Tíminn - 05.12.1961, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.12.1961, Blaðsíða 8
m TÍMINN, þriftjndaginn 5. desember 1961 VeitingahúsiS í Narssak er vel sett. Það kostaði sextíu þúsund krónur danskar. slenzk kristniboðsstöð í Narssaq, Grænlandi Ævisaga veitingakonu- Gömul unnusta Magnúsar Hj. Magnússonar, sem endur- fæddist í Ljósvíkingi Halldórs Kiljans Laxness, hefur látið Hafliða Jónsson frá Eyrum skrá eftir sér endurminningar sínar. Nú er bókin komin út á vegum bókaútgáfunnar Munins. Reykvíkingar munu kannast við þessa konu, ekki síður en Vestfirð ingar. Hún heitir Kristín Dalstedt og stundaði hér veitingar í hálfa öld. Hún er nú hátfníræð. Það hefur' á ýmsu oltið um da>: ana fyrir Kristínu Dalstedt 'og stundum verið stormasamt í kring um hana. IBmRM Bærinn Narssaq (slétta) í Grænlandi, er skammt frá Dýrnesi við Eiríksfjörð, sem eitt sinn var íslendingabyggð. Þetta er ört vaxandi iðnaðar- bær, sem á mikla framtíðar- möguleika. Þar er nú feikna- stór rækjuverksmiðja, sem hundruð manna vinna í á sumrin, meðan rækjuveiðin stendur yfir. Þar er einnig stundaður landbúnaður. Þar er öllu fé slátrað, sem bændur á Suður-Grænlandi láta í kaupstaðinn, en það er nálægt 20 þús. f jár. Bærinn hefur vaxið ört nú á seinni árum, enda er nóg þar utn atvinnu svo að segja allt árið. Þar hefur verið byggt eitt það fínasta verzlunarhús, með sjálfsafgreiðslu, sem hin konunglega, grænlenzka verziun á. Þar eru engir ,,kofar“, eins og sjá má sums staðar í Græn- landi, heldur er húsakdsturinn yfir leitt smáeinbýlishús úr timbri. Flestir íbúar staðarins eru Græn- lendingar. Þar að auki eru margir Danir og nokkrir Færeyingar. íbú- arnir eru rúmlega 1000, en á sumr- in getur verið þar allt að 1.500 manns, er fólk hefur komið þang- að x atvinnu, frá nærri öllum þorp- um Suður-Grænlands. Hér eru ágætar samgöngur á sjó, enda eru mörg skip, sem leggja leið sína til Narssaq, því að þaðan er töluverður útflutningur. Margir þorpsbúar stunda róðra á litlum árabátum, enda er þar, eins og víða í Grænlandi, stutt á miðin. Þessir fiskimenn hafa sæmilega atvinnu við sína róðra, þótt hin konunglega, grænlenzka verzáun greiði ekki hátt verð fyrir fisk- inn. en bað er helmingi lægra verð en t.d hjá Færeyingum. Eg iheld þó. að ".rænlendingar kvarti ekki yfir þessu Allt frá þeim Jcgi, er ég fyrst sá hinar fornu fslendingabyggðir í Grænlandi sl. sumar, er ég kom hingað með fyrsta ferðamanna- hópnum á vegum Flugfélags ís- lands, hefur hugur minn hvarflað oft til þessara staða, þar sem land- ar vorir eitt sinn lifðu og dóu. Eg var mikið snortinn af stórhug þeirra og dugnaði, þegar vor ágæti fararstjóri, próf. Þórhallur Vil- mundarson, var að segja okkur frá lífi þeirra og starfi hér í Græn- landi. Mér fannst allir þessir staðir, sem við skoðuðum, vera fallegir. Sjálfsagt hefði allt verið öðruvísi umhorfs þar, hefðu landar vorir og afkomendur þeirra lifað fram á vora daga. A.m.k. hefði landbún- aðurinn verið rekinn með íslenzku sniði og reynt að hafa hagnað af jörðinni svo mikinn sem mögulegt er. En því miður dóu allir vorir landar út í Grænlandi og finnst mér sárt til þess að vita, þar sem landið eitt sinn var okkar. Nú hef ég fengið brennandi áhuga fyrir því, að við íslendingar endurnýjum tengsl vor við Græn- land, þó ekki sem landnemar í þeirri mer'kingu, heldur sem boð- berar fagnaðarerindisins. Það er eins og Guð hafi blásið mér þessu í brjóst og gefig mér trú á slíkt. Hér á ég við, að við íslendingar eignumst kristniboðs- stöð á fornum slóðum landa vorr'a. Við höfum þó ekki algerlega látið hjá líða að styrkja kristniboðsstarf á Grænlandi, þar sem við höfum veitt lið sænskum kristniboðum, sem þar starfa, en við eigurn þó enga kristniboðsstöð sjálfir þar i landi. Væri elcki einmitt dásam- legt fyrir okkur að koma slíku í framkvæmd? Það ætti ekki að reynast svo erfitt, ef margir legðu hönd á þann „plóg“. íslendingar hafa séð sinn heiður í að hjálpa öðrum, og ég trúi því, að þeir myndu ekki liggja á liði sínu hér frekar en í öðru, ef til þeirra yrði leitað. Ég hef því hafizt handa í þess- um efnum. Hinn 12. október s.l. fór ég til Narssaq til að athuga möguleika á að fá byggingarlóð. Norski kristniborinn, sem starfar í Julianeháb, var í för með mér. Er við eitt sinn snæddum hádegis- verð á þeim stað, sem íslenzku ferðamannahóparnir drukku kaffi á, er þeir heimsóttu Narssaq gafí húseigandinn sig á tal við okkur , Er hann fékk að vita um erindi | okkar til bæjarins, býður hann húsið til kaups við því verði, sem þag kostaði, en það er 60.000.00 danskar krónur. Þetta er tveggja hæða hús, að flatarmáli 74m2 hver hæð. Lóð fylgir húsinu um 1000 m2 með byggingarréttindum fyrir jafn stóru húsi. Ef þú lætur allt fylgja, sem til heyrir veitingahúsinu, þá er vert að athuga þetta, sögðum við hon- um. Samkomulag var um, að við, skyldum hittast eftir einn mánuð (19. nóv.) og taka afstöðu í mál- inu. Nú er þessu lokið á þann hátt, að gerður var kaupsamningur 13. nóv. s.l. og undirritaður á skrif- stofu bæjarins. Kaupverð er 60 þús. danskar kr., sem skiptist þannig: 30.000.00 skal greiðast 1. júní 1962 15.000.00 „ „ 1. des. 1962 15.000.00 „ „ 1. júní 1963 Þetta allt gert í trú á Guð, sem ég trúi, að hafi leitt í þessu máli. Eg hef ekki loforð fyrir einni ein- ustu krónu neins staðar frá, en þó trúi ég, að þetta komi allt á sínum tíma. Þegar þessari upphæð er breytt í ísl. kr„ þá verður þetta svipað verð og á þokkalegri íbúð í Reykja vík. Hér fylgir þó að auki allt inn- bú, sem tilheyrir veitingahúsinu og er það mikils virði. Sá stóri kostur ,er við þetta, að hér fær maður tilbúið hús. í öðru lagi er það á góðum stað. Ef byggja ætti nýtt hús, má reikna með minnst 2 árum og þó ganga vel. Vona ég svo, að margir íslend- ingar gleðjist yfir, að íslenzk kristniboðsstöð verði að veruleika 1. júní 1962. Megi svo verða í Jesú nafni. Með kærum kveðjum til allra heima á íslandi. Þórarinn Magnússon, Nanortalik, Grænlandi. A slóðum Islend-, inga í Kaupm.höfn Sú var tíðin, að veigamikill P? - , þáttur íslandssögunnar gerð- ° ist í Kaupmannahöfn, ekki aðeins fyrir þær sakir, að þar var hin æðsta stjórn lands- ins, heldur einnig vegna þess, að þangað sóttu íslend- ingar menntun og þaðan lágu straumar nýrra menningar- áhrifa og nýrra hugsjóna. Það er því ekki vonum fyrr, að út kemur bók, sem lýsir hinni gömlu Kaupmannahöfn — borg hinna íslenzku stúdenta fyrri tíma. Hún nefnist Á íslendingaslóðum í Kaupmannahöfn, skráð af Bimi gef Bjöm hefur sökkt sér niður að kynnast Kaup- ; mannahöfn fyrri daga og lífinu „ . \'V| Bókin er prýdd mörgum Kaup- * '' ; - mannahafnarmyndum og á allan 'J , ';É hátt myndar'lega úr garði gerð. '.’.V.V.VAV.'.W.W.V.VV.W.V.V.VWÁVJW.VWAV.V !j | jj Bjartsýni \ Morgunblaðið s.l. sunnudag Við nánari athuglm hljóta þó er undrandi yfir því, að nokk- góðviljaðir menn að sjá, að urrar bjartsýni skyldi gæta bjartsýni og umbótahugur í ræðu forstjóra S.Í.S. á fundi krefst aukins fjármagns, en kaupfélagsstjóranna nú fyrir ekki minnkandi. Ný fyrirtæki skemmstu. þurfa fjármagn. Aukin starf- Þessi undrunartónn stafar af semi og bætt aðstaða þarf fjár- því, að leiðarahöfundurinn magn. Bætt og aukin þjónusta þekkir ekki alveg nógu vel sögu samvinnufélaganna kallar á auk samvinnufélaganna. ið fjármagn, en ekki minnk- Allt starf samvinnuleiðtog- andi. anna frá upphafi einkennist af bjartsýni. Það þurfti mikla Ef svartsýni og samdráttar- sýni til að hefja samvinnustarf- hugur einkenndi viðhorf sam- ið á síðasta fimmtungi 19. ald- vinnumanna, horfði öðruvísi ar. Margs konar erfiðleikum við. Með því eina móti gæti hafa samvinnumenn fyrr og þeim hentað að hafa sem seinna mætt með bjartsýni og minnst fé undir höndum. En unnið stóra sigra, þótt á móti það sjónarmið er ekki fyrir blési og svo er það enn. hendi. Þess vegna gætti nokk- Þá þykir blaðinu furða, að urrar bjartsýni í ræðu forstjór- um leið og af stórhug og bjart- ans. sýni er lagt í ný fyrirtæki, sem menn vænta góðs af og nýjar Yfirstandandi erfiðleikum framkvæmdir hafnar á vegum verður mætt með bjartsýni eins hinna eldri starfsgreina, skuli og jafnan fyrr. En það breytir samvinnumenn lýsa óánægju engu um það, að samvinnumenn yfir því, að fjármagn, sem þeir óski réttlætis, frelsis og yfir- hafa sjálfir sparað saman sem ráða síns eigin fjármagns, sem rekstrarfé sinna eigin félaga, þeir hafa sjálfir sparað saman skuli með löggjöf vera af þeim sem rekstrarfé sinna eigin fé- tekið, að verulegu leyti. laga. PHJ. .’.V.V.V.V.V.’.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.VAV >

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.