Tíminn - 05.12.1961, Qupperneq 1

Tíminn - 05.12.1961, Qupperneq 1
 : ••• Átök við herlög- reglu Blaðiö hefur fregnað, að fyrir nokkru hafi komið til átaka milli tveggja manna úr Höfnum og herlögreglu af Keflavíkurflugvelli utan girð- ingarinnar kringum völlinn. Verður mark? MarkiS er framundan, og hann er einbeiffur á svipinn, línuspll- arinn í Fram, og grlplð á kneftln- um öruggt. Og eftirvæntingin i svip annarra leikmanna leynlr sér ekki. VerSur mark? — Þessa skemmtilegu mynd tók Bjamlelf- ur á sunnudagskvöldiS aS Háloga- landi f meistaraflokksleik Fram og Víkings á Handknattleiksmelst aramótinu. Víkingarnir eru Sig- urSur Hauksson, tii hægrl, og Rós mundur, en fyrirliSI Fram-IISsins, Karl Benediktsson, tll vinstri. — Frásögn af leiknum er á iþrótta- siSu, blaSsíSu 12. Það er ekki einleikiS með sænska ríkisborgara, sem lenda til Suður-Afríku, hvað þeir lenda í miklum hrelling- um. Sænsk skáldkona komst í sumar í mikla erfiðleika vegna þess að hún hafði átt tal við svertingja, og nú hefur sænsk- ur piltur verið kaghýddur fyr- ir að dansa við svertingja- stúlku. Norðurlandabúar hafa að vissu leyti borgað fyrir sig, þegar þeir veittu suður-afrík- anska svertingjanum Luthuli friðarverðlaun Nobels í ár, en það var ákveðið af norska Stórþinginu. 17 ára gamall sænskur sjómaður ] var fyrir helgina dæmdur til húð- strýkingar í Suður-Afríku fyrir að hafa dansað við svertingjastúlku. Hefur atburður þessi vakið al- menna reiði' í Svíþjóð. Sænska ut- anríkisráðuneytið hefur sent mót-j mæli til síjóinar Suður-Afriku. Hinn 17 ára gamli Svíi var til að þola átta högg á bakið með leðurklæddum písk og síðan í tíu daga fangelsi. Dóminum var fullnægt stuttu eftir uppkvaðn- ingu hans. f mótmælaorðsendingu sænska utanríkisráðuneytisins segir meðal annars, að líkamlegar refsingar séu ósamrýmanlegar réttarfari, eins og Svíar skilji það, auk þess sem pilturinn sé dæmdur fyrir brot á kynþáttahaturslögum, sem séu bæði íordæmd af Svíum og Sameinuðu þjóðunum í heild. Farmgjöldin hækka hjá Skipaútgerðinni NÚ ER FROST Á FRÓNI, og eru það orð að sönnu um þessa mynd, sem tekin var í kuldanum um daginn. Það hefur eftthvað þykknað í mótorn um hjá honum þessum, enda hefur bílstjórinn kveikt mikið bál undir véllnni til að þíða. Menn gætu kannske haldið að hvíta skellan und- ir bílnum sé snjór, en hún er eldur. Ura fyrri helgi var ákveðið að hækka verulega farmgjöld hjá Skipaútgerð ríkisins, og gekk sú farmgjaldahækkun 1 gildi þá strax. Tíminn hafði í gær tal af Guðjóni Teitssyni, framkvæmdastjóra Skipaút- gerðarinnar, og staðfesti hann, að þetta væri rétt. Farmgjaldahækkun þessi er gerð til þess að mæta auknum reksturs- kostnaði vegna gengisfellingarinn- ar á s.l. sumri, en Guðjón taldi að reksturskostnaðurinn hefði við það I hækkað um ca. 8.5 milljónir á ári. i Meðalhækkun 33% Reynt var að haga farmgjalda- liækkuninni þannig, áð út kæmi meðalhækkunin 33%. Vörur í lægstu farmgjaldaflokkunum hækka þannig um allt að 50%, en í þeim hæstu ca. 10%. Kornvara í sekkjum hækkar þannig úr kr. 220 kr. pr. tonn í 330 kr. pr. tonn, kol og salt hækkar úr 150 kr. pr. tonn í 225 kr. pr. tonn o. s. frv. Reksturskostnaður hækkaði um ca. 8.5 millj. við gengisfellinguna í sumar Tillit tekið til landflutninga Við útreikning hinna nýju farm- gjalda var tekið tillit til farm- gjalda með vörubifreiðum, til þess að Skipaútgerðinni yrði ekki stofn- að í beina hættu vegna samkeppni þeirra. Árangurinn er sá, að farm gjöld Skipaútgerðarinnar eru nokkru neðan við fargjöld með bíl um, jafnvel á hæstu farmgjalda- flokkunum, á hinum stytztu leið- um, hvað þá hinum lengri, því að farmgjöld með Skipaútgerðinni eru jöfn, hver sem vegalengdin er. Blaðið talaði við Hinrik ívars- son, hreppstjóra í Höfnum, í gær og spurðist fyrir um þennan at- burð. Hinrik sagði, að þetta hefði átt sér stað fyrir tæpum hálfum mánuði. Þá, klukkan að ganga eitt eftir miðnætti, voru tveir bræður úr Höfnum, þeir Hafsteinn Þorsteins- son og Viðar Þorsteinsson, á heim- leið akandi frá Keflavík. Þeir stöðvuðu bílinn á há Hafnaheið- inni og gengu út til að létta á sér. Staðurinn er utan við flugvallar- girðinguna, í suðvestur frá aðal- hliðinu. Þar er kölluð Þrívörðu- hæð. Þeir Hafsteinn óku svo af stað, en vissu þá ekki fyrr til en tveim bíl- um var ekið fram með þeim. Var reynt að stöðva þá með því að aka fram fyrir þá og þvinga þá út á vegarkantinn. Bilarnir námu stað- ar, þegar þeim hafði tekizt að stöðva þá Hafstein. Út úr þeim (Framhald á 2. sfðu.) íslenzkt sjónvarp! Framsóknannenn hafa gert það að tillögu sinni á Alþingi, að ríkisstjórnin geri nú þegar full- nægjandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir þá stækkun sjónvarpssviðs, sem fyrirhuguð hefur ver- ið frá Keflavíkurstöð varnarliðsins. Einnig að gengið sé ríkt eftir því, að af hálfu varnarliðsins sé fullnægt þeim skilyrðum, sem sett voru árið 1954 um sjónvarpsleyfi þess. Þá er skorað á ríkis- stjórnina að láta ríkisútvarpið hraða ýtarelgri athugun á möguleikum þess, að íslenzka rfldð komi upp vönduðu sjónvarpi, er nái til allra landshluta og sé rekið sem þjóðlegt menningartæki. Áætl- anir um stofn- og reksturskostnað slíks sjónvarps svo og álit sitt og tillögur um þetta mál leggi stjórn ríkisútvarpsins sem fyrst fyrir Alþingi. Sjá greínargerí á bls. 7. Dans við svarta kostaði hýðingu

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.