bæði
hann og þér sjálfir óhultir í
veitingahúsi ekkjunnar Mas-
ondu: en nú, herrar mínir,
óska ég eftir að vita nöfn ykk
ar.
— Pétur og Jón.
— Og þér eruð komnir til
þess að heimsækja land Pét-
urs. Jóhannesar og fleiri
stofnendá trúarbragða yðar.
— Og við höfum verið svo
hamingjusamir að vera strax
handteknir af ekkjunni Mas-
ondu, svaraði Godvin og
hneigði sig.
— Látið þið bíða að tala um
hamingju, þangað til þið haf
ið reynt það. Herra, er þetta
Pétur eða Jón? svaraði hún
með bros á vörum.
— Pétur, svaraði Godvin.
— Munið. að pílagrímurinn
með hvítu rákina á höfðinu
er Pétur.
— Það er nauðsynlegt, svo
maður geti þekkt ykkur að:
að því er mér sýnist, munuð
þið vera tvíburar. Látum okk
ur nú sá, Pétur hefur hvíta
rák í hárinu og grá augu, en
Jón hefur blá. Að Jón sé meiri
hermaður, ef pílagrimar geta
í raun og veru verið hermenn.
er auðséð af vöðvum hans, en
Pétur hugsar meira. Það væri
erfitt fyrir konu að velja á
milli Péturs og Jóns, sem nú
eru að öllum líkindum mjög
svangir, og ætla ég af þeim
orsökum að hverfa um stund
til þess að matreiða fyrir þá.
— Þetta er undarleg veit-
ingakona, sagði Vulf hlæj-
andi, er hún var farin. — Það
er eitthvað leyndardómsfullt
við hana, en mér fellur hún
vel í geð, þótt hún veiddi okk
ur á einkennilegan hátt. Guð
má vita hvers vegna? En það
sem meira er, Godvin bróðir,
henni lízt vel á þig og kemur
það sér vel, því hún mun geta
orðið okkur að liði. En láttu
það þó ekki ganga of langt,
því að ég held, ein's og essrek
inn, að hún geti verið hættu
leg. Mundu að hann kallaði
hana spæjara, sem hún að öll
um líkindum er.
Godvin ætlaði að fara að
setja ofan í við hann, fyrir
hin vanhugsuðu orð hans, er
þeir heyrðu að Masonda
sagði:
— Pétur og Jón, ég gleymdi
að biðja yður um að tala lágt
hér í húsinu, því að það eru
erindur yfir dyrunum til þess
að halda loftinu hreinu. En
óttizt ekki. Eg heyrði aðeins
rödd Jóns, en ekki hvað hann
sagði.
— Nei, það vona ég líka,
sagði Vulf, og talaði nú mjög
lágt.
Þeir tóku nú upp farang-
ur sinn. og þegar þeir höfðu
náð sér i hrein föt, fóru þeir
í bað. og var það þeim mikil
hressing eftir hina löngu ferð.
Þeir böðuðu sig í stóru stein-
keri, er stóð fullt af hreinu
vatni. Þessa var þeim mikil
þörf. því að á skipinu höfðu
þeir varla haft tækifæri til
að þvo sér almennilega. Þeg-
ar þeir voru klæddir aftur og
komnir í brynjurnar undir
kyrtilinn, kom þrællinn og
vísaði þeim inn í annað her-
bergi. Það var stórt, og féll
birtan inn um op hátt uppi
á veggnum, með grindum yf
ir. Gólfið var þakið ábreiðum
og dýnum og koddum raðað
í kring. Þegar hann hafði gef
ið þeim í skyn að þeir ættu
að setjast niður, yfirgaf hann
þá, en kom skömmu síðar aft
ur ásamt Masondu, er bar
ýmsa rétti á málmfötum, sem
hún raðaði fyrir framan þá
og bað þá borða. Hvað það
var, vissu þeir ekki, vegna sós
unnar, sem hellt var út á,
fyrr en hún sagði þeim að það
væri fiskur. Síðan komu ýms-
ir kiötréttir, og loks kökur,
sætindi og ávextir. bangað til
þeir urðu. þrátt fvrir sultinn,
að biðja hana að hætta; á
leiðinni höfðu þeir aðeins
haft kex og maðkað flesk að
éta, og slæmt vatn að drekka.
— Þér drekkið þó aðeins
einn bikar enn þá, sagði hún
brosandi og fyllti bikarana
sætu vini frá Ltbanon.
Þeir hlýddu, en blönduðu
bó vínið með vatni. Meðan
þeir voru að drekka, spurði
hún þá skjótlega um fyrirætl
anir þeirra, og hve lengi þeir
ætluðu sér að dvelja í Beirut.
Þeir svöruðu, að fyrst um
sinn hefðu þeir ekkert ætlazt
fyrir um framtíðina, því að
þeir þörfnuðust hvíldar.
Miðvlkudagur 15. nóvember:
8,00 Morgunútvarp.
12.00 Hádegisútvarp.
13.00 „Við vinnuna". Tónleikar.
15.00 Síðdegisútvarp.
17.40 Framburðarkennsla í dönsku
og ensku.
18.00 Útvarpssaga bamanna: „Á
leið til Agra" eftir Aimée
Sommerfelt; VHI. (Sigurlaug
Björnsdóttir).
18.20 Veðurfregnir.
18.30 Þingfréttir. — Tónleikar.
18.50 Tilkynningar.
19.30 Fréttir.
20.00 Tónleikar: Jan August leikur
suðræn lög á píanó,
20.20 Kvöldvaka.
a) Lestur fornrita: Eiríks saga
rauða; HI. — sögulok (Dr.
Kristján Eldjárn þjóðminja
vörður).
b) íslenzk þjóðlög: Anna Þór-
hallsdótti.r syngur og leik-
ur undir á langspii.
c) Viðtalsþáttur: Stefán Jóns-
son talar við tvo Þingey-
inga, Guðmund Sigurðsson
og Sigurð Jóhannsson, um
amerísku lúðuveiðarana við
ísland um aldamótin.
d) Hallgrímur Jónasson kenn-
ari flytur síðari hluta frá-
söguþáttar síns: Dagar við
Veiðivötn.
21.45 íslenzkt mál (Jón Aðalsteinn
Jónsson cand. mag.).
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöl'dsagan: „Pell og purpuri"
eftir May Edginton; fyrri hluti
(Þýðandinn, Andrés Kristjáns-
son ritstjóri, les).
22.35 Nætuirhljómleikar: Frá tónleik
um Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands í Háskólabíói 9. þ. m.
Stjórnandi Jindrich Rohan.
Sinfónía í d-moll eftir César
Franck.
23.10 Dagskrárlok.
FTRÍKUR
VÍÐFÖRLI
Úlfurinn og
Fálkinn
98
— Ef til vill heppnast þetta
ekki, sagði Eiríkur, — jafnvel þótt
Geitfingur bíði áreiðanlega marga
daga, áður en hann fer til Tyrf-
ings. Eftir fjögurra daga göngu
komu Eiríkur og Óttar, bústaða-
lénsmaðurinn, á leiðina, sem lá til
Tyrfings. Þeir sáu af sporum á göt
unni, að sveit manna hafði farið
þar um fyrir skömnni. Eiríkur
sagði Óttari að bíða þar eftir Hall-
freði, en sjálfur ætlaði hann að
fara að njósna. — Kannske hefur
þetta aðeins verið bófaflokkur,
sagði hann. — Ef ég kem ekki
aftur, skaltu láta Hallfreð leita
mig uppi. Hann gekk rösklega inn
í skóginn og eftir skamma stund
sá hann hermann liggjandi á göt-
unni. Er hann aðgætti nánar, sá
hann, að maðurinn var dauður.