Tíminn - 01.12.1961, Blaðsíða 11
| T f MIN N, föstudaginn 1. desember 1961
11’
Ifoikmwvdvi'
Laugarássbíó sýnir
• •
Dagbók Onnu Frank
Aðalhlutverk leika
Millie Perkins og
Joseph Schildkraut
FYRIR nokkrum árum kom hér út í
íslenzkri þýðingu Dagbók Önnu
Frank. Enginn, sem lesið hefur þá
bók, gæti hafa gleymt henni. Það
er i senn hrífandi og átakanlegt að
fylgjast með þessari indælu stúlku,
sem aldrei lét bugast, en hél't hug
rekki sínu og lifsgleði, þrátt fyrir
þá ömurlegu ævi, sem hún var
neydd til að lifa vegna þjóðernis
síns. Jafnvel eftir tveggja ára inni
lokun var Anna litla sannfærð um,
að mennimir væru, þrátt fyrir allt,
góðir.
KVIKMYNDIN, sem gerð hefur verið
eftir bókinni, og er nú sýnd í Laug
arásbíói, er, í einu orði sagt, stór
kostleg. Óþarft ætti að vera að
rekja efni hennar nákvæmlega. —
Leiksviðið er ekki stóirt, fáein öm
urleg herbergi uppi á hanabjálka
í húsi einu í Amsterdam. Það er
árið 1943, sem Anna Frank kem
ur þangað ásamt foreldrum sínum
og systur. Anna er þá aðeins 13
ára. Þau eru af gyðingaættum og
verða að fara huldu höfði vegna
þjóðernis sins. Enginn Gyðingur
var óhul'tur á þeim tímum. Vinir
þeirra fela þau í þessum herbergj
um og sjá þeim fyrir vistum. Þau
mega ekki hreyfa sig frá klukkan
8 á morgnana til klukkan 6 á kvöld
in, á þeim tima eru menn að vinnu
í húsinu. Utan þess tíma geta þau
gengið um, talað og jafnvel leikið
sér, og þó . . . .
ÖNNUR fjöskylda dvelst þarna með
þeim í þessum þröngu húsakynn
um, hjón með son sinn, Peter, sem
er lítið eitt eldri en Anna Önnu
og Peter kemur illa saman í byrj
un, en síðar þróast með þeim inni
leg vinátta, sem hjálpar þeim til
að þola innilokunina og það ömur
lega líf, sem þau verða að l'ifa.
EÐLILEGA verða þessar fátæklegu
og þröngu vistarverur leiksvið
mikilla andlegra átaka, og sam
komulagið er ekki alltaf sem bezt.
Vonleysið grípur um sig meðal
fólksins öðru hvoru, enda hverjum
manni augljóst, hversu ægileg á
reynsla, andleg og líkamleg, það
hlýtur að vera fyrir fólk að búa
við sífelldan ótta í felum.
EINN enn bætist í hópinn, sem ekki
verður til að bæta samkomulagið,
hann þolir ilia hávaða og barna
skap unglinganna, einkum Önnu,
og hann þolir ekki köttinn. Já, ekki
má gleyma kettinum, sem fer
þarna með stórt hlutverk. Hann er
eftirlæti Peters, sem hann neitar
að skilja við sig, þegatr þau setjast
að á loftinu Kötturinn veldur þeim
nokkrum erfiðleikum, og nærri
liggur, að hann komi upp um veru
Saklausa sagan
Fyrir nokkrum árum voru
nokkrir Mo.:fellingar í mat-
boði Kjósaringa í Félagsgarði,
sem haldið var í tilefni af
íþróttakeppni milli ungmenna-
félaganna í þessum tveimur
sveitum. Á borðinu var steik,
en ekki var til nægilega mikið
af kryddstankum á staðnum,
svo notast var við sykurkör
undir salt að einhverju leyti.
Á eftir steikinni var mönn-
um borið skyr að borða. Sá þá
einn Kjósaringur sér leik á
borði, tók sykurker með salti
og rétti einum Mosfellingn-
um, og spurði, hvort ekki
mætti bjóða honum sykur.
Mosfellingnum þóttu sætindi
góð, þekktist boðið og jós
miklu salti út á skyrið sitt í
þeirri trú, að það væri sykur.
Át hann síðan skyrið án þess
að blikna, og þóttu áhorfend-
um, sem vissu hvernig í pott-
inn var búið, undur mikil.
Þegar hann haföi lokið
snæðingi, vöktu Kjósaringar
máls á því, hvort honum hefði
ekki þótt skyrið skrýtið. Hann
jánkaði því. Sögðu hinir hon-
um þá, hvernig í öllu lá. Hann
lét sér hins vegar hvergi
bregða, en svaraði eins og
hann hefði orðið fyrir von-
brigðum:
— Nú, ég hélt, að það væri
bara svona, skyrið í Kjósinni!
stað þeirra. Þegar nazistarnir eru
að l'eita í herberginu neðan við
bústað fólksins, og kötturinn fer að
leita sér að fæðu, sem endar með
því að hann brýtur disk, er eftir
væntingin svo mikil, að maður
helzt vart við í sætinu. En köttur
inn launar Peter illa tryggð hans
og strýkur frá honum, sumum til
mikils léttis.
KVIKMYND þessi hefur fengið fá
dæma góð ummæli hvarvetna, sem
hún hefur verið sýnd. Eg ætla mér
ekki þá dul, að ég geti gefið henni
betri ummæli en frægir kvikmynda
gagnrýnendur úti í heimi, sem
segja, að myndin sé fullkomið lista
verk, ógleymanleg og annað ekki
verra. Eg er þeim fyllilega sam
mála, og mér þykir líklegt, að það
verði flestir, sem sjá þessa mynd.'
Maður finnur ekki til þess, þó mað
ur horfi á sama fólkið í sama um
hverfi í tvær og hálfa klukkustund.
Leikur allra er með slíkum ágæt
um, að það ber hvergi skugga á.
Hæst ber þó leik Millie Perkins,
sem fer með hlutverk Önnu Frank.
Leikur hennar er svo fal'legur og
eðlilegur, að unun er að sjá Enn
fremur leika í myndimi .Toseph
Schildkraut, Richard Eeyiner. Shell
ey Winters, Gusti Huber, Ed Wynn i
og fleiri. Leikur þeirra allra sr mc3 !
ágætum, sem fyrr segir.
Ef þessi mynd verður ekki sótt, •
veit ég ekki, hvað hægt cr aJ 'o'.óða
Reykvíkingum, sem fu'.’.nægir hr'if
um þeirra. — k.
*
Gott
svar
Jimmy Durante — kvikmynda-
leikarinn með stóra nefið — var
eitt sinn spurður af blaðamanni:
— Hafið þér ekki látið tryggja
nefið á yður?
— Nei, svaraði Durante, það er
J- >im er ekki ails varnað, tizkufrömuðunum. Nú eru þeir teknir að fremleiöa I óða önn vrétfahatta, eins nauðsynlegt.
eg bcir kalla það. Hár gefur nú aS líta tvö sýnishorn af þessari nýju tízku. Til vinstri er hattur, sem ber heit- — Hvers vegna ekki?
Ic .Yicunt Snowdon, og það þarf varla að ge'ta þess, að hjgmyndina fengu menn, þegar Tony Ijósmyndarl var — Vegna þess að ég er ekki með
'ur að jarlinum af Snowdon. Til hægri er svo hattu', sem ber heitið Iron Curtain Skaði, að fólkið hinum nefið niðri 1 annarra manna mál
tnegir, við járntjaldið skuli ekki allt vera jafn glaðlegi og sú, sem hattinn ber efnum.
1
.
00$