Tíminn - 01.12.1961, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.12.1961, Blaðsíða 7
TÍMINN, föstudaginn 1, descmber 1961 Gengisfellingin var til að slá almenning nógu fast, en ekki vegna þarfa atvinnuveganna 1. umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar til staðfest- ingar á bráðabirgðalögunum um ráðstafanir vegna gengis- lækkunarinnar var framhald- ið í neðri deild Alþingis í gær. Umræður snerust nokkuð um undanþágur til handa ísl. tog- urum innan landhelginnar og er skýrt frá þeim umræðum á öðrum stað í blaðinu. Bjarni Benediktsson hélt áfram ræðu sinni ,þar sem frá var horf- ið s.l. þriðjudag. Sagði Bjarni að rík ástæða hefði verið til að taka gengishagnaðinn af framleiðend- um, þar sem mest ur hluti útflutn- ingsbirgða hefði verið framleidd- ur fyrir kaup- hækkanirnar. — Genigi'sttiagnaður- inn nemur um 120 miiljómim og hrekkur varla til fyrir rfkisábyrgðunum, sem falla á ríkissjóð. Sagði Bjarni lítið samræmi í málflutning stjórnar- andstöðunnar að segja átvinnuveg ina hafa geta borig kauphækkan- irnar, en jafnframt halda því fram, að þeir mættu ekki missa gengis hagnaðinn og gætu ekki borið útflutningsgjaldið, sem þó rynni beint til útvegsins aftur. Ösanngjarnt aft bátaflot- inn borgi tapið hjá tog- urunum Eysteinn Jóusson benti á, að það hefði komig fram hjá for- sætisráðberra sú stefna, að báta- útgerðin ætti að standa undir tapi á rekstri togara- flotans. Eysteinn sagð- íst mótmæla því | sjónarmiði. Báta útvegurinn er út flutningsatvinnu- grein, sem hefur harða samkeppni af framleiðslu í öðrum löndum. Hann fær því alls ekki staðizt slíka bagga. — Það er enginn\ vottur af sanngirni í því heldur að bátaútvegurinn og þau byggð arlög, sem á honum byggja eigi sérstaklega að taka á sig byrðar togaraútgerðarinnar. Að því leyti, sem óhjákvæmilegt dæmist, að hlaupa undir bagga meg togara- útgerðinni vegna aflabrests, verð ur að kosta slíka hjálp af sam- eiginlegu fé þjóðarinnar. Þess vegna verður að breyta 8. gr. frum varpsins, en í henni er sýnilega gert rág fyrir, að bátaútveguriun greiði aukin útflutningsgjöld í aflatryggingarsjóð, sem renni til togaraflotans. f þeim sjóði verð- ur hver grein sjávarútvegsins að vera út af fyrir sig eins og verið hefur. Á öðru er ekki stætt. Rökum ósvarað ennbá Eysteinn Jónsson sagði, að þetta frumvarp sýndi áþreifan- lega, eins og haldig hefði verið fram af Framsóknarmönnum, að gengislækkunin í sumar hefði ver ið knúin fram af allt öðrum ástæð um en þörf atvinnuveganna. For- sætisráðherra svaraði þeim rök- 1 um, sem fyrir þeirri fullyrðingu I voru færð, með því einu, að segja, ' að hver skyniborinn maður hlyti að sjá, að af svo mikilli kauphækk un og varð, hlyti að leiða gengis- lækkun, og sagðist ekki myndi fara lengra út í það. Þá sagðist Eysteinn enn vilja endurtaka þær röksemdir, sem óvéfengjanlega sönnuðu það, að gengislækkunin var óþörf og tók þau dæmi úr atvinnulífinu er gleggst sýna það. Þessum rökum hefði ríkisstjómin aldrei fengist til að svara einu orði ,en þau væru svo „pottþétt", að ríkisstjórnin hefur enga möguleika til að kom ast fram hjá þeim. Gengislækkunin og útvegurinn Gengislækkunin var sögð gerð vegna útvegsins, en fram á þenn an dag hefur bátaútvegurinn ekki fengig einn einasta eyri í tekju- hækkun vegna gengislækkunarinn ar, en reksturskostnaður bátaflot- ans hins vegar stóraukinn vegna gengislækkunarinnar. Þar að auki á að skattleggja bátaútveginn stór kostlega. Það kemur greinilega fram í þessu frumvarpi, að fram- leiðslufyrirtækin eiga að njóta sáralítils af því hagræði, sem unnt hefði verið að láta þau njóta með gengislækkuninni. Pólitísk gengisfelling Þetta frumvarp er órækur vott ur um Þá hefndaraðgerð, sem gengislækkunin var. Ríkisstjórnin er að reyna að eyðileggja efna- hagskerfi landsins í pólitískum tilgangi til að koma stéttasamtök- unum í landinu á kné og lama þau til frambúðar. Órökstudd Ef þessi gengislækkun hefði verið hugsuð og undirbúin með Gengisfellingin var höfÖ nógu mikil til aÖ almenn- ingur finndi rækilega fyrir — og til a<J hræÖa stéttasamtökin — en ekki fyrir atvinnuvegina, enda eru álögur IagÖar á útveginn og bátaútveg- urinn hefur ekki fengiÖ eyri í tekjuhækkun enn vegna gengisfellingarinnar. tilliti til þess, hvers atviunuveg- irnir nauðsynlega þyrftu meg — eins og gert hefur verið við geng isfellingarnar á undanförnum ára tugum, þá hefðu fylgt henni slkýrsl ur og dæmi um það úr atvinnu- lífinu að hún væri óumflýjanleg og gæti minnst orðið það, sem ákveðið hefði verið að hún yrði. — Engar slíkar skýrslur og rök- semdir eru færðar fyrir þessari gengisfellingu, enda eru önnur sjónarmið en hagur framleiðsl- unnar sem ráða. AÖ slá nógu fast Gengisfellingin er ákveðin í sjónhendingu með það fyrir aug- um, að hafa hana áreiðanlega það mikla, ag menn finndu hana á kroppnum á sér strax, og eins og til að kenna mönnum að það þýddi ekki að vera að bæta kjör- in. Það var ákveðið að hafa högg ið á almenning svo mikið að verulega finndi fyrir til að setja beyg að landsfólkinu með nógu miklum verðhækkunum. Eða hvers vegna var gengislækkunin ákveðin einmitt 13%, þegar sann að hefur verið, að kauphækkan- irnar í sumar svara til 1—2% breytinga á útflutningsverði hjá frystihúsunum í landinu, og stað fest hefur verið í stjórnarblöð- unum, að næstum öll iðnfyrir- tæki, að tveimur undanskyldum, af hinum niikla fjölda þeirra, gátu borið kauphækkunina bóta- laust. Þetta frumvarp sýnir, að fyrst var það eitt sjónarmig látið ráða, að hafa höggið nógu mikið. Svo er farið að velta því fyrir sér, hvort útvegurinn græði nú ekki allt of mikið á þessu. Og þ'á er ákveðið að taka af útvegnum bróðurpartinn af gengisfelling- unni aftur með útflutningsskatti og moka gengishagnaðinum í ríkissjóð. SamkeppnisaÖstaÖan Það er ekki nema von, að for- sætisráðherra eigi erfitt með að röskstyðja, hvers vegna ísl. útveg- ur þurfi að bera hærri útflutnings- gjöld en útvegur nokkurrar ann- arrar þjóðar, jafnframt því sem hann segir að gengisfellingin hafi verið gerð fyfir útveginn, enda er forsætisráðherra óvenju niðurdreg inn núna. Uppbótakerfi Þá sagði Eysteinn, að ríkisstjórn in kynokaði sér við að viðurkenna að með þessum ráðstöfunum væri verio að innleiða nýtt uppbóta- kerfi og þær væru því brot á yfir- lýstri stefnu ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra hefði viljað halda því fram, að ekki væri um álögur á sjávarútveginn að ræða, þar sem þær rynnu til stofnlána- sjóðs útvegsins og rökin fyrir þessu hjá ráðherranum voru þau, að sjávarútvegurinn væri svo stór atvinnugrein á íslandi, að hann verði sjálfur að .leggja beint til það fjármagn til stofnlána, er hann þyrfti, og því væri útflutnings- gjaldið á lagt. Hvar væri sjávar- útvegur á íslandi staddur, ef þessi stefna hefði fengið að ráða og hver væri framtíð hans. Sjávarútvegur- inn verður auðvitað að fá sinn hluta af hinni almennu sparifjár- myndun í landinu og eðlilegan hluta af þeim erlendu lánum, sem tekin væru til uppbyggingar. — Ríkisstjómin veit i'eyndar, að þessi stefna fær ekki staðizt, og því eru búnir til eins konar bið- reikningar fyrir álögurnar, og for- sætisráðherra segir, að það liggi hreint ekkert á að ráðstafa þeim. Þessir biðreikningar sýna, að gengislækkunin var ekki ákveðin með tilliti til þarfa atvinnuveg- anna, heldur eingöngu til að slá nógu fast á almenning og hræða stéttasamtökin í landinu. Lúðvík Jósepsson tók næstur til máls og deildi hart á þessar ráð- stafanir ríkis- stjórnarinnar — einkum útflutn- ingsskattinn, sem Lúðvík sagði, að myndi koma sem beinar álögur á. atvinnufyrirtæk- in. Sagði Lúðvík, að með skattin- um væri ísl sjáv- ar útvegur lam- aður til samkeppni við erlenda fiski framleiðslu og þetta myndi hafa í för með sér annað hvort lægra fiskverð eða verri afkomu. Erfiðleikar ísl. útgerðar eru að miklu leyti heimatilbúnir. Þá sagði Lúðvík ótækt að láta bátaútgerðina gi'eiða hallann' á tog- urunum. Ríkisstjórnin yrði að finna önnur ráð til þess, en kvaðst vona, að ríkisstjórnin legðist ekki svo lágt að hleypa togurunum inn á mið bátanna innan landhelg- innar. Togararnir og landhelgin Framhald af bls. 1 Þessi ummæli hafa vakið kvíða og ótta um að þettá stæði til. Úr öskunni í eldinn Slík ráðstöfun væri að fara úr öskunni í eldinn. Ef þetta ætti að gerast í þenn mæli, að verulega idrægi til hags fyrir togarana, myndi þetta stórspilla fyrir báta- flotanum og stefna að því að leiða yfir bátaútveginn sams konar vanda og togaraútgerðin býr við nú. g hvað væri togaraútgerðin sjálf bætlan. þegar svo væri kom- ið um fiskimiðin innan landhelg- innar? Hvar væri þjóðin stödd, þótt vandkvæði togaranna verði leyst þannig í bili — en fyrir slíka bráðabirgðalausn goldið með aukinni rányrkju bátamiðanna? líátami{5in fjöregg bioÖarinnar Bátafiskimiðin við strendur landsins mnan landhelginnar eru fjöregg þjóðarinnar — og það er hagnýting þeirra fyrst og fremst og gæði þeirra, sem valda því, að þjóðin getur lifað hér góðu lífi í landinu. Þörf aukinnar friÖunar Einmitt nú er mikill uggur í mönnum út af því, að ofveiði muni vera á þessum miðum og uppi eru skynsamlegar tillögur um friðun hrygningarsvæðanna o. fl. í því sambandi. Ég skora á hæstvirta ríkisstjórn, sagði Eysteinn Jónsson, að láta ekki tímabundna erfiðleika togara- i útgerðarinnar hrinda sér út I það, að hleypa togaraflotanum á báta- miðin. Ég vil skora á hæstv. ríkis- stjórn að leita annarra leiða — með beinum stuðningi þjóðfélags- ins ef þarf — og sem beztum út- búnaði til að togararnir geti notið Sín á fjarlægari fiskislóðum og á þeim miðum umhverfislandið, sem þeir nú þegar eiga aðgang að. Ég vil einnig biðja ríkisstjórn- ina að ihuga afstöðuna út á við í landhelgismálinu í þessu sam- bandi. Eysteinn Jónsson kvaðst vilja mega vona, að forsætisráðherra hefði þær fréttir að færa við þessa umræðu, að þótt ríkisstjómin hefði athugað þetta hefði hún kom izt að þeirri niðurstöðu. að alls ekki væri fært að hleypa togurun- um inn á bátamiðin — og ég bið hann að gera þetta til þesS að létta af mönnum kvíða í þessu efni, — sagi Eysteinn Jónsson. Fari svo mót von minni, að for- sætisráðherra vilji ekki lýsa þessu yfir, þá fer ég þess á leit, að hann lýsi yfir því, að þetta mál verði lagt fyrir Alþingi og ríkisstjórnin aðhafist ekkert í málinu, fyrr en Alþingi hefur um það fjallað. Hagnýting fiskimiðanna við ströndina er eitt stærsta mál þjóð- arinnar og þótt ríkisstjórnin hafi vald til að skipa þessum málum með reglugerð — þá er á allan hátt eðlilegt að um það sé fjallað á Alþingi, þar sem það á nú setu, enda hefur hæstv. forsætisráð- herra beinlínis leitt málið inn á þingið í þessum umræðum. Sagð- ist Eysteinn vona, að forsætisráð- herra tæki þessum tilmælum vel. Þá sagðis-t Eysteinn vilja benda ríkisstjórninni á, að sumarið 1958, þegar fjallað var um að hve miklu leyti íslehzkir togarar skyldu eiga rétt á að fiska innan nýju land- helginnar, var fjallað um það mál af sérstökum fulltrúum sjávarút- vegsins tilnefndum úr öllum lands- fjórðungum, ásamt fulltrúum tog- araeigenda — og einnig var fjallað um málið í nefnd, sem var til ráðu- neytis ríkisstjórninni í Iandhelgis- málinu. og skipuð var fulltrúum allra stjórnmálaflokka. Ég skora á hæstvirta rikisstjórn að láta þetta mál nú hafa sams konar skoðun — ef ekki er hægt að fá yfirlýsingu frá ríkisstjórninni, að ekki komi til mála að réttur togara til veiða í landhelginni verði aukinn. Engin ákvörÖun veriÖ tekin enn Bjarni Benediktsson sagði það tilhæfulaust með öllu, að hann hafi gefið nokkra yfirlýsingu um að ríkisstjórnin hyggðist veita ísl. togaraflotanum aukin réttindi inn- an fiskveiðilögsögunnar. Bjarni sagði, að það væri viðurkennt af öllum, að togararnir hefðu orðið fyrir tjóni með útfærslu landhelg innar. Athuga yrði, hvernig ætti að bæta upp tjónið — annað hvort með því að veita togurunum aukin réttindi innan 12 mílnanna eða með fjárbótum. Þessi mál yrði að athuga og meta. Ef horfið yrði að fjárbótum yrði einnig að nieta það, hverjir ættu að bera fjárbæturnar. Þetta mál væri því allt úrlausnar- efni, sem athuga þyrfti. Hins veg- ar hefði ríkisstjórnin enga akvörð- un tekið um það, hvort veita ætti togurunum aukin veiðiréttindi í landhelginni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.