Tíminn - 01.12.1961, Blaðsíða 3

Tíminn - 01.12.1961, Blaðsíða 3
T f MIN N, föstudaginn 1. desember 1961 vegna ágreinings um landbúnaðarmál NTB—Brussel, 30. nóv. í dag hófust viðræður í Brussel milli ráðherraráðs Sameiginlega markaðsbanda- lagsins og Dana um aðild Dan- merkur að bandalaginu. Jens Otto Krag, utanríkisráðherra Dana, var boðinn velkominn til fundarins, sem svóð eir.a klst. og fór fram í mjög vin- samlegum anda. Á fundinum náðist eining um, Fara heim NTB—Gautaborg, 29. nóv. Stúdentar í Gautaborg munu hylla Albert Luthuli, er hann kemur til borgarinnar á leið til Osló. Flugvél hans kemur þar við á leiðinni næstkomandi fimmtudag, en vegna þess, hve hann hefur fáa daga til umráða, getur hann ekki komið því við að heimsækja Sví- þjóð eða dvelja þar lengur. Apinn í góðu skapi Cape Canaveral, 30. nóv. Apinn Enos, sem í gær fór tvisvar sinnum kringum jörð- ina í Mercury-geimskipi, kom í dag til St. Georges á Berm- uda í skipinu, sem hirti hann upp úr sjónúm eftir geimferð- ina. Apinn var strax fluttur á sjúkra- hús flughersins til rannsóknar. Frá því var skýrt, að apanum hefði ekki orðið nieint af ferðalaginu. Hann ku vera hinn rólegasti og í sólskinsskapi. að ekki væri þörf að hefja raun verulegar samningaviðræður, fyrr en sexveldin og Bretar væru komin lengra áleiðis með viðræður sínar. Babb í bátinn Önnur ástæða til þess, að beð ið verður lengur er sú, að sex- veldin vilja fyrst samræma stefnuna í landbúnaðarmálum sín á milli, en babb kom nýlega í bátinn, þegar Vestur-Þýzkaland lýsti því yfir, að það gæti ekki fallizt á nokkur atriði, sem bú- ið var að ganga frá að því er snertir landbúnaðarmál. Land- búnaðarráðherra Vestur-Þýzka- lands, Silhwartz, gerði grein fyr ir afstöðu Þjóðverja á fundi ráð Herraráðsins í dag, en AFP- fréttastofan segir, að afstaða sú, sem hann tók. hafi valdið mikl- um vonbrigðum meðal fulltrúa ráðherraráðsins: Skiptust á skoöunum Ríkisritari vesturþýzka utan- ríkisráðuneytislns, Rolf Lahr, gerði grein fyrir hinum al- mennu grundvallarákvæðum Rómarsamningsins., Lagði hann sérstaka áherzlu á, að forðast bæri eins og hægt væri, að hugsanleg aðildarríki fengju undanþágur. Síðan varð Krag við þeim tilmælum að gera nán ari grein fyrir einstökum atrið- um ræðunnar, sem hann hélt á fundi ráðherraráðsins og dönsku samninganefndarinnar 26. okt. s. 1. Einkum vildu meðlimir ráðs- ins fá að kynnast betur sjónar- miðum Dana að því, er tæki til dansks iðnaðar, útflutnings Dana og ytri tollmúrsins, svo og sambands Dana við Norðurlönd- in á sviði félagsmála. Ennfremur var Krag spurður um fiskveiðar Dana við Færeyjar og Græn- land og vinnumarkaðinn í land- inu. Sexveldin tóku fram, að nauð- synlegt væri í samningaviðræð- unum að líta á Dani eins og þeir væru ekki meðlimir, og sá ótti, sem Danir hefðu látið 1 ljós vegna skaðlegra áhrifa þátttök- unnar i markaðsbandalaginu fyr ir danskan iðnað, var talinn hverf Harðorð grein í Kvöldberlingi - Handritamálið á dagskrá Kaupmanr.ahöfn, 30. nóv. Dr. Phil Erik Dal bókavörð- ur skrifar ómyrka grein í dag í Kvöldberling um væntanlegan aSbúnaS Árnasafns á íslandi. Hann ræSir þar um ráSagerS- irnar aS koma safninu fyrir í Landsbókasafninu og einnig fjárveitingu ríkisins til safns- ins. Dal segir, að upphæð íslenzku fjárveitingarinnar hafi slegið ryki í augun á fólki i Danmörku, en menn verði að vara sig á því, að íslenzka krónan sé aðeins 16 danskra aura virði og kaupmáttur- inn jafnvel enn þá minni. Dal reiknar fjárveitinguna yfir í dansk ar krónur og biður síðan lesendur sína að dæma um, hvort hægt sé að reka S'líka stofnun með þeim peningum þannig, að það sé sam- bærilegt við núverandi Árnasafn í Kaupmannahöfn. Hann segir, að marga hluti þurfi til safns, starfsfólk, húsbúnað, ljós myndunartæki, bókakaup og síðast en ekki sízt útgáfustarfsemi. Árna- safnið í Kaupmannahöfn hafi 325 þúsund danskra króna fjárveitingu fyrir utan prófessorslaun og þurfi það þó ekkert fé að leggja í stofn- kostnað. Dal segir að lokum, að það sé skiljanlegt, að íslendingar eigi í fjárhagskröggum og geh því ekki látið meira af hendi til Árnasafns, en þá sé ekki um leið hægt að ,,blaðra“ um það, að rannsóknir óg útgáfa muni halda áfram í sama mæli á íslandi og verið hefur í Danmörku. Aðils. andi lítill. Næsti fundur Krags og ráðherraráðsins verður 6. febrúar. Þjóðverjinn harður Krag sagði í viðtali við Reuter, að fundurinn hefði farið mjög vinsamlega fram, og sexveldin hefðu sýnt Dönum mikinn' skiln ing. Jafnframt skýrði hann svo frá, að ráðherraráðið mundi á næstunni leggja spurningalista fyrir dönsku stjórnina um þau vandamál, sem skapast sérstak- lega við þátttöku Dana. Eftir fundinn með Krag kom ráðherraráðið saman, og fékk landbúnaðarráðherra Vestur- Þjóðverja orðið og sló ekki af. Gerði hann grein fyrir afstöðu Þjóðverja til landbúnaðarmála, en þeir vilja leggja skatta og tolla á innfluttar landbúnaðar- vörur, en vöruverð landbúnaðar- afurða er hærra í Vestur-Þýzka- landi en erlendis. Frakkar geta ekki fallizt á þetta, en ítalía og Beneluxlöndin eru fús til þess með nokkrum fyrirvara. Frá iðnminja- symnpnni Efrl mynd: Rennibekkurinn á mynd inhi og öll tækin á honum eru eftlr Egil Halldórsson og bera vitni um þaS, að áður fyrr urðu smiðir einnig að smíða smíðaáhöldin sín sjálfir. Neðri mynd: Á myndinn isést stóll Stefáns Eiríkssonar, sem síðaður er um hvalbeini. Akstur og umferð Handbók fyrir ökumenn Nú um mánaSamótin kemur handbók um akstur og umferð 1 bókabúðir. Útgefandi er öku- kennarafélag Reykjavíkur. Bókin er 82 blaðsíður, heft og kostar 65 krónur. Bókin skiptist í þrjá megin kafla. Sigurjón Sigurðsson, lög- reglustjóri, ritar um umferðar- löggjöfina, en það er meginefni bókarinnar. Þar er fjallað um ökuskírteini, orðaskýringar, um- ferðarreglur, stærð ökutækja og hleðslu umferðarslys, umferðar stjórn, umferðarmerki, refsingu og ökuleyfissviptirígu. í kaflan- um eru litmyndir af öllum um- ferðarmerkjunum og fjöldi ljós- mynda og teiknaðra skýringar- mynda. Margar athyglisverðar upplýs- ingar eru í þessum kaíIa Til dæmis má benda á töflu, sem sýnir timasparnað af hraðaaukn ingu. Bifreiðarstjóri, sem eykur hraðann úr 70 í 80 km á klst., sparar aðeins 1 mínútu og 6 sek. á 10 km vegalengd. Þá er hann orðinn brotlegur við umferðar- lögin. Tímasparnaðurinn minnk- ar í hlutfalli við hraðaaukning- una m. v. ákveðna vegalengd. Hraðaaukningin úr 130 i 140 km á klst. munar 18 sek. á 10 km. Um viðbragðstíma við hemlun segir: Algengur viðbragðstími er 0,9 sek., en á þeim tíma fer öku- tækið 25 m, ef ökuhraðinn er 100 km á klst., 15 m, ef hraðinn er 60 km á klst. og 1,7 m, ef ekið er á 10 km hraða. Síðasta dæmið sýnir, að ógjörningur. er að stöðva ökutæki á ákveðnum punkti, jafnvel þótt mjög hægt sé ekið og hemlar i bezta lagi. Síðan( ræðir um, hvernig öku- menn geta stytt viðbragðstíma sinn og þau atriði, sem hafa áhrif á hemlunarvegalengdina og gera hana breytilega. Annar meginkafli bókarinnar fjallar um vélina og vagninn. Höfundur hans er Bjarni Krist- jánsson, vélaverkfræðingur. Þar ræðir um stjórntæki bifreiða og ýms tæknileg atriði varðandi notkun og viðhald; þá eru leið- beiningar við leit að gangtrufl- un í venjulegum benzínhreyfli. Nokkrar skýringamyndir fylgja. Jólapósturinn Póststofan í Reykjavík hef- ur gefið út lítiS plagg, sem nefnist jólapósturinn. Þar eru nákvæmar upplýsingar um póstþjónustuna í jölaösinni. Sagt er frá ferðum strandferða- skipanna í desember og flugferð- um innanlands síðustu daga fyrir jól. Sargt er frá skipaferðum til út- landa í desember og hvenær þurfi í Isíðasta lagi að skila flug- pósti til útlanda. í pésanum eru ýmsar aðrar upp- lýsingar um burðargjöld og frí- merkjasölu. í plagginu segir, að allur jóla- póstur verið að hafa borizt eigi síðar en fyrir klukkan 24 á mánu- daginn 18. desember, og verði hann síðan borinn út um bæinn á föstudaginn 22. desember og á Þor láksmessudag. Plagg þetta, sem Matthías Guð- mundsson póstmeistari ritar for- mála að, er mjög gagnlegt og hægt að fá það í Pósthúsinu. Siðast ritar Henry Hálfdánar- son, skrifstofustjóri, um skyndi hjálp i umferðinni i slysatilfell- um. Þar fylgja ljósmyndir af umferðarslysum og aðrar, sem sýna hvernig á að hagræða slös uðu fólki. Síðast i bókinni er sýnishorn af prófspurningum i almennu bifreiðaprófi og skrá yfir öku- kennara i Reykjavik og á nokkr um öðrum stöðum. Upplag bókarinnar er 5000 ein tök, en það má kallast varlega af stað farið. Hér i Reykjavík eru nú gefin út á annað þúsund ný ökuskírteini ár hvert. Danir verða að híða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.