Tíminn - 17.12.1961, Qupperneq 1

Tíminn - 17.12.1961, Qupperneq 1
Fólk er beðið að athuga *ð kvöldsími blaðamanna er 18303. 319. tbl. — Sunnudagur 17. desember 1961 — 45. árg. Menn safna öllum fjáran- um: Eg safna vísum, segir mesti vísnasafnari landsins á baksíðu í dag. TVOFALT FLEIRI LAXAR í ÁRNAR ERIK MOGENSEN, ráðinn stöSvarstjóri í KollafirSi. ! Ekkert grjót Þórshöfn 15. des. — Nú er búið að kanna höfnina hér og kom í ljós, að ekkert lausagrjót er þar, og rennan, sem Grettir gróf, er alveg hrein. Létti mönnum mjög við þetta, því að óttazt var, að brimið hefð'i sópað stórgrýti inn í höfnina í stórviðrinu um daginn. Það var kafari af Óðni, sem vann að þessari könnun á mánu- daginn og þriðjudaginn. Hafnar- garðurinn er hins vegar illa far- inn, en grjótið úr honum hefur þó ekki borizt teljandi burt, svo að hægt er að byggja ofan á það aftur. — Óli. Fyrir stuttu keypti ríkið jörðina Kollafjörð með öllu, sem henni fylgir. í ágúst s.l. var hafizt handa um að koma þar á fót laxaklaki og eldis- stöð í eigu ríkisins, og má furðulegt heita, hvað þar hef- ur áunnizt á svo stuttum tíma. Blaðamaður og Ijósmyndari Tímans brugðu sér þangað upp eftir í fyrradag til að kynnast starfseminni af eigin; reynd og komust þá m. a. að raun um, að á skömmum tíma ætti að vera hægt að tvöfalda laxatöluna í íslenzkum ám og þar með laxveiðimöguleikana. i Þar efra vorum við svo heppnir j að hitta fyrir Þór Guðjónsson I veiðimálastjóra og Guðmund Gunn- j arsson verkfræðing, sem hefur verið ráðunautur s'töðvarinnar um verkfræðileg vandamál og við-; fangsefni, og skýrðu þeir okkur frá ýmsu varðandi klakstöðina í Kollafirði og hlutverk hennar. Hentugur staður Kollafjörður er mjög h^ntugur staður fyrir þessa starfsemi frá náttúrunnar he.ndi. Jörðin er mjög nálægt sjónum, og hallar túninu í þá átt. Tvær ár, Hvítá og Kolla- fjarðará, renna þar hjá, og þar er jarðhiti. Auk þess er mynni fjarð- arins mjög þröngt og sker í því miðju, svo að sjógangs gætir þar lítið, og er jafnan kyrrt og lygnt í Kollafirði. Til bráðabirgða eru öll hús á jörðinni notuð, hvort sem um íbúðar-hús eða gripahús er að ræða. Langur undirbuningur Þegar veiðimálastjóri var að því spurður, hvenær hafizt hefði verið handa um framkvæmdir í Kolla- j firði, sagði hann, að það hefði ver- ið í ágústmánuði s.l. — En þetta er búið að kosta langan undirbún- jing, — þætti hann við. Það er I langt síðan farið var að tala um, að æskilegt væri að koma á fót svona | stöð, jafnvel í eigu ríkisins. En þá var margt að athuga, og við vild- um ekki faia allt of hratt, heldur ! flýta okkur hægt. Flaustrið í und- irbúningi margra verklegra fram- kvæmda hérlendis er búið að spilla miklu, en við erum að vona, að með því að fara okkur rólega og athuga betur' okkar gang takist okkur betur. Vatnið má aldrei þrjóta Guðmundur lagði áherzlu á, að tvennt yrði fyrst og fremst að tryggja. Vatnið má aldrei þrjóta, og það verður -að nota jarðhitann eins og hægt er. Ef ekki er alltaf hægt að liafa hrogn og seiði í vatni, er voðinn vís. Við undirbún- íFramhald á 15 síðu) Nærri farin aftur Stokkseyri — 16. des. f nótt l'á við, að beinamjöls- verksmiðjan á Stokkseyri eyði- legðist 1 bruna í annað sinn á sama ári. Eldur kom upp í ný- byggingu verksmiðjunnar, en tUviljun réð því, að það vitn- aðist í tæka tíð, og var eldur- inn slökktur, áður en hann ylli tjóni. Um klukkan tvö í nótt voru tveir ungir Stokkseyringar, Ingibergur Hraundal og Guð- mundur Karl Víglundsson, á leið 'heim af dansleik. Þegar þeir fóru fram hjó nýbyggmgu beinamjölsverksmiðjunnar, sem er miðja vegu milli Eyrarbakka og Stokkseyrar, sáu þeir elds- bjarma á glugga þar. Þeir fóru og igættu að, og sáu þá iítinn eld innar af glugganum. Þá vöktu þeir starfsmann verk- smiðjunnar, sem býr þar skammt frá,- og fór hann þeg- ar með þeim og opnaði verk- smiðjuhúsið. Kom í Ijós, að eld urinn var í olíuofni, sem l'oga átti í um nóttina. Hafði blönd- ungur bilað á ofninum, og var olían tekin að breiðast út um gólfið. Tókst mönnum fljótlega að slökkva eldinn, og þurfti ekki að kalla á siökkviliðið. Engar skemmdir urðu af eldinum, en nærri lá, að hann kæmist í fulla olíutunnu og dýrmætar vélar, sem stóðu rétt þar hjá, sem olían ranti lengst, og hefð'i orðið að því mikið tjón, þótt tekizt hefði að bjarga húsinu. — Endurbygging beina mjölSverksmijunnar er langt komin. BT Þór Guðjónsson veiðimálsstjori, Gunnar Einarsson, sem haft hefur umsjón með stöðinni í vetur, og GuðmunJ ur Gunnarsson verkfræðingur. Myndin var tekin í Kollafirði í síðustu viku.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.