Tíminn - 20.12.1961, Blaðsíða 2
Mannapl Darts og slagsmál á nútímavísu.
Gerði vopnaburður
apana að mönnum?
Maður heitir IÍobert Ardrey og
hefur skrifað bók, sem nefnist
Afríkanskar erfðir. Segir frá þess
ari bók í nýútkomnu liefti af
Time. Kenningar þær, sem settar
eru fram í þessari bók vekja
nokkra athygli, og Time getur
ekki látið sumum þeirra ómót-
mælt, þótt þær séu taldar merki-
legar um margt.
Robert Ardrey segir frá því, að
þegar hann hafi verið að alast
upp í Chicago, hafi foreldrar hans
lagt rækt við kirkju sína og sótt
hana á sunnudögum. í kjallaran-
u.m undir kirkjunni var sunnudaga
skóli. Þar var hverjum nýjum með
lim teki.ð með kárínum, og hafi
hann orðið eitthvað siappur af
inntökuathöfninni, . hafi honum
verið hjálpað heim til móður sinn
ar. Bænahaldið tók skamman
tíma, en síðan voru ljósin slökkt
cg barizt með stólunum í myrkr-
inu. Ardrey segir frá þessu sunnu
dagaskó'lalífi, vegna þess að hann
álítur að það hafi öðru fremur
vakið áhuga hans fyrir afríkanskri
mannfræði.
Þes'si undirbúningur í sunnu-
dagaskólanum hefur sem sagt
endað í bók, sem byggð er á rann
sóknum Arjdrey á hegðan manna
og dýra í Afríku. Niðurstöður bók
arinnar hafa vakið miklar um-
ræður, og vakið andúð þeirra vís-
indamanna, sem hafa með líkar
rannsóknir að gera Time segir að
bókin sé fjörlega skrifúð, en þótt
margar af vísindaniðurstöðum
hennar séu réttar, þá séu þær mis
túlkaðar og aðalniðurstöður séu
út í bláinn.
Ardrey er leikritahöfundur, sem
fór til Afríku árið 1955 til að afla
sér efnis í nokkrar tímaritsgrein
ar, og auk þess til að sleikja sár
sín eftir vondar móttökur á Broad
way, Hann varð mjög fanginn af
fundi mannfræðingsins Raymond
A. Dart, sem gróí upp mannapa,
sem lifði fyrir 750 þúsundum ára
Þá vakti það eftirtekt hans, að
Dart hélt því fram, að mannapinn
hefði haft hjartarleggi að vopni,
og að þau vopn hefði breytt hon-
um úr grasætu í kjötætu, og gert
honum fært að þróast í mann. A
þessu byggir Ardrey þá kenningu
sína, að mannmum sé drápsgirnin
í blóð borin, einnig nútímamann-
inum, og að vopn hafi skapað
hann og þau séu honum kærust
alls. Ardrey segir að maðurinn
hafi risið upp yfir önnur dýr af
því að hann sé haldinn þessari
drápsnáttúru. Maðurinn ber dýpri
tilfinningu fyrir vopnum en kon-
um. Og dauði þjóða og eyðing
menningar hefur aldrei dregið
úr þróun vopnabúnaðar, segir
Ardrey.
Síðan snýr Ardrey sér að dýra-
fræði. Hann vitnar til rannsókna
á lífi ákveðinna dýra, einkum
fugla, sem sannanlega helga sér
ákveðið svæði um varptímann, og
verja það ákaflega öllum aðskota-
skepnum, áður cn þeir hugsa fyr-
ir maka. Aðrar rannsóknir hafa
sýnt, að dýr sem lifa í hópum
bafa með sér virðingarkerfi. þar
sem eitt dýrið cr æðst, en önnur
undirsátar. Ardrey segir að mað
urinn hafi erft fyrrgreindar t,il-
hneigingar báðar, svo honum sé
eðlilegt að drepa til að ná virðing
arstöðu og eignum. Ardrey heldur
því fram, að þessum staðrcyndum
hafi viliandi verið baldið frá
fólki. en segir jnfnframt að bylt-
ing i náttúruvísindum eigi eftir að
tæra heiminum sanninn um, að
morð og ofbeldi séu óhjákvæmileg
ar erfðir mannsins.
Tirne segir að þetta séu mjw'
vafasöm vísihdi. Það segir að
mannapi Darts hafi verið merki-
legur fundur, en sannanir fyrir
því, að hann hafi notað vopn, séu
mjög á reiki, og enn minni sann-
anir séu til þess, að vopnabúnað
ur hafi þróað hann til núverandi
myndar. Og hvort sem er, séu
vopni.n ekki nema lítill liður í
þróunarsögu mannsins. Ti.me bend
ir á, að notkun elds og myndun
talmáls, séu mjög' þýðingarmikil
atriði.
Þá hrekur Time, að landnáms-
náttúra fugla eigi nokkuð skylt
við ágirnd manna. Heili fugla og
manna sé ekki hið minnsta líkur
og þar sé að öðru leyti um aló-
skyldar lífverur að ræða. Þegar
Ardrey reynir að rekja áráttur
manna og ásthneigðir til ljóna,
hjarta, apa og sela og annarra
dýra, er hann alveg í vindinum.
Hver ein dýrategund hefur sínar
sérstöku hnei.gðir, sem örsjaldan
líkjast mannlegum hneigðum.
Síðan mótmælir Time harðlega,
að drápsgirnin sé manninum í
blóð borin. Segir í greininni, að
maðurinn drepi sér aðeins til mat
ar, og hann sé að því leyti óháður
drápum að nauðsynjalausu, að
hann eigi engan þann óvin í dýra-
rikinu, sem honum stafi stöðug
hætta af.
Þótt drápsgirnin þyki góð lat-
ína í bókurn, er það mála sann-
ast, að maðurinn hefur frá fyrstu
tíð getað lifað í samfélagi, án þess
Sem kunnugt er, hefur lítið
frétzt frá hinni svonefndu lækna-
deilu. Nú mun þó svo komið, að
fyrir liggja ákveðnar tillögur frá
stjérn sjúkrasamlaigsins.
Sanngjarnt mun vera að áætla
700—800 númer á lækni (örfáir
með fleiri númer). Fastar tekjur
af þessu cru 120—130 þús. kr. á
ári. Við þetta bætast aukatekjur
kr. 5 fyrir rannsóknir og viðtöl á
stofu og 10 kr. fyrir heimilisvitj-
anir. Læknar hafa með fullum
rökum sýnt fram á, að reksturs-
kostnaður þeirra, (Tæknastofa, bif
reið o. fl.) er frá 110—140 þús.
kr. á ári.
Tillögur stjórnar sjúkrasamlags
ins munu vera eftirfarandi: Eng-
ar hækkanir á númeragjöld, en 10
kr. í stað 5 kr. fyrir viðtal á
stofu og 25 kr. fyrir vitjun í stað
10 kr. Þessar hækkanir leggjast
eingöngu á alinenning. Þá stend-
ur sú 13% hækkun, sem læknar
hafa þegar fengið.
■ X
Það, sem samlagið býður sjálft,
mun læknum lítils virði, með það
í huga, að innheimta þess muni
slæleg hjá þúsundum manna og
sögusagnir miklar um ofrausn
samlagsins við ýmsa starfsmenn.
í dag mun verða almennur fund
ur hjá læknum, þar sem afstaða
mun tekin til þessara mála.
Fimm ilagar til jóla
Níundi var Bjúgnakrækir,
brögSótur og snar,
Hann hentist upp I rjáfrin
og hnuplaSi þar.
Á eidhúsbita sat hann
í sóti og reyk
og át þar hangið bjúga,
sem engan svelk.
(Úr bókinni: Jólin koma). gg
Engin þjóð á að una því, að
erlendir aðilar sjái um þann
þátt uppeldis æskunnar, sem
felst í rekstri sjónvarps og út-
varps.“
íslenzkt sjónvarp
Dagur segir enn fremur:
„Sennilegt er, að íslendingar
verði brátt færir um að eignast
sína eigin sjónv.stöð eins og út
varpsstöð nú, og verður þá á
valdi þjóðarinnar sjálfrar,
hversu með er farið. Mætti þá
ætla, að önnur sjónarmið réðu
rekstri slíkrar stöðvar en nú
ríkja í sambandi við hermanna-
útvarpið í Keflavík. Með þessu
er engan veginn sagt, að Banda
ríkjamenn séu öðrum skaðlegri
í þessu efni. En það er til of
mikils ætlazt að þar ráði ís-
lenzk sjónarmið.
Framsóknarmenn hafa gert
kröfu til þess á Alþingi, að
gera fullnægjandi ráðstafanir
til að koma í veg fyrir stækkun
sjónvarpsstöðvarinnar. Að ríkt
sé eftir því gengið, að reglum
frá 1954 um sjónvarpsleyfi sé
fullnægt Enn fremur leggja
Framsóknarmenn til, að athug-
aðir verði möguleikar á að
koma upp vönduðu, íslenzku
sjónvarpi,/sem nái til allra
landshluta."
^ráSbundið sjónvarp
Loks segir Dagur:
„Það er alveg furðulegt hve
varnarliðið getur teymt hin ís-
lenzku stjórnarvöld í jafn þýð-
h’-armiklum málum og hér um
ræðir Það hefur aldrei verið
nein börf fyrir íslenzk stjórnar-
'öld að veita nokkurt leyfi
fyrir þráðlausu sjónvarpi, eins
og í Keflavík. Tæknin á þessu
sviði gerir ekki aðeins kleift,
heldiu algengt í Bandaríkjun-
um, að nota þráðbundið sjón-
varp. Sjónvarpsnotendur eru
þá ekki aðrir en þeir, sem
tengdiv eru kerfinu í bókstaf-
legum skilningi. áþekkt og allir
bekk.jp i sambandi við notkun
venjulegs síma.
Fyrir örfáum dögum gat að
líta þá smáfrétt í erlendu blaði,
að búið væri að tengja 500 hús
sjónvarpskerfi i Den Haag í
Hollandi Þetta er nefnt sem
dæmi þess hve ónauðsynlegt er
að veita erlendu setuliði leyfi
til að reka þráðlausa og svo
sterka sjónvarpsstöð, að helm
ingur þjóðarinnar liggi undir
áhrifasvæði hennar.“
að þar hafi komið til manndrápa
'nema í afbrigðilegum tiilfellum.
Mannlegt samfélag stofnar til
styrjalda, og þar drepa menn
hvern annan. En styrjaldir eru
ekki; háðar utan stöku sinnum, til
að afla nýrra fæðuríkra land-
svæða, segir Time. Um þetta eru
náttúrlega skiptar skoðanir, og
þeir munu margir, sem vilja
halda því fram, að stríð séu ein-
mitt. háð með þetta að markmiði,
hvað sem tilefnið heitir á yfir-
borðinu. Time nefnir einmitt nokk
ur yfirborðsatriði sem aðalatriði,
eins og trú, hugsjónir og þjóðar-
heiður og virðist þar ekki gera
greinarmun á áróðursmeðulum
banda fjöldanum og hinum raun
verulegu fyrirætlunum valdhaf-
anna eða árásaraðilans.
LÆKNA
DEILAN
Flaustursleg og vanhugsuð
ákvörðun
f forustugrein Dags 16. þ. m.
er rætt um lcyfið til stækkunar
á sjónvarpsstöð varnarllðsins
í Reykjavík. Dagur segir m. a.:
„Guðm. f. Guðmundsson ráð-
herra gaf leyfið út, og hefur
það að vonum sætt harðri gagn-
rýni almennings og úr öllum
stjórnmálaflokkum. Þótt sjón-
varp sé mer.ningartæki í sjálfu
sér og ekkert kennslu- eða
fréttatæki komizt til jafns við
það, er á það að líta, að aldrei
hefur verið fundið upp annað
eins áróðurstæki. Hermanna-
sjónvarp og hvert annað erlent
sjónvarp hér á landi er hættu-
legt, svo að ekki sé meira sagt,
og alveg furðulegt að nokkur
ráðherra skuli láta hafa sig til
þess að gera svo flausturslegar
ákvarðanir og vanhugsaðar,
sem leyfi til stækkunar á her-
mannasjónvarpl hér á landi
vissul^ga er.
#
2
T f MIN N, miðvikudaginn 20. desember 1961.