Tíminn - 20.12.1961, Blaðsíða 5
<$•
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Franikvaemdast.i6ri: Tómas Arnason Rit
stjórar- Þórarinn Þórarinsson (áb i. Andrei
Kristjánsson ión Helgason Fulltrúi rit
stjórnar Tómas Karlsson Auglýsinga
stjóri: Egil) Bjarnason - Skrifstoíur i
Edduhúsinu - Símar 18300—18305 Aug
1 lýsingasími 19523 Afgreiðslusimi 12323
- Prentsmiðjan E(fda h.f -
Askriftargjald kr 55 00 á mán mnanlands
} lausasölu kr 3.00 eintakið
Einar Olgeirsson
sendur til Heisinki
Það vakti mikla athygli á Alþingi, þegar þeir Guð-
mundur í. Guðmundsson og Bjarm Benediktsson deildu
hvað ákafast á Þjóðviljann fyrir lausafrétt hans um her-
stöðvabeiðni Vestur-'Þjóðverja hér á landi, að Bjarni tal-
aði jafnframt með sérstakri virðingu um Einar Olgeirsson
og hældi honum m. a. alveg sérstaklega fyrir „víðsýni“.
Þótti mörgum þetta að vonum harla kynlegt, þar sem
„víðsýni“ Einars hefur aðallega birzt í því að fylgja vald-
höfunum í Moskvu í algerri blindni, eins og gleggst kom
í ljós, þegar hann skrifaði um réttarmorð Stalíns á sínum
tíma sem „heimsins fullkomnustu réttarhöld".
í áðurnefndum ræðum sínum á Alþingi deildu þeir
•Guðmundur og Bjarni einkum á Þjóðviljann og aðstand-
endur hans fyrir það, að þeir væru að vinna Finnum hið
mesta ógagn með lausafrétt sinni um herstöðvabeiðni
Vestur-Þjóðverja hér á landi. Rússar væru líklegir til að
nota það gegn Finnum og vel mætti því vera, að Rússar
hefðu sjálfir búið fréttina til og látið þjóna sína hér birta
hana í þeim tilgangi.
En þrátt fyrir það, þótt Bjarni teldi frétt Þjóðviljans
þannig tilorðna, talaði hann alltaf um hinn „gagnmerka“
og „víðsýna“ Einar Olgeirsson í öðru orðinu!
Það er nú líka komið á daginn, að álit Bjarna á Einari
og leymtengsl þau, sem eru á milli þeirra, mega sín meira
en þær ásakanir hans, að Einar og félagar hans séu að
spilla fyrir Finnum með umræddri frétt sinni og eigi því
að dæmast til þess að vera einangraðir og fyrirlitnir fyrir
þessa framkomu sína.
Fyrir nokkrum dögum átti Alþingi að kjósa full-
trúana á næsta fund Norðurlandaráðs, sem haldinn verð-
ur í Finnlandi í vetur. Einar Olgeirsson hefur átt sæti í
ráðinu sem einn af þremur fulltrúum neðri deildar. Einar
taldi hlut sínum nú þannig komið, að ólíklegt væri að
hann yrði endurkjörinn í neðri deild. En hann átti hauk í
horni. Hann snerí sér til hins sama Bjarna, er mest hafði
skammað hann fyrir óvináttu og tillitsleysi í garð Finna.
Tilmæli hans voru þau, að Bjarni hlutaðist til um að
breyta þannig fyrirkomulaginu á kosningu fulltrúanna í
Norðurlandaráðið, að sæti Einars væri öruggt. Og sjá!
Þessi sami Bjarni brást við fljótt og vel og beitti forsætis-
ráðherravaldi sínu til að knýja fram með öllum ítrustu
afbrigðum, sem þingsköp leyfa, tillögu þess efnis, að það
yrði tryggt, að Einar Olgeirsson ætti sæti í íslenzku sendi-
nefndinni, er sækir fund Norðurlandaráðs í Helsinki í
vetur.
Að sjálfsögðu eru ritstjórar Mbl. látnir halda áfram
Finnagaldrinum, þ. e. að Einar og félagar hans láti nota
sig til að dreifa út lygasögum, er Rússar geti notað gegn
Fmnum. En alvaran og heilindi mannsins, sem stjórnar
þessu, eru þau, að hann beitir öllu ráðherravaldi og þing-.
valdi sínu til að tryggja það, að Einar Olgeirsson fari sem
fulltrúi Alþingis á fund Norðurlandaráðsins í Helsinki!
Þetta þarf hins vegar ekki að koma neinum á óvart,
sem þekkir til að tjaldabaki. Þrátt fyrir allar upphrópanir
og æsiskrif Mbl. um kommúnista, þá liggja sterkir leyni-
þræðir milli forustumanna Sjálfstæðisflokksins og æðstu
presta kommúnista hér. Þrátt fyrir s^óru orðin eru
þessir aðilar reiðubúnir til samstarfs hvenær sem þeir
telja sér það heppilegt. Það samkomulag er á ný innsiglað
með væntanlegri Helsinkiför Einars.
Útgerð Brimness
Axel Kristjánsson, forstjóri,
hefur sent blaðinu eftirfarandi
athugasemdir og þykir Tíman-
um rétt a8 birta þœr, þótt þær
varpi ekki teljandi nýju Ijósi
yfir málið og haggi í engu því,
sem sagt hefur verið hér í
blaðinu um það. Og í engu
léttist sök ráðherranna, sem
bera yfirábyrgð á rikisútgerð
Brimness og ráku hana mán-
uðum saman heimildarlaust
með Axel sem fulltrúa sinn.
Ritstj.
„Vegna skrifa dagblaðanna Þjóð
viljans og Tímans fimmtudaginn
14. desember s.l., um útgerð mína
á togaranum Brimnes á árunum
1959 og 1960, leyfi ég mér að
biðja blað yðar fyrir eftirfarandi:
Framangreind blöð byggja skrif
sín á athugasemdum yfirskoðunar-
manna ríkisreikninganna, en þær
er að finna í Rikisreikningnum
fyrir árið 1960, bls. 238—241.
Þar sem þarna er ekki farið
alls kostar rétt með staðreyndir,
auk þess sem framangreind blöð
hafa leyft sér að hagræða athuga-
semdum yfirskoðunarmanna á
þann hátt sem þeim hefur þótt
henta, vildi ég á þessu stigi máls-
ins láta þetta koma fram.
Ég tók við Brimnesi rétt fyrir
miðjan apríl 1959 og skilaði því
rétt fyrir miðjan júní 1960, auk
þess voru ýmsir snúningar í sam-
bandi við útgerðina eftir að skip-
inu var lagt hér í höfnina í Reykja
vík í byrjun júní 1960, og hef ég
því talið að afskipti mín af Brim-
nesi hafi staðið yfir í 15 mánuði.
Strax eftir að skipinu hafði ver-
ið lagt lét ég hefja samningu
bráðabirgðayfirlits um rekstur
skipsins. Vegna sumarleyfa (þó
ekki sumarleyfis míns) og tafa,
sem allir kannast við hér um
þetta leyti árs, gekk þetta ekki
eins greitt og æskilegt hefði verið.
Bráðabirgða rekstrar- og efna-
hagsreikningur fyrir tímabilið 21.
maí 1959 tií 31. júlí 1960 var af-
hent fulltrúa ráðuneytisins Jóni
Siguiðssyni 1. ágúst 1960, og hon-
unj tjáð að endanlegt uppgjör
yrði afhent strax og tök væru á,
en eins og hann vissi var þá enn
ósamið um björgunarlaun m.a.
Jón taldi nauðsynlegt að hraða
uppgjöri sem mest, og var því
lofað.
Fyrstu daga ágústmánaðar fór
ég burt úr bænum í 5 daga, er
ég kom aftur var mér tjáð að
bókhald Brimness hefði, að mér
fjarstöddum og áu þess að sam-
band hefð'i verið við mig haft þar
um, verið flutt í ríkisendurskoðun
samkvæmt krofu Jóns Sigurðsson-
ar og þar með komið í veg fyrir
að ég gæti tótið ganga frá bók-
haldinu eins og mér bar, ég hef
enn ekki fengið skýringu á hvers
vegna þessi óeðlilega aðferð var
viðhöfð.
Var mér nú tjáð að nefnd hefði
verið skipuð til þess að sjá um
uppgjör útgerðar Brimness. Næst
gerðist það í október 1960 að mér
er afhent skýrsla um endurskoð-
un á bókhaldi b/v. Brimnes þann
tíma, sem ég sá um rekstur þess
1959 og 1960, ég var þá á förum
erlendis, en samdi þó í flýti svör
við þeim atriðum sem ég gat í
flýti svarað og afhenti Jóni Sig-
urðssyni.
Upp úr áramótum 1960—1961
varð ég þess’' áskynja, að skila-
nefnd hefði sent skýrslu til fjár-
málaráðuneytisins, átti ég þá tal
við Jón Sigurðsson og spurðist
fyrir um hvað þessum málum liði,
skýrði hann mér frá nefndri
skýrslu og jafnframt að svör rnín
hefðu verið ófullnægjandi í ýms-
um atriðum, bað ég þá um afrit
af skýrslu skilanefndar til fjár-
málaráðuneytisins til nánari at-
hugunar, en var neitað um hana.
hins vegar skýrði Jón mér frá
helztu atriðum, sem ábótavant var
talið, varð þetta til þess að ég hóf
nánari athugun á þessum liðum,
og komu þá í ljós ýmis atriði, sem
ég skrifaði- Jóni Sigurðssyni um
(bréf 16. maí 1961) og bað um
að leiðrétt yrðu, endaði ég þetta
bréf mitt með ósk um að nú verði
hægt að ganga endanlega frá mál-
inu og að ef enn sé fyllri upplýs-
inga óskað þá sé strax haft sam-
band við mig þar um.
12. júlí 1961, berst mér bréf
frá Skilanefnd vegna útgerðar
b/v. Brimness, þar sem mcr er
tilkynnt að bréf mitt frá 16.5. Hafi
verið tekið til meðfeiðar ásamt
fylgiskjölum. Tilkynnti nefndin að
hún hefði fyrir sitt leyti samþ.
nokkra liði, en þessir liðir þýða
það að: „Óumdeilanlegar skuldir
Axel Kristjánssonar" eins og það
heitir í athugasemdum yfirskoð-
unarmanna og taldar eru þar
nema kr. 121.448.98, lækka í ca.:
kr. 11.500,00, og er þó alls ekki
þar með sagt að kr. 121.448.98 sé'
rétt tala, til ,að sannreyna það hef
ur mér ekkert tækifæri gefizt, ég
hef ekki séð þessa tölu fyrr en nú
í ríkisreikningnum. Þá telja skila-
nefndarmenn 'einn lið vera til
ákvörðunar hjá fjármálaráðuneyt-
inu, þ.e. reikningur minn 292 þús.,
eins og hann er skráður í ríkis-
reikningum á bls. 241, ég hef ekk
ert nánar um þetta atriði heyrt
frá ráðuneytinu, né skiianefnd.
Um þennan lið er það að segja,
að ef samanburður er gerður á
nokkrum reikningsliðum í rekstr
aráætlun fyrir togara sem Svavaí
Pálsson gerði fyrir hagstofustjóra
fyrir árið 1958 og Rekstursáætlun
togara 1960 sem F.Í.B. lét gera um
áramótin 1959—’60, þá eru þessar
upphæðir í alla staði eðlilegar.
Samanburðurinn lítur svona út:
Framkvæmdastjóri
Skrifstofukostnaður
ljós, hiti og fl.
Leiga fyrir geymslu
Akstur
Vinna
Vaktir
í áætlun Svavars Pálssonar og
FÍB er ekki gefið um framkvstj,-
kostnað.
Vonandi geta allir sanngjarnir
menn séð, að hér er hóflega reikn
að og ekki sízt þegar þess er gætt
að hluti þessa kostnaðar hjá mér
er fyrir 15 mánuði í stað 12 i á-
ætlununum.
Að síðustu er í bréfi skilanefnd
ar frá 12. júlí beðið um nánari
skýringar á nokkrum veigaminni
atriðum. Þessu bréfi skilanefndar
svara ég með ýtarlegu bréfi dag-
settu 8. ágúst sl., og hef ég ekki
heyrt frá skilanefnd síðan og ekki
heldur frá ráðuneytinu.
í september sl. talaði ég við Jón
Sigurðsson fulltrúa í atvinnumála
ráðuneytinu í síma og spurði hvað
málinu liði, sagði hann mér þá að
ekki hefði unnizt tími til að sinna
málinu í bili vegna anna við önn-
ur störf. Þetta er það síðasta sem
ég hef af þessu máli frétt.
í stórum dráttum lítur þá þetta
mikla mál þannig út: v
1. Bókhald vegna Brimness er
tekið úr minni vörzlu að mér fjar-
stöddum og án minnar vitundar,
og á þann hátt komið í veg fyrir
að ég geti gengið frá því eins og
mér bar og ætlun mín var.
2. Samin er skýrsla um endur-
skoðun sem mér er afhent og ég
svara í flýti vegna brottfarar úr
landi.
3. Samin er skýrsla til íjármála-
ráðuneytisins án þess að frekara
samráð sé við mig haft, né ýtar-
legri upplýsinga sé .leitað.
4. Er ég frétti af þessari skýrslu
og bað um afrit af henni er því
neitað, en mér skýrt frá 6 atriðum
er talin eru óupplýst og máli
varða. Nánari athuganir leiða í
ljós leiðréttingar sem sendar eru
með bréfi dags. 16. rnaí 1961.
5. 12. júlí kvittar skilanefnd fyr
ir leiðréttingum mínum og sam-
þykkir þær að verulegu leyti, bið-
ur þó u.m skýringar á nokkrum
atriðum og fær þær með ýtarlegu
bréfi dagsettu 8. ágúst, síðan hef
ég ekkert heyrt um málið.
6. Yfirskoðunarmenn ríkisreikn
inga láta frá sér fara athugasemd
ir með ríkisreikningnum fyrir
1960, sem gefa tilefni til skrifa
framangreindra blaða: í athuga-
semdum yfirskoðunar manna er
ranelega farið með staðreyndir og
algjörlega litið fram hjá viður-
kcnndum leiðréttingum skilanefnd
ar, eins og athúgasemdir raunar
bera með sér, (sjá 5. málsgrein
á siðu 240 og 4. málsgr. á síðu 241
í ríkisreikningum) hver sök á á
þessum misgáningi, skal látið ó-
sagt.
7 Þegar öll kurl koma til graf
ar verður þessi gífurlega fjármála
óreiða í útgerð Brimness í mesta
lagi innan við 30 þúsund, því
harla léttvæg og höfundum til lít
ils sóma,
Að endingu nokkur orð um
ski.ps-skrúfuna sem er „gersam-
lega týnd“ B/v Brimnés rakst á
ísjaka 15. ágúst 1959 við Græn-
land og bráut m.a skrúfu. Skipið
lauk, veiðiferðinni og fór í slipp í
Reykjavík 14.—19 september
1959.
Samkvæmt niðurjöfnun Björns
Helgasonar Iöggilts niðurjöfnunar
manns sjót.jóna d.s. 10. ágúst sl„
var skipt um skrúfu á skipinu í
Sv. Pálsson F.Í.B. A.K.
1958 1960 1959—’60 214.000,00
150.000,00 175.000,00
24.000,00 26.000,00 24.000,00 18.000,00
160.000,00 200.000,00 36.000,00 (48.000,00)
292.000.00
334.000.0,0 401.000.00 (340.000,00)
þessari viðgerð, hin nýja kopar-
skrúfa var lögð til af útgerðinni
og greidd fullu verði af vátryggj-
endum, þetta er löngu upplýst, en
þurfi einhver nánari staðfestingu
á þessu atriði er án efa hægt að
fá þær lijá vátryggjendum, Sam-
vinnutryggingum.
Með þökk fyrir birtinguna.
Axel Kristjánsson.
30 ára afmælis
minnzt
/Kvennaueild SlysaValmafélags ís-
lands í Keflavík hélt fyrir skömmu
hátíðlegt 30 ára afmæli sitt með
mjög ipyndarlegu samkvæmi. Þar
var boðið stjómum kvennadeilda í
nágrenninu og enn fremur forseta
Slysavarnafélagsins og skrifstofu-
stjóra með frúm.
Margar ræður voin haldnar,
deildinni árnað heilla með þetta
merkis afmæli. og það heillaríka
starf sem þessi dugmikia deild
liefur unnið í þágu slysavarnanna I
landinu. En samtals munu konurn-
ar í deildinni, hafa afhent rúmlega
háKa milljón króna til Slysavarna-
félags fslands, á þessum árum.
Við þetta tækifæri afhentu þær
(Framhald á 15. síðu).
T í MIN N, miðvikudaginn 20. desember 1961.
5