Tíminn - 17.12.1961, Page 2

Tíminn - 17.12.1961, Page 2
2 T f MI N N, sunnudaginn 17. desember 1961. Daglegt líf í augum manns frá Ch icago í allmörg ár hefur maður að nafni Sydney Harris glatt lesendur Chicago Daily News og nokkurra hundraða ann- arra blaða með snjöllum og skemmtilegum greinarkorn- um um manngildi. Nokkur sýnishorn þessara greina birtust nýlega í danska tíma- ritinu „Det Bedste“, og hér birtist nú þýðing þeirra. Atvinnuleit A hverju ári lýkur ótölulegur fjöldi unglinga námi síiju í skól- um og hefur nú leit sina að starfi, eða réttara sagt, reyna að velja það bezta, sem þeim býðst. Þessir unglingar ættu að vita eitt og annað um hinar tilfinninga- ríku hliðar tilverunnar, sem hafa meiri þýðingu heldur en fjár- hagslegar hliðar hennar. Vart meira en 1% af þessum nýmótuðu unglingum mun nokk- um tíma ná svo langt að verða auðugir. Þeir geta orðið það af tilviljun, fengið arf eftir ein- hvern vel srtæðan ættingja eða auðgazt á annan hátt vegna ein- stakra hæfileika sinna og dugn- aðar. Fyrir flestum okkar liggiir ekki annað en að komast rétt sæmilega af í lífinu. Og þegar um það er að ræða, ætti tegund starfsins, sem við stundum og sú ánægja, sem hún veitir okkur, að vera alls ráðandi, þegar við velj- um okkur ævistarf. Að velja sér ævistarf með það fyrir augum, að það muni gefa sem mestar tekjur í aðra hönd, getur verið örlagarík yfirsjón. Peningar eru nauðsyn, en þeir eru aldrei fullnægjandi út af fyrir sig. Ef sú væri raunin, mundu auðjöfrarnir vera ham- ingjusamastir allra, en það eru þeir þó augljóslega ekki. Sá maður, sem stundar at- vinnu, sem veitir honum ánægju, getur tekið að sér ýmis störf á öðrum sviðum einnig. Ef hann finnur, að hann leggur eitthvað af mörkum með starfi sínu og telur, að hinn óáþreifanlegi hagn- aður af starfi hans vegi upp á móti lengri vinnutíma og minni launum, hefur hann af leynileg- um orkubrunni að ausa. Þetta á ekki að vera hvatning til þess að hætta alveg að skeyta um pen- ingaþöríina. Hún er bæði sterk og veruleg. Þetta er aðeins bend- ing um, að peningar, fram yfir nauðsyn, eru ekki færir um að veita manni eins mikið og maður telur sér oft trú um. Það getur aðeins vinnugleðin veitt. Gildi vissunnar Nýlega var ég staddur á veit- ingahúsi, sem ég hafði ekki heim- sótt áður, og beið eftir matnum, sem ég hafði pantað. Þá kom þjónustustúlkan brosandi að borðinu til mín og sagði: — Þvi miður verður þetta ekki til strax. Einn matsveinninn okk- ar veiktist í morgun, svo að það er mikiö að gera í eldhúsinu. Má ég ekki lána yður blöð að líta í, meðan þér bíðið? Með þessari óvenjulegu og vei völdu athugasemd ávann hún sér eilífan vin, þar sem ég var, alveg eins og ég er viss um, að hún hefur skilið, að óþolinmæði staf- ar af vanþekkingu. Flest höfum við ekkert á móti því að bíða, svo lengi sem við vitum, hvers vegna við þurfum að bíða. Það er sú tilfinning, að verið sé að ganga fram hjá manni, sem kem- ur af stað óánægju, en ekki það, að manni finnist tímanum eytt til eínskis. Öiugg vissa er eins og róandi lyf fyrir taugarnar. Tannlæknir- inn, sem útskýrir nákvæmlega fyrir sjúklingi sínum, hvað nú þurfi að gerast og hvers vegiia allur þessi sársauki og erfiðleik- ar eru óhjákvæmilegir, gerir sjúkling sinn að samstarfsmanni, en ekki aðeins að viðfangsefnin Það dregur úr ótta hins tauga- óst»fka sjúklings, sem í stólnum situr. „Maður verður að beygja sig fyrir framanum" Tveir ungii' sölumenn sátu að morgunverði við næsta borð, þar sem ég sat á veitingahúsi. — Eg gæti ekki fengið mig til að gera svona nokkuð, sagði ann- ar þeirra, en Bill sleppur alltaf vel frá þess háttar. Þegar allt kemur til alls, verður maður að beygja sig fyrir framanum. Þúsund sinnum hef ég heyrt þessá setningu, sém' byggð er á svo miklum misskilningi, sagða, Hvers vegna skyldi maður und- antekningarlaust beygja sig fyrir frama annarra? Sá, sem gefst upp, vegna þess að öðrum gehgur betur en honum sjálfum, hefur látið blekkja sig auðveldlega. Það var heiðarleg skylda Þjóð- verjanna að taka upp baráttuna fyrir frama hins nazistíska ein- veldis. Og það væri þá skylda allra rétthugsandi ' manna að taka upp baráttuna, þar sem hvers konar ofríki, svindl, valda- fíkn og ómannúðleiki er í upp- vexti. Frami er það eina í heiminum, sem maður ætti alltaf að setja spurningarmerki við. Friður er óhugsandi, og allt réttlæti er hlægilegt, nema við gætum þess, að valdið sé í höndum þess, sem kann með það að fara — í hönd- um þess, sem verja vill vizkuog réttlæti. Áður en maður berst fyrir vexti og frama, skyldi maður ihuga málið gaumgæfilega. Hafi eirhver maður öðlazt frama, verður frami hans að ná til allrar tilveru hans, einnig til hinna andlegu og samfélagslegu hliða. Framinn má ekki aðeins orsakast af hæfileika til þess að taka með áhlaupi, hafa áhrif og'krefjast. Sá maður. sem samkvæmt ströngum mælikvarða hefur öðl- azt frama, er furðuverk sköpun- arverksins. Góður handverksmaSur Augljósasta sannleikann er oft erfiðast að skynja. Eins og t. d. þá rökvísu fullyrðingu, að: því meiri virðingu, sem þú sýnir öðr- um mönnum, þeim mun meiri virðing verður þér sýnd. Þar sem flestum er umhugað um að öðlast virðingu annarra — í rauninm er baráttan fyrir auð- æfum og viðurkenningu einfald- lega barátta fyrir því að öðlast virðingu — hvers vegna reyna þá ekki fleiri að lifa eftir þessari einföldu og sönnu reglu? í seinni tíð hef ég haft nokkra handverksmenn í vinnu á heimili mínu. Nokkrir þeirra hafa-leyst verk sitt vel af höndum, og það sem meira er um vert, á kurteis- legan og virðingarverðan hátt. Hinir hafa verið kærulausir og unnið sitt verk með hangandi hendi, og framkoma þeirra hefur verið af því taginu, sem maður er orðinn svo vanur nú til dags. Þeir hafa ruðzt inn í húsið, eins og þeir ættu það, sóðað út, hvar sem þeir hafa stigið niður fæti, og framkoma þeirra hefur á allan hátt verið vítaverð. Þeir virðast jafnvel fyrirlíta það verk, sem þeir vinna. Þegar maður svo kemur frám við þá, svo sem manni finnst þeir verðskulda — og við erum öll meðhöndluð, eins og við verð- skuldum — verða þeir sármóðg- aðir, og fjandinn er laus. Hina handverksmennina, sem hafa til- finningu fyrir hinum hefðbundnu siðum síns starfs, kemur maður fram við með virðingu. Þeir hafa á sér yfirbragð virðuleikans. Þeir eru kurteisir og alúðlegir, ekki vegna þess, að þeir séu veikir, heldur af því að þeir eru sterkir. Sá maður, sem í raun og sann- leika ber virðingu fyrir eigin persónu og hæfileikum, ber einnig virðingu fyrir öðrum. Friðsæld Þó að ég meti mikils framför þá, sem orðið hefur í byggingar- list, þá óar mér við'þeim vaxandi skorti á stöðum, þar sem maður getur 'fengið að vera í friði. En þessi skortur er einkennandi fyr- ir nútíma hús. Gler er notað í æ ríkara mæli, hreyfanlegir veggir, sem hægt er að færa, svo að tvö herbergi verða að einu, — það getur vel verið, að þetta allt sam- an stuðli að útsýni og víðsýni, en með þessu er ekki tekið hið minnsta tillit til þeirrar þarfar mannsins að geta verið í einrúmi, þegar hann svo kýs. Eg er sannfærður um, að dyrn- ar voru fundnar upp til þess að loka þeim, að sérhver fjölskyldu- meðlimur hefur rétt til þess að vera út af fyrir sig, þegar hann óskar þess, og, að „samvistir“ ættu að vera spurning um til- finningasamband, en ekki aðeins stafa af því, að menn eru tengdir fjölskylduböndum. Einkum hafa börn þörf fyrír alla þá friðsæld og einveru, sem þau óska, ekki sízt á þessum tím- um, sem ala á þeirri ströngu kröfu um að „laga sig eftir öðr- um“. Sjö dagar tíl jóla Sá sjötti, Askasleikir, var alveg dæmalaus. — Hann fram undan rúmunum rak slnn Ijóta haus. Þegar fólkið settl askana fyrir kött og hund, hann slunginn var að ná þeim og sleikja á ýmsa lund. Sjöundi var HurSarskelllr — sá var nokkuS klúr, ef fólkið vildi í rökkrinu fá sér vænan dúr. Hann var ekki sérlega hnugginn yfir þvl, þó harkalega marraði hjörunum í. (Úr bókinni: Jólin koma). Á víðavangi „Framsókn tryggir kommum sæti í Norðurlandaráði" Fyrirsöignin hér að ofan birt ist með stóru letri í Alþýðu- blaðinu l&i des. í fyrra og náði hún yfir þrjá dálka á annarri útsíðu blaðsins. f greininni, sem fylgdi fyrir- sögninni, sagði m. a. á þessa leið: „Framsóknarmenn í Neðri deild Alþingis tryggðu í gær kommúnistum sæti í Norður- landaráði. Enda þótt Framsókn arflokkurinn hafi nægilegt at- kvæðamagn til þess að fá mann kjörinn í ráðið í deild- inni, bauð hann cngan fram í þeim vísvitandi tilgangi að tryggja Einari Olgeirssyni sæti á hinni norrænu þingsamkomu. Alþingi á fimm fulltrúa í Norðurlandaráði og eru tveir þeirra kjörnir í Efri deild, en þrír í Neðri deild. Styrkleiki flokkanna í deiidunum er nú þannig, að kommúnistar myndu hjálparlaust ekki fá neinn mann kjörinn, en það geta Framsóknarmenn sýnilega ekki hugsað sér .... Fram að tímabili vinstri stjórnarinnar áttu kommúnist- Íar aldrei sæti I Norðurlanda- ráði fyrir íslands hönd, en fengu þá eitt sæti — það, sem Framsóknarmenn nú afhffnda þeim á nýjan leik.“ Svo mörg voru orð Alþýðu- blaðsins um þetta í fyrra. Tillaga frá forsætis- ráðherra Nú er komið að því að kjósa aftur fulltrúa í Norðurlanda- ráðið, því að þeir eru kjörnir til eins árs í senn. Einar 01- geirsson mun hafa talið, að hann hafi nýlega haft slík mök við vissa áhrifamenn í Sjálf- stæðisflokknum, að vafasamt væri, að Framsóknarmenn veittu honum aftur svipaðan óbeinan stuðning og í fyrra. Ef stjórnarflokkarnir voru eins mótfallnir því, að íslenzkir kommúnistar ættu fulltrúa í Norðurlandaráði og Alþýðu- blaðið lét í fyrra, var því tilvalið tækifæri fyrir þá að reyna nú á það. En svo reyndist aldeilis ekki Síðdegis í fyrra- dag var skyndilega lögð fram í sameinuðu þingi tillaga frá for- sætisráðherra um að fulltrúana í Norðurlandaráð skuli kjósa í sameinuðu þingi, en það þýð- ir, að kommúnistar geta kom- ið Einari a'S af eigin rammleik. Tveir fundir voru síðan haldn- ir strax á eftir til að koma þessari tillögu fram með af- brigðum. Þannig hefur Einar nú verið tryggt sætið í Norðurlanda- ráði. Stefnubreyting Hér hefur bersýnilega orðið mikil stefnubreyting hjá stjórn arflokkunum. í fyrra töldu þeir það óvcrjandi, að Einar héldi sæti sínu. Nú gengur for sætisráðherrann hins vegar fram fyrir skjöldu og lætur halda aukafundi í þinginu til þess að tryggja Einari það. Hvað hefur gerzt? Er verið að endurborga Einari eitthvað? Eða hefur heimskommúnism- inn og fulltrúar hans eitthvað batnað síðan í fyrra? Fróðlegt væri að fá skýringar Benedikts Gröndal og Eyjólfs Konráðs á þessu. i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.