Tíminn - 05.12.1961, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.12.1961, Blaðsíða 14
t n vist mína. Eg vil ekki tala viö mann, sem sleginn hefur ver iS í andlitið, fyrr en hann hef ur þvegið þá smán af sér með blóði. — Vertu sæll, þjófur“, kall aði Vulf á eftir honum, „þangað til við mætumst aft ur á mjóu brúnni og jöfnum það, sem okkur fer á milli. Þér hafið einu sinni áður barizt við Godvin. Máske þér verðið giftudrýgri í viðureign inni við Vulf. Lozelle leit illúðlega til hans, en þar eð hann hafði ekki svar á reiðum höndum, hélt hann þegjandi á brott. — Skýrslu þína, sagði Sín- an vlð háa Fedejann, er allt- af lá flatur við fætur hans, eins og líkið er lá á börunum. — Það átti að vera einn fangi enn þá, hinn mikli emir Hassan. Og hvar er franski spæjarinn? Fedejinn stóð upp og mælti: — Herra, ég hef gert skip- nn yðar. Riddari sá, er var að ganga út, stýrði skipinu inn 1 víkina, eins og ákveðið var. Eg réðst á það í dögun. Hermenn Salah-he-díns börð ust hraustlega. Konan þarna sá okkur, svo þeir höfðu tíma tii að fylkja liði. Vér misst- um marga, en bárum þá þó ofurliði og drápum þá alla, að emír Hassan undantekn- um, er vér tókum höndum. Eg skildi nokkra menn eftir til að gæta skipsins. Skipshöfn- inni slepptum vér, því þeir eru þjónar Frakkans Lozelle, og settum þá á land þar á ströndinni, ásamt konu einni, sem var þjónustustúlka þess arar konu. Þaðan gátu þeir svo komizt til næstu borgar. Konuna vildi ég ;drepa, en kvenfangi vor bað henni lífs og sagði, að hún væri komin frá Vesturlöndum til þess að leita að manni sínum, enda hafði ég enga skipun henni viðkomandi og lét hana því fara. í gærmorgun lögðum við af stað til Masyaf með Hassan fursta í burðarstóli, ásamt spæjaranum, sem kom hér fyrir skömmu og bar yður fregnir af komu skipsins. Um nóttina sváfu þeir í sama tjaldi. Eg skildi við furstann bundinn og setti vörð yfir hann, en um morguninn var hann horfinn. Hvemig hann hefur sloppið, veit ég ekki, en spæjarinn lá dauður 1 tjaldinu með hnífsstungu gegnum hjartað. Sjáið! Og um leið tók hann dúkinn of- an af börunum og kom þá í Ijós að hið stirðnaða lík spæj arans Nikulásar, er lá þar með hræðsludrætti í andlit- inu. — Þessi maður hefur þá hlotið þau ævilok, sem hann átti skilið, hvisíaði Vulf að Godvin. — Eftir að hafa árangurs- laust leitað hans, héldum við áfram hingað með kvenfanga yðar og Frakkann Lozelle. Eg hef ekkert frekara að segja. Þgear Sínan hafði heyrt þessa skýrslu, gleymdi hann þægindum sínum, reis upp af dýnunum og steig tvö skref þess að skera af honum bönd in, og síðan drepið manninn af hatri, því við hlið hans lá pyngja full af gulli. Eg veit aö hann hataði hann eins og Loz elle, því að hann kallaði þá hunda og svikara í bátnum, og þegar hann gat ekki sleg- ið þá, vegna þess að hendur hans voru bundnar, þá hrækti hann í andlit þeirra og for- mælti þeim í Allah nafni. — Þess vegna lét ég Nikulás gæta hans, og hann var slung inn náungi, en Lozelle var __T'íMiNN, þriffjndaginn 5. desember 1961 úthella blóði fyrir augliti j nálægt þér í gestastofunni. H. RIDER HAGGARÐ BRÆÐURNIR SAGA FRÁ KROSSFERÐATÍMUNUM áfram. Þar stanzaði hann og augu hans leiftruðu af reiði. Eitt áugnablik strauk hann skegg sitt, og bræðurnir veittu því athygli, að á hægra baugfingri hans var hrlngur, svo líkur þeim, sem Godvin bar á brjóstinu, að ekki var unnt að þekkja þá að. — Maður, mælti Sínan lágri röddu, — hvað hefur þú gert? Þú hefur látið Hassan emír, trúnaðarvin og æðsta herforingja soldánsins 1| Damaskus, sleppa. Nú þegar| er hann kominn til hans, eða þar í nánd og innan sex daga | munum vér sjá her hans ríða' yfir sléttuna. Þú- þyrmir lífi skipshafnarinnar og vestur- lensku konlinnar, og geta þau því sagt frá skipstökunni og handtöku þessarar konu, sem er ættingi Salah-he-díns, og hann sækist meira eftir að ná henni en konungsríkjum Vesturlanda. Hverju svarar þú? Hönd hins hávaxna Fedeja skalf. — Voldugi herra, mælti hann, — ég hafði enga skip- un frá yður um að drepa skips höfnina, og Lozelle sagði mér, að hann hefði gerrt samning við yður að þeim skyldi verða hlíft. — Þar laug hann, þrællinn! Mín skipun var, að þeir væru allir drepnir. En hvað Hassan fursta snertir? — Þar hef ég fáu við að bæta, herra. Eg hygg að hann hafi mútað Nikulási spæjara, og hann benti á líkið, — til hræddur að vera í návist hans. Þar að auki voru tveir hermenn fyrir utan tjaldið en Lozelle og ég gættum stúlk- unnar. — Látið þessa hermenn koma fyrir mig, sagði Sínan, — og segið mér sögu þeirra. Þeir voru leiddir fram og stóðu við hlið foringja síns, en þeir höfðu frá engu að segja. Þeir sóru þess dýran eið, að þeir hefðu ekki sofið á verði og ekkert hljóð heyrt, en.þó v.ar,Hassap fursti horf- inn um morguninn. Aftur strauk Drottinn dauð ans sitt langa, svarta skegg. Síðan lyfti hann innsiglinu upp fyrir framan þá og mælti: — Þið sjáið merkið. Farið! — Herra, sagði Fedejinn, — ég hef þjónað yður trúlega í mörg ár. — Þjónusta þín er á enda, farðu! svaraði hinn byrstur. Fedejinn beygði höfuð sitt í kveðjuskyni, og stóð eitt augnablik í þungum hugsun- um, sneri sér síðan skjótlega við og gekk föstum skrefum að gjárbarminum og stökk fram af. Eitt augnablik skein sólarljósið á hvíta, flögrandi kyrtilinn hans, svo heyrðist þungt fall niðri í djúpinu og síðan varð allt kyrrt. — Fylgið foringja yðar til Paradlsar, sagði Sínan við her mennina tvo. Þá tók annar þeirra upp hníf og ætlaði að reka sig í gegn, en einn af Daisunum þaut upp og sagði: — Mannherfa, ætlar þú að herra þíns? Þekkir þú ekki venjuna? Farið! Síðan gengu veslings menn irnir, annar föstum fetum, en hinn, sem ekki var eins hug- rakkur, reikandi, út að brún- inni og stukku fram af. — Því er lokið“, sögðu Dais arnir klöppuðu saman lóf- unum. — Voldugi herra, vér þölikum þér fyrir réttvísi þína. Rósamundu varð illt, og jafnvel bræðurnir fölnuðu. Þessi maður var í sannleika óttalegur, — ef hann var í raun og veru maður en ekki djöfull — og þeir voru á hans valdi. Vera kynni að þeir fengju bráðlega skipun um að kasta sér í gjána. En Vulf sór þess dýran eið i hjarta sínu, að færi hann þá leiö, skyldi Sínan fylgjast með. Síðan var lík hins svikula pílagríms borið burt, svo þvi yrði kastað fyrir hræfuglana, er ætíð svifu yfir þessu heim kynni dauðans, en Sínan, sem seztur var á dýnurnar, hóf aftur mál sitt með aðstoð Masondu, eins og ekkert hefði í skorizt, á þessa leiö: — Kona, mælti hann við Rósamundu, — saga þín er mér kunn. Salah-he-dín leit- ar þín og það er ekki undar- legt. Viðsjárverðum glampa brá fyrir í augum hans, er hann sá svo fagra konu við hlið sér. — Þó að Lozelle, fyrir munn hins falska pílagríms, segði mér, að það væri ein- ungis vegna draumsjónar, sem hann hefði haft, að hann vildi ná þér. Þessi vantrúaði soldán er óvinur minn, sem Satan heldur verndarhendi yfir. Fedejum mínum hefur ekki enn heppnazt að drepa hann, og máske veröur stríð þín vegna. En óttastu ekki, því að lausnargjald, sem krafizt verður fyrir þig, verð- ur hærra en svo, að Salah- he-dín kæri sig um að borga það, jafnvel fyrir þig. Þessi kastali er óvinnandi og þú getur því búið í friði og hver ósk þín skal uppfyllt. — Eg óska, sagði Rósa- munda með lágri en fastri rödd, — verndar gegn Loz- elle og öllum mönnum. — Það er þér veitt. Drott- inn fjallanna verndar þig. með sinni eigin skikkju. — Eg óska jafhframt, bætti hún við, — að bræður mínir megi búa hjá mér. Sínan hugsaði sig um eitt augnablik, en svaraði síðan: „Bræður þínir skulu búa Því ekki það. Gegn þeim þarfnast þú ekki verndar. Þeir skulu mæta þér við veizluhöldin og í garðinum. En, kona, veizt þú eitt? Þeir komu hingað vegna frásagnar um gamalt loforð, sem sá hafi gefið, er ríkti hér á undan mér, til þess að biðja um hjálp til þess að ná þér frá Salah-he-dín, óvitandi um það, að þú værir hér, en ekki hjá honum. Það er tilviljun að þeir hitta þig hér, sem vizku mína jafnvel furðar á. En í því sé ég tákn. Henni, sem þeir óskuðu að bjarga frá Salah-he-dín, óska þeir nú að bjarga frá Al-je-bal. Skilj ið það, Rósamunda, og þér riddarar, í eitt skipti fyrir öll, að fá Drottni dauðans liggur aðeips ein leið, og hún liggur þama, og hann benti á gjár- barminn. 17.00 18.00 18.20 18.30 18.50 19.30 20.00 20.15 ÞrlSjudagur 5. desember: 8.00 Morgunútvarp. 8.30 Fréttir. 9.10 Veðurfregnir. 12.00 Hádegisútvarp. 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00 Síðdegisútvarp. 16.00 Veðurfregnir. — Tónleikar. Fréttir. — Endurtekið tónlist. arefni). Tónlistartimi barnanna (Jón G. Þórarinsson). yeðurfregnir. Þingfréttir. — Tónleikar. Tilkynningar. Fréttir. Kórsöngur: Karlakórinn „Adolphina” í Hamborg syng. ur. Framhaidsleikr. „Hulin augu“ eftir Philip Levene, í þýðingu Þórðar Harðarsonar 7. þáttur: Dularfullt fyrirbrigði í Pen- wood. — Leikstjóri: Flosi Ól- afsson. Leikendur: Róbert Arn finnsson, Haraldur Björnsson, Hel'ga Valtýsdóttir, Indriði Waage, Brynjólfur Jóhannes- son, Klemenz Jónsson og Jón- as Jónasson. Tónleikar: Lítið næturljóð 1 G-dúr (K525) eftir Mozart (Hljómsveitin Philharmonia í Lundúnum leikur; Colin Davis stjórnar). 21.15 Ný riki í Suðurálfu; HI: Franska samveldið (Eiríkur Sigurbergsson viðskiptafræð- ingur). 21.40 Píanómúsík eftir Liszt: Mersja noff leikur þrjár etýöur, kenndar við Paganini. 21.50 Formáli að fimmtudagstón- leikmn Sinfóníusveitar íslands (Dr. Hallgrimur Helgason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins (Kristrún Eymundsdóttir og Guðrún Svafarsdóttir). 23.00 Dagskrárlok. 20.55 RTRTKUR VÍÐFÖRLI Úlfurinn og Fálkinn 114 Bústaðalénsmennirnir ruddust hver um annan þveran til þess að sleppa sem fyrst. Þá sá Ervin „ófreskjuna", sem kom honum á einhvern hátt kunnuglega fyrir sjónir, en Bryndís hafði marg sagt honum, að faðir hans væri dauður. — Ervin, sagði „ófreskjan", og Er- vin kastaði sér í fang föður síns. Þeir litu báðir ofan í síkið. — Son- ur minn, sagði Eiríkur, hún var vond manneskja, en nú hefur hún hlotið makleg málagjöld. — Hún var mér góð, sagði Ervin. — Komdu, og ég skal sýna þér dæmi um „gæði“ hennar, sagði Eiríkur, sem vissi, að þetta þýddi ekki að rökræða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.