Tíminn - 20.12.1961, Blaðsíða 6
MINNING:
Jódís Sigmundsdóttir
Fædd 24. jún.í 1867.
Dáln 13. desember 1961.
Jódís var fædd að Kambi í Flóa. I
Foreldrar hennar voru Þorbjörg
Ámundadóttir frá Fjalli á SkeiS-
um og Sigmundur Jóhannsson frá
Langholti í Ytri-Hr'epp.
Ung varð Jódís fyrir þeirri sorg
að missa móður sína. Kona, sem
Gunnhildur hét, varð ráðskona á
heimili föður faennar og annaðist
börnin, sem voru þrjú. Gunnhild-|
ur annaðist heimilið vel og ólst!
Jódís upp við nýtni og staka að-
gætni otg kom það sér vel, er hún
fór sjálf að búa og fæða stói'an
barnahóp. Allir unnu í þá daga.
Jafnhliða vinnunni var henni inn-
rætt sú hugsun að verða sem fyrst
sjálfbjarga og bera ein ábyrgð á
lífi sínu og athöfnum.
Að heiman fór Jódís er hún var
tvítug, þá að Hraungerði til Sæ-
mundar prests og maddömu Stef-
aníu. Hraungerðisheimilið var’ þá
annálað fyrir rausn og myndar-
brag og nam Jódís margt þar. Þar
kynntist Jódís pilti, sem Sigurjón
hét og var Gíslason, albróðir Stef-
áns, sem lengi var læknir í Vík
í Mýrdal. Þeir voru fi'á Heima-
landi í Hraungerðishreppi. Leiddi
sú kynning til þess að þau giftust
árið 1892 og fóru að búa á Kringlu
í Grímsnesi. Þau áttu engar eign-
ir, en þau voru hraust og ung og
óbvíðin. En eftir að börnin komu,
var oft þröngt í búi en það vissu
fáir ,því að ekki börðu þau lóm-
inn. Það var þeirra heitasta löng-
un að koma barnahópnum upp án
hjálpar annarra. Þeim tókst það
með Guðs hjálp. Þau voru sam-
hent og stefndu að því marki að
vera alltaf sjálfbjarga. Þau eign-
uðust tíu börn, en tvö dóu í æsku.
Alltaf var Jódís ein með öll innan-
bæjarverk og gekk auk þess að
heyvinnu mála á milli. Á vetrum
sat hún við rokbinn, spann og
prjónaði sokka og peysur á Sigur-
jón og börnin. Hún vann líka í
voðir. Lengi framan af búskapar-
árum þeirra voru öll föt unnin og
saumuS heima. Eftir að börnin
komust á legg, kenndi hún þeim
snemma að prjóna. Á vetrum fór
Sigurjón alltaf til sjós'; var þá Jó
dís ein með allt og varð að bæta
við sig skepnuhirðingu og bera
ábyrgð á öllu utan bæjar og
innan. Það, sem bjargaði, var, að
Jódís var hraust og framúrskar-
andi hagsýn og dugleg og Sigur-
jón lét ekki sitt eftir liggja.
Jódís hafði góða skapgerð, var
ávallt glöð og hress. Aldrei hafði
hún orð á því, að hún hefði mikið
að gera, svo að fáum var kunnugt
um, hve erfiðleikarnir voru miklir
einkum fyrstu búskaparárin. Það
kom sér vel þá, að Jódís var alin
upp við sparneytni og trú á kál
og grös til eldis. Hún notaði mik-
ið kál og söl og þrifust börnrn
vel af.
Jódís var ánægð í sinni fátækt.
Líf hennar breyttist fyrst, er hún
varð fyilr því slysi að detta af
hestbaki og brotnuðu bæði bein
í framhaldlegg hægri handar.
Læknis var vitjað, en svo slysa-
lega tókst, að beinin greru ekki
saman, láfði höndin á taug og sin-
um eins og laus frá. Var hryggi-
legt að sjá þetta, enda mun Jódís
hafa liðið miklar kvalir í hand-
leggnum.
Jódís var þá 45 ára. Eftir það
gat hún ekki mjaltað, en öll önnur
verk vann hún eftir sem áður. Oft
fann hún svo mikið til, að hún
táraðist. Nú kveið hún ýmsu, sem
henni hafði fundizt leikur einn
áður.
Börn þeirra voru 8, sem komust
til fullorðinsára, öll efnileg, dug-
leg og heiðarleg. En þau urðu
fyrir þeirri sorg að missa tvo
sonu uppkomna. Það var mikill
harmur að þeim kveðinn, því að
við þá voru margar vonir bundn
ar. —
Árið 1929 voru Jódísi veittar
50,00 kr. úr sjóði Péturs Guð-
mundssonar fyrir sérstakan dugn-
að og atoiku í búslcap.
ÞAKKARÁVÖRP
Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig á sex-
tugsafmæli mínu.
Anna J. Reiners
Blönduósi.
EtginmaSur mlnn, faSlr og tengdafaSir
Pétur Leifsson,
Ijósmyndarl.
lézt á Bæiarspltalanum 17. desember s.l.
JarSarförin fer fram frá Hallgrímsklrkju, laugardaginn 23. des-
ember kl. 10.30 árd.
Stelnunn Bjartmarsdóttir,
börn og tengdabörn.
Sonur minn og bróSlr okkar
Ásgeir J. Jakobsson,
málaramelstarl,
andaðlst þann 18. des. 1961.
ValgerSur Pétursdóttlr
og systkin. \
Árið 1940 seldi Sigurjón jörð-
ina og fluttu þau hjónin suður í
Garð til Geirþrúðar, dóttur sinnar,
sem var þar búsett. Þau höfðu
nægilegt fyrir sig að leggja og
má segja, að uppskeran af ævi-
starfinu hafi orðið góð, þegar þess
er gætt, að þau ólu upp 8 böm.
Síðar fóru þau til Torfa, sonar
síns, sem búsettur er í Garðinum.
Þrettánda febrúar 1950 andað-
ist Sigurjón. Eftir það dvaldist
Jódís mest hjá börnum sínum,
einkum hjá Torfa. Síðasta tímann
dvaldist hún á elliheimilinu Sól-
vangi í Hafnarfirði. Hún gat ekki
orðið lesið sér til afþreyingar.
Prjónað gat hún ekki, svo að fátt
var að una við. Fram í andlátið
var hún söm við sig að kvarta
ekki, en fela Guði allt sitt ráð.
Dagsverkinu var löngu lokið, og
þá er hvíldin góð þreyttum ferða-
lang. Vegurinn liggur að baki, en
eilífðin framundan og endurfund-
ir við ástvinina, sem lögðu upp í
ferðina löngu á undan henni,
kæi'komnir.
Að síðustu vil ég þakka Jódísi
vináttu og tryggð við mig og mína.
Ég sendi börnum hennar og barna
börnum samúðarkveðju, ásamt
systkinum, sem lifa hana.
Blessuð sé minning hennar.
Elinborg Lárusdóttir.
JÓLABÆKUR
Gefið litlu börnunum bóka-
safnið: Skemmtilegu smá-
barnabaakurnar:
Bláa kannan Kr. 6.00
Græni hatturinn — 6.00
Benni og Bára — 15.00
Stubbur . — 12.00
Tralli ! — 10.00
Láki — 10.00
Bangsi litli — 10.00
barnabækur:
Ennfremur þessar sigildu
barnabækur:
Bambi Kr. 20.00
Börnin hans Bamba
— 15.00
Selurinn Snorri — 22.00
Snati og Snotra — 20.00
Bjarkarbák er trygning
Fyrir «áðri barnabék,
3ÓKAÚTGÁFAN BJÖRK
Lambhs'útur
Á s.i. hausti var mér dreg-
inn hvítur lambhrútur með
marki dóttur minnar: Biti
aftan hægra, heilrifa
vinstra.
Lamb þetta eigum við ekki.
Getur réttur eigandi vitjað
andvirðis þess til undirrit-
aðs og gert grein fyrir
markinu.
Sauðárkróki í nóv. 1961.
Jón Björnsson
Knarrastíg 2.
Auglýsið í Tímanum
Sextugur í dag:
Karl Guðmundsson,
Árnesi í Miðfirði
Karl Guðmundsson, Árnesi í
Miðfirði, er sextugur í dag, mað-
ur hógvær, rólyndur, vinfastur og
farsæll í starfi.
Karl er næstelztur af átta börn
um Guðmundar Sigurðsso'nar
bónda á Svertingsstöðum í Mið-
firði og konu hans, Guðrúnar Ein-
arsdóttur frá Tannstaðabakka. Um
fermingu fluttist hann með for-
eldrum sínum og systkinum í
kauptúnið á Hvammstanga, en
Guðmundur var fyrsti formaður
,og framkvæmdastjóri Kaupfélags
Vestur-Húnvetninga.
Sagt er um suma íslendinga, að
þeir hafi verið svo gifturíkir, að
hvað eina, sem þeir lögðu hönd
að, snérist á hinn betra veg. Úr
hópi þessara manna komu þeir,
sem kallaðir voru þjóðhagasmiðir.
Sumir stunduðu hvort tveggja
ævilangt, smíðar og búskap. Hjá
öðrum fékk kannski smiðsnáttúr-
an yfirhöndina. Þeir gerðu það að
ævistarfi að hýsa sveitirnar og
bæta amboð og búsáhöld.
Karl hóf búskap á Syðri-Völlum
árið 1925 og bjó þar til ársins
1927 að hann fluttist að Staðar-
bakka og bjó þar í tíu ár. En hanri
var einn af þeim, sem smiðsnátt-
úran sótti á. Jafnframt búskapn-
um stundaði hann húsasmíðar og
járnsmíðar og um það er lauk
varð smiðurinn bóndanum yfir-
sterkari.
Karl er tvíkvæntur. Fyrri konu
sína, Sigríði Guðmundsdóttur frá
Staðarbakka í Miðfirði, missti
hann árið 1937. Átti hann með
henni tvo syni, Guðmund, smið
og bónda á Mýrum við Hrútafjörð
og Garðar, vélstjóra, búsettan í
Kópavogi. Síðari kona hans er
Gunnlaug Hannesdóttir frá Eyr-
arbakka, og eiga þau fjórar dæt-
ur. Hefur Karl ekki síður verið
giftudrjúgur í hjónaböndum sín-
um en öðru og átt barnaláni að
fagna að auki.
Þegar Karl missti fyrri konu
sína, brá hann búi og fluttist suð-
ur til Reykjavíkur þar sem hann
gerðist meðeigandi og stjórnandi
Vinnufataverksmiðjunnar í átta
ár. Kom honum þá vel smiðsgáf-
an, því að þegar verksmiðjuvélar
biluðu og varahlutir voru ófáan-
legir á stríðsárunum, átti hann
völ á þeim kostinum, sem beztur
var, að smíða þessa vélarhluti
sjálfur.
Árið 1945 fluttist Karl svo aft-
ur norður á æskustöðvarnar með
síðari konu sína. Reisti hann þá
íbúðarhúsið Árnes á bakka Mið-
fjarðarár. Jafnframt kom hann þá
upp bifreiða- og landbúnaðarvéla-
ver'kstæði í félagi við Björn Jón-
asson frænda sinn, en það fyrir-
tæki á Karl nú ásamt Ræktunar-
sambandi Vestur-Húnvetninga.
Einhvern veginn hefur saga ís-
lendinga æxlazt á þá lund, að
ógjarnan koma mönnum miðlungs
menn í hug er þeir heyra Miðfirð-
inga getið, og kynni mín af Karli
hafa sízt stuðlað að slíkri tilhneig-
ingu. Hef ég fáa menn þekkt, sem
betur væru til þess fallnir að laða
að sér vini.
í dyggðasafni Kai’ls getur meðal
annars að finna ríka kímnigáfu.
Því vil ég geta þess hér, sem spé-
fuglar hafa eftir ónefndum þing-
manni Húnvetnmga, fyrrverandi,
að það séu ekki ávallt þeir, sem
þekkja mann bezt, sem hafi mest
álit á manni. Mun þetta raunar
ekki vera fjarri sanni. En þannig
er farið lunderni Karls Guðmunds
sonar, að þeim mun jafnan finn-
ast mest til hans koma, sem lengst
og nánust kynni hafa af honum.
Þess háttar vinsældir njóta aðeins
valmenni.
Þeir, munu vera orðnir býsna
margir samtals dagarnir, sem mér
hefur þótt illa varið í fjarlægð
frá Karli, en þessum þó verst, að
þurfa að senda honum skriflega
kveðju á sextugsafmælinu um svo
langan veg.
En því valda fjarlægð og tími,
að ég verð að láta nægja að senda
Karli innilegustu hamingjuóskir
frá sjálfum mér og öðrum fjær-
stöddum vinum og frændum.
♦G.B.
r
Ura og
Skartgripaverzlun
Skólavörðustíg 21
(við Klapparstíg)
Gull - Silfur - Kristall - Keramik,
Stálborðbúnaður - Jólatréskraut
JÓN DALMANNSSON
3 03 O CD CD C- 3
3 (O □ m CD Cl
nffiBDD
6
T f MIN N, miðvikudaginn 20. desember 1961.