Tíminn - 01.12.1961, Qupperneq 5

Tíminn - 01.12.1961, Qupperneq 5
T í MIN N, föstudaginn 1. desember 1961 5 Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastj6ri: Tómas Árnason. Rit stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason Fulltrúi rit- stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjórl: Egili Bjarnason. — Skrifstofur i Edduhúsinu — Símar: 18300—18305 Aug lýsingasími: 19523 AfgreiSslusími: 12323. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Áskriftargjald kr 55.00 á mán innanlands. f lausasölu kr 3.00 eintakið Hver er reynsla verkalýðsins? í umræðum, sem urðu á Alþingi síðastl. vetur, lýsti Einar Olgeirsson því mjög greinilega, hvernig hann hefði haft samstarf við þá Ólaf Thors og Bjarna Benediktsson sumarið 1958 um verkföll og kauphækkanir til þess að gera vinstri stjórninni óhægt fyrir. Afleiðingar þessarar samvinnu urðu þær, að vinstri stjórnin neyddist til að undirbúa nýjar efnahagsráðstafanir þá um haustið. Þessar ráðstafanir voru þó tiltölulega auðveldar og var sýnt fram á, að á grundvelli þeirra væri hægt að tryggja sama kaupmátt verkamannalauna og í október 1958, eða i febrúar 1958. Ef fallist hefði verið á þessar ráðstafanir, hefði verið hægt að tryggja framfarastefnuna áfram. Svo fór þó ekki, því að í annað sinn kom Einar Olgeirsson og aðrir leiðtogar Sósíalistaflokksins tii liðs við Sjálfstæðis- flokkinn. Á þingi Alþýðusambandsins í nóvember 1958 tóku Sjáfstæðismenn, Moskvu-kommúnistar og íhaldskrat- ar höndum saman um að fella þessar tillögur. Þar með voru örlög vinstri stjórnarinnar ráðin. f þriðja sinn tóku svo Einar og félagar hans höndum saman við Sjálfstæðisflokkinn veturinn 1959, er þeir gengu til liðs við hann um að koma fram kjördæmabylt- ingunni. Einar hlaut að launum forsetatign í neðri deild á sumarþinginu 1959 gegn því, að Bjarni Benediktsson yrði forseti í sameinuðu þingi. Eftir haustkosningarnar þurfti Bjarni hins vegar ekki lengur á Einari að halda. Fyrir verkamenn, sem hingað til hafa margir hverjir fyigt Sósíalistaflokknum að málum, er ekki ófróðlegt að íhuga nú, hver ávinningur þeirra hefur orðið af umræddri samvinnu Sósíalistaflokksins við Sjálfstæðisflokkinn og kjördæmabyltingunni, sem þessir aðilar hrundu fram? Eru kjör þeirija kannske miklu betri nú en í október 1958? Staðreyndin er sú, að kjör þeirra eru miklu lakari, svo að ekki sé meira sagt. í skjóli kjördæmabyltingarinnar beita stjórnarflokkarnir nú gengislækkunarvaldinu til þess að gera verkfallsréttinn að engu. Þetta er uppskeran, sem launþegarnir hafa fengið af samvinnu Sósíalistaflokksins og Sjálfstæðisflokksins og kjördæmabyltingunni, er þeir knúðu fram. Af öllu þessu geta verkamenn og aðrir launamenn reynt, að það er ekki heppilegt að treysta á forustu Sósíal- istaflokksins í kjarabaráttunni, svo að ekki sé meira sagt. Þess vegna er það dagsins mál fyrir þessa aðila, að skipa sér undir merki hinnar lýðræðissinnuðu og umbótasinn- uðu stjórnarandstöðu og hnekkja þannig afturhaldsstefnu stj órnarf lokkanna. Blíðmæli Bjarna Þótt verkamenn hafi tapað á samstarfi Sósíalista- flokksins og Sjálfstæðisflokksins, hafa foringjar Sósíal- istaflokksins sloppið betur. Þótt Bjarni Benediktsson lati skamma þá í Mbl. og yrði stundum á þá á Alþingi, er ber- sýnilegt að þar fylgir ekki hugur máli. Þetta sást nýlega á Alþingi, þegar Bjarni í einu orðinu bar hinar þvngstu sakir á kommúnista, en hrósaði Einari Olgeirssyni í hinu orðinu fyrir víðsýni! Bjarni vildi bersýnilega halda áfram að eiga Einar að, ef hann kvnni að þurfa að halda á hon- um aftur, t. d. ef kratarnir nægðu ekki lengur sem hækja. '/ '/ '/ / / '/ '/ '/ '/ / / '/ '/ / / 't / '/ ’/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ ’/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ 't '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ t '* 't '/ '/ 't '/ '/ '/ '/ / '/ '/ 't '* '/ '/ VESTRÆN SAMVINNA STÚDENTAR hafa ákveðið að helga hátíðahöld sin 1. desemb- er að þessu sinni vestrænni sam vinnu. Ýmsum kann að þykja þetta kynlegt frávik frá fyrri venju, þar sem hátíðahöldin 1. desember hafa yfirleitt verið helguð sjálfstæði íslands. Við ,nánari athugun þarf þetta hins vegar ekki að vera svo, því að hér er um mjög skyld mál að ræða. Frelsi og sjálfstæði ís- lands er orðið nátengt vest- rænni samvinnu. Ef þessi sam- vinna bilaði og brysti, yrði sjálf stæði íslands hætt. Sjálfstæði íslands er einnig háð því, að fs lendingar hagi þannig þátttöku sinni í vestrænni samvinnu, að hún treysti sjálfstæði þeirra, þjóðemi og menningu, en eigi hið gagnstæða. Þess vegna er gott að hug- un manna sé beint að þessu efni. VESTRÆN samvinna er að sjálfsögðu rúmt hugtak. Með vestrænni samvinnu er að jafn aði átt við samvinnu þjóðanna í Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku, en sakir sögulegra, • landfræðilegra, menningarlegra og stjórnmálalegra ástæðna eiga þessar þjóðir eðlilega sam- slöðu. Þó hefur samvinna þeirra ekki kornist á verulega náið stig fyrr en eftir síðari heimsstyrjöldina. Vonir manna fyrst eftir þá styrjöld, voru þær, að hægt væri að koma upp viðtæku, alþjóðlegu samstarfi á breiðum, alþjóðlegum grund- velli, þar sem væru samtök Sam einuðu þjóðanna. Þessar vonir brugðust hins vegar, því að Sov étríkin voru treg til allrar slíkr ar sarhvinnu, svo að ekki sé meira sagt. Það voru einnig von ir manna fyrst eftir styrjöld- ina, að hægt yrði að koma upp víðtækri efnahagslegri sam- vinnu milli austurs og vesturs og voru t. d. fyrstu amerísku til lögurnar um Marshallhjálpina byggðar á þvi, að hún næði jafnt til Austur-Evrópu og Vest ur-Evrópu. Þessu var hafnað af þáverandi stjórn Sovétríkjanna, sem gerði leppríkin í Austur- Evrópu stöðugt háðari sér og sýndi vaxandi merki þess, að hún hyggði á aukna útfærslu. Þegar svo var komið, var ekki um annað að velja fyrir Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku, en að þoka sér saman, til þess að stöðva þessa útþenslusteínu Sov étríkjanna. Upp úr þessu spruttu svo Marshal’lhjálpin og Atlantshafsbandalagið. Þetta tvennt hefur haft hina örlaga- ríkustu sögulegu þýðingu. Mar- shallhjálpin lagði grundvöll að hinni ótrúlega hröðu endurreisn Vestur-Evrópu. Atlantshafs- bandalagið hefur tryggt friðinn í Evrópu og stöðvað alla frek- ari vopnaðan yfirgang kommún ista þar. SÁ ÁRANGCJR. sem hefur náðzt af þessu hvoru tveggja, bendir vissulega til þess, að ekki sé rétt að láta hér numið staðar. Áður byggðist vald og auður Evrópu að mjög verulegu leyti á nýlendukúgun í öðtum heimsálfum. Góðu heilli hafa nú nýlenduþjóðirnar brotizt undan þeim yfirráðum. Það, sem Vestur-Evrópa hefur misst þannig, þarf hún að vinna upp með aukinni samvinnu og sam- heldni. Sundruð Vestur-Evrópa myndi reynast lítill varnarvegg- ur gegn fi'amsókn kommúnism- ans og hafa lítil áhrif ann- ars staðar í heiminum. Samein- aður getur hinn vestræni heim- ur haldið framsókn öfgaaflanna í skefjum og haldið hátt á lofti þeim hugsjónum og stjórnar- háttum, sem bezt hafa gefizt vestrænum þjóðum. í þessa átt beinist nú líka viðleitni flestra framsýnna manna á Vesturlönd um. v Það má liins vegar segja um vestræna samvinnu, að hún sé í sköpun og enn ekki fullséð hvaða farveg hún velur sér. Sá rammi, sem hún hefur valið sér í Efnahagsbandalagi Evrópu er t. d. alltaf þröngur og einangr- unarsinnaður. Það er t. d. á- reiðanlega ekki heppilegt, að Vestur-Evrópa hlaði um sig einn sameiginlegan tollamúr, sem m.a. getur virkað illa. á hin vanþróuðu lönd Asíu og Afríku. Vestræn samvinna þarf að hafa miklu stærra starfssvið eða, a. m. k. ná bæði til Vestur- Evrópu og Norður-Ameríku. Takmark hennar má ekki held- ur vera það, að loka sig inni með tollamúr, heldur að brjóta niður tollamúrana milli sín og dnnarra og gera heimsviðskipt- in þannig sem allra frjálsust. Góðu heilli virðist núv. ríkis- stjórn Bandaríkjanna hafa glöggt auga fyrir þessu. Sem öflug heild í frjálsum viðskipta heimi, geta vestrænu þjóðirnar áreiðanlega komið mestu og beztu til vegar, t. d. í hinum vanþróuðu löndum. EINS OG áður segir, hefur vest ræn samvinna mikla þýðingu fyrir sjálfstæði fslands. Ef Atl- antshafsbandalagsins nyti ekki við, er hætt við að Vestur-Ev- rópu þjóðirnar týndust brátt ein og ein undir liinn austræna járnhæl og röðin kæmi fyrr en seinna að íslandi. Þess vegna er Atlantshafsbandalagsins full þörf meðan óbreytt ástand ríkir í heiminum og ekki skapast friðvænlegri sambúð milli aust- urs og vesturs. Á sama hátt gætu þjóðir Vestur-Evrópu orð ið kommúnismanum að bráð, ef þær hefðu ekki efnahagslegt samstarf, er treysti afkomu þeirra og framfarir. Sú sam- vinna er sizt þýðingarminni. íslendingar hljóta að taka þátt í þessu samstarfi vest- rænna þjóða, eftir því, sem þeir hafa aðstöðu og getu til. En þess ber vel að gæta, að þeir hafa hér algera sérstöðu vegna smæðar sinnar. íslendingar verða að gæta þess, að forsjón- in hefur falið þeim alveg ó- venjulegt verkefni, þar sem er efling og verndun ísl. þjóðeinis og menningar. Þar er um menn ingararf að ræða, sem íslend- ingar þurfa ekki aðeins að gera sjálfum sér ljóst, að þeir þurfa að vernda og verja, heldur þurfa þeir að gera öðrum vest- rænum þjóðum það Ijóst, áð það er ávinningur fyrir vestræna menningu, að íslenzkt þjóðerni og ísl. menning líði ekki undir lok. Frá þessu sjónarmiði hlýt- ur þátttaka okkar í vestrænu samstarfi að mótast. Um þetta sjónarmið þarf að vera sam- staða. Það var samstaða um þetta sjónarmið, þegar gengið var í Atlantshafsbandalagið ár- ið 1949, því að þá var tryggi- lega frá því gengið, að fslend- ingar undirgengust ekki neitt, sem þeir gætu ekki jafnan sjálf ir ráðið. Það var samstaða um þetta sjónarmið, þegar vai'nar- samningurinn var gerður, eins og sést á hinum stutta uppsagn arfresti hans. Það var samstaða um þetta sjónarmið á árunum 1953—’58, þegar fylgt var regl- um um, að takmarka sem mest samskipti landsmanna og varnarliðsins. Það væri illt, ef horfið yrði frá þeim sjónarmið- um, sem samstaða var um í frámangreind skipti. Á sama hátt þarf að vera sam staða um afstöðuna til E}fna- hagsbandalagsins. Við megum ekki taka á okkur nokkrar þær skuldbindingar, sem ekki sam- ræmast áðurnefndu sjónarmiði. AÐ LOKUM skal svo farið nokkrum orðum um, hvert sé takmark vestrænnar samvinnu. í fæstum orðum sagt það að tryggja velmegun, frelsi og frið í heiminum. Vissulega má benda á, að enn sé margt öðruvísi í vestrænum heimi en æskilegt sé. Hinu getur hins vegar enginn neitað, að mikið hefur miðað í áttina hin síðari ár, sbr. frelsistaka ný- lenduþjóðanna. Sú þróun verð- ur bezt tryggð til frambúðar með samstarfi, — það er sam- vinnan, sem er hér hinn bezti grundvöllur, eins og á svo mörg um öðrum sviðum. Þess vegna hefur það líka verið og er stefna vestrænna þjóða, þótt þær efli innbyrðis samstarf, að vera reiðubúnar til sátta og samstarfs við aðrar þjóðir og önnur ríkjasamtök, ef mætzt er á miðri leið. Takmark Atlants- hafsbandalagsins er t. d. fyrst og fremst að tryggja jafnvægi, er skapi grundvöll til samkomu lags og sátta við gagnaðilann. Þess vegna er von manna um heim allan um frið og frelsi ekki sízt bundin við heilbrigða, vaxandi samvinnu hinna vest- rænu þjóða. Þ. Þ. / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ 't '/ 't '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ '/ / '/ '/ '/ '/ '/ '/ 't '/ ‘t '/ '/ '/ 't '/ '/ '/ Helgafi'i) hefur á undanförnum árum aefið út nokkrar bækur á erlendum i:álum. dönskh, norsku. sænsku og ensku, sérstaklega ætl- að þeim sem senda vilja vinum er- léndis góða gjöf. í dag hafa blað- inu borizt tvær nýjar bækur frá forlaginu i þessum flokki. Eyvind- ur of the mountain (F.jalla-Eyvind- ur). Hefu: prófessor dr. Francis P. Magoun. jr gert þýðinguna og skrifar auk þess stuttan eftirmála. Þýðing professors Magoun hefur agnar i < / út bækur ekki verið prentuð áður. Hin bókm er „In search of my beloved" (íslenzkur aðall() eftir Þórberg Þorðarson Bókin er þýdd á ensku af prófessor Kenneth Chapman, sem þýtt hefur fleiri bækur íslenzkar, meðal annars ís- gefur á ensku landsklukkuna. Kristján Karlsson, rithöf. hefur s-krifað stutta grein um Þórberg, sem birtist aftan við söguna. Báðar þessar bækur eru þokka- legar og hentug gjöf fyrir ensku- mælandi fólk.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.