Tíminn - 20.12.1961, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.12.1961, Blaðsíða 1
Einar Olgeirsson sendur tii Helsinki SJA LEIÐARA Fóik er beðið að athuga, að kvöldsími blaöamanna er 1 8303 321. tbl. — Miðvikudagur 20. desember 1961 — 45. árg. Minning kenn aranna lifi Þessi klrkja er handaverk nemendanna í Vogaskóla. Þeir létu sér ekki nægja aS búa til kirkjuna, heldur er elnnig kirkjugarður um- hverfis hana. í kirkjugarðinum eru leiði, á leiðunum eru krossar, og á krossana eru ietruð nöfn kennaranna. Þetta ber aðsjálfsögðu ekki að skilja á þann veg, að nemendurnir telji kennarana sina bezt vist- aða í kirkju'garðinum, heldur sem bcndingu um það, að þeir vilji að minningu þeirra verði á loft haldið, þegar sú stund kemur, er enginn fær umflúið. (Ljósmynd: Þórarinn Ingimundarson). Undarleg litbrigði í Eofti í gær GOS f KÖTLU? SPURDI FÓLK Jón Eyþórsson svarar: Loftið sennilega mengað sóti frá Suður-Englantíi Litlu eftir ljósaskiptin í gær urðu einkennileg litbrigði í Reykjavík og víðar. Loftið varð skyndilega fjólublátt, og hús og allir hlutir tóku á sig fjólubláan lit í rökkrinu, ef horft var á þá úr dálítilli fjar- lægð. Það var ekki að sökum að spyrja: j Þessi litbrigði höfðu ekki varað | langa stund, þegar fjöldi fólks tók j að hringja í veðurstofuna og spyrja j veðurfræðinga þar álits, og mun; mörgum hafa verið hið sama efst i Fyrstur íslendinga tii aö vígjast í Páfagarði í dag gerist sá atburður suð- ur í Róm, að íslendingur hlýt- ur prestsvígslu í Páfagarði. Er það í fyrsta sinn, sem íslend-j ingur hlýtur vígslu þar. Hann heitir Sæmundur Fossdal Sig- urðsson, og er fjórði íslend- ingurinn, sem vígist til ka- þólskrar kennimennsku frá siðaskiptum á íslandi. Sæmundur er 36 ára gamall og hefur numið fræði sín við presta- skólann í Páfagarði síðan 1955, en 6 ára nám þarf til þess að hljóta prestsvígslu í kaþólskum sið. Áður en hann fór utan, var hann bókari hjá Esso. Þar sem kaþólsk prestsvígsla er allmikið frábrugðin okkar lútersku vígslu, skrapp TÍMINN í gær út að Landakoti til þess að spyrjast fyrir um hvernig kaþóls'k vígsla væri framkvæmd. Séra Hacking tók því máli vel, og með aðstoð herra Jóhannesar Gunnarssonar Hólabiskups dró hann saman í stutt mál helztu atriðin úr ka- þólskri prestsvígslu, og verða þau rakin hér: í styttum hökli Athöfnin hefst á því, að prests- efnin fara í skrúðgöngu á undan biskupi til kirkjunnar, en þar sezt biskup á hástól. Prestsefnin eru í styttum hökli, þ. e. að hann er tek- inn upp á bakinu en ekki látinn vera í fullri sídd. Síðan kallar biskup fram prestsefnin með nöfn- um, og koma þau jafnóðum innar í kórinn og krjúpa þar. Síðan snýr biskup sér að viðstöddum, og spyr hvort nokkur viti meinbugi á þeirri vígslu, sem nú á að fara fram. Þetta er þó aðeins formsatriði nú orðið, því gengið hefur verið úr skugga um að svo sé, áður en til athafnarinnar kemur. Þá hefst inngangur athafnarinnar, með því að biskup tekur að lesa messu. í kaþólskum messum i er bænalestur og söngur aðalefnið, en ekki ræður eins og tíðkast í Lútersku. Þó eru ræður fluttar í Landakotskirkju, til þess að koma til móts við landssið. Síðan er sungin bæn til heilags anda, en hendur prestsefnisins smurðar með viðsmjöri á meðan. Að því loknu ganga prestsefnin fyrir biskup og alla viðstadda presta, sem leggja hendur vfir þau. Snertingin Svo hefst hin eiginlega athöfn. Hún byrjar með því, að sérhvert prestsefni fær að snerta hinn heilaga kaleik og patínu, en svo nefnist diskurinn, sem obláturnar eru hafðar á. Þetta táknar, að það- an í frá sé aðalstarf prestsins að lesa messur fyrir Iifandi og dauðum. Að snertingunni lokinni hefst prefetía, sem er aðalþátturinn í vígsluathöfninni; hátíðleg lofgjörðj og þakkarbæn, og nú taka prests- efnin að lesa messuna með biskupi. Höklarnir leystir Síðan er messan eins og venjuleg kaþólsk messa, þar til í lokin. Þá ganga prestsefnin enn fyrir biskup, sem segir: Meðtakið heilagan anda. Hverj- um, sem þér fyrirgefið syndirnar, þeim eru þær fyrirgefnar, og hverjum, sem þér haldið þeim eftir, þeim eru þær eftirhaldnar. Síðan leysir hann niður hökul þeirra, til merkis um, að nú séu þeir fullgildir prestar. — En áður voru þeir djáknar, og máttu vinna hluta af prestsverkum, ívo sem prédika og taka fólk til altaris. Þessu næst gefur biskupinn prestsefnunum friðarkoss, og' segir: pax tecum, sem þýðir: friður sé með þér, en prestamir heita hollustu og hlýðni. Og loks lýkur athöfninni með því. að biskupinn blessar alla kirkjugesti. Fjórar vígslur Ekki er þetta fyrsta vígslan, sem hvert prests- efni fær. Að loknu heimspekinámi, sem er tvö ár, cr prestsefnið krúnurakað til merkis um að þaðan i frá helgi það sig þjónustu við guð og segi skilið 'dð glöp heimsins. Siðan fylgja fjögur ár við guð- iræðinám, og er ein vígsla á hverju ári. Tvær beirra kannast almenningur á íslandi við, undir- djákn og semidjákn. (Framhald á 15. síðu). í huga: Er Katla farin að gjósa? Tíminn átti tal við Jón Eyþórs- son veðurfræðing um þetta fyrir- bæri. Hann sagði, að það hefði fyrst flögrað að sér, að Katla kynni að vera farin að gjósa. En slík tíð- indi gerast ekki, án þess að vitn- eskja berist um það nálega sam- stundis, enda kvað hann annarra skýringa að leita. Hann sagði, að við jörð væri þokudrungi og loft mjög rakt, en rofaði til hið efra. Sérkennileg birtubrigði yrðu oft svo iem klukkustund eftir sólsetur, en nú hefðu þau að likindum orðið sér- staklega áberandi og sérkennileg vegna óvenjulegra aðstæðna. Það gæti átt þátt í því, að hlýja loftið hér yfir væri kornið hingað beina leið frá Frakklandi og Suður-Eng- landi, og það væri ekki ólíkleg til- gáta, að í því væri talsvert af sót- ögnum, er finna mætti, ef það væri rannsakað vandlega. Jón Eyþórsson sagði, að þessi lit- brigði lofts myndu hvérfa, þegar rökkvaði meira, og reyndist sú for- sögn rétt. ALÞINGI FRESTAD Alþingi var frestað í gær. Það mun koma saman aftur til fund- ar í seinasta Iagi 1. febrúar næst- komandi. Seinasta verk þess fyrir frest- unina vgr að afgreiða fjárlögin fyrir 1962. Verður síðar'sagt nán- ar frá afgreiðslu þeirra hér í blað- inu. Bnc vei em hei Go 1- a rjar úur- imfa a SJÁ 3, SÍÐU

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.