Tíminn - 05.12.1961, Blaðsíða 5

Tíminn - 05.12.1961, Blaðsíða 5
TÍMINN, þrjgjudaginn 5. desember 1961. 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramJrvæmdastjóri: Tómas Árnason. Rit- stjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb.), Andrés Kristjánsson. Jón Helgason Fulltrúi rit stjórnar: Tómas Karlsson Auglýsinga- stjóri: Egill Bjarnason. — Skrifstofur 1 Edduhúsinu — Simar: 18300—18305 Aug lýsingasimi: 19523 Afgreiðslusími: 12323 — Prentsmiöjan Edda h.f. — Askriftargjaid kr 55.00 á mán innanlands. í lausasölu kr 3.00 eintakið Verknaður, sem ekki mun gleymast Stjórnarblöðin eru orðin hljóð um gengislækkunina, sem framkvæmd var í sumar. Þau leitast kappsamlega við að ræða um öll .mál önnur. Af hálfu þeirra er bersýnilega allt gert til þess að draga athygli manna frá þessum verknaði ríkisstjórnarinnar. í þeim efnum er hvert tæki- færi notað til hins ýtrasta. í rauninni er þetta skiljanlegt. Þetta er mannlegt, þótt ekki sé það mikilmannlegt, eins og Árni Pálsson komst eitt sinn að orði. Ritstjórar stjórnarblaðanna finna, að gengislækkunin var glapræðisverk, sem ekki er hægt að afsaka. Þess vegna verður umfram allt að láta hana gleymast. Útgerðarmönnum var sagt, að gengislækkunin væri sérstaklega gerð fyrir þá. Enn hefur bátaútgerðin þó ekki fengið neina tekjuhækkun vegna gengislækkunarinnar, en hins vegar hefur hún stóraukið útgerðarkostnaðinn. Fyrir þinginu liggja bráðabirgðalög, þar sem gert er ráð fyrir að taka mestallan gengishagnaðinn af útgerðinni í ríkissjóð og opinbera lánasjóði. Það sem eftir verður, mun vart eða ekki nægja til að bæta útgerðinni þá út- gjaldaaukningu, sem leiðir af gengislækkuninni. Það er vitanlega ekki svo auðvelt að fá útgerðarmenn til að gleyma þessu. Það er ekki svo auðvelt heldur að fá bændur til að gleyma þeim mörgu útgjaldahækkunum, er hljótast af gengislækkuninni, á sama tíma og þeir fá miklu lægra verð fyrir afurðir sínar en þeim réttilega ber. Þá er ekki auðveldara að fá launþegana til að gleyma gengislækkuninni, þeir finna til hennar í næstum hvert sinn, sem þeir þurfa eitthvað að kaupa. Gengislækkunin hefur þegar gert kjarabót þá, sem launþegarnir fengu í sumar, að engu og raunar meira til. A.m.k. gildir það um þá lægstlaunuðu. Daglaunamenn fengu 10% kauphækkun, en síðan 1. júní hefur framfærslukostnaðurinn hækkað um 15% samkv. útreikningum Hagstofunnar. Langmest hækkun framfærslukostnaðar stafar frá gengislækkun- inni. Þannig má rekja þetta áfram. Og ekki bætir það úr skák, að þetta er í fyrsta sinn, sem krónan hefur verið lækkuð, án þess að lagðir hafi verið fram nokkrir út- reikningar um nauðsyn slíkrar lækkunar. Menn mega ekki heldur gleyma því óhæfuverki, sem gengislækkunin var. Hún var hrein hefndarráðstöfun, gerð í ógnunarskyni, við launþega og bændur. Svo mikið. kapp var lagt á að koma henni fram, að sjálf stjórnar- skráin var þverbrotin. Slíkt fólsku- og óhæfuverk má vissulega ekki gleymast. Eyrir það eiga kjósendur að dæma ríkisstjórnina eftirminnilega. þegar þeir fá tæki- færi til þess við kjörborðið. * Ohappaverk Forsætisráðherra hefur upplýst, að ríkisstjórnin hafi tii athugunar að auka veiðiréttindi íslenzku togaranna innan fiskveiðilandhelginnar. Rétta stefnan væri vitan- lega sú að reyna að færa fiskveiðilandhelgina meira út og tryggja afkomu togaranna á þann hátt. Þeirri leið lok- aði stjórnin hins vegar um ótiltekinn tíma með samning- unum, sem hún gerði við Breta síðastl vetur Þetta er lítið dæmi þess, hvílíkt óhappaverk sá samningur var og er. Guðmundur Jónsson, Kópsvatni: Áburðarverksraiðjan og verk- efni landbnnaðarráðherra Þau tíðindi hafa nú gerzt, að Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráð- herra hefur með ráðherrabréfi falið Áburðarverksmiðjunni h/f að annast alla verzlun með tilbú- inn áburð. Hefur þetta vakið nokkra undrun, því að ekki hafa bændur óskað eftir þessari breyt- ingu, enda hefur Áburðarsala rík- isins leyst vel af hendi alla verzl- un með tilbúinn áburð til þessa. Alþingi hefur heldur ekki sam- þykkt að leggja niður Áburðarsölu ríkisins enn þá, en eftir því má ekki bíða. Ingólfur Jónsson hefur notið trausts meðal bænda, og sjálfstæð- isbændur segja, þegar þeim finnst viðreisnin þrengja hag þeirra um of, að Ingólfur láti sér mjög annt um hag bænda og reyni að tryggja framgang mála þeirra í ríkisstjórrihini, en hinum ráðherr- unum sé síður að treysta. Það er mér a.m.k. kunnugt um, að Ingólfur hefur beitt áhrifum sínum til þess að þoka áleiðis raf- væðingu sveitanna, þótt hægar gangi að visu en skyldi. Hefur hann t.d. úrskurðað, að lagt skyldi rafmagn á einstaka afskekkta sveitabæi, sem raforkumálastjórn- in vildi skilja eftir. í áburðarverksmiðjumálinu hlýt- ur annað sjónarmið að gilda. Þar hlýtur Ingólfur að taka frekar til- lit til hagsmuna annaiTa aðila en bænda. í lögunum um Áburðarverk- smiðjuna segir svo, að hún skuli vera sjálfseignarstofnun, þ.e. eign rikisins, og virtust allir vera sam- mála um það í fyrstu, en á síðustu stundu áður en lögin voru afgreidd frá Alþingi, tókst Birni Ólafssyni að fá samþykkta breytingartillögu um, að heimiK væri að stofna hlutafélag til þess að i’eka verk- smiðjuna. Síðan var hlutafélagið stofnað, og var hlutaféð 10 millj. kr. ,og þar af hafði ríkið lagt fram 6 millj. en einstaklingar 4 millj. Bygging verksmiðjunnar var svo hafin og hún skírð Áburðarverk- smiðjan h/f. Kom þá í ljós, að meiri hluti Alþingis taldi verk- smiðjuna eign hlutafélagsins. Á Alþingi 1952 voru til umræðu bráðabirgðalög um öflun lánsfjár til verksmiðjunnar. Þá mælti Ing- ólfur Jónsson m.a. á þessa leið þ. 14. nóv.: „Áburðarverksmiðjan er iðnað- arfyrirtæki, sem alþjóð varðar og alþjóð á meiri hluta í. Áburðar- verksmiðjan er ekki fyrirtæki bændanna einna og starfar ekki aðeins fyrir þá, heldur fyrir al- þjóð. Bændunum má standa út af fyrir sig á sama um, hvort áburður inn er innlendur eða erlendur. Það, sem þeir hljóta að spyrja um, er þetta: Hvað kostar áburðurinn, og hvernig eru gæði hans? — En landbúnaðurinn er vitanlega trygg- ari í rekstri sínum og framtíð sinni, ef ábitrðurinn er framleidd-1 ur hér innanlands, þvi að þannig getur ástandið verið hér á landi og þannig hefur það verið, að það hefur stundum verið á takmörkum, að það væn hægt að flytja áburð til landsins vegna gjaldeyrisskorts.1 Hv. 2. þm. Ueykv. (Einar Olgeirs- son) sagði hér áðan, að bændur mundu verða skyldaöir til þess að kaupa áburð af Áburðarverksmiðj- unni h/f, hvort sem þeir vildu það eða ekki. Ég býst ekki við, að það þurfi að skylda íslenzka bænd- ur til þess að kaupa áburð af Áburðarverksmiðjunni. Eg veit, að íslenzkir bændur eru það þroök- aðir, að þeir vilja nota isleníkai áburðinn og jafnvel þó að hann yrði eitthvað dýrari en sá útlendi. íslenzkir bændur hafa þann þroska, að þeir skilja það, að ís- lenzk iðnaðarfyrirtæki geta verið einn af máttarstólpum þjóðfélags- ins, nauðsynlegum máttarstólpum til þess að halda uppi sjálfstæðu þjóðfélagi, og þeir mundu ekki láta á sér standa, ef nauðsyn bæri til að styðja þennan stólpa, og 'þeim er ár'eiðanlega ljóst, að það er ekki hægt að flytja allar vörur til landsins erlendis frá, nema þá um leið að skapa í landinu verð- mæti á móti.“ Þarna kemur fram ótti um, að verksmiðjan verði ekki samkeppn- isfær, og því miður virðist reynsl- an hafa orðið sú. A.m.k. hefur sá áburður, sem út hefur verið flutt- ur, verið seldur fyrir mun lægra verð en sá áburður, sem bændur kaupa. En það er rétt að athuga, hvernig Einar Olgeirsson svaraði Ingólfi Jónssyni síðar .í umræðun- um um sama mál þ. 17. nóv.: „Því var haldið fram hér af hv. 2. þm. Rang., að bændur mundu með ánægju borga hærra verð fyrir áburð úr íslenzkri áburðar- verksmiðju heldur en úr útlendum áburðarverksmiðjum. Það er nú ákaflega gott að fá þessa yfirlýs- ingu frá þeim þm. bænda. Ég er nú samt ekki alveg viss í, að hann tali þar fyrir munn sinna umbjóð- enda um, að þeir mundu borga méð ánægju hærra verð. Eg veit að vísu, að íslenzka bændastéttin er ákaflega þjóðleg stétt, en að það sé alveg öruggt, að hún borgi! með ánægju hærra verð fyrir ís- lenzkan áburð heldur en útlend- an, tel ég ekki jafnvíst. Og a.m.k. hef ég þá reynslu, að þeir, sem sérstaklega hafa talið sig fultrúa bændastéttarinnar hér á þingi, vilji nú frekar reyna að telja bændur á að heimta framlög frá ríkinu með þeim hlutum, sem þeiiri væri gert að greiða dýrara en þeim væri þörf á, heldur en að skora beinlínis á þá að borga með ánægju meira en þyrfti að gera. Og ég verð að segja, að það er ekkert undarlegt, þótt íslenzk bændastétt, svo þjóðleg og hag- sýn sem hún er, mundi krefjast þess af sínum fulltrúum, þegar hún færi að gera upp þessar sakir við þá, að verksmiðja, sem þeir legðu í að byggja fyrir íslenzka bændastétt, væri þannig hugsuð frá upphafi vega, að hún ætti fylli- lega að geta keppt við erlendar verksmiðjur og selt íslenzkum bændum áburð ódýrari en erlend- ar verksmiðjur gera, því að svo hef ég skilið baráttu íslenzkrar bændastéttar á áburðarmálunum, að sú barátta væri háð til þess að létta af þeirra herðum oki er- lendra áburðarhringa, en ekki til þess að gera þá undirorpna þyngra oki.en þeir báru áður. (Alþt. 1952, B. 195). Einar túlkaði þarna rétt áhuga bænda fyrir áburðarverksmiðj- unni. Von þeirra var sú að fá ódýrari og a.m.k. ekki lakari áburð en erlendan. Neytendur eiga líka þarna hlut að máli, því að þeir verða að greiða meira fyrir land- búnaðarafurðirnar, ef áburður- 'rtn er dýr. Áburðarverðið mun eiga stærsta hlutinn í því. hvernig til tekst með uppbyggingu landbúnaðarins á næstu árum. Má t.d. minna á aukna kornrækt og græðslu af- rétta og eyðisanda Það er að minnsta kosti ekki sanngirni að ætlast til, að íslenzkir bændur geti framleitt afurðir til útflutnings, nema þeir fái rekstrarvörur á svip uðu verði og bændur í nágranna- löndunum, þar sem veðurfar er þó mun hagstæðara fyrir landbúnað. En hvers vegna viU áburðar- verksmiðjan fá að verzla með all- an áburð? Senriilega er orsökin sú, að hún vill fá einokunaraðstöðu, svo að hún þurfi ekki að óttast samlfeppni. Þetta væri kannski af- sakanlegt, ef verksmiðjan yrði ríkiseign. Annars væri það frá- leitt. Á Búnaðarþingi árið 1953 vat rætt um aðild bænda í áburðar- verksmiðjunni, og var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Búnaðarþing telur mjög þýð- ingarmikið, að bændur eignist hlut deild í Aburðarverksmiðjunni h/f. Búnaðarþing skorar því á stjórn Búnaðarfélags íslands að leita eft- ir hlutafjárlofor’ðum meðal bænda Náist hlutafjárloforð frá bænd- urn, er nemi a.m.k. tveim milljón- um króna, fel(ur Búnaðarþing stjórn Búnaðarfélags fslands að beita sér fyrir þvi við ríkisstjórn og Alþingi, að lögum um áburðar- verksmiðjuna verði breytt á þá léið, að bændum gefist kostur á að leggja henni hlutafé og fái jafn frarnt aðild að stjórn verksmiðj- unnar.“ Þetta var athyglisverð tillaga, sem ekki náði þó fram að ganga. Munu bændur ekki hafa treyst sér til þess að leggja fram svona mikið hlutafé, og kannski ekki gert sér ljóst mikilvægi þess. Æskilegast væri nú úr því sem komið er, að lögum verksmiðj- unnar verði breytt í það horf, að hún verði óskoruð ríkiseign, og síðan verði reynt að gera á henni þær endurbætur, sem tryggi fram- leiðslu köfnunarefnisáburðar, sem yrði hvorki dýrari né verri en inn- fluttur köfnunarefnisáburður. Þeg- ar það mark hefur náðst, er fyrst tímabært að hefja framleiðslu annarra áburðartegunda. Þarna á landbúnaðarráðherrann mikið verk fyrir höndum, og það er al- veg öruggt, að bændur munu fylgj- ast vel með því, hver framvinda þessara mála verður. Kópsvatni, 15. nóvember 1961. Guðmundur Jónsson Lærðu á gúmbáta Undanfarið hefur farið fram sýnikennsla í meðferð gúmmi björgunarbáta og annarrá björgun artækja á Vestfjörðum á vegum Slysavarnarfélags fslands og Skipa skoðunar ríkisins. Kennsluna önnuðust þeir Óli Bardal og Jón Jónasson. Var farið á eftirtalda staði- Flateyri. ísa- fjörð, Súgandafjörð, Þingeyri, Bildudal og Patreksfjörð. Flutn- ing mannanna og kennsilutækja milli staða annaðist Landhelgis- gæzlan og sýndi sérstakan velviljá. Aðsókn að sýningum þessum fór langt fram úr því, seín menn höfðu gert sér vouir uán. Samtals sóttu námskeiðin nær 700 manns. Var sums staðar frestað róðrum, og felld niður vinna til að sem flestir gætu notið kennslunnar. f ráði er að halda sýnikennslu þessari áfram um allt land í ýms- um verstöðvum, og mun næst verða farið um Suðurnes og ti' Vestmannaeyja.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.