Tíminn - 05.12.1961, Blaðsíða 11
TÍMINN, þriðjudaginn 5. desember 1961.
íTí
Fegurö kemur að innan
segir Rosemarie Frankland
Það má nú varla minna
vera en við gerum hinni
nýkjðrnu Miss World ein-
hver skii hérna é síðunnL
Eins og lesendum er sjálf-
■sagt kunnugt,hlaut titilinnað
þessu sinni ensk stúlka, og er
það í fyrsta sinn, sem ensk
stúlka verður þeirrar upp-
1 hefðar aðnjótandi, enda eru
Bretarnir ánægðir. Nafn
hennar er Rosemarie Frank-
land, og ég efa ekki að ýms-
um leiki hugur á að vita
eitthvað frekar um stúlku,
sem hefur öðlazt réttindi til
að kallast fegursta stglka
heims. Þær vildu vafalaust
margar vera í hennar spor-
um, enda er sagt, að sumir
keppinautar hennar hafi grát
ið fögrum tárum, þegar þær
heyrðu úrslitin.
En snúum okkur aftur að Rose-
maiie. Hún er átján ára að aldri
og er sögð vel upp alin ungfrú
frá Lancaster. Og þar sem við
höfðum nú ekki möguleika á því
að taka sjálf viðtal við þessa
fögru og frægu ungfrú, verðum
við að notast við viðtal, sem birt-
ist nýlega í The Sunday Post.
Fylgir þaö hér á eftir.
— Þér hafið náttúrlega hagn-
azt öll ósköp á því að sigra í þess-
ari keppni?
— Það er erfitt að segja til um
beinan hagnað, en óhætt er að
segja, að hann nemur mörgum
þúsundum punda allt í allt. En
það, sem mér finnst bezt af öllu,
er að fá tækifæri til að fara til
Ameriku og koma fram í sjón-
vaipsþætti með Bob Hope. Fyrir
það mun ég fá 1000 pund, ferða-
kostnað og allt annað fæ ég frítt.
— Hvað ætlið þér að gera við
allt þetta fé?
— Fyrst og fremst ætla ég að
bjóða fjölskyldu minni í ferða-
lag til útlanda. Eg mundi vilja
gera miklu meira fyrir þau. Við
búum í leiguhúsnæði, og ég hefði
svo gjarnan viljað kaupa nýtt hús
handa foreldrum mínum. En þau
setja blátt bann við því. Þau
beinlínis krefjast þess. að ég noti
þetta fé i eigin þágu. Það er líka
þeim líkt. Ég get einfaldlega ekki
lýst því, hvað ég á dásamlega
■foreldra
— Hafið þér ekki fengið fjölda
bréfa og tilboða. síðan þér voruð
krýnd?
— Jú, heil ósköp. Sum komu
til umboðsmanna minna, önnur
fékk ég á hótelið, sum komu
heim og enr önnur til sjónvarps-
stöðvárinnar.
— Hvað kom yður mest á óvart
í sambandi við hamingjuóskir?
— Ég var vakin klukkan fimm
að morgni, fimm tímum eftir að
úrslitin voru kynnt. Maður, sem
ég hef aldrei heyrt getið um áð-
ur hringdi til mín frá Ameriku
til að óska méi til hamingju! Ég
var undrandi á því, að fréttirnar
hefðu borizt svo fljótt út um
heim.
— Hvaða tilboð hafið þér
fengið?
— Ég hef fengið endalaus til
boð um að gerast ljósmyndafyrir-
sæta, sýna föt og auglýsa eitt og
annað.
— Engin tilboð um leik í kvik
myndum eða á leiksviði?
— Ekki á leiksviði. En ég hei
fengið tilboð um að leika í kvik-
..............."
— 50—60.
— Reykið þé * e”**. •’ ’
— Ég reyk: cfurli..ð, einkuin
þegar ég er taugaóstyrk. Ég
drekk afar lííið og þá aðeins létt
vín.
— Þurfið bér að gæta yðar,
hvað mataræði snertir?
—*Nei, ef til vill er það aðeins
af því, að ég er ung. En ég get
borðað ems og mér sýnist, án
þess að fitn- nokkuð.
— Stundi þér íþróttir?
— Nei. Þ.'gar ég var í skóla
stundaði ég sund, og ég var einn-
ig dugleg að hlaupa. Nú orðið
stunda.ég engar íþróttir.
— Er fagurt fólk í ætt yðar?
— Móðir mín er mjög aðlað-
anði kona, aðeins 38 ára að aldri,
og allar sy.tur hennar eru lag-
legar. Yngri systir mín, Sheila,
er einnig mjög lagleg.
— Hvaða ráðleggingar munduð
þér vilja gefa ungum stúlkum,
sem vilja líta vel út?
— Fyrst og fremst að vera
eðlilegar. Þær verða að vera
hreinlegar og snyrtilegar og
klæðast ekki fáránlegum fötum.
— Eruð þér samþykkar því, að
fegurðin komi eingöngu innan
frá?
— í rauninni er ég það. Fal-
legir andlitsdrættir og góður
vöxtur er vissulega einnig mikil-
vægt, en manngerðin, sem á bak
við býr, getur bókstaflega eyði-
lagt allt.
— Hve margar fegurðarsam-
keppnir hafið þér unnið?
— Sex af þeim átta, sem ég
hef tekið þátt í.
myndum hér heima, í Hollywood
og á Ítalíu.
— Ætlið þér að taka einhverju
af þéssum tilböðum?
— Nú sem stendur hef ég mest
an áhuga á áð taka tilboðinu frá
Ítalíu. Mér er sagt, að það sé
mögulegt að komast vel áfram á
Ítalíu, án þess að læra mikið til
þess, eins og þarf hér heima og
í Ameríku.
— Fenguð þér margar gjafir
frá aðdáendum?
— Já, að minnsta kosti árs-
birgðir af súkkulaði og blómum.
— Eitthvað sérstaklega verð-
mikið eða óvenjulegt?
— Nei, ekki í þetta sinn. Þeg-
ar ég hlaut önnur verðlaun í
keppninni um Miss Universe i
Ameríku, fékk ég bæði loðfeldi
og gimsteina. Slíkar gjafir endur-
sendi ég. Mér finnst ekki rétt að
taka við slíku.
— Fenguð þér einhverja sér-
staka gullhamra frá Bob Hope?
— Já, hann sagði, að það væri
hressandi ‘að hitta stúlku, sem
brosti eðlilega og einlæglega.
Það er vissulega rétt hjá honum.
Mér er alveg ómögulegt að brosa,
án þess að meina það.
— Þurfluð þér að æfa yður
sérstaklega í framkomu fyrir
keppnina?
— Nei. Ég reyni aðeins ?ð
vera eðlileg. Ég hef alltaf reynt
að taka eftir, hvernig annað fólk
kemur tram, einkanlega í sjón-
varpi. Ég tel, að hægt sé að læra
mikið af því að taka eftir, hvern-
ig annað fólk kemur fram. Ann-
ars er bara bezt að vera sem eðli-
legust.
— Samhryggðust þér nú ekki
einhverjum keppinauta yðar, sem
þér sigruðuð svo glæsilega?
— Miss New Zealand. Við
bjuggum sáman í herbergi, og
hún var svo yndisleg stúlka. að
ég. tók sannarlega þátt í von-
brigðum hennar. En slíkt kemur
alltaf fyrir. Þegar slíkar keppnir
eru háðai, búa venjulega tvær
saman í herbergi, og ég hef alltaf
hlotið betri viðurkenningu en
herbergisfélagi minn.
Okkur þótti einnig öllum leitt,
hvernig íór fyrir miss Frakk-
landi, sem tognaði í öklanum dag
inn fyrir lokakeppnina.
— Eftir hverju fara dómararn-
lr aðallega, þegar þeir dæma um
fegurð kvenna?
— Ég er nú ekki svo fróð, að
ég viti það nákvæmlega, en ég
held, að falleg og eðlileg fram-
koma sé ekki síður þýðingarmikil
en útlit og vöxtur.
— Finnst yður auðvelt að taka
Þegar ég fór til Ameríku
og keppti þar, þurfti ég ekki að
kaupa annað en eitt par af hvít-
um skóm. Annað átti ég fyrir. En
þetta verður auðvitað til þess,
að ég parf að eyða meiru í föt
og snyrtingu. Síðast liðna fjóra
mánuði hef ég eytt um 1000
pundum í föt. En á þeim tíma
tók ég ííka þátt í tveimur feg-
urðarsamkeppnum.
— Notið þér farða?
— Ekki mikið. Ég hef mjúkt
og viðkvæmt hörund.
— Hversu marga kjóla eigið
þér?
\
- Hvaðr "tviimu stundið þér?
— Enga s-3 stendur. Þegar ég
hætti 1 jkóla, var ég um tíma af-
greiðslustúlka í stórri verzlun.
Síðar gerðist ég sýningardama
fyrir fyrirtækið.
— Hver eru hæstu laun, sem
þér hafið hlotið í fegurðarsam-
keppni, annarri en þessari síð-
ustu?
— Þegar ég varð önnur í
keppninni í Ameríku, fékk ég
1500 pund í verðlaun. Einnig
vann ég 1000 pund, þegar ég var
kosin Miss United Kingdom.
— Eftir hverju keppið þér
núna?
— Mig langar til að leika í
kvikmyndum. Annars er það eins
og aukaatriði. Ég vona, að sá dag-
ur komi einhvern tima, að ein-
hvern langi til að kvænast mér.
— Hve mörg böm langar yður
til að eignast?
— Ég hugsa, að ég kæmist af
með þrjú.
— Hafið þér alltaf einhvem
yður til aðstoðar, þegar þér takið
þátt í fegurð'arsamkeppnum?
— Já. Ef móðir mín gæti
komið því við, vildi ég helzt hafa
hana hjá mér. En henni fellur
það alls ekki. Hún er miklu tauga
óstyrkari en ég sjálf og vill helzt
ekki koma nálægt þessu.
— Haldið þér, að þér getið orð-
ið eins falleg og vel vaxin um
fertugt og þér eruð núna?
— Ég vona það. Auðvitað get
ég ekkert um það sagt, en ég er
ákveðin í að gera mitt bezta.
blað og penni og svo náttúrlega
rauður borði til að hnýta utan
um skjalið, svo að það verði svo-
lítið jólalegt. Á þetta blað ætla
ég að skrifa — með skrautstöfum
auðvitað — ljóðið hans Davíðs
„Lofið þreyttum að sofa“. Það
ætti að gefa blessuðu fólkinu svo-
lítið umhugsunai;efni í jólahelg-
inni!
Þið getið rétt ímyndað ykkur,
hvort ég gef þessa gjöf að ástæðu
lausu. Það mætti ef til vilj segja,
að ég hafi fengið vitrun. Mér datt
þetta snjallræði í hug nóttina
eftir 1. desember, þegar ég mátti
bylta mér fram og aftur í árang-
urslausri leit að svefni. Á hæð-
inni fyrir ofan mig var nefnilega
verið að halda fullveldisdaginn
okkar hátíðlegan með gleði og
söng. Það er svo sem ekki í
fyrsta skipti, sem þetta fólk
heldur „partí“ fram eftir allri
nóttu, svo að maður hefur verið
nánast ófær til vinnu daginn eft-
ir. en aldre* held ég, að það hafi
verið*etns slæmt og þessa nótt.
Ef til vill hefði ég getað sofnað,
því að illa þreyttur var ég, ef
menn hefðu ekki mrbvrmt svo
ágætum lögum og ljóðum, eins
og Komdu og skoðaðu og Afi
minn fór á honum, að ég gat bók-
staflega ekki á heilum mér lekið.
Hugsa sér, hvað fólk getur verið
tillitslaust. Maður stendur al-
gjörlega varnarlaus gagnvart því.
Ég tek undir með honum Torfa
sem var á móti öllum ásökunum
í garð stúdentanna fyrir drykkju-
skap þeirra. Einn stúdem sagði
við mig nýlega, að öl) þau ár,
sem hann hefði búið á h:num al-
ræmdu stúdentagörðum hefði
hann aldrei orðið var við önnur
eins drykkjulæti oa liann befur
orðið að búa við. =íðap hann
flutti út í bæ. Hvað segja menn
við þvl?